Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR13. JUU1985. Ávísanakeðjubréf komið í hendur DV: Klakakeöjan býður þér að græða milljón krónur Skýringabréf Fyrir þetca bréf greiöir þú kr. l.OOO.oo tíréfiö veröur að innihalda : SOO.oo kr. yfirstrikaöa bankaávlsun, stllaða á efsta nafn listans. cn þar eiga aö vera 10 nöfn, sem fylgja meö. ATH. ef ávlsunin fylgir ekki meö, skaltu ekki kaupa bréfið. Þitt fyrsta verk er aö senda meöfylgjandi 500 króna bankaávisun til eiganda i Agagnsæu umslagi LOKUDU. Ath. Póstburöargjald, umslag og hugsanlegyr 1 jósritunarkos-.naöur er þaö eina sem þú þarft að leggja út fyrir, þvi greiöslur þinar jafnast þanuig. : Eitc bréf keypr á ..........................kr. l.OOO.oo Tvö bréf sel.J á.............................kr. 2.000.oo + - kr. l.OOO.oc Tvar ávísanir keyptar í banka kr. 500 hvor kr. l.OOO.oo I'inn kostnaöur veröur samtals kr. 0 Nast þarft þú að útbúa tvo nýja nafnalista eftir þeim gamla, nema aö efsta nafnið hefur nú dottiö út, og þitt nafn kemur I staöin neöst á listann I tiunda sati. öll tölurööiu breytiat þannig. ATH, GLEYMDU EKKI AD SETJA AVTSIJNINA T 1‘OST : Ath. einnig að setja nafniö þitt, heimilisfang og póstnúmer rétt á blaöiö. Pú þarft að ]jósrita tvö eintök af þessu skýringarbréfi og fara I bankann og kaup. tvser yfirstrikaðar ávisanir, stílaöar á nafn þess sem er efstur á nýja blaöinu. sem þú eri noðsoir á. Nú átt þú aö hafa í höndunum tvö skýringarbréf, tvo nafnalista sem eru alveg eins og tv*r yfirscrikaöar ávísanir, á nafn þess sem er efstur á listanum. betta skiptist þannig, aö eitt skýringarbréf, einn nafnalisti og ein ávísun verður I hvorum pakka. Nú getur þú selt þessa tvo pakka á kr. 1000.oo hvcm til þeirra aöila, sem þú treystir besi tll aö láia keöjuna rekja sig áfram hratt og crugglega. ATH. þaö er þái. í hag. Haföu þnö hugfast, að engin keöla er sterkari en veikasti hleklurinn. ----------------------- Vandaöu valió* vel,' eri vercu fijócur að framkvjana söluna. Hagnaöurinr. er reiknaöurút meö þvi að þin tvö bréf gefa af sér 4 bréf sem aftur gefa at cér 8 sem gefa 16 o.sv.frv. og I hvert sinn sem sala á sér staö færist þú ofar um eitt sæti, þar til nafniö þitt er oröiö efst á listanum Þá er nafniðþitt oröiö efst á 1.024 bréfum samtals Kk. 1.024.000.oo sem eneinn getur leyst úi nema þú, og þaö eru engir gúnmitékkar, eöa hvaö finnst þér. MEÐ OSK UM VELCENGNI - KLAKAKEÐJAN. ps• Ceymdu ekli gamla nafnalistann, heldur fargaöu honum strax Umfram allt, sendu nafnaliscann aldrei eitt eöa neitt, nema beint á ndlli þumalfingurs og visifingurs, cil næsta hlekks I klakakeöjunni. Skýringarbrófið sam fyigir. Hvers vegna skortur á fólki í f iskvinnslunni: Vantar fólk til að vinna f iskinn í dyrari pakkningar — segir Árni Benediktsson hjá Framleiðni hf. „Vandamálið í fiskvinnslunni er að það hefur dregið úr sölu á 5 punda pakkningum í Bandaríkjunum en þær hafa verið mjög verðmætar. Og til þess að framleiðsluverðmætið minnki ekki í frystihúsunum hefur verið farið út í að framleiða aðrar pakkningar sem gefa ekki minna af sér en 5 punda pakkningamar. Það er þessi fram- leiðsla sem krefst svo mikils mannafla.” Þetta sagði Ami Benediktsson, framkvæmdastjóri Framleiðni hf., dótturfyrirtækis Sambandsins, um skýringuna á því hvers vegna vantar svo margt fólk í fiskvinnsluna sem raun ber vitni. Talað er um að þaö út í að framleiða til að vega upp tapið af minni framleiðslu á 5 punda pakkningum. „Fiskurinn er nú bitaður miklu meira niður og flokkaður en áður. Þannig eru gerð sérstök sporðstykki, hnakkastykki og formflök sem dæmi. Þessar pakkningar gefa mikið af sér, þær em mjög verðmætar.” Ami bætti því við að hann teldi skort á fólki í fiskvinnslunni tímabundið ástand. „Ég tel að það vanti fyrst og fremst fólk á álagstímum. Sannleikurinn er sá að fólki hefur f jölg- að í frystihúsum. En þegar farið er að framleiöa meira í dýrar pakkningar krefst þaö fleira vanti 1500 manns. En hverjar em þær, þessar dýru pakkningar sem frystihúsin hafa farið fólks til að vinna aflann. Þetta fólk hefur verið erfitt að fá í vinnu.” -JGH. Þingið samþykkti Ruwe Bandaríska þingiö samþykkti á fundi sinum í fyrrakvöld að Nicholas Ruwe skyldi veröa sendiherra Banda- ríkjanna á Islandi næstu fjögur ár. Eins og kunnugt er vom allháværar raddir uppi um það að Ruwe væri ekki nógu kunnugur málefnum Islands til að takast þetta starf á hendur. Ruwe kemur til Islands fyrri hluta næsta mánaðar til aö taka við starfinu en Brement, núverandi sendiherra, helduraflandibrottnokkrufyrr. -kþ. Klakakeðjan er nafniö á nýjustu peningakeðjunni á Islandi. Þeir sem ná að færast efst á nafnalista keðju- bréfsins gætu grætt eina milljón króna. DV hefur nú komist yfir keðjubréf með lista yfir tiu nöfn. Eftir því sem blaðið kemst næst er keðjan nýbyrjuð, hefur líklega farið af stað í síðustu viku. I skýringarbréfi með ávísana- keðjunni segir: „Geymdu ekki nafnalistann heldur fargaöu honum strax. Umfram allt, sendu nafnalistann aldrei eitt eða neitt, nema beint á milli þumalfingurs og vísifingurs, til næsta hlekks í keðj- unni.” Sá sem afhenti DV nafnalistann skýrði svo frá að þegar sér hefði veriö boðin þátttaka, af Þór Ostensen, sölu- manni hjá Nesco, hefði rík áhersla verið lögö á að blaöamenn fréttu ekki af keðjunni. Þessi sami Þór neitaði því í viötali í DV í gær að vera þátttakandi í keðj- unni. Ávísanakeöjubréfiö gengur þannig: Einhver selur þér keðjubréf á eitt þúsund krónur. Meö bréfinu á aö fylgja listi með tíu nöfnum og 500 króna ávísun, yfirstrikuð, sem stíluð er á efsta nafn listans. Fyrsta verk þitt á að vera að senda 500 króna ávísunina til eiganda í lok- uðu umslagi og ógagnsæju. Næst útbýrð þú tvo nýja nafnalista eftir þeim gamla, nema efsta nafnið, sem fékk ávísunina, fellur út og þitt nafn bætist neöst á listann, í tíunda sæti. Þú ljósritar tvö eintök af skýring- arbréfinu og gefur út tvær 500 króna ávísanir, yfirstrikaðar, á nafn þess sem er efstur á nýja nafnalistanum. I skýringarbréfinu segir: „Nú átt þú að hafa í höndunum tvö skýringarbréf, tvo nafnalista, sem eru alveg eins, og tvær yfirstrikaðar ávísanir á nafn þess sem er efstur á listanum. Þetta skiptist þannig að eitt skýringarbréf, einn nafnalisti og ein ávisun verður í hvorum pakka. Nú getur þú selt þessa tvo pakka á 1.000 krónur hvom til þeirra aðila sem þú treystir best til að láta keðjuna rekja sig áfram hratt og örugglega. Athugaðu: Það er þér í hag. Hafðu það hugfast að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Vandaðu valið vel en vertu fljótur að framkvæma söluna. Hagnaður er reiknaður út með því að þín tvö bréf gefa af sér fjögur bréf sem aftur gefa af sér átta bréf sem gefa sextán, og svo framvegis, og í hvert sinn sem sala á sér stað færist þú ofar um eitt sæti þar til nafnið þitt er orðið efst á listanum. Þá er nafnið þitt orðið efst á 1.024 bréfum, samtals krónur 1.024.000 sem enginn getur leyst út nema þú, og það eru engir gúmmí- tékkar, eða hvað finnst þér? Með ósk um velgengni — Klaka- keðjan.” Sæmundur Norðfjörð Vesturströnd 29 170 Seltjarnarnesi Þetta nafn var efst á gamla listanum. B Ægir Þóirij^itved t Ásvaljag^fa60 l&ÍKeyk j aVík Ásmundur K Ölafsson Kirkjurelg 18 105 Reykjavík Þór Ostensen Keilugrandi 4 101 Reykjavík Steingrímur Ásgeirsson Bergstaðarstræti 81 101 Reykjavík Sigrún Lára Shanko Bergstaðastræti 10 101 Reykjavík Hulda Guðmundsdóttir Hjallavegi 46 104 Reykjavík Heiðveig Pétursdóttir Hraunbæ 94 110 Reykjavík Björg Baldursdóttir Framnesvegur 63 101 Reykjavík Ingólfur Garðarsson Keilugrandi 6 101 Reykjavík l'ctur ileiðar Egilsson Unufell 11 111 Reykjavík Nafnalistinn á ávísanakeðju- bréfinu. Geta varia verið eðlileg vinnubrögð — segir framkvæmdastjóri Verkfræðingafélagsins um úttektina á Vita- og haf namálastof nun „Þetta geta varla verið eölileg vinnubrögð,” sagði Hinrik Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Verk- fræðingafélags Islands, er DV ræddi við hann um úttekt þá sem gerð var á Vita- og hafnamálastofnun. Eins og DV hefur sagt frá hafa átta yfirmenn hjá Vita- og hafna- málastofnun faríö þess á leit við Matthías Bjarnason samgönguráð- herra aö hann skipi rannsóknar- nefnd til að kanna úttektina og afleiðingar hennar. '' Verkfræðingafélagið hefur fylgst með þessu máli enda leiddi úttektin til þess að starfsviði allra verkfræðinga Vita- og hafnamálastofnunar var breytt. Segja má að aðeins einn verk- fræöinganna hafi verið færður upp á við en allir hinir gerðir áhrif aminni. „Þegar einn maður tekur út störf annars manns eða annarra manna verður hann að vera aö minnsta kosti jafnlæröur og jafnreyndur og þeir menn eru sem hann er að taka út; annað er tóm vitleysa. Þetta er grundvallarsjónarmiö sem ég held að verði að standa á,” sagði Hinrik Guðmundsson. „Sá sem stofnar til úttektar á auð- vitað að ganga úr skugga um að út- takandinn hafi þessa hæfileika,” sagöi Hinrik. Kvaöst hann hafa spurst fyrir um það hjá ráðuneytismönnum hvað þeir vissu um menntun og reynslu Kristjáns Kristjánssonar sem falið var að gera úttektina. „Leifur Eysteinsson í Hagsýsl- unni gat upplýst að hann hefði fengið æviskrá mannsins í apríl 1985, eöa eftir að hann hafi verið ráðinn og búinn að vinna verkið. Það er of seint í rassinn gripiö ef svo mætti segja. Eg talaði einnig við ráðuneytis- stjórana Olaf Steinar Valdimarsson og Höskuld Jónsson. Þeir vísuðu þessu frá sér til Hagsýslunnar. Þeir höföu ekki aðrar upplýsingar um manninn en þær sem fengust frá hon- um sjálfum í apríl 1985. Þeir vissu ekkert um menntun eða starfsreynslu þess manns áöur en þeir stofnuðu til úttektarinnar,” sagðiHinrik. Hann sagðist hafa fengið þær upplýsingar aö Kristján Kristjáns- son væri byggingartæknifræðingur. Hann heföi unnið viö ráðgjafarstörf í fimm ár og hefði fimm ára stjóm- unarreynslu. „En þeir vissu ekki hvar og ég veit það ekki heldur,” sagði Hinrik. Hann var spurður hvort hann teldi að mikiö vantaði upp á reynsiu og menntun mannsins til að réttlætan- legt hefði verið að fá honum umrætt verkefni: „Eg held að það hljóti að vera. Hann er þama að taka út verkfræð- inga með áratuga reynslu á bak við sig. Þeir eru ekki bara með meiri menntun heldur meiri reynslu. Þaö gefur augaleið að þetta dæmi gengur ekki upp,” sagði framkvæmdastjóri Verkfræðingafélagsins. -KMU. Mótmælir uppsögn Júlíusar Landsráð Flokks mannsins hefur mótmælt „þeim pólitísku ofsóknum sem formaður þess, Július K. Valdimarsson, varð nýlega fyrir þegar honum var skyndilega sagt upp störfum á ólögmætan hátt eftir 20 ára starf í samvinnuhreyfingunni vegna þátttöku hans í Flokki mannsins”. Segir í yfirlýsingunni að hin pólitíska ástæða uppsagnarinnar verði enn fáránlegri þegar á það sé litið að „æðstu ráðamenn samvinnuhreyfing- arinnar eru jafnframt í æðstu valda- stöðum innan ákveðins stjómmála- flokksílandinu”. Hins vegar segir stjóm Vinnumála- sambands samvinnufélaganna í yfir- lýsingu að ástæðan fyrir uppsögn Júiíusar sé ekki af pólitískum toga heldur fyrst og fremst að stjómin „bar ekki lengur traust til Júlíusar í starfi sínu sem framkvæmdastjóra af ýms- um ástæðum sem stjómin telur ekki rétt að f jölyrða um í f jölmiðlum”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.