Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ (68) • (78) *(58) Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir'. hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985. Bjórumræðan ígærkvöldi: Krefja Ólaf umsannanir „Eg skora á Ólaf Þóröarson að færa sönnur á aðdróttanir sínar um mútu- þægni og umboðslaun einstakra flutn- ingsmanna frumvarpsins. Ella er hann ómerkur orða sinna, slúðurberi af verstu gerð,” sagði Ellert B. Schram á alþingi í gærkvöldi. Umræöur um bjórinn héldu áfram í gærkvöldi og stóðu fram yfir miðnætti. Ellert, Kristín Halldórsdóttir, Eggert Haukdal, Karvel Pálmason og Hjör- leifur Guttormsson lýstu yfir stuðningi við frumvarpið með ýmsum fyrirvör- um þó. Stefán Valgeirsson og Svavar Gestsson lýstu sig andvíga. Enn eru allmargir á mælendaskrá, meðal annarra Olafur Þ. Þórðarson. Umræðunni mun fram haldið i dag. -ÞG. Lögfræðingur BSRB: Auðuseðl- arnirgreidd atkvæði — líkur aukast á að KÍ verði áfram í BSRB Kennarasamband Islands hefur fengið álit frá lögfræðingi BSRB um að hann telji að auðir seðlar séu greidd at- kvæði í allsherjaratkvæðagreiöslu kennara um úrsögn úr BSRB. Þar með aukast líkurnar á að kennarar verði áframíBSRB. Kjörstjóm kemur saman í dag og þá mun endanleg talning atkvæöa liggja fyrir. Eftir er aö telja 150—200 at- kvæði. Af þeim atkvæðum, sem búið er að telja, hafa 1484 kennarar greitt at- kvæði meö því að Kl segi sig úr BSRB. 673 kennarar vilja vera áfram í BSRB en 143 skiluðu auðum seðlum. Sam- kvæmt lögum BSRB þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að Kl gangi úr BSRB. -SOS Qúotm glansskol frá Meiramagn, betriending. ^^H»ild»olubirgOir^ LOKI Komdu og skoöaðu kassana mína... Væringar íbæjarkerfinu á Selfossi: Bókhald hjá veitu- stofnunum í ólestri bæjarstjórinn hefur sagt upp störfum „Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð. Af einhverjum ástæðum vill veitustjórinn halda sínu bókhaldi að- skildu þrátt fyrir samþykki bæjar- stjórnar og bæjarstjóra um að setja allt opinbert bókhald Selfoss undir einn hatt,” sagði Guömundur Kr. Jónsson, bæjarfulltrúi framsóknar- manna á Selfossi, í samtali við DV. Á fundi bæjarstjómar Selfoss fyrir helgi ótti að leggja fram allt opinbert bókhald kaupstaðarins. Ekki stóð á bókhaldi bæjarstjóra og stofnunum hans en þegar kom að veitustofnunum bæjarins, það er að segja rafveitu, hitaveitu og vatns- veitu Selfoss, kom I ljós að allt þaö bókhald var ófært. „Það hefur komið fram mikil óánægja með störf veitustjórans,” sagði Guðmundur. „Það var keypt hingað í bæinn tölva og átti aö setja allt bókhald bæjarins undir einn hatt. Veitustjórinn hefur ekki viljað fara með sitt bókhald þangað þrátt fyrir ítrekaðar óskir bæjarstjórans þar að lútandi. Hann hefur ekki staðið við það sem hann hefur lofað. Þá hafa ýmis rekstrarleg atriði ekki verið sem skyldi, til dæmis hefur ekki ver- ið lesið af flestum mælum hér í bæ í heilt ár. Undir venjulegum kringum- stæðum er það gert þrisvar til fjórum sinnum ó ári. Hann hunsar alla samvinnu og samband við bæjarstjórann og af þeim sökum hef- ur sá síðarnefndi sagt upp starfi sínu.” — Er talið, að um einhverja óreiðu séaöræðaþarna? „Ekki veit ég það en bókhaldið hefur að minnsta kosti ekki verið fært.” — Verður veitustjórinn látinn víkja vegna þessa? „Þetta eru náttúrlega ófær vinnu- brögð og auðvitað ætti hann ekki að fó að sitja lengur. Eg veit þó ekki hvemig þetta mál fer. Það verður aukafundur um móliö hjá bæjar- stjóminni í næstu viku. Annars er hér um að ræða væringar milli veitu- stjórans og bæjarstjórnarinnar, sem er skipt í þessu máli, er hafa verið að grafa um sig nokkuð lengi. Það hefði verið hægt að leysa þetta mál eða hluta af því í haust hefði vilji bæjar- stjómar verið fýrir hendi,” sagði Guðmundur Kr. Jónsson. -KÞ ; ' / i s, . já Þafl kennir ýmissa grasa i kössunum fré Kjarval. Ólafur Jónsson, Gunnar Kvaran og Mjflll Snæsdóttir DV-mynd KAE. skoða innvolsið. Sinubruni við Mývatn „Það var engin hætta, varptíminn er seinni partinn í júni og það var komin þaö mikil sina úti í ey junum að það var gott að losna við hana,” sagði Einar Is- feldsson, bóndi á Kálfaströnd, í morg- un. Einar fór út í Hrútey og kveikti þar í sinu, mikinn reyk lagði frá henni. „Ég fékk leyfi hjá hreppsstjóranum áður, það þarf þess eftir f yrsta maí. ’ ’ Fleiri bændur en Einar á Kálfa- strönd hafa kveikt í sinu aö undan- förnu, bóndinn á Skútustöðum kveiktií sinu í Mikley í gær. — En hvers vegna ekki fyrr, Einar? „Það er svo mikill raki að það er ein- faldlega ekki hægt að kveikja í sinu í eyjunumfyrr.” Einar sagði að fjolskrúðugt fuglalíf væri í Hrútey, húsöndin væri þama, og allt í allt væm um 14 andategundir í eyjunni ósamt öðrum f uglategundum. „Húsöndin heldur sig mest núna úti á Laxá, það er svo lítið að hafa úti á vatninu. Hún lifir á mývargslirfunni, mývargurinn kviknar í Laxá og hús- öndinlifirálirfumývargsins.” -JGH Farið að opna á annað hundrað kassa Kjarvals: Leggir, kjammar og uppköst að málverkum „Hér kennir ýmissa grasa, má þar nefna áhöld er Kjarval hefur not- að viö vinnu sína, smáhluti er hann hefur skreytt húsakynni sín meö og allt þar á milli,” sagði Olafur Jóns- son, listfræðingur á Kjarvalsstöö- um,ísamtali við DV. Um þessar mundir er verið opna 153 kassa sem Jóhannes Kjarval pakkaði eigum sínum í skömmu fyrir andlótið. Kassa þessa ánafnaði lista- maðurinn Reykjavíkurborg og voru þeir innsiglaðir. Síðan hafa þeir ver- ið i geymslu í kjallara Korpúlfsstaða þartilnú. Það er ekki ofsögum sagt að það kenni ýmissa grasa í kössunum. Þar má finna litaspjöld, pensla og lita- túpur listamannsins, leggi, kjamma og bein alls konar. Einnig eru þar trélíkneski, lampar, skeifur, sjúkra- kassi, steinar af öllum litum og gerð- um, ígulker og skeljar, bækur, tin- öskjur og skrúfur, svo eitthvað sé nefnt. Þó eru ótaldar allmargar skissur og uppdrættir, sem að sögn listfræðinga hafa verið uppkast að ýmsum málverkum meistarans. „Astæðan fyrir því að kassamir hafa ekki verið opnaðir fyrr en nú er sú að viö höfum hreinlega ekki vitaö hvar og hvernig við ættum að koma þessu fyrir,” sagði Olafur Jónsson. „Nú er hins vegar tækifærið komið því senn líður að aldarafmæli Kjarvals. Afmælissýning verður hér á Kjarvalsstöðum i haust og þá er meiningin að þessir hlutir verði not- aðir til að endurbyggja lifshlaup Kjarvals, ef svo má aö orði komast.' ’ KÞ í I /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.