Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur i> r. t I Mt*vSaA&A. ■' ■■ ■ ■■ ■: S ;.i- ■ ■■' : '; . ■■■: Þjóöverjinn Erich Koppel við suðupottinn þar sem allt kraumar dðgóða stund við suðumark. DV-mynd Kristján Ari BOGANS LITIEf REGN- María Hókonardóttir sýnir okkur draktina sem við lögðum ónot- hœfa i hennar hendur. Eftir meðhöndlun eins og ný og verðið 700 krónur fyrir buxur, jakka og bol — eyðilagt af klórflekkjum. Allir blettir hurfu eins og dögg fyrir sólu en til þess að ná þeim árangri var okkur ráðlagt að lita f svörtu. um að litast. UMfitð er að fegrun bakgarðsins Iri fyrir ikaijúim. * -■-. '1 Hún er dapurleg sjónin sem Uasir við landsins þvottakonum og -mönnum þegar taka á ljósu sumarfötin úr þvottavélinni og i ljós kemur einn svartur flækingssokkur sem umbreytt hefur fínu ljósu litunum í eitthvað allt annað. Tilraunir til úrbóta, svo sem klórbleiking og annað álíka, valda svo oftar en ekki meiri skaða en orðinn var þegar. Að ekki sé minnst á þegar nokkrir dropar klórvatnsins siettast framan á fatnað þvottamannsins og eyðileggja það sem hann er íklæddur líka. Þá eru svo sannariega góð ráð dýr. Nákvæmlega þetta geröist einmitt á dögunum, framan á sparifatnað skvettust nokkrir klórdropar og eftir umhugsun var ákveðið að láta lita flík- umar — annað kom ekki til greina því flekkimir eftir klóriö voru bæöi ljótir og á mjög áberandi stöðum. En það reyndist ekki svo auðvelt að finna fata- litun þvi þær em ekki á hverju strái í borginni. Eftir mikla fyrirhö&i fannst ein — Efnalaugin Vesturgötu 53 og er hún eini staðurinn á höfuðborgarsvæð- inu sem tekur að sér litun á fatnaöi fyrireinstaklinga. Þar er litað fyrir hvern sem er — eitt og eitt stykki. Og að sögn eigendanna, Mariu Hákonardóttur og Erich Köppel, hafa þau stundað þessa litun í dle&i ár. Þau lita eingöngu bómuDar- og ullarefni þvi annaö litast illa, en þó er stundum hægt að lita fyrrnefnd efni blönduö gerviefnum ef um er að ræða til dæmis nælon sem tekur lit ágætlega. Aö auki taka þau að sér hreinsun á rúskinns- og leðurfatnaði. Erich Köppel er lærður litari og kom fyrst til Islands i eins árs vinnu fyrir Alafoss. Arið teygðist í tíu, þá flaug honum i hug að fara að lita fyrir fólk og næsta skref var að kaupa efnalaug til að koma upp vinnuaðstöðu. Siðan hafa þau hjónin verið á sama stað á Vestur- götunni og hafa alltaf nóg aö gera. „Fólk kaupir ljós föt á sumrin og kemur svo meö þau um haustið eöa veturinn og lætur lita,” segir María. „Gluggatjöld og jafnvel garn höfum við líka verið beðin að lita en velúr- gluggatjöld geta orðið eins og ný við litun. En það er ekki hægt að segja til um í gegnum sima hvort borgar sig að lita efnin eða ekki, betra að fá þau hingað og sjá fyrst. Það er hægt að lita í hvaða lit sem er, en ef liturinn á fatn- aðinum er dökkur i upphafi, eða með blettum, er svartur litur oft þrauta- lendingin.” Verðið fyrir litun á buxum er 330 krónur, skyrtum 200—250, jökkum 425 krónur, ef þeir eru úr bómull, en 565 fyrir ullarjakka. Kápur má líka lita — úr bómull kostar það 650 en uliarkápur 750 krónur. Einnig sjá þau um aflitun á fatnaöi sem hefur tekið iit frá öðru með þvi að tveir alls óskyldir misfastir litir lenda saman í þvotti. Efnalaugin er op- in tvo daga í viku — á þriðjudögum og fimmtudögum frá níu til sex á daginn. baj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.