Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 13
13 DV. ÞRIÐJUDAGUH14. MAl 1985. ÓVÆGIN ÁRÓÐURSHERFERÐ Eitt af þvi sem stöðugt er haldið að fólki, þegar minnst er á málefni sveitarstjóma á höfuðborgarsvæð- inu, er að i Kópavogi séu langþyngst- ar álögur af öllum bæjum á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta styðja menn með tilvitnun- um i ýmsar álagningarprósentur sem bent er á að séu lægrí ýmist i Reykjavík eða á Seltjarnamesi, sem oftast er nú vitnað til, Garðabæ og einstaka sinnum i Hafnarfjörð. Við i Kópavogi erum einfaldlega kallaðir skattpiningarmenn aijörlega án til- lits til allra aðstæðna og án tillits til þess að eitt er að ákveða álagningar- prósentur og annað hvað kemur út úr álagningunni. Það er ekki litið til þess hve mikla byrði gjaldendur þurfa að bera i heild né þess hve miklar tekjur sveitarfélögin fá á hvemíbúa. Skattpíning hér ogþar I þessari meðfylgjandi töflu, sem félagsmálaráðuneytið gaf út og birtist í 1. hefti Sveitarstjórnarmála 1985, sést hvaða álagning er notuð og hvaða tekjur hún gefur á ibúa. Þarna er álagning útsvara lægri i Kópavogi en Reykjavík, aðeins hærri fast- eignagjöldá ibúðarhúsnæði en lægri á atvinnuhúsnæði þar sem Reykja- vik notar álagningarheimildir að fullu. Náttúrlega vegna þess hve mikiö er af opinbem og hálfopinbem húsnæði í borginni. Utkoman úr þessari töflu, heildar- tekjur á ibúa, segir okkur meira um skattpíningu heldur en álagningar- prósentur. En hún segir fleira. Athugið að ef Reykjavíkurborg hefði haft tekjur Kópavogskaupstaöar á íbúa 1984 væm það 333 milljónum minni tekjur en varð. Og ef Kópa- vogskaupstaður hefði haft tekjur Reykjavikurborgar á fbúa væru það 53 milljónum meira tekjur en Kópa- vogskaupstaöur hafði árið 1984. Hvaö verður af tekjunum? Þessi samanburður segir hversu erfiður áróöurínn gegn Kópavogi er meirihlutanum hér þar sem borin eru saman útsvör og f asteignagjöld á ibúðarhúsnæði en ekki tekjustofnar eins og aðstöðugjöld og fasteigna- skattar af atvinnuhúsnæöL Þrátt fýrír þessar miklu tekjur leggur borgin á útsvör og fasteignagjöld á ibúöarhúsnæði í svipuðum mæli og viðíKópavogi. Þessar vangaveltur vekja hjá manni spurningar um hvernig Reykjavik og Kópavogi nýtast sinar tekjur eöa hvað kemur út úr þessum tekjum i framkvæmdum og rekstrí. Það má einnlg spyr ja hversu há út- svör og fasteignagjöld á ibúðar- húsnæöi borgin þyrfti aö leggja á til þess að hafa svipaðar tekjur og hfn hefur ef álögur ó atvinnurekstur og atvinnuhúsnæði væm þar sama hlut- faU og er i Kópavogi af tekjum bæjarins. Ósamræmi í tekjum og gjöldum Það er mikið gumað af lágum gjöldum á Seltjarnamesi þar sem einn flokkur ræður öllu. I leiðara DV var sagt að þar séu fyrst ákveðin gjöld og þar meö tekjur bæjaríns og siðan hvaö skuli gert fyrír tekjurnar. Þetta á aö vera hægt vegna þess aö þar ræður einn flokkur og í honum er svo ljómandi gott samkomulag. Eitt- hvaö annað en í meirihlutanum i Kópavogi þar sem þrír flokkar stjórna. 1 grein sem ég skrifaði í DV fyrir Kjallarinn SKÚLI SIGUR- GRÍMSSON* BÆJARFULLTRÚI FYRIR FRAMSÓKNARFLOKKINN IKÓPAVOGI skömmu bar ég saman lausafjár- stöðu sveitarfélaganna á höfuð- borgaravæðinu i árslok 1983. Þar kam i ljós aö á þeim tíma voru ógreiddir reikningar og yflrdráttar- skuldir um 24% af heildartekjum Kópavogs, um 48% á Seltjamarnesi og 52% i Garðabæ. Eg hefi fregnir af þvi að hlutfallið sé svipaö i Kópavogi i lok siðasta árs en hafi heidur veranað á Seltjarnamesi en það ligg- urekkifyrir. Þessar tölur segja dálitið aðra sögu en áróöurínn vill vera láta. Eða hvers vegna er eytt svona miklu á Seltjamarnesi og Garðabæ umfram tekjur og velt á undan sér i ógreidd- um reikningum og yfirdráttarskuld- um. Hvaöa samhengi er i þeirri póli- tik aö halda álögum niðri en fram- kvæmdum uppi sem skuldimar segja til um. Þaö segir manni að þaö sé ekki samkomulag um að eyða aðeins þvi sem aflaö er þótt einn f lokkur ráöL óarðbær nauðung Það er sagt að þaö sé léttara að búa á Seltjarnamesi en í Kópavogi vegna þess að þar séu álögur lægrí. Er það öll sagan? Ef bera skal saman aðstöðu fólks i þessum bæjar- félögum þarf að hyggja að fleiru en prósentutölu bæjargjalda. Þaö skipt- ir máli hvaö það kostar að koma yfir slghúsL Hér i Kópavogi hefur bærinn inn- leyst til sin lönd og erfðaleiguréttindi og úthlutað húsbyggjendum leigulóö- um og tekið fyrir svipuð gatna- gerðargjöld og gerist annars staðar. Þetta hefur að vísu breyst á allra siöustu árum aö viö höfum iagt á lóð- ir svokailað upptökugjald sem er kostnaöur bæjarins við að innleysa til sin löndin en það nær engan veg- inn markaðsverði lóða á Seltjarnar- nesi, er sennilega um fimmtungur af því. Hins vegar þarf fólk að kaupa lóðir á frjálsum markaði á Seltjarnamesi vilji það byggja þar. Þær munu vera falar hjá fasteignasölum á allt að 950 þús. króna. Þegar lóðin er fengin þurfa menn siöan að borga til bæjarins svipuð gatnagerðarg jöld og gerist annars staðar. Af þessu leiðir að húseigandi á Seltjarnamesi þarf að reikna sér vexti (tapaða) af lóðar- verðinu til viðbótar við bæjargjöldin sin og síðan vexti árlega um alla framtiö af þessari óaröbæru stofn- upphæð sem hann er þvingaður til aö leggja út fyrir lóðinni. Þessa peninga, sem húsbyggjandi á Seltjamarnesi borgaði fyrír lóðina, fær hann ekki til baka. Þeir koma ekki einu sinni til baka við sölu húss- ins þvi verðmunur á sambærilegum húseignum á Seltjarnamesi og Kópa- vogi er hverfandi. Þessi aöferð bæjaryfirvalda á Seltjarnamesi er eflaust létt og ljúf, hún sigtar úr þjóðfélaginu hátekjufólk sem lætur sig ekki muna um þennan umfram- kostnaö og skilar meirí tekjum í bæjarkassann þrátt fyrir lægri álagningu. Þaö gerír einnig mun minni kröfur um félagslega þjónustu frá bæjarfélaginu. I Kópavogi, þar sem félagshyggj- an hefur mótað stefnu bæjarfélags- ins um langan tima, er lífsbaráttan mun léttari en hjá sambærilegum gjaldanda á Seitjamarnesi þar sem einkaframtakið ræöur f erðinni. Skúli Sigurgrímsson. Alagning og tekjur sveitarfélaga A íbúa. Kaupstadir Ibuafioldi 01.12. 1984 Tala g/aia- enda Utsvor F/arhæd Nytmg þus kr Kr pr ibua Fasteignaskattur F/arhæö Nytmg pus kr a-lið b-lid Kr pr ibua Adstoðugiald Tala F/arhæd g/ald þus kr enda Kr pr ibua Samtals F/arhæd Kr pr þus kr ibua 01 Reyk|avik 02 Grindavik Keflavik Njarðvik Hafnarfjordur Garöabær 07 Kópavogur 08 Selt|arnarnes 03 04 05 06 87309 2021 6886 2208 12683 5764 14443 3598 55956 1233 4483 1347 7635 3827 7635 . 2223 1184 393 26 375 98 935 31.040 157 243 82.705 192.752 52.978 11.0 110 10.8 11.0 10.5 10.4 10.8 10.5 13.566 13 050 14.368 14 055 12.397 14.348 13.355 14.716 380 332 9210 15 090 6 721 36 659 15 456 48049 9.309 0.421- 0.5 0.45 0.475 0.4 0.375 0.45 0.375 1.25 1.0 09 1.0 1.0 0.75 1.15 1.0 4 356 4 559 2 191 3044 2 890 2681 3 330 2 386 7 412 203 468 168 865 286 901 129 441 581 6034 13513 14 083 22.062 7043 35 725 1626 5 058 2.985 1 962 6 382 1 739 1.221 2 475 451 2 006 307 41.620 127 539 51 846 215 964 105205 276 527 63 914 22 980 20 594 18 520 23 481 17 026 18 250 19 160 17 753 „Útkoman úr þessari töflu, heildartekjur é ibúa, segir okkur meira um skattpiningu heldur en álagningar- prósentur." Gjaldþrot heillar kynslóðar Islendingar hafa talið sér það til tekna, þegar þeir hafa borið sig saman viö aörar þjóðir, aö hér væri ekki til staðar sú stéttaskipting sem í öðrum löndum er gamalgróin. Sitt- hvaö má um þessa fullyröingu segja, en almennt séð er hún kjaftæði. Hér hefur frá aldaöðÚ ríkt stétta- skipting þótt með öðm sniði væri en viðast annars staðar. Það sem öðm fremur skildi hafrana frá sauðunum hér á landi var hvort fólk hafði í sig og átti visa gistingu. Annarri goðsögn hafa Islendingar og þá sér í lagi islenskir stjórnmála- menn veriö duglegir að hampa, en þaö er sú fullyrðing aö á þessu kalda landi ættu allir kost á þvi að búa i eigin húsnæði. Því er líkt faríö með þessa goðsögn og þá fyrri aö hún hefur aöeins að takmörkuðu leyti átt við rök að styðj- ast. Og nú er svo komið að hún hefur fyrir funt og allt verið kveðin í kút- inn, þvi hafi þessi draumur nokkum. tima átt sér von þá er hún úr sögunni. Sú kynslóð sem í dag stjómar land- inu og peningamáium þess, og hefur m.a. afrekað það aö ræna mestum hiuta sparif jár þess fóiks sem i dag er að ljúka störfum til þess aö steypa upp glæsihallir, þessi kynslóö hefur séö til þess að i dag getur enginn venjulegur iaunaþræll byggt sitt eigið húsnæöi. Það er síðan dæmi um hagsýni núverandi valdastétta að leiguhúsnæði, sem undantekningar- laust er byggt upp af þeim sem rænt hafa sparifé eldrí borgara landsins, er verðlagt á þann hátt að þeir sem lenda einu sinni i vítahring húsa- leiguokursins eiga tæpast þaðan afturkvæmt. Lánlaus félagsmálaráðherra Ekki vantar það að þeir sem i dag HRAFNKELL A. JÓNSSON FORMAÐUR VERKALÝÐSFÉL. Arvakurs, ESKIFIRÐI verma stóla alþingis hafa haft uppi. stór orð um hina dæmalausu og dýrð- legu sjálfseignarstefiiu sem þeir og flokkar þeirra fylgja. Afraksturínn megum við aumir húsbyggjendur sjá þessar vikumar. GjaÚþrot heiliar kynslóöar blasir við á meðan lands- feðumir með lánlausan og vitlausan félagsmálaráðherrann i broddi fylk- ingar mala um marklausar aðgeröir i sölum alþingis. Undir forystu hins málglaöa félagsmálaráðherra hafa þessi mál verið leyst reglulega einu sinni i mánuði siðan um áramót, fyrst með reglum sem meðal annars gerðu kröfu til þess að þeir sem aðstoðar mættu njóta væru i stórfelld- um vanskilum, þeir sem voru svo vitlausir að klóra á einhvem veg í bakkann og standa við skuldbinding- ar, þeir þyrftu ekki aðstoð. Alexander er bibliufróður og veit aö í þeirri visu bók stendur að heil- brígöir þurfi ekki læknis við. Næsti stórleikur ráöherrans var að senda út af örkinni brjóstgott fólk sem þerraöi tárin af þeim sem voru nógu vitlausir til að trúa þvi að veita ætti einhverja aðstoö. Eg var einn af þeim sem ekki fattaði kfmnigáfu kerfisins og mætti i viðtal hjá elskulegum og gæskurik- um fulltrúa hinnar virðulegu Húsnæðisstofnunar. Ekki vantaði skilning, samúð og hluttekningu, og út fór ég fullviss þess að yfirvöld myndu af náö leysa minn vanda eins og annarra i sömu sporum. Siðan er langt um liðið, að minnsta kosti í augum þess sem aðaUega les rukkanir og afsagöa vixla. Af fram- hleypni hringdi ég i Húsnæðisstofnun fyrir fáum dögum og náði tali af „huggaranum”, af sömu elskusem- inni og áöur sagði hann mér að þaö kæmi að mér, jú, seinna. En hvenær? Fyrir mér var útskýrt föðurlega, að það tefði bara fyrir aö vera aö spyrj- ast fyrír um máliö, þegar ég síðan með hálfum huga spuröi hvort ég ætti von á einhverri úrlausn þá fékk ég það svar að það gæti enginn sagt mér þvi það væri nefnd sem ætti að f jaUa um máliö og hún myndi gera þaðseinna. Blekkingar Sjálfstæðisflokksins Þótt félagsmáiaráðherrann sé löngu oröinn frægur aö endemum vegna afskipta sinna af húsnæðis- málum þá er það þó hátíð hjá því sem kallast stefna hjá Sjálfstæðs- flokknum, en er auðvitað engin stefna, nema þá ef menn vUja nota svo hátíðlegt orð yfir hagsmuna- gæslu fyrir örfámennan hóp gæðinga sem lifa á þvi aö byggja yfir aðra og græða á þvi að leigja út húsnæöi með okurkjörum. I siðustu alþingiskosningum blekkti Sjálfstæðisflokkurinn fjölda ungs fóUcs til fylgis við sig meö þvi aö lofa stórfeUdum úrbótum i húsnæðis- málum. Þetta hefur verið svikið eins ræki- lega og hægt hefur verið, sjálfs- eignarstefnan sem flokkurinn hefur taliö sig berjast fyrir er i útfærslu orðin á þann veg að sífellt færri eign- ast sifeUt stærra húsnæöi, en hópur þeirra sem ekkert eiga stækkar að sama skapi. Þorstein Pálsson langar tfl þess að verða ráðherra og við sjálfstæðis- menn ætlumst til þess að hann verði það. Ráöherraembættiö biður þin, Þorsteinn, fáðu Steingrim til að senda Alexander vestur á Nes, taktu sjálfur viö embætti félagsmálaráö- herra, sýndu síðan að þú sért veröur þess trausts sem þér var sýnt með því að velja þig sem formann Sjálf- stæðisflokksins. Sýndu i verki að þú sért fulltrúi allra sjálfstæðismanna, einnig þeirra sem þurfa að vinna fyrir sér og byggja yfir sig. Sýndu í verki að Sjálfstæöisflokkurinn sé i raun flokk- ur aUra stétta. Þessir reikningar verða geröir upp við fyrsta mögulegt tækifærí og það er öruggt aö hafi þér ekki tekist að snúa viö þeirri þróun sem við blasir í dag, þannig aö íslensk alþýða njóti sömu kjara og þiö broddborg- aramir teljið ykkur bera þá verður ykkur einfaldlega hent á dyr og ráönir til starfa menn sem vita sín takmörk, fóik sem verður tilbúið að deila kjörum með þeim sem borga þeimlaunin. Goðsögnin um stéttlaust þjóðfélag verður ekki endurvakin, enda litil ástæðatilþess. Ekkerthefst ánbaráttu Hins vegar verður haldið hátt á ktfU kröfunni um að hver einstakling- ur eigi rétt á því að fá að éta án þess að krjúpa og fái húsaskjól án þess að skríða. Húsbyggjendur: Við erum mörg sem eigum við sama vanda að gUma. Launafólk: Þiö eruð samherjar okk- ar, við erum f jölmenn, miklu fleiri en þeir sem maka krókinn á vandræö- um okkar. Verum- þess minnug að ef við stöndum saman þá skriöa afætumar í skjól i skúmaskotin og koma ekki út fyrr en samstöðuna brestur hjá okkur. Eflum þess vegna samtök okkar, stöndum saman þannig að þeir sem betur eru settir styðji og styrki hina, verum þess minnug að réttlæti fæst ekkiánbaráttu. Við höfum ÖU skilyröi tfi þess að byggja á Islandi ríki frelsis, jafnrétt- is og bræðralags, þaö skulum við gera hvort sem stjómmálamönnum og flokkum þeirra Ukar betur eða verr. HrafnkeU A. Jónsson. a ,,Þótt félagsmálaráðherra sé ^ löngu orðinn frægur að endemum vegna afskipta sinna af húsnæðismál- um þá er það þó hátíð hjá því sem kall- ast stefna hjá Sjálfstæðisflokknum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.