Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 1
I \ t t í t t t t t t I t t t t t t t t t t t t t t t t t Rögnvaldur læknir enn á ferð: Græddi fingur á fjögurra ára snáða „Þetta er ekkert, það var bara gaman á spítalanum,” sagði Oddur Snær Magnússon, fjögurra ára snáði úr Hafnarfirðinum, í samtali við DV. Oddur varð fyrir því að missa litla- fingur hægra handar ekki alls fyrir löngu og komast undir hendur Rögn- valds Þorleifssonar læknis er græddi fingurinn á hann. Oddur er sonur Sirrýar og Magnús- ar Kjartanssonar hljómlistarmanns. „Oddur var að leika sér hérna úti í garði þegar óhappiö vildi til,” sagði Magnús. „Hann var að renna sér niður handriðið sem er hér á tröppunum fyrir utan. Allt í einu missti hann jafn- vægið og féll af handriðinu út í garð, sem er um tveggja metra fall. Hann festi fingurinn í jámverkinu á handrið- inu. Það skipti engum togum að fingur- inn slitnaði af. Við hringdum strax á sjúkrabíl og á meöan Ieituðum viö að fingrinum. Við ætluðum aldrei að finna hann en fyrir rest, um tíu mínútum seinna, sá- um við hvar hann lá úti í garði. Þegar við komum upp á spítala vorum við svo heppin að Rögnvaldur var nýkominn úr kynningarferð þar sem hann hafði verið að kynna sér limaágræðslur. Hann tók strax Odd að sér og eftir miklar rannsóknir ákvað hann að reyna að græða á hann f ingurinn. Fingurinn rifnaði af við neðstu kjúkuna. Aðgerðin tók 14 tíma,” sagði Magnús. Þau Siriý og Magnús sögðu að Rögn- valdur væri ánægður með hvernig sár- ið hefðist viö og virtist aögeröin hafa tekist vel. Þau sögðu að aðalatriðið í tilfelli sem þessu væri að bregðast rétt við. Oftar en ekki væri hægt að græöa liminn, sem dytti af, á aftur. Mikilvæg- ast væri að kæla hann þegar svona gerðist og reyna innan sex tíma að minnsta kosti að komast undir læknis- hendur. -KÞ „Er þetta röntgenmynd?" spurði sá litli Ijósmyndarann þar sem hann situr í fangi föður síns, Magnúsar Kjartanssonar. DV-mynd KAE Útvarpslagafrumvarpið: „Framtfð þess mjög óljós” „Eg held að framtíð útvarpsmáls- ins sé mjög óljós,” sagði Eiður Guðnason þingmaður í morgun. „1 raun held ég aö enginn þingmaður sé ánægður með frumvarpið eins og það var afgreitt. Það er óttalegur óskapnaður að verða og mér ekki að skapi.” Eiður á sæti í útvarpsráði, efri deild Alþingis og menntamálanefnd deildarinnar. „Við munum leggja mikla áherslu á lykilatriði í öllu mál- inu sem er boðveituatriðið,” sagði hann um útvarpslagafrumvarpið. Það var afgreitt úr neðri deild í gær og kemur til umfjöllunar í efri deild í dag. „Mér sýnist ýmislegt benda til að Framsóknarflokkurinn ætli ekki að greiða fyrir málinu í efri deild,” sagði Eiður Guðnason. „Mér finnst að sjálfstæðismenn hafi sýnt óbilgirni í þessu máli,” sagði Haraldur Olafsson þingmaður, formaður menntamálanefndar efri deildar, en þangaö verður f rumvarp- inu aö líkindum vísað í dag. Harald- ur er eini framsóknarmaðurinn í nefndinni. Hann sagöist ekki hafa neinar áætlanir um að hindra málið en það þyrfti í ljósi atkvæðagreiðsl- unnar í gær að skoðast á milli stjórn- arflokkanna. I efri deild eiga sæti 20 þingmenn. 8 sjálfstæðismenn, 2 frá Bandalagi jafnaðarmanna, 4 framsóknarmenn, 3 alþýöubandalagsmenn, 2 alþýðu- flokksmenn og 1 þingmaður frá Kvennalistanum. Sjálfstæðismenn og þingmenn Bandalags jafnaðar- manna stóðu saman við atkvæða- greiðslur í neðri deild i gær. Ef sama mynstur verður í efri deild ræður eitt atkvæði úrslitum við afgreiðslu þar. -ÞG — sjá einnigbls.3 Helgimagrí ónýtur — sjá bls. 2 Verslunhættir með greiðslukort — sjá bls. 34 Lífeftir dauðann? - sjá bls. 36-37 • Tilbúnir rúlluréttir — sjá bls. 6 Ætluðuað myrðaGandhi -sjábls.9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.