Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd HRAÐBRAUTINNI Það var óvenjuleg sjón sem mætti ökumönnum nálægt Nyköping í Svíþjóð fyrir helgina. Flugvél, lagt snyrtilega við hrað- brautina. Ástæðan fyrir veru hennar þarna var að flugmaðurinn hafðl orðið að nauðlenda vélinni þegar mótorinn bilaði. Hann lenti því á veginum. Eftir á sagði f lugmaðurinn að lend- ingin hefðl gengið vel fyrir sig og verið algerlega ódramatisk. DVÍÚTISTÖÐUM VID VfTISENGLA — Blaðaljósmyndarar litnir hornauga íbrúðkaupi foringja vítisenglanna Frá Gissuri Pálssyni, fréttaritara DV í Alaborg: Mörg hundruð vítisenglar (Hells Angels) sóttu Álaborg heim í tilefni af brúðkaupi eins leiðtoga þeirra laugar- daginn 4. maí. Komu þeir víðs vegar úr Danmörku, frá Þýskalandi og Eng- landi. Leiðtoginn, sem að öllu jöfnu sit- ur á Litla-Hrauni Dana, fékk að sleppa út yfir helgina til þess að ganga í það heilaga og fagna þeirri stund með vin- umsínum. Að vísu sátu nokkrir þeirra í kæli nóttina fyrir brúökaupið en sluppu þó út til þess að vera viðstaddir vígsluat- höfnina. Aðeins fáir utanaðkomandi fengu að vera viðstaddir, og þar af tveir blaöaljósmyndarar. DV-ljós- myndarinn, Pálmar Olafsson, reyndi að ná myndum af þessum merka at- burði en einn englabossinn benti hon- um á að ef hann vildi þekkja mynda- vélina sína riæst þegar hann sæi hana væri honum fyrir bestu aö koma henni fyrir í tösku sinni hið bráöasta. Þar sem DV-menn eru þekktir fyrir sam- vinnu var brugðist vel við þessari bón. Annar ljósmyndari brást heldur verr við og benti á að frelsi í þessum málum ríkti í Danaveldi. Hann er myndavél fátækari núna. Lítið var um manna- ferðir í borginni þetta kvöld og voru mörg öldurhúsin lokuð af þessu tilefni. Mikil lið lögreglu fylgdist með englun- um og voru með í brúðarfylgdinni. Lít- iðbaráölvun. Öryggisreglur knattspyrnuvalla hertar: Rjómaterta áGodard Frá Árna Snævarr, fréttaritara DV í Frakklandi: Rjómatertu var kastaö í andlit kvik- myndaleikstjórans Jean-Luc Godard er hann átti örfá skref ófarin að kvik- myndastað þar sem verið var að frum- sýna mynd hans á föstudag í Cannes, þar sem nú stendur yfir hin heims- fræga kvikmyndahátíð sem kennd er við staðinn. Kvikmyndaleikstjóranum brá, sem skiljanlegt er, en sakaði vitaskuld ekki. Fyrstu viðbrögð hans voru aö taka af sér gleraugun og stinga upp í sig gríðarstórum vindli en því næst gæða sér á rjómanum, sem honum þótti afbragö. Hann harmaöi þó að svo- litlu af raksápu haföi veriö bætt í. Ekki er meö öllu ljóst af hvaöa hvöt- um tilræðismaðurinn gerði Godard þennan grikk en líklegt má telja að það standi í samhengi viö andstöðu heittrú- aðra kaþólikka við mynd hans, Eg heilsayður María. Nýjasta mynd Godards, Detective, sem var f rumsýnd á föstudag, er þegar orðin umdeild. Um helmingur sýning- argesta púaði og blístraði að lokinni sýningu og á meðan á henni stóð en hinn helmingurinn fagnaði innilega. Detective er að forminu til leynilög- reglumynd en Godard fer ekki alfara- leið frekar en fyrri daginn. Efni henn- ar er á þá leiö aö 12 manns koma sam- an á hóteli í París. Aðalpersónan, Jim Fox (Johnny Halliday), er umboðs- maður hnefaleikamanns og skuldar öllum stórfé. Hjón nokkur, sem þau Claude Brasseur og Nathalie Baye leika, reyna að fá hann til að greiða mikla skuld. Inn í þetta blandast hnefaleikamaöur, skjólstæðingur Fox, mafíósar, löggur og sætar stelpur. Frönsku blööin rífast að venju um gæði myndarinnar eins og í hvert skipti sem Godard sendir frá sér mynd. „Þaö er mikiö talað i þessari mynd. Umboðsmaðurinn er alltaf þreyttur. Allir eru aö skipta um föt, allan tímann. En í guðanna bænum, getur einhver sagt mér, um hvað er þessi mynd?” sagði eitt blaöanna. Godard lét rjómatertukastið akki raska mikið ró sinni. Hjólbarða- þjónusta fyrir allar stærðir og gerðir af bílum, fólksbíla, vörubíla og sendiferðabíla. Höfum mikið magn af kaldsóluðum, heilsóluðum og radíaldekkjum á lager. 145 x 10 Austin mini 175 x 6 Lada sport og allt þar á miili. Öll hjólbarðaþjónusta innanhúss. Komið og reynið viðskiptin í nýju húsnæði okkar. Mörg lið munu fara á hausinn — segir breska knattspyrnusambandið Leon Brittan, innanríkisráöherra Breta, sagði í gær að þriðju og fjórðu deildar lið yrðu hér eftir að mæta sömu öryggiskröfum og lið fyrstu og annarrar deildar í knattspyrnu. Þetta hefur ver- iö ákveðið vegna brunans i Bradford á laugardag, þar sem 53 dóu þegar eldur gaus upp í fjölskyldustúku á leik gera mörg lið gjaldþrota. þriðjudeildarliösinsíBradford. Talsmaður knattspyrnusambands- Þetta er mikiö áfall fyrir hin fátæku ins á Bretlandi sagði að kostnaður við liö þriðju- og fjórðu deildarinnar í að mæta hinum nýju öryggisreglum breskri knattspyrnu. Fótboltafélög gæti orðið samtals um 22 milljónir sögðu að ef ekki kæmi til styrkur frá punda, eða 600.000 pund fyrir hvert stjórninni myndu þessar nýju reglur hinna37félaga. Ath. Gegn framvLsun þessarar auglýsingar veitum við 5% kynningarafslátt. Kaldsóhinhf. Heita enn að reka Kana úr Grikklandi Dugguvogi2. Simi: 84111 Sama húsi og Ökuskólinn. , I kosningastefnuskrá, sem grískir sósíalistar lögðu fram í gær, áréttuðu þeir fyrri ásetning um að leggja niður herstöðvar Bandaríkjamanna i land- inu og halda kjamavopnum frá. Um leið var hinum sósíalistaflokkn- um (PASOK), sem er í stjómarand- stööu, lýst sem of heimsvaldasinnuð- um og háðum stóveldunum. Þó var tekið fram að úrsögn úr NATO gæti ekki orðið nema á lengri tíma. Andreas Papandreou foreætisráð- herra hét því að leggja niöur fjórar meiri háttar herstöðvar og um tuttugu minni háttar stöðvar Bandaríkjahers þegar hann kom til valda 1981. — En 1983 undirritaði hann samning sem leyfði Bandaríkjamönnum að vera um kyrrt fimm ár til viðbótar en gerði þó um leið ráð fyrir að þeir yröu á brott úr landinu á árinu 1990. Grikkir ganga til kosninga 2. júní. Svíar hækka vexti Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV íLundi: Uppgangurinn í efnahagsiífinu hef- ur verið of hraður og því urðum við ein- faldlega að hægja ferðina,” sagði Olof Palme, forsætisráöherra Svía, í gær er ríkisstjórn hans hafði ákveðið að hækka forvexti um 2% eða upp í 11,5%. Feld fjármálaráöherra tók i sama streng og Palme, sagði að sænska stjórnin hefði eitt of miklu það sem af væri árinu og gjaldeyrir streymt úr landinu. Því hefði oröið að grípa til þessara aðgerða. Vaxtahækkunin hefur það í för með sér að útlánsvextir banka hækka umallt að4%. Ulf Adelsohn, leiðtogi hægri manna, gagnrýndi ríkisstjórnina mjög harðlega í gær. Hann sagði að hún hefði haldið því leyndu fyrir þjóöinni hversu alvarlegt ástandið væri og þrjóskast við að spara í ríkisútgjöld- um. „Skattalækkun er eina leiðin til aö bæta kjörin og lækka verðbólguna,” sagði Adelsohn um leið og hann fullyrti að 3% verðbólgiunarkmiö ríkisstjórn- arinnar væri nú væntanlega úr sögunni enda hefði Feldt verið sá eini sem trúaö hefði á þaö. „Nú er hann sá eini sem trúir á þessar aðgerðir,” sagði Adelsohn ennfremur. Ekkert hefur enn miðaö í átt til lausnar á verkfalli opinberra starfs- manna. Verkfallsmenn hafa þó fallist á umtalsverðar undanþágur gegn því að verkbann vinnuveitenda þeirra y rðu mun umfangsminna en til stóð. Arafat með hugmynd Arafat kallaði á Bandaríkjamenn aö sýna meiri sveigjanleika i afstöðu þeirra til vandamála Palestínumanna. Hann er um þessar mundir í heimsókn í Peking. Arafat er formaöur sameiginlegrar nefndar Jórdaníumanna og Palestínu- manna sem hyggst leita leiöa til lausn- ar vandanum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Bandaríkjamenn segjast vera reiðu- búnir að ræða við Palestínumenn en þeir megi ekki vera PLO menn. Er Arafat var spurður hvort hægt væri að ganga að þessu skilyrði svaraöi hann: „Þeir hafa ekki fengið nein nöfn frá okkur. Það sem þeir hafa fengið frá okkur er hugmynd.” Hann sagði að Bandaríkjamenn ættu næsta leik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.