Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1985, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR 8. FEBRUAR1985. 13 HÓTUN KENNARA UM ÓLÖGLEGT VERKFALL Grein Ara Trausta Guömunds- sonar menntaskólakennara sL þriöjudag er dæmigerö fyrir áróður háskólamenntaðra kennara þessa daga, er þeir reyna að réttlæta ólöglegar aögeröir sínar og uppsagnir, sem koma eiga til fram- kvæmda 1. mars næstkomandi. Efnisatriði í grein Ara Trausta Guðmundssonar eru þessi: 1. Eg hafl vantallð þann fjölda kennara, sem sagt hafa upp störfum frá og með 1. mars. Samkvæmt frásögn Ara T. eru kennaramir rúmlega fjögur hundr- uö, sem hafa sagt upp. Eg segi, að kennaramir séu nokkrir. Má vera, að ég hafi vantalið uppsagnirnar. Fjöldinn skiptir þó engumáli í þessu sambandi nema til þess eins að örvænta enn meira um þjóðhollustu kennara og virðingu þeirra fyrir fag- inu, skólanum og ekki síst framtíð nemenda sinna. Ari Trausti segir siðan, að félagar HIK hafi samþykkt aðgerðir í kjara- baráttunni á venjulegan hátt og vekur það hugmyndir um, að nokkrir menn séu að ráða fyrir öðram, rétt eins og þegar fjórtán manns stöðv- uðu vetrarvertíð í Eyjum fyrir nokkrum árum. Eða, að kennarar séu almennt sauðkindur. 2. Ari segir að eini réttur háskóla- menntaðra kennara sé að segja upp, þar sem þeir hafi ekki verk- fallsrétt. Þetta er rangt. Háskólamenntaðir kennarar ráða því, hvort þeir eru í BSRB og hafa þar verkfallsrétt eða hvort þeir era í BHM og era án verk- Kjallarinn HARALDUR BLÖNDAL LÖGFRÆÐINGUR fallsréttar. Meirihluti félagsmanna í BHM vill ekki verkfallsrétt eins og fram kom í atkvæöagreiðslu meðal félagsmanna fyrir nokkrum árum. Hins vegar geta menn gengiö í stétt- arfélög innan BSRB, ef menn óska eftir verkfallsrétti. Þannig hefur t.d. ögmundur Jónasson ákveðið að vera áfram í BSRB, en félagar hans í sjón- varpinu og á fréttastofu útvarps hafa stofnað sérfélag og óskað eftir inn- göngu í BHM, og hafa þar með af- salað sér verkfallsrétti. Ef HlK óskar eftir því að gerast aðUi að BSRB, fæ ég ekki séð, að nokkur muni hafa á móti því, né heldur að einstakir kennarar gangi í það félag kennara, sem er aðiU að BSRB, eða einfaldlega í Starfs- mannafélag ríkisstofnana. Og það er sama, hversu margar greinar Ari Trausti Guðmundsson skrifar: Þessum staðreyndum breytir hann aldrei. Sér til glöggv- unar, og öðrum kennurum, sem velkjast í vafa, skal bent á að lesa lög nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, en í þeim lögum er f jaUaö um samningsrétt BSRB og ríkissjóðs, og hefur BSRB verkfalisrétt eftir þar tU ákveðnum reglum. Hins vegar fer um kjör opinberra starfsmanna, sem ekki eru í BSRB, eftir lögum nr. 46/1973, um kjarasamninga opin- berra starfsmanna. Þar hefur Kjaradómur síöasta orðið. Nú er það auðséð af skrifum Ara Trausta og forustumanna HlK, að þeir líta á uppsagnir kennara innan HlK sem lið í kjarabaráttu. Þeir era að ógna ráðherra meö uppsögnum, svo að „til auðnar um starfrækslu þar mundi horfa, ef beiðni hvers um sig væri veitt” (lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins). Og hvað er þá hótun kennara um uppsagnir, þegar því fylgir, að stjóm HlK hvetur félaga að virða að vettugi, ef ráðherra framlengir uppsagnarfrest eins og hann hefur heimild til skv. tilvitnaðri lagagrein. Hún er ekkert annað en hótun kennara um ólöglegt verkfall. Ef' Ari Trausti Guðmundsson veit ekki hvað verkfall er, þá er þaði vinnustöðvim gerð í þeim tilgangi að hafa áhrif á kjör þeirra sem leggja niður vinnu. Og menn skulu átta sig á því, að 1. mars er ekki valinn út i bláinn. Hann er valinn með sérstöku tilliti til þess að koma nemendum illa, — eyöileggja fyrir þeim skólaár, — stela einum vetri af lifi þeirra. Ef kennarasamtökin era að hvetja menn til að hætta kennslu, þá væri uppsögnin miðuð við 1. júní eða 1. júlí, þegar engin kennsla fer fram. Ari Trausti Guðmundsson vitnar í Olaf Jóhannesson. A bls. 117 í Stjómarfarsrétti Olafs (Hlaöbúö MCMLV)segir: lögum nr. 33/1915 er lögð refsing yið verkfalli og verkfalls- hótunum. Ef einhver einstök stétt opinberra starfsmanna segði af sér eða beiddist lausnar, þá væri ljóst, að samtök stæöu aö baki slíkra á- kvarðana, og gæti þá verið rétt að beita iögunum um verkfallsbann meðlögjöfnun.” Ég er ekki í nokkrum vafa um, hver skoðun Olafs var, — og ég er ekki í nokkram vafa um, hver yrði niðurstaða dómstóla. Hótanir HlK eru verkfallshótanir. Eins og ég gat um framar, er dag- setning uppsagnanna ákveðin af sér- stakri illfýsi í garð nemenda. Ari Trausti Guðmundsson segist eiga rétt til að fá nokkurra mánaöa frest til að leita sér að nýrri vinnu. Hann hefði þá átt að miða uppsagnirnar viö 1. júli eins og ég gat um áöan. Og er þá komiö að síðustu staö- hæfingu Ara Trausta, að ég hafl ekki mótmslt lokunarhótunum og land- legum austflrskra ftskvinnslu- höfðlngja. Eg spyr: Voru þeir að brjóta einhver lög? Eg skal taka það fram, að ég hef ekkert sérstaklega á móti þvi, að kennarar notfæri sér verkfallsrétt sinn, ef þeir eru innan BSRB. Þeir kennarar, sem innan þeirra samtaka era, fóru í verkfall i haust og hlutu af verulega kjaraskeröingu. Á sama tima stóð HlK að alls konar aðgeröum til þess að hindra að lögleg kennsla félagsmanna HtK færi fram. Meðan kennarar BSRB voru i verk- falli kenndu hinir margir ekki heldur en þágu kaup fyrir. Þessi framkoma HlK er siöleysi eins og verkfallshótanirnar. Eg skal svo í lokin taka fram, að kaup kennara skiptir mig engu máli í þessu sambandi. Það geta sjálfsagt margir kvartað undan kaupinu sínu. Kennarar súpa nú seyöið af launa- jöfnunarstefnu liöinna ára og út- þenslu menntakerfisins, sem hlýtur að hafa i för með sér lægra kaup fyr- ir hvern einstakan kennara. En þessi þróun gefur þeim engan rétt til þess aö gerasat lögbrjótar. Eg sé þess vegna ekkert athugavert viö, að ráðherra taki forsprakkana á orðinu og veiti þeim lausn að eigin ósk. Fyrir nokkrum árum fóru flugum- ferðarstjórar í ólöglegt verkfall í Bandaríkjunum. Olögleg verkföll þessarar stéttar vora piága um allan heim. Reagan rak 11.000 flugum- ferðarstjóra og hefur enginn þeirra fengið aftur vinnu í þessari grein. Síðan hafa menn ekkert heyrt um verkföll flugumferðarstjóra, hvorki í Bandaríkjunum né annars staðar. Haraldur Blöndal. Samvinnumenn og einkaframtak Það stríð sem máli skiptir er háð út á við og þar gildir að báðir aðilar standl sig. Þjóðarhagurinn er einn og hann verður ekki rakinn sundur í pólitiska þætti. Framvörður einkaframtaksins Framvöröur einkaframtaksins á ritvelli DV, Ellert B. Schram, segir aö Sambandið sé auðhringur, þar sem hver deildin verndi aðra. Þetta getur aö lesa í laugardagspistli 2. febrúar sl. Kappsminni leikmaöur hefði kannski orðað þetta þannig, aö Sambandið sé stórt fyrirtæki, þar sem hver deildin styðji aðra. Blæ- brigði í orðalagi sem þó gera allan mun. Ellert heldur áfram og segir, að í skjóli aðstöðu, pólitíkur og peninga hafi Sambandslýðveldið sölsað undir sig fiskvinnsluna í vax- andi mæli. Stækkun innanfrá Það mun vera almenn skoðun þeirra, sem best þekkja fiskvinnsl- una í landinu, aö fiskiðnaður sam- vinnumanna hafi einkum eflst innan frá, en ekki nema að mjög takmörk- uðu leyti á kostnað einkafram- taksins. A sama tima hefur fisk- iðnaður einkaframtaksins farið dvín- andi — innan frá — en ekki nema að litlu leyti vegna landvinninga sam- vinnumanna. Eg hygg að þessi mis- munur eigi sér eðlilegar skýringar. Einkaframtakið er — eðlilega — í þessum rekstri til þess að græöa peninga. Þegar harönar á dalnum rekur það sín trippi þangaö sem arðsvon er meiri. Hjá samvinnu- mönnum er krafan um hagnað ekki eins ofarlega á blaöi og hjá einka- framtakinu, einfaldlega vegna þess að þar situr önnur krafa í fyrirrúmi, krafan um atvinnu til handa félags- mönnum. Þetta er vafalaust ástæðan fyrir því, að benda má á ýmis dæmi þess, að samvinnureksturinn hafi reynst úthaldsbetri í erfiðu árferði. Við þessar kringumstæður ber það við, að einkaframtaksmenn leita eftir að selja samvinnumönnum fyrirtæki sín. 110 ára starfi mínu hjá sjávaraf- urðadeild minnist ég þess ekki að við höfum í eitt einasta skipti falast eftir fyrirtæki til kaups, beint eða ó- beint. Hins vegar hefur þaö hent oft- ar en hér skal tíundað aö viö höfum hafnað viðræðum um kaup á fyrir- tækjum einkaframtaksmanna. Þeir sem nærri mér standa í starfi vita, að hér er fariö með rétt mál, og þeir einkaframtaksmenn, sem boðið hafa fyrirtæki sín til kaups, vita einnig að hér er farið meö rétt mál. Þetta heitir ekki aö sölsa undir sig fisk- vinnsluna. Gagnkvæmur stuðningur Það er alveg rétt hjá Ellert Schram, að stuðningur hinna ýmsu starfsþátta hvers við annan getur haft úrslitaþýðingu, einkum þegar hart er í ári og erfiðleikar steöja að. Það er hins vegar ekki rétt hjá Ellert, að þessi stuðningur þurfi aö vera af hinu illa. Þvert á móti getur hann, þegar vel tekst til, orðið til SIGURÐUR MARKÚSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI SJÁVARAFURÐADEILDAR SAMBANDSINS þess að styrkja stööu lands og þjóðar eins og nú skal skýrt með litlu dæmi. Auknar út- flutningstekjur Á sl. ári jókst freðfiskútflutningur sjávarafurðadeildar Sambandsins um 7.500 lestir, að verðmæti um 16 millj. doíara eða um 660 miHj. krcna miðaö við gengi eins og það er í dag. Samvinnumönnum blandast ekki hugur um, að þessi góði árangur við erfiðar kringumstæður á rót sína í fyrirkomulagi þar sem hver starfs- þáttur styður annan. Ef freðfiskframleiðendur okkar hefðu dregið saman seglin í takt við framleiðendur einkaframtaksins, hefðum við mátt búa við 9% sam- drátt í stað 19% aukningar í út- flutningi. Þá hefðu tekjur okkar frystihúsa ekki orðið 16 millj. dollara meiri en árið áður heldur 7—8 millj. dollara minni. Það má því hiklaust færa rök aö því, aö staðfesta okkar a „Þaö mun vera almenn skoöun ^ þeirra, sem best þekkja fisk- vinnsluna í landinu, að fiskiönaöur samvinnumanna hafi einkum eflst innan frá, en ekki nema að mjög tak- mörkuðu leyti á kostnað einkafram- taksins.” framleiðenda í erfiöu árferði hafi leitt til þess aö útflutningstekjur þeirra uröu 23 til 24 millj. dollara meiri en þær hefðu ella orðið. A gengi dagsins í dag mundi þessi fjárhæð reiknast til 940—980 millj. króna. Eg hlýt að spyrja alþingis- manninn Ellert B. Schram hvort honum finnist þetta sérstakt tilefni til þess aö veitast að þessum þætti í starfsemi samvinnufélaganna? Hvert voru pening- arnir sóttir? Þær fjárhæðir, sem nú voru raktar og nema fast að einum milljarði króna, hafa ekki verið sóttar til einkaframtaksins. Þær voru sóttar i það hráefni, sem náttúran skammt- ar okkur, og þær hafa einnig verið sóttar til markaðarins með framúr- skarandi stuðningi sölufyrirtækja okkar erlendis, Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, Ice- land Seafood Ltd. í Bretlandi og skrifstofu Sambandsins í Hamborg. Þjóðarhagurinn er einn Það er Ijóst af skrifúm EDeit B. Schram, að í síðdegisveröld DV er nú verið aö sviðsetja stórstyrjöld á milli einkaframtaks og samvinnumanna. Þau dæmi, sem hér hafa verið rakin, sýna þó að það er ekki sú barátta sem skiptir máli, enda er hún einkum háð á síðum dagblaðanna. Það stríð, sem máli skiptir, er háð út á við, og þar gildir að báðir aöilar standi sig, einkaframtaks- og sam- vinnumenn. Þjóöarhagurinn er einn og hann verður ekki rakinn sundur í pólitiska þætti. Sigurður Markússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.