Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. StjórnarformaðurogOtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA12—14. SÍMI 684011. Auglýsingar: SlÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, urrjbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað35kr. Vanhæfni og valdafíkn Landbúnaöarráöuneytið hefur meö aðstoð þingmanna stjómarflokkanna tafiö íslenzka álarækt um heilt ár. Ráöherra þess hefur vanrækt aö leggja fyrir Alþingi tíu orða breytingu á fiskeldislögum, er heimili innflutning gleráls eins og fisksjúkdómanefnd lagöi til fyrr á árinu. Ráðgert haföi verið aö nota stórstraumsflóöiö 5. maí síðastliðinn til að ná glerálseiðum í Bristol-flóa á Bret- landi. Það flóð hefur nú farið forgörðum og ekki veröur unnt að ná seiðum fyrr en á næsta vori. Ef landbúnaðar- ráöuneytið verður þá búið að taka við sér. Minnstu munaði, aö svipað slys yrði um daginn í utan- ríkisráðuneytinu. Sofandaháttur embættismanna tafði af- greiðslu heimildar handa Orkustofnun til þyngdarafls- mælinga á kostnað landmælingadeildar bandaríska hers- ins. Við lá, að málið dytti út af bandarískum fjárlögum. Þetta er verkefni, sem kostar um 1,4 milljónir króna. Það skapar mikla vinnu á samdráttarskeiði hjá Orku- stofnun og flytur hátækniþekkingu inn í landið. Ef málinu heföi ekki verið bjargað fyrir horn, hefði fjármagnið farið til hliðstæðra mælinga við Amazonfljót. Á síðustu stundu tókst sendimönnum Bandaríkja- stjórnar að vekja athygli utanríkisráðherra og orkuráð- herra á, að mál þetta var búiö að liggja týnt og grafið í utanríkisráðuneytinu mánuðum saman. Með sameinuðu átaki ráðherranna tókst að snúa upp á hendur embættis- mannanna. Þessi tvö dæmi benda til, að vanhæft fólk sitji víða á valdastólum í embættismannakerfinu, fólk, sem ekki gæti unnið fyrir sér í atvinnulífinu. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, því að verulegur skortur er á að- haldi í rekstri opinberra stofnana. Orkuráðherra hefur látið óháða sérfræðinga fara ofan í saumana á rekstri stofnana á borð við Rafmagnsveitur ríkisins og Orkustofnun. Ekki er síður nauðsynlegt, að hliðstæð úttekt verði gerð á sjálfum ráðuneytunum, valdamiðju hins opinbera stjómsýslukerfis. Fleiri dæmi eru um vandamál í kerfinu. Á listum fimm ráðherra yfir mál, sem þeir vilja, að Alþingi afgreiði fyrir sumarið, eru sjö frumvörp, sem ekki höfðu enn séð dags- ins ljós um síðustu helgi. Embættismönnunum hafði ekki tekizt að leggja síðustu hönd á verkin. Þetta getuleysi er þeim mun alvarlegra fyrir þá sök, að embættismennirnir eru sífellt að verða valdameiri. Þeir eru stöðugt að semja frumvörp, sem efla tök þeirra á stóru og smáu. Og þingmenn stjómarflokka samþykkja þessi frumvörp yfirleitt orðalaust. 1 fyrravor var vakin rækileg athygli í fjölmiðlum á, að frumvarp um fjarskipti stefndi að auknum völdum Pósts og síma, á sama tíma og dregið væri úr þeim í öðrum löndum. Þingmenn stjómarflokkanna tóku ekkert mark á þessum ábendingum og samþykktu frumvarpið snarlega. Nú hefur í landbúnaðarráðuneytinu verið samið frum- varp um fiskeldi. Þaö er svo harkalegt, að segja má, að það feli í sér hreinan ríkisrekstur á öllu fiskeldi hér á landi. Og þetta er einmitt ráðuneytið, sem í aldarfjórðung hefur hamazt við að halda niðri fiskeldi í landinu. Tímabært er orðið, að stjómmálamenn hefji mark- visst andóf gegn tilraunum vanhæfra embættismanna til að auka völd sín. Stofnanir þeirra verði látnar sæta rekstrarúttekt. Og frumvörp þeirra verði hreinsuð ákvæðum, sem hneppa þjóðfélagið í fjötra stofnanaveld- isins. Jónas Kristjánsson. DV. ÞEIÐJUDAGUR14. MAl 1985. TAP OG GRÓDI Nú eru um þaö bil öll teikn vorsins komin. Vetrarvertíö er lokiö og vor- vertíö er hafin. Hrokkelsavertíöin líka og meir aö segja er nýreyktur rauömagi frá Húsavík kominn í búö- ir fyrir suman, en eins og áður hefur verið greint frá i þessum þáttum, viröist hrokkelsi koma fyrr upp aö landinu fyrir noröan en hér fyrir sunnan, og stundum höfum viö orö- iö aö fá voriö i flugi frá Húsavik, þegar okkur hefur veriö fariö aö lengja eftir þessum yfirvegaða fiski, hrokkelsinu, sem á stundum ber allar áhyggjur heimslns í svip sínum i vagninum hjá grásleppukörlunum, sem hafa sina föstu sóiustaði i borg- inni undlr þann hluta vorsins, sem rauðmaganum fylgír og siginni grá- sleppu. Seinasta hvalavertíðin Annar liöur i vori, eða undirbún- ingi undir sumarið er þegar hvalbát- amir hugsa sér til hreyfings, en þeir leggja i hann i síöasta sinn upp úr miöjum júní, ef ég man það rétt. Og þótt þeir séu orönir 30—40 ára gaml- ir, eru þeir eins og nýir úr kassanum, eins og sagt er um biia, þvi öilu hefur veriö vel viö haldið og þessi öQugu hnoðuöu jámskip hafa skilaö ótrú- legum verömætum aö landi, þétt menn hafi liklega gstt meira hófs i hvalveiöum en í öörum veiðiskap. Tugir og jafnvel hundruö manna hafa fengið þama sumarvinnu, og svo vel hefur veriö á haldið í þá tæp- lega fjóra áratugi sem Islendingar hafa stundað hvalveiöi, aö stjómvöld hafa veriö iaus viö Qesta þá þján- ingu, er oft fylgir sjávarútvegi. Þaö er auövitaö ekki sársauka- laust aö viö mennirnir skulum þurfa aö lifa á öörum spendýrum og á veiöi, en án þess aö það hafi verið upplýst á hverju Greenpeace fólkiö lifir, eöa meö öörum oröum hvaö þaö borðar, þá hefur þvi tekist aö fá hval- veiðar bannaöar. Og gegnum islenska þingið fór banniö á met- hraöa, því þingmenn óttuðust mjög aö kerlingamar myndu banna Amerikönum aö boröa fisk. Þetta reyndist hinsvegar hugar- buröur, þvi Norðmenn, sem ekki hafa bannað hvalveiöar hjá sér, eru enn atkvæöamlklir keppinautar okk- ará Bandarikjamarkaöi. Og svo langt hefur verið gengiö, aö þjóðir, sem lifað hafa af hvahreiðum i hundruð, ef ekki þúsundir ára, fá nú skipun frá ríkum kerlingum, auöug- um iðjuleysingjum, aö nú beri að' friöaallanhvaL Enginn spuröi hinsvegar á móti: Hvaö gjörir þú? Á hverju lifir þú? Boröarþúket? Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna Svo langt hefur veiöitækninni skilaö fram, aö menn eru fyrir löngu byrjaöir aö gera sér grein fyrir tak- mörkunum hafsins til kjöt- og fisk- framleiöslu. Engir þekkja þetta bet- ur en Islendingar, og ég hygg að það sé ekki fyrir séð, hvaö gerist, ef hvalastofninn stækkar verulega. Auðvitaö hefur þaö umtalsverö áhrif á þaö sem eftir veröur handa þjóö sem vinnur í f lökum. Stórhvelln raöa sér fremst í líf- keðjunaisjónum. Skiöishvalirnir háma i sig átuna og loðnuna, búrhveliö gæðir sér á karfanum og grásleppunni, og segja má aö striöið um loðnuna viö hvalinn sé þegar hafiö, því þaö hefur oft komið fyrir aö loðnuskipstjórar hafa fenglö hnúfubak (reyöarhvalsteg- und) í nótina, ásamt loönu. Og maöur spyr sig. Er þama skyn- samlega staöiö aö málum? Lengst hafa þær þjóðir nefnilega gengiö i friöunaraögeröum á hval, sem ekki hafa hagsmuna aö gæta. Til dæmis Bandaríkjamenn, sem þó hafa ekki staðfest hafréttarsáttmála Samein- uöu þjóöanna, en þaö hafa aöeins 16 riki gert, en yfir 60 mun þurfa til þess aö hafréttarsáttmólinn taki gildi. Heföi ekki veriö skynsamlegra aö faQast á aö banna hvalveiöar, þegar nægjaniega margar þjóöir hafa undir- ritaö og staðfest hafréttarsáttmál- ann? Hvalurinn er ekki i neinni hættu á Islandsmiðum. öörunær. Sú stefna, aö ekki megi móöga þjóöir, sem kaupa af okkur gaffal- bita, er nefnilega ekki gild röksemd. Nóg er nú samt, aö bandarisk lög skuli núoröiö ná yfir siglingar til Is- lands frá Bandarík junum. ömrulegur mjókuriönaður Nýveriö var haldinn aöalfundur Mjólkursamlags Eyfirðinga og а. m.k. tvivegis var talað viö yfir- menn i mjólkurstööinni i síödegisút- varpi. Þegar sá fyrri kom, sjálfur mjólkurstöövarstjórinn, kom mér sem neytanda mjög á óvart, hversu mikil hamingja riklr meö Mjólkur- samlagiö fyrir norðan. Þetta er siöan ítrekað i viðtali i DV б. maísl. Þar segir m.a.: „Þannig fara 34— 35% af veltunni í vinnslu og dreif- ingu...” „Heildsölunum i Reykjavik þættu það léleg umboðslaun, bara fyrir aö panta vöru og selja, hvað þá aö vínna hana, sagöl Þórarinn.” Þetta kann aö líta sakleysislega út á prentl, en viðtölin (bæöi) sýna þó vægast sagt nöturlega staöreynd. Okur á vinnslu og svo þá undarlegu lögskýringu, að þótt skylt sé aö kaupa 10% af offramleiðslu mjólkur- iönaöarins, vissum viö ekkl að Eyfirðingar framleiddu allt árið, osta beinliins fyrir erlendan markað, en ostameistarinn sagöist þvi miöur ekki vita hvernig Islend- ingar vildu hafa ost, þvi hann ostaöi i útlendinga, einvörðungu. En litum á vinnsluna, og i ljós kem- ur aö hún hefur kostaö 180 milljónir króna, eöa um kr. 8,20 á lítrann. Þetta kostar í Danmörku núna íkr. 5,70, eöa aöeins 62% af þvi sem þetta kostar fyrir norðan. Þaö sem kostar 180 millj. króna á tslandi, kostar aöeins 110 milljónlr í Danmörku. Þ6 er þetta unniö meö samskonar mjólkurvélum og maður hefur þaö á tilf inningunni aö skilvindur og annað hljóti aö vinna svipaö i Danmörku og á Islandi. Þá eru laun mun hærri í Danmörku en á Islandi, þannig að neytendur hljóta aö eiga heimtingu á því aö þessi munur veröi skýrður. Þá kemur einnig i ljós, aö til þess aö Eyfiröingamir geti greitt bænd- um fullt grundvallarverö, þurfi aö sækja 7,8% verösins í verðmiðlunar- sjóð, eöa með öörum oröum: þeir sem ekki keyptu vörur af samlaginu urðu aö greiöa þvi 29—30 milljónir króna í fyrra. Og hvemig skyldi þetta síðan skiia sér í veröi hjá ofurmennum undan- rennunnar fyrir noröan? Jú, Jógúrt (150 g box) kostar í Danmörku Ikr. 32,20 lítrinn, en hér (180 g box), 87,00 ikr. litrinn (heildsöluverö i báöum löndunum), eöa verðiö er nær þrefalt álslandi. Viö ómegöarmenn þurfum ekki aö verja heildsala, allra sist viö fram- sóknarmenn, sem verslum viö kaup- félagiö. Jón Helgason landbúnöar- ráöherra sagöi hinsvegar i ræöu viö afmæli Osta- og smjörslöunnar, aö viö stofnun hennar heföi heildsölu- álagning lækkaö úr 10% í 5%, en nokkrir heildsalar seldu smjörið áöur. Alagning á mjólkurvörum i smásölu á Islandi mun vera 10%, þannig aö þaö er ekki undarlegt aö mesta áhyggjuefni mjólkursamlags- stjórans nú er „minnkandi neysla mjólkur á innanlandsmarkaði”, eins oghannoröarþaö. En þaö er fleira, sem ósagt er í viö- talinu i DV, sumsé aö enginn raun- verulegur markaöur er fyrir ostínn sem þar er f ramleiddur. Aö visu er osturinn Quttur út, en hvaö fæst fyrir hann er annaö mál. Ariö 1983 Quttum viö út um 500 tonn fyrir ikr. 33,30 kg (meðalverð) meöan ostur kostaði i búö hér um 180 krónur. Danir keyptu þá t.d. 40,6 tonn af osti fyrir ikr. 13,30 kilóiö, en þessar tölur eru úr Timanum 4.-5. febr. 1984. Veröur þvi varla sagt annað en aö þetta sé ömurleg staöa, þótt mun betri útkoma sé aö visu í mjókur- vinnslu t.d. á Húsavík og á Hvamms- tanga. Þaö væri þvi gaman að fá aö vita, hversu miklar útflutningsbætur Mjólkursamlag KEA fékk árið 1984 og hvaö mikiö var flutt út af osti. — Og líkt er þaö Islendingum aö hætta arðsömum hvalveiöum og einbeita sér í staöinn aö ostagjöfum til útlanda. Jónai Guðmundsson, rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.