Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAI1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd i'^Q WOOLS-HOSIERY& READYMADE 6ARMENTS ■ Woc-> WmL Eftir sprangjuherferfl sikka um helgina á Indlandi mœtti mönnum oft sams konar sjón og eftir blóðbaðifl i október og nóvember þegar Indira Gandhi Warmyrt' DV-mynd ÞóG. Sikkar í Bandaríkjunum: ÆTLUÐU AÐ MYRDA GANDHI OG BYLTAINDLANDSSTJÓRN Bandaríska alríkislögreglan segist hafa komið upp um áætlanir um að myrða Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, þegar hann kemur til Banda- ríkjanna i júni. FBI-lögreglan segir að sikkar hafi ætlað að myrða Gandhi i Washington og síðan að bylta stjóm hans í Nýju Delhí með áframhaldandi sprengju- herferð í höfuðborginni. Um helgina fórust 86 manns vegna sprengjugildra sikka á Indiandi. Móðir Nautið íáhorf- endahlutverkinu Tveir helstu nautabanar Spán- verja hneyksiuðu áhorfendur í Val- encia með því að ganga í skrokk hvor á öðrum í stað þess að etja kappiviðtuddana. „ElSoro” (Vicente Ruiz) og Jose Manzanares tóku til við að berja hvor á öðrum á leikvanginum frammi fyrir fullum áhorfendapöll- um. E1 Soro hafði af hestbaki att kappi viö eitt nautið þegar Manzan- ares, fótgangandi, blandaði sér í leikinn. Sté E1 Soro af baki og gengu síðan pústramir á milli en nautið stóð álengdar og horfði á þá í forundran. Lögreglan skakkaöi leikinn og leiddi E1 Soro burt við mikinn fögn- uö áhorfenda en Manzanares tók til við nautið. Rajivs, Indira Gandhi, féll fyrir kúlum öfgasinnaðra sikka i október á síðasta ári. FBI-lögreglan sagði að fimm sikkar hefðu verið handteknir um helgina vegna málsins. Hún leitar enn að tveimur öðrum. Lögreglan mun hafa náð að koma lögreglumönnum inn í sikkahópinn á meðan þeir voru að æfa sig í notkun vopna og sprengja. I New York sagði saksóknari að hann hefði myndbönd af sikkum ræða um morð Gandhis við dúlbúinn lög- reglumann. Þeir ræddu einnig um leið- ir til að skapa ólgu i Indlandi með því að sprengja upp kjarnorkuver og stjórnarbyggingar. Hann sagði að sikkamir hefðu sagt lögreglumannin- um að þeir vildu bylta Indlandsstjórn. Sikkamir fimm voru handteknir í New Orleans. Aætlun þeirra var einnig að myrða Bhajan Lal, aðalráðherra Haryana-fylkis á Indlandi, sem núna erí Bandaríkjunum í læknismeðferð. Saksóknarínn sagði einnig aö sikk- amir þrír sem komu fram á mynd- bandinu hefðu viljað kaupa nægjanlegt magn af sprengiefni til að sprengja upp stóra brú og 36 híeða byggingu. Sikkamir vildu fá dulbúna lögreglu- manninn til að þjálfa lítinn skæruliða- hóp í notkun sprengiefna, efnavopna, hriöskotabyssa og aðferðum borgar- skæruliða. Pymá móti Thatcher Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, er í vanda stödd. Oánægðir íhaldsmenn hafa myndaö hóp innan þingliðs íhaldsmanna gegn henni. For- maður þessa hóps er Sir Francis Pym, sem sækir stuðning sinn til bænda- ihalds og yfirstéttarinnar. Þessi þing- mannahópur hyggst greiða atkvæði saman gegn frumvörpum stjómarinn- ar þegar honum þykir til hlýða. Að auki hafa ef nahagsáform Thatch- ers staðist illa. Atvinnuleysi eykst enn. Verkamannaflokkurinn kemur nú bet- ur út í skoöanakönnunum en Ihalds- flokkurinn. Pym segir Thatcher allt of íhalds- sama og ekki nógu djúphyggna. Deilur harðna Deilur hafa brotist út í Iran vegna ásakana um að fýrrverandi forsætis- ráðherra klerkastjómarinnar, Mehdi Bazargan, sem sagði af sér tveim dög- um eftir töku bandariska sendiráðsins, hafi samþykkt að keisarinn, Reza Pahlavi, færi til Bandaríkjanna til aö leita læknishjálpar. Það var forseti þingsins, Hashemi Rafsanjani, semkommeðásökunina. Bazargan hefur hótað að höfða mál gegn Rafsanjani taki hann ekki ásak- anir sínar til baka í bænum sinum á föstudag. Vændis- konur herja Allt lögregluliðið, sem skipað var að hindra að hryðjuverkamenn kæmust inn á leiötogafundinn i Bonn á dögunum, hafði meira að gera en nákvæmlega þaö. Eitt stærsta hlutverk þess var einnig að hindra innrás vændiskvenna í höf- uðborg V estur-Þýskalands. Breskt blað telur að um 2.000 vændiskonur hafi þyrpst í bæinn í von um ríka viðskiptavini. Gandhi lofar hertum aðgerðum Eftir að upp komst um morðtilræðið gegn Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, fyrirskipaði hann hertar að- gerðir gegn hryðjuverkamönnum sikka. Hann skýrði frá þessu á þinginu í Nýju Delhí en gaf ekki upp nein smá- atriði. I gær hófust réttarhöldin gegn Sat- want Singh, eftirlifandi morðingja móður Rajivs, Indiru Gandhi. Tveir aðrir sikkar eru líka ákærðir um hlut- deild í samsjerinu. Gandhi sagöi i gær að erlendir aöilar hefðu haft hönd í bagga með þeim hermdarverkamönnum sem hafa kom- ið fyrir fleiri en 30 sprengjum í höfuð- borginni og víðar og hafa drepið 86 manns. Þar er líklegt að hann hafi átt við Pakistan. Indvensk dagblöð segja að leyniþjón- ustur telji að allt aö 150 öfgasikkar, sem hafi hlotið þjálfun í Pakistan, hafi laumast inn í Indland vikumar fyrir sprengjuherferðimar. Rajiv Gandhi ætlar afl fara til Bandarikjanna 12.—15. júni, þrátt fyrir afl upp hafi komist samsæri um afl myrfla hann þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.