Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 21
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. 21 þróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Markakóngurinn Dixon og tveir f rá Everton — nýliðar í enska landsliðshópnum íknattspyrnu Enski landsllöseinvaldurlnn í knatt- spyrnunni, Bobby Robson, valdi þrjá nýliöa í landsliðshóp slnn fyrir HM- leikinn viö Finna 22. maí í Helsinki og vináttuleik við Skota 25. maí, þá Kerry Dixon, Chelsea, og Everton-leikmenn- ina Peter Reld og Paul Bracewell. Þeir hafa ekki leikið landsleik fyrir Eng- land. Dixon er valinn í stað Paul Mariner, Arsenal. Hann er 23 ára og hefur skor- aö 36 mörk á leiktímabilinu. Reid er 29 ára — Bracewell 22 og hafa verið mjög í sviðsljósinu á leiktímabilinu vegna frábærs árangurs Everton. Tveir aðrir Everton-leikmenn eru í landsliðshópn- um, Trevor Steven og bakvörðurinn Gary Stevens. Þeir Reid og Bracewell hafa leikið í enska landsliöinu, leik- menn 21 árs eða yngri, Bracewell nú- verandi Evrópumeistari í þeim aldurs- flokki. Reid lék 6 leiki á árunum 1977— 1979. I landsliðshópnum eru þessir leik- menn: Markverðir Peter Shilton, Southampton, Gary Bailey, Man. Utd. og Chris Woods, Norwich. Varnar- menn: Viv Anderson og Kenny San- som, Arsenal, Gary Stevens, Everton, Terry Butcher, Ipswich, Mark Wright, Southampton, Terry Fenwick, QPR, og Dave Watson, Norwich. Framverðir: Bryan Robson, Man. Utd., fyrirliði, Ray Wilkins, AC Mil- ano, Trevor Steven, Peter Reid og Paul Bracewell, Everton, Glenn Hoddle, Tottenham. Framherjar: Mark Hate- ley, AC Milano, Chris Waddle, New- castle, Gary Lineker, Leicester, John Barnes, Watford, Trevor Francis, Sampdoria og Kerry Dixon, Chelsea. Auk þeirra tveggja leikja sem áður eru nefndir leikur enska iandsliöið við Italíu, Mexíkó og V-Þýskaland í Mexí- kó 6,—12. júní og við Bandaríkin í Los Angeles 16. júní. hsím. Watford ætlar ekkl að gera það enda- sleppt uú við Iok keppnistimabilsins í Englandi. A laugardaginn kafsigldu þeir Tottenham, 5—1, á útivelli og í gærkvöldi fékk ekki ófrægara lið sömu útreið á heimavelli Watford. 1 þetta sinn Manchester United, sem á „stóra” leikinn framundan, bikarúr- slitaleikinn við Everton á Wembley á laugardaginn. Nigel Callaghan skoraði tvö af mörk- um Watford, Colin West, Kenny Jack- ett og Luther Blissett sáu um hin mörk- in áður en Kevin Moran tókst að skora mark United á síðustu mínútu leiksins. Þá fór síöasti leikur 2. deiidarinnar fram í gærkvöldi, Huddersf’eld og Sheffield United skildu jöfn, 2—2. _{ros ,,Vöxtur fyrirtækisins hefur verið skjótur síðustu árin. 66 Kristinn: „Og það væri ógerlegt að reka fyrirtækið án tölvunnar mið- að við núverandi umsvif. Tökum útflutninginn sem dæmi. Allur út- flutningurinn fer í gegnum tölvuna. Við notum IBM PC sem skjástöð og einnig notum við Lotus 1,2,3 töflureikni. Hámarksskilvirkni náum við með fjarvinnsluskjástöð og símasambandi, fasttengdri línu. Nú erum við að skoða þess háttar samband við útlönd.“ ,,Eins og margir aðrir útflytjendur eigum við allt okkar undir því að veita góða þjón- ustu.“ „Réttar vörur á réttum tíma eru lykilorðin,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Það er geysilega mikilvægt að geta séð fyrir að þetta sé unnt, geta síðan fylgt þessu eftir og séð hvort hægt sé að standa við þetta. IBM PC tölvurnar okkar eru notaðar til að fylgjast með tölfræðileg- um upplýsingum um sölu erlendis þ.e. hvaða vörur seljast best (gerðir, litir, stærðir) á hvaða tíma selst best, hvernig breytast hlutföll á stærð- arskiptingu eftir svæðum og milli ára. Þessar upplýsingar eru sífellt sendar fram og til baka, milli verslana erlendis og aðalskrifstofunnar okkar. Og þessar nákvæmu upplýsingar, sem IBM tölvukerfið flytur og vinnur úr, tengjast beint framtíðarsölu okkar.“ Helmingur starfsliðs Hildu vinnur nú við IBM tölvurnar. Svo er IBM skólanum fyrir að þakka. Hilda hefur sent flest starfsfólkið á námskeið og IBM skólinn hefur borgað sig vel í vinnu. Þetta var bráðnauðsynlegt til að flýta því að tölvan kæmist í gagnið. Flestir fóru á almenna námskeiðið, á tölvu- kynningu. Þeir sem vinna við tölvuna sjálfa fóru á námskeið í stjórn- kerfum, vélstjórn og notkun á tölvuverkefnum. Kemur þú auga á fimm meginástæður þess að Hilda hf valdi IBM? \) Reynslan af IBM var góð almennt. B) IBM er þekkt fyrir að veita góða viðhaldsþjónustu. C) Hilda hf. hafði keypt 4 skjástöðvar og 3 prentara frá IBM. D) IBM tölvur voru þekktar fyrir að hafa hæst endursölugildi allra ef nauðsyn krefði. E) Hilda leitaði eftir sam- vinnu við þekkt og traust fyrirtæki. F) Hilda hf. hafði ágæta reynslu af S/34 og S/38 úr fjarvinnslunni. G) öll fjarvinnsla með IBM hafði gengið vel. H) Hilda hf. gat reitt sig á tölvuuppbyggingu með IBM í framtíðinni. I) IBM vörur eru ávallt í hæsta gæðaflokki. j)Upp- lýsingastreymi frá IBM hafði gefið góða raun — allt frá sviði hugbún- aðar til vélbúnaðar. K) Allar framleiðsluvörur IBM eru aðhæfðar notandanum — vinnuhollar og auðveldar í notkun jafnvel þótt unnið sé lengi í einu. Veikomin: r~ ~ . — — — — — — — —| " Já takk. Mig langar til að vita meira um IBM leiðina til að betur 1 vinnist með líðan starfsfólks að leiðarljósi. Vinsamlegast --- hafið samband við mig vegna sýnikennslu ___ sendið mér upplýsingar um: — IBM PC __ IBM S/36 __ IBM S/38 --- IBM PC AT ____ IBM 4300 __ IBM skólann Nafn og starfsheiti: ______________________ Fyrirtæki:__________________________________ Heimilisfang: Sími:. • B jarni Sigurðsson. BJARNISIG. ER BESTUR — hjá norska Dagblaðinu Bjarni Sigurðsson, ísienski iandsliðsmarkvörðurinn í knatt- spyrnunni, er stjörnumeistari hjá norska Dagbiaðinu. Eftir fyrstu umferðlrnar í 1. deildinni norsku hefur Bjarni fengið f jórar stjörnur hjá blaðinu. Hann leikur sem kunnugt er með Björgvinariiðinu Brann. t öðru sæti er Jan Masden, Bryne, með 3 stjörnur. 12 Ieik- menn hafa fengið tvær stjörnur hjá blaðinu, 32 eina stjörnu. hsím. Porto meistari — og Gomes stefnir á markakóngstitilinn Markakóngurinn Fernando Gomes skoraði þrennu þegar Porto tryggði sér portúgalska meistaratitilinn í knatt- spymu með 5—1 sigri á Belenenses. Áttundi meistaratltiU Portó — félagið sigraði síðast 1979. Porto hefur aðeins tapað einum ieik á keppnistímabilinu og allt bendir nú til þess að Gomes bljóti „guilskó Adidas og France Foot- bail” sem markakóngur Evrópu. Hann hefur nú skorað 37 mörk í 27 leikjum. Þremur umferðum er ólokið í Portúgal og Porto hefur sjö stiga forustu á Sporting Lissabon. Tvö af mörkum Gomes á sunnudag voru úr vítaspym- um. hsím. ÍSLENSK ÞEKKING - ALÞJÓÐLEG TÆKNl L&!ÍS' 'LTí Forsala — á HM-leik íslands og Skotlands hófst í gær Það er elns gott að fara að tryggja sér aðgöngumiða á HM-leik tslands og Skotlands á Laugardalsvelli 28. mai — glfuriegur áhugi á leiknum og knatt- spyrausambandinu berast stöðugt fyrirspumir erlendis frá sem og innan- iands. Skotar f jölmenna mjög til leiks- ins. Forsala aðgöngumiða hófst í gær í versluninni Bonaparte við Lækjartorg. Sala þar daglega kl. 11.30—18. Einnig í versluninni ððni á Akranesi og Sport- vík í Keflavík. Flugieiðir bjóða feröir frá öllum áfangastöðum sinum i sambandi við landslelkinn. Ferðir frá 27.—30. maí með 30% afslætti. Auk HM-leiksins 28. mai verða tveir aðrir leikir við Skota í Evrópukeppni. tsland—Skotland, lelkmenn 18 ára eða yngri, ieBta í Laugardalnum, Fögm- völlum, og tsland -Skotland, leik- menn 21 árs eða yngri, á Kópavogs- velli. Báöir leikirnir 27. maí kl. 14 og 16.30. Landsliðsmenn Skota í öllum þremur landsliðunum koma hingaö að kvöldl 25. maí - HM-liðið nær beint úr landsleik við Englendinga. -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.