Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn „Vn lifum eftir dauðann” „Spíriösmi er ekki trúarfcrögð held- ur lifsmáti. Við notum þetta til þess að hjálpa fólki i sorg og erfiðleik- um.” Miðillinn Olavía Giles leggur áherslu á þessi orð sin. Þetta er góð- leg eldri kona, rauðhærð og mikil um sig. Klaedd í stóran rauöröndóttan kjól með hvitum kraga. Hún talar af mikilli sannfæringu. „Ég hef starfað sem miðill í 39 ár. Fram að þessu hef ég mestmegnís starfað í Englandi, Wales og Canada. En nú er ég farin að ferðast víðar og er koma mín til Islands liður í því. Eg kom hingaö til Islands um svipaö leyti i fyrra og kunni þá mjög vel við mig. Næst held ég til Nýja-Sjá- lands.” Persónuleg skilaboð Auður Hallgrimsdóttir er starfs- maður Sálarrannsóknarfélagsíns. Hún túlkaði einnig fyrir Olavíu á fundinum. — Hvaða fólk kemur á fund sem þennan? „Það kemur alls konar fólk. Ekk- ert endilega fólk sem er i félaginu. Þessir fundir eru opnir öllum og aug- lýstir sérstaklega sem slíkir. Aftur á móti eru einkafundir með miðlinum aðeins fyrir félagsmenn.” — Hvers vegna kemur fólk, hvað vill þaöfá að vita? „Fólk getur haft ýmsar ástæður fyrir því að koma á skyggnilýsinga- fund. Sumir koma af forvitni, aðrir til aö komast í samband við látinn ættingja eða vin. Það getur gert miðlinum ákaflega erfitt fyrir ef fólk gerir sig ekki ánægt með neitt annaö en að fá samband við einhverja ákveðna manneskju. Það fólk verður iðulega fyrir vonbrigðum. MiðiUinn á auðveldast með að starfa með fólki sem er opið fyrir öUu.” — Hvemig bregst fólk við þeim skUaboðum sem það fær? „Þaö er mjög mismunandi. Sumir fara alveg í baklás og neita að kannast viö nokk- uð af þvi sem miðUUnn segir. Skila- boðin eru oft mjög persónuleg og fóUc er feimið i margmenni. Siðan kemur viðkomandi oft til okkar daginn eftir og vUl fá að vita nánar hvað miðiU- inn sagöi. Þetta er nokkuðalgengt. En þvi jákvæðara sem fók kemur á fundi þeim mun betri verður fundur- inn.” Tengiliður milli tveggja heima „Eg hlusta og segi það sem mér er sagt,” sagði Olavfa Giles þegar hún var spurð hvemig sambandi hún næði viö framliðna á skyggnUýsinga- fundum. „Þeir framliðnu tala í gegn- um mig. Eg er aöeins tengUiður á mUU tveggja heima. Hverjir koma í sambandið að handan er tUviljunum háð. Þetta er ekki ósvipað því sem gerist hér á jörðinni þegar hópur fólks safnast saman úti á götu. Hin- um megin em aUir á ferðinni. Þeir sjá fólk í þyrpingu og vUja athuga hvað sé um aö vera. Það vilja margir komast að, láta vita af sér eða koma skUaboðum til okkar sem erum á jörðinnL Svona ersambandið.” — Er sambandiö alltaf jafngott? „Nei, það fer alveg eftir fólkinu í salnum hvemig sambandið er. Það gengur vel þegar fólk er jákvætt. En sumt fólk reynir að streitast á móti. Eg fann nokkrum sinnum fyrir því á þessum fundi og viö það dofaar sam- bandið.” Lífiðer undirbúningur „Þetta líf okkar hér á jörðinní er aðeins undirbúningur. Við Ufum áfram eftir jarðneska dauöann. Þess vegna verðum við að reyna að haga Ufi okkar í samræmi við það. Það góða sem við gerum hjálpar c*kur þegaryfir erkomið. Það skeður ýmislegt á jörðinni sem fólk viU ekki kannast við að séu verk þeirra sem komnir em yfir. Dæmi um þetta eru margir kraftar sem eru i kringum okkur. Eg sat einu sinni miðilsfund þar sem ljósin voru slökkt í 10 sek. í upp- hafi fundar. Þegar kveikt var aftur sat miöUUnn i stólnum sinum i hinum enda herbergisins, nánar tUtekiö hékk í iausu lofti neöan við dyra- karminn. Við sáum hann síðan síga hægt og rólega niður á gólfið. Það er útllokað aö stóUinn hafi getað færst með miðUnum öðruvísi en af völdum einhvers krafts. Samt neituðu marg- iraðtrúaþessu. Þegar fólk að handan gerir vart við sig er það að færa okkur sönnur á aö það sé Uf eftir dauðann. Það er hlutverk miðla að koma þessum skilaboðum áleiöis svo að fólk geti búið sig undir að lifa eftir „dauð- ann”.” ****m*0m» Miðillinn Ólavía Giles ásamt túlki sinum, Auði Hallgrímsdóttur. „Hlutverk miðla er að koma skilaboðum áleiðis svo að fólk geti búið sig undir að lifa eftir „dauðann". Texti: ÞorsteinnJ. Vilhjálmsson Myndir: Vilhjálmur H. „Góða kvöldið og guð blessi ykkur. Þegar við deyjum skiljum við jarð- neska líkamann eftir og höldum áfram í andlega likamanum. Það er tilgangur þessafundar aðsannaþað.”Miðillinn, Olavía Giles, er að ávarpa gesti áður en skyggnilýsingin hefst. Það er bjart í samkomusal Hótel Hofs. Fjöldi gesta er á bilinu 40—50. Flestir eru á miðjum aldri, sumir eldri. Fólkið situr við borð. Andrúmsloftið er hálfvandræða- legt. „Þeir framliðnu koma ekki til að hræða okkur heldur til að sýna ást sina á okkur. Guö hefur lofað manninum eilífu líf i. Allir rétttrúarmenn kenna og prédika líf á Iiimnum, en á einhvern hátt virðast þeir ekki treysta á lif eftir dauðann. Þess vegna er þörf á miölum sem geta verið tengiliðir milli þessara tveggja heima. Þeir sem eru dánir vísa okkur leið til betra líf s. Eg finn fyrir návist framliðinna. Við skulum nú öll fara með hljóða bæn.” Fólklýturhöfði. „Njóttu lifsins" Samband er komið á. Olavía fellur ekki í trans. Hún er glaðvakandi og skimar um salinn. Við hlið hennar stendur túlkurinn, Auöur Hallgríms- dóttir. „Þú með rauða bindið, svaraðu mér. Eg þarf að heyra rödd þína.” Gamall maður innarlega í salnum svarar Olavíu. „Faðir þinn er þama hjá þér og bróðir þinn líka. Þeir koma hingað í kvöld til að senda þér sínar bestu kveðjur. Faðir þinn var stór maður. ”Já.” „Og bróðir þinn var yngri en þú?” „Nei, ég var yngstur.” „Nú, ég hélt að hann hefði verið yngri en þú þegar hann lést?” „Já, það er rétt, hann var 36 ára þegar hann dó.” „Hér er kominn annar fjölskyldu- meðlimur. Hann lést af hjartaáfalli. Olafur, kannastu við það nafn?” „Nei, gæti það ekki verið Olöf?” „Ég veit það ekki, það hljómaði líkt þessu. Mág- ur þinn er ekki heilsuhraustur.” „Það er alveg rétt,” skýtur kona gamla mannsins inn í. „Hugsiði vel um hann þvi hann þarf mikla ummönun. Lífið er þér auðveldara en áöur,” segir Olavía og beinir orðum sínum aftur til mannsins. „Ertu hættur að vinna?” „Já, ég er nýlega kominn á eftirlaun.” „Skilaboðin til ykkar beggja eru þau að taka það rólega og njóta lífsins. Ykkur er send blessun.” „Þetta gæti verið systir mín" „Systir ykkar er komin í samband- ið.” Olavía beinir þessum orðum sín- um til tveggja kvenna. „Já, við eigum báðar systur.” „Þú sem situr nær mér, kannastuviðnafniðAnna? „Nei.” „Ég fæ mikið af nöfnum í samband- inu. Ekki bara nöfn ættingja, heldur líka nöfn vina og kunningja, jafnvel nágranna. Það er því mikilvægt að þið leggið þessi nöfn á minnið, þó að þið komið þeim ekki strax fyrir ykkur. Þetta gæti rifjast upp fyrir ykkur síðar. Þið verðið að fyrirgefa hvað mér gengur illa að bera fram íslensku nöfnin. Þau hljóma svo skringilega. Hér er kona sem gekkst undir upp- skurð og lést skömmu síðar. Hún vill að þú vitir að sér líði vel. Hún finnur ekki fyrir neinu. Kannastu við hana?” . „Já, ég þekki hana” „Hér er Hka lítið barn sem tilheyrði fjölskyldunni. Það var ekki lengi á jörðinni.” „Þetta gæti verið hún litla systir min,” svarar kon- an strax. „Hún dó þegar hún var fimm ára.” Bíllinn bensínlaus? Olavía talar næst til eldri hjóna sem sitja i miðjum salnum. „Það stendur ungur maður bak við ykkur, hár og grannvaxinn. Hann fór yfir fyrir nokkrum árum. Kannist þið við hann?” „Nei,” svarar konan og lítur á mann sinn. „Ekki ég heldur,” segir hann. „Ég sá hann svo skýrt að mér fannst þið hljóta að kannast viö hann. Þið komið honum kannski fyrir ykkur seinna. Það kemur Anna í Sambandið. Þetta er eldri kona. Hún átti í vand- ræðum með fætuma á sér í jaröneska lífinu. Hún biöur þig um aö gæta fót- anna þinna. ’ ’ Þessu er beint til konunn- ar. „Þú ekur bíl,” spyr Olavía mann- ina „Jú, það er rétt.” Gættu þess að hafa nóg bensín á honum. Það er ein- hver hinumegin sem hlær að þessu. Var bíllinn erfiður í gang í kvöld?” „Nei”. „Faröusamtgætilega.” „Það er vernd yfir þér" Kona úti í horni. „Eg sé unga stúlku með þér. Hún er mjög fögur og er að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.