Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. Hann Páll Jónsson, starfsmaöur Þörungarvinnslunnar hf. ð Reykhólum, hjálpaði okkur viö að þekkja muninn á þara og þangi. Hann tók málið bara I sínar handur, smellt var af; þari er til vinstri, þang til hægri. DV-mynd Kristján Ari. DV á Reykhólum: Þarí og þang Þarí eöa þang, þang eöa þarí, þari og þang. Það gekk treglega hjá okkur að vita hvort væri hvaö. Þaö tókst þó að lokum meö hjálp Páls Jónssonar, starísmanns í Þörungarvinnslunni hf. Hann tók máliö bara í sínar hendur, mynd var smellt af, þar meö var málið mikla upplýst; þari er þari, þang er þang. Eins og sjá má er munurinn mikill. En þaö er þó ekki einungis í útliti, þarinn er miklu verðmætari, enda notaöur til manneldis í nokkrum mæli. Þangiö er hins vegar í formi þangmjöls og notaö i snefilefni í fóður og einnig eitthvað snyrtivöruiönaöi. Þá mun þangiö einnig notað í efnið alginate, en þaö ku vera einhvers konar seigjuefni, meöal annars notaö í ís. Segir þá ekki meira af þara og þangi í bili. Hvort er hvað, hvers er hvurs, iðnaðarráðherra eða heimamanna á Reykhólum? JGH. Sverrir „gefur ’ þörungavinnsluna Iðnaðarráöherra hefur lagt fram frumvarp á alþingi um aö rikisstjóm- inni veröi heimilt aö semja um sölu eöa leigu á þörungavinnslunni á Reykhól- um. Einnig aö heimilt veröi aö lána kaupanda andvirði eignarinnar til 15 ára, rfkiö taki á sig öll gömlu lánin. Þörungarvinnslan hefur átt í mikl- um rekstrarerfiöleikum. Og vegna þeirra fór Sverrlr Hermannsson ásamt föruneyti vestur til viöræöna við heimamenn fyrir hálfum mánuöi. „Sverrir sá það sem hann vildi sjá; aö þaö fylgdi hugur máli, aö hér væri samstaða um verksmiöjuna,” sögöu hresslr starfsmenn hennar eftir fund Sverris. A fundinum voru samþykktar tillög- ur um að heimamenn stefndu aö stofn- un hlutafélags um rekstur verksmiöj- unnar. Þeirvildutaka viöhennL Sverrir hefur greinilega sannfærst í för sinni vestur. Hann vill selja eöa leigja. Samningar sttu aö takast, ekki síst ef alþingi samþykkir frumvarpiö sem gerir ráð fyrir að kaupandi fái andviröi verksmiöjunnar lánað tii 15 ára. Róöurinn veröur þó áfram erfiður hiá verksmiðlunnL Fyrirtækið tapaði um 20 miiljónum á síðasta ári, þar af voru 15 mUljónir vegna vaxta. Skuid- irnar námu um síðustu áramót um 32 milljónum umfram eignir, eignir um 61 m. kr. og skuldir um 93 m. kr. I frumvarpi Sverris er kveðið á um heimild að ríkissjóöur ábyrgist aUar skuldir verksmiöjunnar tU þessa. Rík- ið tekur því gömlu doUaralánin, sem hvíla á verksmiðjunni, á sig. JGH. Samstarfshópur um börn og barnamenningu: Tómstundir barna íbrennideplinum Norræna ráðherranefndin skipaði áriö 1983 samstarfshóp frá öUum Norðurlöndunum sem fjallar um böm og barnamenningu. Starfshópurinn hefur það verkefni að fylgjast með því sem unniö er í hverju landi á sviöi bamamenningar, koma með hug- myndir og tiUögur um samnorræn veritefni og fleira sem snýr að börnum og þeirra þörfum. Komlð herfur verið á fót norrænni upplýsingaþjónustu sem gefur út fréttablöö þar sem sem veittar eru upplýsingar og reynt aö stuöla aö auknum samskiptum þeirra norrænu hópa sem vinna meö börn. Fréttastof- an er nú í Kaupmannahöfn. Starfshópurinn hefur ákveðíð aö heiga hverju árí ákveölö verkefni. Áriö 1984 var valið verkefnið „Hlustiö á börnin”. Gefiö var út sérstakt blað vegna þessa verkefnis. Þávarhaldinn sérstök ráðstefna i Helsinger i Dan- mörku sem sóttu nokkrir fuUtrúar frá Islandi. Hópurinn mun á þessu ári standa fyrir samnorrænni könnun um tóm- stundastörf barna 10—11 ára. Kanna á hverjir stjórna áhugamálum og frí- tíma bama. Hverjir greiða fyrir fri- stundastörf þeirra og hvaðan börn fá peninga, í hvað þau eyöa þeim, svo eitthvaösénefnt. Arið 1986 veröur fjallað um kvlk- myndir og myndvæöingu með tiUiti til barna. -EH. Menning Menning Menning Japanskur vís- indaskáldskapur Nagaoka í GalleríLangbrók Þdr sem fylgst hafa með alþjóö- legum grafíkbíennölum og tríennöl- um á undanförnum árum hafa haft orö á þeim mikla fjölda japanskra grafíkUstamanna sem þar hafa sýnt og hinum miklu tæknilegu yfirburö- um þeirra i sumum greinum grafík- ur. Engin tæknUeg vandamál viröast þeim óyfirstíganleg enda hefur grafíklistin tekið stakkaskiptum í meðförumþeirra. Andspænis slíkum tækninnar undraverkum hafa margir gagnrýn- endur freistast tll að væna Usta- mennina um kaldhamraða tækni- dýrkun og gera lítíð úr inntaki verk- anna — eins og háþróuð tækni í myndlist sé henni beinUnis tU trafala. Að hluta til held ég aö þetta stafi af vanþekkingu á japanskri myndUstarhefð og/eöa tUhneigingu til að skoöa hana í vestrænu sam- hengi einvöröungu. Lífssýn í hnotskum Þrátt fyrir náin tengsl hennar við vestræna myndUst á undanfömum áratugum hafa japanskir mynd- Ustarmenn aldrei getað tileinkaö sér hina expressjónisku hefö. Jafnvel þar sem japönsk myndlist virðist jaðra viö expressjónisma, eins og í frjálslegum pensilstrokum „strímla- málara” þeirra, bæði aö fomu og nýju, þá em þau vinnubrögð afleiö- ing langvinnrar umþenkingar, ekki augnabUksákvörðunar og er ætlaö að tjá mótaða lifssýn í hnotskurn, ekki tilfinningar, eins og við skilgreinum þær. Það er þvi varla nein tilvUjun að japanskir myndUstarmenn sem ílenst hafa á Vesturiöndum hafa staðið mjög framarlega i ýmiss konar konsept myndlist (Arakawa, OnKawara) eöa þó í notkun nútíma miölunartækni í list, t.a.m. mynd- banda. thygll, blönduð ljóörænu I þeirri grafOc frá Japan sem ég Kunito Nagaoka — Iseki/Pyxxxvi (1984), litetsing. hef séð hér og þar sl. áratug, hefur mér sem öörum orðið starsýnt á bráðsnjaUar tæknilegar lausnir Usta- mannanna. Mér hefur einnig fundist áberandi hve mjög þeir hafa tekið hið tæknivædda nútímaþjóðfélag tU umfjöUunar. En meðan margir vestrænir grafikUstamenn hafa gagnrýnt tæknUieiminn og látið i þaö skína að hann sé beinUnis fjandsam- legur mannkyni hafa japanskir koU- egar peirra fjallaö um svipaða hluti af UiygU, blandaöri ljóörænu, sem mörgum Vesturlandabúum hefur reynst erfitt að sætta sig viö. Hefur þeim fundist þessi heimspekilega af- staða Japana bera vott um sinnu- og andvaraleysi. En þarna koma tU andstæöir menningarheimar. Tilefni þessa formála er að sjálf- sögðu grafíksýning Kunito Nagaoka í GaUerí Langbrók. Leifar siðmenningar Þessi ágæti Ustamaður sýndi áður með nemendum MyndUsta- og hand- íðaskólans í fyrra, en þar var hann keimarl eina önn. Þótt verk hans séu ekki einkennandi fyrir þá japönsku grafik sem lýst hefur veríð hér aö ofan, enda hefur listamaðurinn veríð langdvölum í Berlin, þá sverja þau sig enguaðsíðurí ættina. Formlega séð ganga þessi verk út á togstreitu og samspil harðra forma og frjálslegra, nánar tUtekiö virðast þau fjaila um tækniheim og náttúru. I iandslaginu birtast ókennUegir strendingar, steyptir bitar og byrgL tankar og leiöslur sem ómögulegt er að átta sig á. Þetta eru eins og leifar siðmenningar sem nú hefur verið út- rýmt, kannski kjamorkubyrgi sem reyndust einskis nýt þegar á reyndi. Helst dettur manni samt i hug háþró- aður vísindaskáldskapur viö skoöun verka Nagaokas. Þaö er einmitt hið óræöa i þeim sem hettlar, skáldskapurinn i steyp- unni. Sú tækni sem listamaöurinn notar tU að koma inntakinu til sktta er aiveg sérstakur kapituU sem aðrir og færarí menn verða að útskýra. Hér er á ferðlnni afburðamaður í sínu fagi sem enginn grafíkunnandi ætti aö láta framhjá sér fara. AI HRINGURINN Hringurlnn, hljómplata með tónllít eftlr Lirua Halldór Grlmason. Upptaka og hljóðfcralelkur: Lárus HaUdór Grfmsson. Stúdíó MJSt. Pressun: Alfa Ctgefandl: Gramm GRAMM 22 Þegar vorið og gróandinn hófst i íslenskri kvikmyndaUst var varla gerð sú mynd hér að ekki værí i henni að minnsta kosti einn slagari til skrauts. Eimir eftir af þessu enn og ekki skortir kvikmyndageröarmenn okkar fordæmL Þess eru dæmi i hin- um alþjóðlega kvikmyndabransa aö gott iag hafi bjargað mynd og lag sem slær í gegn og kvikmyndln sem það er úr auglýsa hvort annaö upp. Mér finnst hlns vegar hafa á skort að islenskir kvikmyndageröarmenn kynnu að skreyta myndir sinar með tónlist, þótt vist séu þar á undantekn- ingar. Hygg ég tU dæmis að koU- egarnir úr kvikmyndarýninni hefðu ekki verið jafniðnir við aö benda é léleg hljómgæöi mynda á undanförn- um árum heföu þær verið betur og markvissar skreyttar með hljóð- tjöldum, þá fyrst og fremst, að sjálf- sögðu, músik. Gott dæmi um þaö hvemig markviss og hugvitsamieg beiting músikur er látin breiöa yfir ýmsa gaUa hraðvinnslu og annað af þvi tagi eru DaUas þættirnir. Allt virðist þó benda ttt þess að islenskir kvikmyndagerðarmenn gefl músík- inni i myndum sínum meiri gaum en áður. Bæði leita menn tU útlanda, en einnig hér heima eru tU menn sem kunna að sinna þessum þætti kvik- myndageröarinnar betur en áður. Músik Lárusar HaUdórs Grims- sonar á plötunnl Hringurinn er sú hin sama og hann samdi viö samnefnda kvikmynd, aðeins sfytt um um það bll helming til aö koma henni fyrir á einni hljómplötu. EöU hennar og upp- bygging hlýtur þá aö breytast við styttinguna og viö aö losna úr tengsl- um við kvikmyndina. Nú þjónar hún ekki lengur hUitverki hljóðrænna leiktjalda heldur öðlast hún sjálf- stæði meö því að fly tjast yfir á plötu. Tónlist Eyjótfur Melsted Komin á plötu er músik Lárusar lýrisk, rafmögnuð, svita í átta þátt- um, sem enn bera nöfn þátta kvik- myndarinnar. I nærri öllum þáttum hennar má finna töluverð Ukindi með austurlenskri músik af ýmsum toga. Gamelaneffekt er til dæmis alltiður og oft bregður fyrir svip japanskrar hirðtónUstar. En þó eru þaö ekkl Uk- indin með músfk fjarlægra menn- ingarsvæöa sem vekja mesta athygU viö hlustunina, heldur þaö hvernig Lárus beitir hljóðgervU á sinn sér- stæöa, sjálfstæða máta. Hann beitir þessu rafmagnaöa hljóöfæri eftir þess elgin lögmálum og karakter tU að framleiða músik i hefðbundnum sttt. Honum er það fjarrí aö reyna aö herma eftir gömlu hljóöfærunum, en lætur þess i stað hljóögervilinn syngja meö sinu nefi, ef svo mætti aö orði komast. Og það er einmitt þaö sem mest er heUlandl við þessa plötu, að menn geti sem hægast verið rómantíkerar á hljóðgervU lika — og það góðir rómantfkerar. Platan er i skemmtilega hönnuðum umbúðum, en Ukt og fleiri hennar likar heföi hún mátt veröa betri eftirvinnu aðnjót- andi. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.