Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Qupperneq 5
DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985.
5
Samanburður á byggingarkostnaði þriggja aðila við Álfatún íKópavogi:
VERKAMANNABÚSTAÐIRNIR
LANGDÝRASTIKOSTURINN
Stjórn verkamannabústaöa í Kópa-
vogi afhenti nýlega íbúðir við Alfatún
27—35 formlega til nýrra eigenda.
Töluverð umræöa hefur skapast um
byggingarkostnaö verkamannabú-
staðanna og þá í beinum samanburði
við tvö önnur byggingafélög,
Byggingasamvinnufélag Kópavogs og
Byggung h/f.. Síöamefndu bygginga-
félögin eru einnig með sambærilegar
byggingaframkvæmdir við Alfatún og
á mun hagstæðara verði. Að sögn bæj-
arstjórans í Kópavogi, Kristjáns Guð-
mundssonar, kom fram fyrirspurn um
kostnað verkamannabústaðanna og
samanburð við kostnað Byggingasam-
vinnufélags — og Byggungíbúðanna.
Bæjarstjóri fól tæknideild Kópavogs-
kaupstaðar að framkvæma nákvæman
samanburð á byggingarkostnaöi hinna
þriggja byggingafélaga. Hagdeildin
skilaði verkefni sínu í lok janúar og því
var síðan dreift á bæjarstjómarfundi
29. janúar sl. I yfirlitinu kemur fram
verulegur munur á byggingarkostnaði,
þar sem verkamannabústaðirnir koma
út sem langdýrasti valkosturinn.
1 skýrslunni er tekið dæmi um íbúð á
almennum fasteignamarkaði, 4 her-
bergi, í 3ja hæða húsi auk kjallara og
bílskúrs, þar sem kostnaðijr á rúm-
metra er áætlaður 4030 kr. Samskonar
kostnaöur á svokallað vísitöluhús án
bílskúrs yrði 5463 kr. Hjá Bygginga-
samvinnufélagi Kópavogs reiknaðist
kostnaðurinn 5683 kr., hjá Byggung
5919 kr. en hjá verkamannabústöðun-
um var heildarkostnaður á rúmmetra
alls 6854 kr. Hér er því um verulegan
munaðræða.
I yfirliti tæknideildar komu einnig
fram þættir er aðgreindu byggingar-
kostnað verkamannabústaðanna frá
hinum aöilunum. Til hækkunar verðs
verkamannabústaðanna: „Eldhús-
innrétting mjög stór, sérsmíðuð og
vönduð, skápar í herbergjum stórir,
upp í loft, með 40 em hurðum, veggir
baðherbergja flísalagöir upp í loft,
timbureiningar meö gleri efst og
organpine stoðum. Dýr útfærsla miðað
viö múraöa veggi. Linóleumdúkur á öll
gólf, vönduð geymsla í kjallara,
þvottahús í hverri íbúð, svalir á suður-
og norðurhlið, alls 123—15 fm með
blómaker jum í handriðum.”
Til lækkunar byggingarkostnaðar
verkamannabústaðanna: „Jarðvinna
við sökkla var mjög hagstæð, gröftur
og fylling í lágmarki og sprengingar
engar. Lóðhagstæð, byggt á láréttu, en
baklóö brött. Opið bílskýli í staðinn
fyrir bílskúr við 3ja og 4ra herbergja
íbúðir.
Ennfremur segir í yfirlitinu. ,,Ef
gera á nákvæman samanburð á verði
íbúða frá verkamannabústööum og
öðrum þarf aö fara í gegnum reikninga
og meta síöan kostnað á samsvarandi
hátt af sama aöila.”
Kristján Guðmundsson bæjar-
stjóri var frekar inntur eftir þessu
kostnaðarmisræmi.
„Hér er um alveg fullfrágengnar
íbúðir að ræða og verulega til þeirra
vandað. Að skaölausu heföi vel mátt
sleppa einhverjum útfærslum við
bygginguna, t.d. öðrum svölum á
norðurhliö og skápainnréttingum í
stofu. Auk þess má alltaf spyrja hvort
nauðsynlegt sé að skila öllum gólfum
dúklögðum. Það má líka benda á það
að í þrem af fimm stigagöngum
húsanna eru aðeins tvær hæðir er gera
útfærsluna dýrari. En hér er um góöa
og mikla sameign að ræða og þaö má
alltaf deila um vissa þætti svona fram-
kvaanda.”
-hhei.
»n liwf
SÉRVERSLUN MEÐ ELDHÚS- 0G BORÐBÚNAÐ
• ELDHUSAHÖLD •GJAFAVÖRUR
• BORÐBÚNAÐUR •RAFTÆKI
NÝBÝLAVEGI 24-SÍMI 41400
Skóverslun Þórðar Péturssonar
LaugavegíSS, sími 13570, Kirkjustræti8, sími 14181 Póstsendum