Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. Utvarpslagaf rumvarpið samþykkt í neðri deild Alþingis: Eins atkvæðis meiri- hluti með auglýsingum Utvarpslagafrumvarpiö var sam- þykkt í neöri deild í gær. Atkvæða- greiðsla um frumvarpið með öllum breytingum, sem áöur höfðu verið samþykktar, fór þannig að 16 sam- þykktu það en 12 voru á móti, 11 greiddu ekki atkvæði og 1 var fjar- verandi. Tillaga um að útvarpsstöðvum skuli vera heimilt að afla tekna með auglýsingum, afnotagjaldi eða sér- stöku gjaldi vegna útsendingar fræðslu- og skýringarefnis var sam- þykkt. Það var tillaga Kristínar S. Kvaran og Guðmundar Einarssonar, Bandalagi jafnaöarmanna. Þessi til- laga hefur valdið hvaö mestum deil- um innan stjórnarflokkanna en hún er nánast samhljóöa tillögu Friðriks Sophussonar. Þessi tillaga var sam- þykkt með 20 atkvæðum gegn 19 og 1 var f jarstaddur. Eftir að úrslit þeirr- ar tillögu lágu fyrir var tillaga Frið- riks Sophussonar dregin til baka. Alls voru 38 breytingartillögur bornar upp til atkvæða áður en frum- varpið s jálft var afgreitt. Var ýmist viðhaft nafnakall eða handauppréttingar við atkvæða- greiðslur. Fyrsta nafnakallið var við breytingartillögu frá Jóni Baldvini Hannibalssyni um að útvarpsréttar- nefnd skuli ákveöa verð á auglýsing- um. Var þetta ein tillaga Jóns sem boöuð var í „hrossakaupunum” ásamt boðveitutillögunni. Þessi til- laga var samþykkt með 16 atkvæð- um gegn 13,10 greiddu ekki atkvæði. Að lokinni atkvæðagreiðslu um þessa breytingartillögu bað Páll Péturs- son, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, um að hlé yrði á þingfundi í kortér. Varð forseti deild- arinnar við þeirri bón. Eftir hléið var auglýsingatillaga Bandalags jafnaðarmanna sam- þykkt og tillaga Friðriks dregin til baka. Við atkvæðagreiðslu hinna ýmsu tillagna voru ýmist rofin stjórnartengsl eða flokkatengsl. Við nokkrar atkvæðagreiðslur sveif „andi nýrrar viðreisnar” yfir vötn- unum. Þrir framsóknarþingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þeir Halldór Asgrímsson, Páll Pétursson og Stefán Valgeirsson. Hinir framsóknarmennirnir í deild- inni sátu hjá, þar á meðal Steingrím- ur Hermannsson. Páll Pétursson var harðoröur í garð sjálfstæðismanna og sagði þá hafa brotið samkomulag. Olafur Þ. Þórðarson, sem ásamt Halldóri Blöndal stóð að meirihluta- áliti menntamálanefndar, sagðist ekki geta stutt frumvarpið eftir að auglýsingatillagan var samþykkt. „Niðurstaðan er ekki fengin,” sagði Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra eftir af- greiðslu málsins. „Niðurstaðan liggur ekki fyrir fyrr en við atkvæða- greiðslu í efri deild.” Formaöur menntamálanefndar efri deildar er Haraldur Olafsson. Það er mál manna að þar muni framsóknar- menn afgreiða málið með öðrum hætti en aö sitja hjá. Staöreyndin er að bæði Jón Baldvin og hans flokks- menn hefðu getað fellt frumvarpið í neðri deildinni svo og framsóknar- mennirnir sem kusu að sit ja h já. Boðveitutillaga Jóns Baldvins var felld með 19 atkvæöum gegn 10. -ÞG Hóteleigendurá Akureyri óhressir: Eru argir út í veit- ingasölu Hótel Eddu Ingólfur og Samúel örn—klárir í slag- inn. „Flautað til leiks” — þremur leikjum í l.deild lýstbeintí útvarpinu í kvöld Það verður lýst frá þremur leikjum í kvöld. Það eru nýráönir íþróttafrétta- menn útvarpsins Ingólfur Hannesson og Samúel örn Erlingsson, ásamt Ragnari Emi Péturssyni, sem lýsa leikjunum í þættinum Flautað til leiks, sem verður kl. 20.00 til 22.00. Ingólfur lýsir leik Vals og Víkings í Laugardaln- um, Samúel örn verður á Akureyri, þar sem hann lýsir leik Þórs gegn Is- landsmeisturunum frá Akranesi og Ragnar örn lýsir viðureign nýliðanna Víðis og FH, sem leika í Garðinum. Sem sagt, þrír leikir beint í æð í kvöld. -sos Mikil óánægja er meðal hótel- og veitingamanna á Akureyri með veit- ingarekstur á Hótel Eddu, sem hefur verið starfrækt í heimavist MA í mörg ár. I f yrra sumar var þar í fy rsta skipti veitingasala. Þaö var einkum Hótel KEA, Sjallinn og Hótel Varðborg sem fengu farþega Ferðaskrifstofu rikisins í mat meðan engin veitingasala var á Hótel Eddu. Þessir staðir misstu því stóran hóp við- skiptavina í fyrrasumar. Veitinga- menn eru sumir æfir yfir þeirri sam- keppni sem Ferðaskrifstofa ríkisins er farin að efna til við hótelin og veitinga- húsin á Akureyri sem reynt er að halda opnum allt árið. Þetta sé nánast einok- un af hálfu Ferðaskrifstofunnar. Hótel Edda þurfi sáralitlu aö kosta til við reksturinn ogséaðeinssumarhótel. I fyrra voru uppi hugmyndir meðal veitingamannanna aö bjóðast til að keyra íbúa á Hótel Eddu á veitinga- staðina og aftur til baka án greiöslu ef ekki yrði þar farið af stað með veit- ingasölu. Einnig var í þeirra hópi nefndur sá möguleiki að bjóðast til að sameinast um að reka veitingasöluna á Hótel Eddu. Ferðaskrifstofa rikisins gefur út gjaldskrá í maí ár hvert sem gildir fyr- ir Eddu-hótelin. Að sögn veitinga- manna á Akureyri er hennar alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu því verð í henni þurfi þeir að miða við til að teljast samkeppnisfærir. Einnig kom fram hjá þeim að launastefna Hótel Eddu sé farin að setja minni veitingahús og hótel víða um land í vanda. Vegna aðstöðu sinnar geti Hót- el Edda boðiö mjög hátt kaup í stuttan tima og náð þannig til sín hæfu mat- reiöslufólki „á vertíð”. A Akureyri hafi þetta þó ekki enn orðiö að vandamáli. JBH/Akureyri. VILL AUKA LÆKNISFRÆÐI LEGAR RANNSÓKNIR HÉR Guðjón Magnússon, settur land- læknir, telur nauðsynlegt aö auka læknisfræðilegar rannsóknir hér á landi í kjölfar vitneskjunnar um að bakteríur sem valda hermannaveiki hafafundisthér. „Við getum ekki alltaf tekið það sem gefið að vegna þess að viö höfum ekki greint einhvern hlut, þá sé hann ekki til staðar. Þaö þarf aö gera rannsóknir til að ganga úr skugga um að svo sé ekki,” segir Guöjón, sem um þessar mundir dvelur i Genf á læknaþingi. Hann segir að honum hafi verið kunnugt um að rannsókn stæði yfir á hermannaveiki. Hann frétti það reyndar af tilviljun í samtali við einn af þeim sem stendur að rannsókn- inni. Hann segir að ekkert sé óeðli- legt við þaö. Þessi rannsókn var ekki gerð á vegum heilbrigðisyf irvalda. Guðjón segir að þó að þessi baktería hafi verið einangruð þá sé það ekki það sama og að hér sé kom- inn faraldur. „Aðalatriöið er að menn geri sér grein fyrir því að eng- inn faraldur af hermannaveiki er kominn til Islands,” segir Guðjón. Hann ítrekar að í kjölfar þessarar rannsóknar sé nauðsynlegt aö gera itarlegar rannsóknir á tilvist bakteríunnar hér á landi. APH. sjáeinnigbls.5 NOTADUR VOLVO o MANADA ABYRGD mwm mmmmmmsi nmmm Ef þú átt þokkalegan bíl, er hugsanlegt að við tökum hann upp í notaðan Volvo-skiptibíl, eða nýjan Volvo úr kassanum. Þetta gæti auðveldað þér að komast í hóp hamingjusamra Volvo-eigenda. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.