Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. 37 Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn „Þér eru send- ar kveðjur að handan” Fylgst með skyggnilýsingu hjá Sálarrannsóknarfélaginu teygja sig til þín. Hún er glöð aö sjá þig hér. Þú finnur oft fyrir nærveru fólks úr öörum heimi. Læturöu þaö vita af því?” „Já, þaö geri ég,” svarar konan. „Þaö var maður sem fór yfir mjög snögglega. Hann náði ekki að kveðja. Þú hugsar oft um þennan mann. Þaö er samband ykkar í milli og þú færð mikla hjálp frá honum. Þú þekkir nafniö Nikulás?” „Já”. „Hann sendir þér ástarkveöjur og vonar aö þér líði vel.” „Þaö er maöur hér í sambandinu sem hefur drukknað. Hann var tengdur bátum.” Olavía lítur upp og leitar aö einhverjum aftarlega í salnum. Bendir loks á ungan mann meö gleraugu. „Kannast þú viöþetta?” „Já, ég kann- ast viö hann,” svarar maðurinn. „Þessi maður vill láta fólkið sitt vita af þvi að þaö sé allt í lagi með sig. Hann segir að það séu breytingar væntanlegar í lífi þínu, stööuhækkun e.þ.h. Hann segir þér að flýta þér ekki of mikið. Þú verður aö bíða eftir rétta tækifærinu. Eg heyri nafnið Jón. Það er einhver sem er farinn fyrir nokkuö löngu. Hann segir þér að treysta á sjálfan þig. Sá sem drukknaði er kom- inn aftur. Hann segir þér aö vera óhræddur við hafið. Það er vemd yfir þér.” Þar með er þessu samtali lokið. Maöurinn þakkar fyrir. Dýrin hafa sál Olavía er að tala við konu sem situr framarlega i salnum. „Þú átt vini i Amerfku sem þú hefur ekki séð lengi. Þú munt hitta þá innan skamms.” Hér þagnar Olavía og er hljóð dálitla stund. Síðan segir hún: „Hér er hundur. Það halda margir að dýrin hafi ekki eilíft líf. Það er ekki rétt. Guð skapaði einnig dýrin, þau eru líka í heimi framliðinna. Dýrin hafa sál eins og við mennimir.” Heldur áfram við konuna. „Hjá þér er lítill hrokkinhærður drengur. Hann fórst af slysförum. Nei, bíddu við, hann færir sig aftar í salinn. Unga stúlkan þama með gleraugun, kannast þú við þetta?” „Nei.” „Þú ert mjög opin persóna. Eg hef trú á að þú munir kynnast móður þessa drengs. Hún mun segja þér frá láti hans. Þá getur þú hjálpað henni með því að segja henni að drengnum hennar líði vel. Hafðu þetta hugfast.” Þekkti ekki manninn sinn Nú gerir Olavía stutt hlé á lýsingun- um. „Ég vil ítreka við ykkur að geyma vel í huga ykkar þau nöfn sem ég kem meö hér. Ég var einu sinni að stjóma fundi fyrir frægan enskan miðil. Hann var að tala við einn fundargesta þegar hann skyndilega sneri sér að mér og sagði að kominn væri maöur til mín að nafni Gilbert. Nei, ég kannaðist ekki við það. Svo síðar um kvöldið þegar ég var að læsa kirkjudyrunum heyri ég sagt: „Þakka þér kærlega fyrir, ég elska þig líka.” Þá rann upp fyrir mér ljós. Eg hafði ekki kannast við mann- inn minn sáluga. Hann hét Gilbert George en var alltaf kallaður George. Þetta er gott dæmi um það að maður má ekki útiloka nöfn úr huga sínum þó maður kannist ekki við þau strax” Gunnarl „Þú þama með skeggið. Það er maður hjá þér sem er alveg nauöalíkur þér. Þetta er frændi þinn í föðurætt.” „Ég man ekki eftir honum,” svarar maðurinn sem talað er til. „Þetta er ákveðinn maöur og það ert þú líka. Hann hefur mikil áhrif á líf þitt. Ertu ákafur maður?” „Já, ég neita því ekki.” „Þessi frændi þinn er að reyna halda i þig. Hann segir að þú sért þinn versti óvinur. En hann meinar það ekki illa. Hann segir þetta í gamni. Hann hefur mikla kimnigáfu eins og þú.” Maðurinn samsinnir þessu bros- andi. „Það er ekki mikið að gera hjá þér núna.” „Jú, það er alltaf mikið að gera hjá mér.” „Ja, ég segi bara það sem mér er sagt,” svarar Olavía. „Þessi frændi þinn segir að þú sért góður hlustari, þú gefur þér tíma til að hlusta á það sem fólk segir. Þú hefur mikið að gefa öðrum.” „Það vissi ég ekki,” segir maðurinn og hlær. „Geturðu séð Skyggnilýsing í samkomusai Hótel Hofs. Ekkert myrkur, enginn trans. Miðillinn er glaðvakandi og salurinn uppljómaður. Gestir fylgj- ast með af áhuga. hvaö þessi frændi minn heitir?” „Nei, ég kem því ekki fyrir mig í augnablik- inu. Eg skal segja þér það ef það kemur aftur. Þér eru sendar bestu kveðjuraðhandan. Guðblessiþig.” „Gunnar!” kallar Olavía upp skömmu síðar. „Þessi frændi þinn hét Gunnar.” „Já, þá kannast ég við hann,” svarar maðurinn. „Þakka þér kærlega fyrir.” Nægir fiskar í sjónum Olavía talar næst til ungs manns. „Hjá þér stendur ungur drengur. Hann dó í mótorhjólaslysi. Hann segir aö ef þér verði einhvern tímann boðið að sitja aftan á mótorhjóli þá skulir þú neita. Hefur þú lent í erfiðleikum vegna konu?” Þögn. „Við lendum öll í þessu einhvem tímann á ævinni.” „Neí, ég hef ekki lent í slíku,” segir ungi maðurinn. „Ég er engu að síður beðin að segja þér að það séu nægir fiskar í sjónum. Haföu engar áhyggjur af því. Mér er einnig sagt að þú sért- mjög metnaðargjam maður. Þú munt fá þínum metnaöi fullnægt en þú verður aö gefa þér tíma. Ungi mótor- hjólapilturinn biður að lokum að heilsa þér.” „Varðandi framtíðina sem hér hef- ur verið minnst á,” bætir Olavía við, „þá vil ég biðja ykkur um að athuga að tími framliöinna er mjög teygjan- legur. Tímaskyn þeirra er aUt annað en okkar. 5 mínútur hjá þeim geta ver- ið áratugir hjá okkur. Þess vegna er útilokaö aö tímasetja það sem ég hef sagt hér um framtíöina.” Krafturinn dvinar Að síðustu talar Olavía til eldri konu. „Þú ert með nælu í barminum sem þú fékkst að gjöf frá einhverjum sem unni þér. Þú berð þessa nælu aUt- af.” „Já, það er rétt,” svarar konan. „Sá sem gaf þér þessa nælu er mjög ánægður yfir því að þú skulir bera hana. Hann biður þig að passa vel upp á hana. Athugaöu sérstaklega hvort pinninn sé ekki vel fastur. Þér eru sendar kveðjur að handan. Konan sem situr við hUðina á þér. Þú færö edmig kveðjur að handan með þökk fyrir hjálpina. Þú skUur hvað átt er við?” „Já, ég geri það,” svarar sessunauturinn. „Ég finn að krafturinn er að dvína núna,” segir Olavía. „Eg þakka öllum kærlega fyrir komuna. Guð blessi ykkur.” Gestimir klappa. AlUr eru hljóðir, næstum hátíölegir á leiðinni út. Eins og verið sé að ganga út úr kirkju. Sumir náðu sambandi, aðrir ekki og eru vafalaust vonsviknir fyrir bragðið. En flestir munu sennilega koma á skyggnilýsingafund aftur. Hið óþekkta hefur aðdráttarafl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.