Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. TILKYNNING TIL SÚLU- SKATTSGREIÐENDA Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir aprílmánuð er 15. maí. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. 10. maí 1985, fjármálaráðuneytið. LAUS STAÐA Við Tækniskóla Íslands er laus til umsóknar staða tækja- varðar. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 5. júní nk. 7. maí 1985, menntamálaráðuneytið. TILKYIMNING TIL LAUNA- SKATTSGREIÐENDA Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina janúar, febrúar og mars er 15. maí nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtu- manns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Laust embætti er forseti íslands veitir Á fjárlögum ársins 1985 er veitt fé til að stofna við verk- fræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands embætti prófessors i stærðfræði með aðgerðagreiningu sem sér- svið. Jafnframt fellur niður núverandi dósentsstaða á þessu sviði. Prófessorsembætti þetta er hér með auglýst lausttil umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 15. júní nk. Jafnframt skulu eintök af vísindalegum ritum, óprentuðum sem prentuðum, fylgja umsókn. 8. maí 1985, menntamálaráðuneytið. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 102. tbl. Lögbirtingablaösins 1984 og 2. og 8. tbl. þess 1985 á eigninni Blikastig 3, Bessastaöahreppi, þingl. eign Steinars Harðarsonar og Dagnýjar Haraldsdóttur, fer fram eftir kröfu Jóhanns H. Níelssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 17. maí 1985 kl. 17.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102. tölubl. Lögbirtingablaðsins 1984 og 2. og 8. tölu- blaði þess 1985 á eigninni Blikastig 5, Bessastaðahreppi, þingl. eign Sigrúnar Óskarsdóttur og Guðmundar Þ. Egilssonar, fer fram eftir kröfu Jóhanns H. Nielssonar hrl., Bjarna Ásgeirssonar hdl., Ólafs Thorodd- sen hdl. og Tómasar Þorvaldssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 17. mai 1985 kl. 17.15. Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 og 10. og 13. tölu- blaði þess 1985 á eigninni Þernunesi 3, Garðakaupstað, þingl. eign Gunnars Hjartarsonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs á eign- inni sjálfri föstudaginn 17. maí 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Sviðsljósið Sviðsljósið öll þekkjum við orðið Joan Coll- ins Dynastystjörnu. Systir Joan heitir Jackie og er engu óþekktari en stóra systirin. Jackie er vel metr inn rithöfundur og hefur sent frá sér margar bækur sem seist hafa i miklu upplagi um allan heim. Jackie er nokkuð upp á karlhönd- ina eins og systirin, tvígift og tveggja barna móðir. Hún var að- eins átján er hún festi ráð sitt með bandaríska bissnessmanninum Wallace Austin. Austin varð bráð- kvaddur aðeins fjórum árum eftir aö þau giftu sig. Eiginmaður núm- er tvö og sá sem hún er enn gift er einnig í bissness, Lehrman nokkur, töluvert mörgum árum eldri en Jackie. Eiga þau tvö börn, Tiffany sem er 17 og Rory sem er 15 ára. A myndinni sjáum við skötuhjúin saman í einhverju Hollywoodpartíi semhaldið var nýlega. SPEGLAFALS Vifl fyrstu sýn gæti virst sem aumingja maðurinn á myndinni væri mað höf- uðið í óvanalegri stellingu, viðsnúið ð bolnum. Sá dökkklæddi heldur hins vegar á spegli sem endurkastar spegilmynd af næsta vegfaranda að athug- ulum Ijósmyndaranum. Góö mynd, ekki satt? Beatty í pólitík Warren Beatty er ágætlega kunnur leikari, bæði í heimalandinu, Banda- ríkjunum, og um allan heim. Beatty þykir nokkuð pólitiskur í skoðunum og lætur stjórnmál vestra nokkuð til sín taka. Góður vinur hans er Gary Hart, einn af frambjóöendum demacrata til síðustu forsetakosninga. Mætti leikar- inn á fjöimörgum samkomum til styrktar Hart og ævinlega var húsfyll- ir. Ekki var alveg á hreinu hvort hin mikla aösókn á fundi stjórnmála- mannsins var mælsku og atgervi Hart að þakka eða nálægö leikarans. Hart komst ekki aö i þetta sinn, en margir spá honum frama i næstu kosningum 1988. Beatty vinur okkar flutti um dag- inn í veglega piparsveinaíbúð í París þar sem hann dvelur nokkum hluta ársins. Fylgdi sögunni að verðið hefði verið i kringum 12 milljónir íslenskra króna. Söngelska fjölskyldan hét þáttur sem sýndur var í íslenska sjón- varpinu fyrir nokkrum árum, kannski kunnari sem Partridge fjöiskyldan. Aðalstjarnan í þættin- um var David Cassidy, fyrsta meiriháttar hlutverk hans á söng- sviðinu. Hvar sem stráksi fór skræktu ungpíumar og alltaf var fullbókaö á alla hljómleika hans. Þrátt fyrir frægð og frama var Cassidy ævinlega einmana og fann ekki hamingjuna. Einn daginn fannst honum nóg komið. Hann hætti í söngbransanum og kom sér upp hrossaræktarstöð á búgarði sínumíKaliforníu. Hin 34 ára gamla stjarna hafði alitaf átt fullt af vinkonum en enga alvöruvinkonu sem hann gæti hugs- að sér að búa með, hvað þá giftast. Eftir aö hann lagði sönginn á hill- una og tók upp hrossarækt breyttist líf hans skyndilega. ÖU stórstjömu- einmanakennd hvarf, vinunum fjölgaði og loksins eignaðist hann alvömvinkonu, Meryl Tanz, áhuga- manneskju um hestamennsku. Þau em nú gift og gera það gott í hesta- braskinu. Eddie Murphy, gamanleikarann góðkunna, þekkjum við öll. Ein- hverjir hafa kannski séð kappann í myndinni Beverly Hiíls Cop, þar sem Eddie fer á kostum. Sú mynd var ein allra söluhæsta myndin í Bandaríkjunum á síðasta ári, feiki- vinsæl og ófáir dollararnir sem runnu í vasa aðstandenda hennar. Eddie er nú í giftingartiugleiðing- um, hann ætlar að giftast stúikunni sem hann varð fyrst ástfanginn af, snót að nafni Lisa Figueroa. Lisa er hin hefðbundna vel upp alda meyja sem ekki flytur inn með ást- manni sínum fyrr en þau em búin aö gifta sig. Skötuhjúin eru bæði al- gert bindindisf ólk á áfengi og tóbak og sagt að bæði séu nokkuð trúræk- in, a.m.k. sjást þau oft saman í kirkju á sunnudögumm. Þau hittust á dansiballi, fóm að tala saman og eins og Eddie segir sjálfur: „Eg lá bara alveg kylliflat- ur.” Klædd, en ekki fyrir kvöldverð Þessi myndartega ðnd fókk smókvef siðasta vetur á franska búgarðinum þar sem hún býr, eða bjó að minnsta kosti siðastliðinn vetur. Eins og vera ber varð hún að klæða af sór kuldann til að verjast frekara volki. Hvað er þð betra en heimaprjónaður trefill og þykkur nebbavarmi? 9111* H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.