Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAI1985. 5 Sérfræðingur um líkumar á hermannaveikifaraldri hér: Olíklegt — en ekki hægt að þvertaka fyrir slíkt Þótt hermannaveiki hafi oröið vart hér á landi hefur ekki verið um far- aldur að ræða eins og upp hefur komið erlendis. En hverjar eru líkumar á f araldri? „Mér finnst það óliklegt að hér eigi eftir að koma upp f araldur. Eg get þó dtki þvertekiö fyrlr það, slikt væri heimskulegt,” segir Siguröur B. Þor- steinsson læknir sem hefur staðiö fyrir rannsóknum á hermannaveiki hér á landi. .Ji’orsendan fyrir far- aldri liggur í nútímatækni. Hann get- ur komiö upp i sambandi við heita- vatnslagnir, loftræstikerfi og loft- kælikerfl” Það siðastnefnda, þar sem bakterian hefur einkum komið fram erlendis, höfum við ekki hér á landi þannig að hér á landi er sú tæknilega hætta ekki f yrir hendi. „I rauninni er ekkert sem ætti aö vekja sérstakan ótta i sambandi við þessa tegund lungnabólgu umfram aörar tegundir lungnabólgu. Hún er alltaf hættulegur sjúkdómur. Dánar- tala vegna hermannaveikinnar er ekld hærri en gerist og gengur meö aðrar tegundir lungnabólgu,” segir SigurðurB. Þorsteinsson. APH. Hermannaveiki ekki ný hér á landi: Allmargir íslendingar hafa mótefni gegn Svo virðist sem allt að 50 prósent Is- lendinga hafi myndað mótefni gegn algengustu bakteríunni sem veldur hermannaveiki. Það getur bent til þess aö veikin haf i verið lengi hér á lancÚ. Samtímis sem sjúklingamir á Borgarspítalanum og Landspitalanum voru rannsakaðír i sambandi viö her- mannaveiki var einnig kannað blóð úr heilbrigðum íslenskum blóðgjöfum. I þeirri rannsókn kom í ljós að nokkuð hátt hlutfall þeirra heilbrigöu hafði myndað mótefni gegn bakteríum sem geta valdið hermannaveðá Allt aö 10 tegundir bakteria geta valdið veikinnL I ljós kom að allt að 50 prósent heil- henni brigðra höfðu myndað mótefni gegn algengustu bakteríunni. Sumar tegundir bakteríanna virðast ekki hafa komist hingað til landsins. En i hópi þeirra heilbrigðu var algengt að 7—20 prósent hefðu mótefni gegn einhverj- um bakteríum sem valda hermanna- veiki. „Þetta þýðir, ef þessar mælingar eru réttar, aö það sé þónokkuö algengt aö fólk hafi komist i snertingu viö þessar bakteríur einhvem tíma á ævinni,” segir Sig- urður B. Þorsteinsson læknir. ,3g held aö þetta sé ekki nýr sjúkdómur hér á landi og aö þaö sé almennt ekki talið.” APH. Tíðni hermannaveikinnar hér: Meiri en í Danmörku — erfitt að finna sambærilegar rannsóknir annars staðar Rannsóknir, sem gerðar hafa verið hér á landi og í Danmörku i sambandi viö tiöni hermannaveiki, eru sambæri- legar. Hér á landi reyndist tíönin vera ivið meiri. Hins vegar liggja ekki fyrir sambærilegar kannanir frá öörum löndum. „Samanburður á tiðni hér á landi og erlendis er að minu mati ekki timabær núna,” segir Siguröur B. Þorsteinsson læknir. Hann segir aö erfitt sé að gera samanburð viö önnur lönd þvi ekki fyrirfinnist sambærilegar rannsóknir við þær sem geröar hafa veriö hér á landi. Nokkuö algengt er aö veikin hafi komið upp sem innanhússveiki á sjúkrahúsum erlendis. APH. Þau skipa Vis-a-vis: Anna Pálina Ámadóttir, Geir-Atie Johansen, Aflal- steinn Ásberg Sigurflsson og Guflrún Ólöf Gunnarsdóttir. SYNGJA ÚTIUM ALLT VIS-A-VIS. Þetta er nafniö á söng- hópi þríggja Islendinga og eins Norö- manns sem hefur starfað i Osló undanfaríð. A dagskránni hefur meðal annars verið íslensk visna- syrpa, Island gjennom viser. Söng- hópurinn kom fram fyrir Islands hönd á listahátíð í Stafangri fyrir nokkrum dögum. 1 sömu eríndum veröur hann á vísnahátíö í Hangö i Finnlandi um miðjan júní. Þar á eftir kemur Vis-a-vis á norrænt visnamót hérlendis sem kallast Vis- land85. mmmmmmm iwi . 85.900 MOOÚt w» ÍÍMMÍ«». Légmúl«7 — Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.