Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1985, Síða 6
Neytendur 6 Neytendur DV. FIMMTUDAGUR 28. MARS1985. Neytendur Neytendur Um vörumerkingar: Hvemig á góð vörumerking að vera? I pistli þessum mun ég fjalla örlítiö um vörumerkingar á unnum mat- vælum. Ég mun kynna hvernig merkja á vöruna og fjalla aðeins um ástandiö í þessum málum. Hvað eru unnin matvæli? I stuttu máli má segja aö unnin matvæli séu þau matvæli sem á ein- hvem hátt hafa veriö meöhöndluð,. t.d. reykt, söituö, krydduö, settí rasp og pakkað síöan í neytendaumbúöir. Þessar vörur getur neytandinn yfir- leitt tekiö beint úr kæli. Dæmi um unnar matvörur eru t.d. kæfa, pyls- ur, fiskur sem velt er upp úr raspi, öll salöt og sósur o.s.frv. Hvernig á vöru- merkingin að vera? Þegar matvaran hefur verið sett í neytendaumbúöir eru ákveönar reglur til sem segja fyrir um vöru- merkingar. Þessar reglur er aö finna í reglugerö no. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara (meö áorönum breytingum). Samkvæmt þessari reglugerö þarf eftirfarandi aö koma fram: 1) Nafn og heimilisfang fram- leiöanda eöa pökkunaraðila. 2) Vörutegund. 3) Þyngd (netto) /stykkjatal. 4) Innihald: Hráefni, þar meö talin öll aukaefni, skulu skráð eftir minnkandi magni. Aukaefni skulu auökennd meö flokksheiti og G númeri, t.d. rotvamarefni (E 202). Ef aukaefni hafa ekki E númer skulu þau skráö meö flokksheiti og efna- fræöilegu heiti. 5) Geymsluþol og geymsluskilyröi. a) viðkvæm matvæli (þ.m.t. unnin) skulu merkt meö pökkunardegi og síöasta söludegi. b) Kælivöru á aö geyma við 0—4°C og merkja sem slíka.Á umbúöum fyrir kælivöru skal ekki getið um geymsluþol í frysti. c) Frystivöru á aö geyma í frysti viö — 20°C og merkja sem slíka. d) Ef um breyttar forsendur er aö ræða varðandi geymsluþol vegna meðhöndlunar vörunnar (t.d. opnun umbúða) skal þess getiö á umbúðunum. Til hvers eru vörumerkingar? Þær upplýsingar sem fram- leiöanda er skylt aö geta um á vöru sinni eru til þess aö gefa neyt- andanum sem gleggstar upplýsingar um innihald, geymsluþol, aldur og geymslumeöferð þeirrar vöru sem hann er að kaupa. Innihaldslýsing á vörum er sérstaklega mikilvæg þeim, sem haldnir eru ofnæmi fyrir ákveðnum efnum t.d. litar- eöa rot- varnarefnum. Geymsluþol vörunnar er hægt aö marka á því hvenær síöasti sölu- dagur er gefinn upp. Síðasti söludagur á vöru er sá dagur sem framleiöandinn hættir aö taka ábyrgö á vöru sinni. Þess vegna er bannað að selja vöru sem komin er fram yfir síöasta söludag. Aldur vörunnar er hægt aö sjá meö því aö skoöa hvenær vörunni er pakkaö. Þaö má þó segja það aö „framleiðsludagur” væri réttari dagsetning, vegna þess aö vara getur veriö f ramleidd og geymd í ein- hvem tíma áöur en henni er pakkað í neytendaumbúöir. Geymslumeðferö er nauðsynlegt að hafa á umbúðum matvöru, vegna þess aö hún segir fyrir um þaö á hvern hátt eigi aö geyma vöruna svo aö gæði hennar haldist sem best. Bannaö er aö geyma matvöru sem merkt er „kælivara” í frysti. Það sama á við um vöru sem merkt er frystivara, aö hana má alls ekki geymaíkæli. Vörumerkingar eru leiðbeiningar sem auðvelda bæði neytendum og framleiöendum aö fylgjast meö ástandi vöru þeirrar sem um er að ræöa hverju sinni. T.d. ef upp koma skemmdir í matvöru er auövelt aö fjarlægja og rannsaka vöruna sem hefur aö geyma sömu dagsetningar og skemmda varan. Á þann hátt er miklu auöveldara aö framkvæma markvissari rannsóknir og eftirlit með framleiösluvörum en ella væri. Ástand vörumerkinga Auðvitað eru mörg fyrirtæki sem leggja sig öllu fram um aö vera meö fullkomnar merkingar, eins og t.d. Goöi, Sól h/f, Mjólkursamsalan, Síld Mikilsvert er að merkingar á matvælum, sem seld eru i neytendaumbúðum, séu samkvæmt reglugerð um tilbúning og dreifingu matvæla. Vöraval á ísafirði dýr- asta matvörabúð landsins Frá fréttaritara DV tsafirði, Páli Ás- geirssyni: Verslunin Vöruval á Isafirði er dýrasta matvörubúðá landinu. Þetta kom fram í verökönnun sem Verðlagsstofnun gekkst fyrir í mat- vöruverslunum á nokkrum stööum úti á landsbyggöinni og í Reykjavík. í ljós kom aö vöruverð í matvöru- verslunum á Isafiröi, Vöruvali og Kaupfélagi Isfiröinga, er langhæst. Verð 39 ólikra vörutegunda var boriö saman og í 15 tilfella var hæsta verð í versluninni Vöruvali og í 9 tilfeUum hæst í Kaupfélaginu. I báöum verslunum voru aðeins fjórar vörutegundir undir meðalverði. Könnun þessi var gerð að tilhlutan Neytendafélagsins á Siglufirði. Neyt- endasamtökin á Isafirði gengust fyrir fundi um frjálsa álagningu á Hótel Isafiröi sl. laugardag. Kom Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, á fundinn og kynnti niöurstöður áöurgreindrar könnunar. Könnunin náði til verslana á Isa- firði, Siglufirði, Sauöárkróki, Akur- eyri, Selfossi, Eskifiröi og Reykja- vík. Þykir mönnum á Isafirði með ólíkindum aö hægt sé aö rökstyðja þessar niöurstöður með háum flutningskostnaöi. Bent var á aö Eskifjörður, sem er í svipaöri fjar- lægð frá Reykjavík og Isafjörður, kemur mun betur út í samanburð- inum. -Pá/ABj. 1 Verslunar- | félag Siglufj. KEA Sigluf. Fiskbúð Siglufj. Skagf. búð Sauðárkr. KEA Höfðahl. KEA Hrisal. ! t 11 X z .< J * 1 Vörum. Eiðist. i 11 Vöruv. Ísaf. Kaupf. isaf. Fjöldi vörutegunda sem gerður er saman- burður á 36 38 11 41 41 42 39 43 40 40 42 39 39 Fjöldi vörutegunda með lægsta verð 0 4 2 0 3 8 8 1 4 16 2 1 1 Fjöldi vörutegunda með hæsta verð 2 1 0 3 5 0 1 4 6 1 0 15 9 Fjöldi vörutegunda undir meðalv. 14 31 4 16 16 40 38 13 13 33 18 4 4 Fegrun og snyrting: Varaþurrkur og hrukkur í kringum munninn Elisabet Arden hefur komiö með á markaöinn krem, Visible Difference, sérstaklega til notkunar fyrir varimar og húöina í kringum þær. I.ipFix, ensvonefnistkremið (erlítil túpa), á aö leysa þrjú vandamál: aö vama því aö varaliturinn smiti út fyrir varalínuna, draga úr hrukkum í kringum varimar og einnig vara- þurrk. Ef þú átt viö þaö vandamál aö stríöa að varaliturinn vilji smita út fyrir varalínuna, skaltu bera Lip Fbc á varirnar á undan varalitnum. Ef þaö em hrukkurnar í kringum munninn eöa varaþurrkur sem þú átt aö stríöa viö er ráðlagt aö nota þetta krem tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Elisabet Arden lofar aö þú bæði sjáir og finnir greinilegan mun eftir þriggja vikna notkun. Lip Fix kostar kr. 362,00 og fæst í flestum snyrtivöruverslunum. Tíu góð megrunarráð Tíu góð ráö ef þú vilt grenna þig: 1) Drekktu mikið en aðeins venjulegt vatn, kaffi eða te án sykurs. Drekktu ekki vín, öl eða sterka drykkl. 2) Boröaöu hægt. Tyggðu matinn vel. 3.) Notaöu litla diska undir matinn, þá finnst þéraö þú borðir meira. 4) Ef þú freistast til að borða of mikiö einhvem daginn verðurðu aö boröa minna næsta dag. 5) Saltaðu matinn minna. Salt bindur vatn í líkamanum. Þú gartir notað sellerísalt í staöinn fyrir venjulegt matarsalt. 6) Notaöu minna smjör á brauöiö. Skeröu burt fituna af k jötinu. 7) Boröaöu aldrei sælgæti, kökur, ís eða gosdrykki. 8) Þaö em til skemmtilegri um- ræðuefni en „megrun”. 9) Stigðu á vigtina á hverjum morgni. Láttu þér ekki bregöa þótt vigtin sýni ekki minni þyngd alla daga. Þú ert á réttri leið. 10) Fáöu þér góöan göngutúr á hverjum degi. Sumum finnst líka skemmtilegra að ganga eða v hlaupa af sér aukakílóin. Gangi þér vel. DB. Það getur verið smart að bera þennan rétt fram i stórum vín- glösum. Kiwi og ananas fara einkar vel saman bæði i bragði og lit. Hvað vegur þvotturinn? Þvottavélar og þurrkarar taka ákveðið magn af þvotti til þess aö serm, bestur árangur náist. Er magniö gefiö upp í kílógrömmum. En hve mörg kg vegur hvert stykki? Hér fer á eftir tafla sem gæti komið sér vel að hafa við höndina í þvottahúsinu: Lak Sængurver Koddaver Leirþurrka Karlmannsskyrta Bómullarbolur f/fullorö. Gallabuxurfullorð. um 500—700 g 700-800 g 150 g 100 g 250 g 100 g 600-800 g Lokið rennilás á buxum, hnýtiö löng bönd og snúið röngunni út áöur en fatn- aöur er látinn í véUna. Gætiö þess aö tæma alla vasa áöur en þvotturinn er látinn í vélina. DB A. Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.