Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985.
27
DV KYNNIR AKRANES - DV KYNNIR AKRANES
• Lið Skagamanna eins og það var skipað sl. haust.
„Hefði gjaman viljað fá
nokkur stig í viðbót”
—segir Hörður Helgason, þjálfari íslandsmeistara Akraness, í samtali við DV
„Þetta hefur gengið svona upp
og ofan hjá okkur hingað til i
• Hörður Helgason, þjálfari ísiands
meistaranna.
íslandsmótinu. Ég hefði gjarnan
viljað fá nokkur stig i viðbót við
þann fjölda sem við höfum. Við
náðum aðeins einu stigi út úr leikj-
um okkar gegn Val og KR. Það
hefði verið gott að hafa fengið
fjögur stig til viðbótar úr þessum
tveimur leikjum. Engu að siður er
ég nokkuð ánægður með stöðu
minna manna í deildinni í dag. Mót-
ið er aðeins hálfnað og enn getur
allt skeð," sagði Hörður Helgason,
þjálfari Skagamanna, i samtali við
DV. Hörður hefur þjálfað Skaga-
menn undanfarið með góðum
árangri.
„Þaö er ekkert vafamál að knatt-
spyrnan í sumar er mun opnari en hún
hefur veriö imdanfarin sumur. Knatt-
spyrnan hlýtur þess vegna aö vera
mun skemmtilegri fyrir áhorfendur.
Mikiö er skoraö af mörkum og er þaö
ekki þaö sem áhorfendur vilja sjá?
Þaö er hins vegar erfitt að segja til um
hvort knattspyrnan er betri en hún
hefur verið. Þaö þarf ekki endilega aö
vera.”
„Víðir komið mest á óvart"
Er eitthvert eitt lið í deildinni sem
hefur komiö þér sérstaklega mikiö á
óvart?
„Já. Víðisliðið hefur komiö mér
gífurlega mikiö á óvart. Eg hélt satt
best að segja að þeir myndu ekki fá eitt
einasta stig í deildinni í sumar. Þeir
hafa komið mér sérstaklega mikiö á
óvart og hafa staöið sig frábærlega. Eg
vissi hins vegar að Framarar eru meö
góðan mannskap og sterkt lið. Sérstak-
lega er miöjan og sóknarleikurinn
sterkur hjá liöinu. Eitt annað sem hins
vegar hefur komið mér á óvart er slakt
gengi Víkings. Eg átti alls ekki von á
því aö liöinu myndi ganga svona illa í
sumar. Þaö eru margir góöir leikmenn
í liðinu og ég skil hreinlega ekki
hvernig þeir hafa farið með þetta.”
Veröur Skaginn í meistaraslagn-
um?
„Viö ætlum okkur aö vera meö í
slagnum til enda hvað sem þaö kostar.
Viö gefum ekkert eftir. Framarar
veröa örugglega líka í toppbaráttunni.
Eg á alls ekki von á því að Fram-lið-
iö hrynji eftir stóra tapiö á Akranesi
fyrir viku. Valsmenn verða líka meö á
toppnum ef þeir fara í gang síöari
hluta mótsins.
Hvað varöar fallbaráttuna þá get ég
aöeins sagt, að þaö kæmi mér ekkert á
óvart þótt Víðir héldi sæti sínu í deild-
inni. Eins og ég sagöi áöan hefur liöið
komiö mér gífurlega á óvart.”
Hvernig hefur þér fundist dóm-
gæslan í sumar miðað við síöustu
sumar?
„Bara nokkuð góð. Eitt sýnist mér
þó vera nokkuð ööruvísi en verið hefur
undanfarin keppnistímabil en þaö er
gífurleg aukning á vítaspyrnum í leikj-
unum. Þaö er vart leikinn sá leikur aö
ekki sé dæmd vítaspyrna í honum. Mér
virðist sem dómararnir hafi komiö sér
saman um aö dæma vítaspyrnu á
minnsta brot inni í vítateignum. Þetta
er auðvitað samkvæmt reglunum. Þaö
hafa verið dæmdar margar vítaspyrn-
ur í sumar, brot sem dómarar lokuöu
augunum fyrir í fyrra. Einnig finnst
mér vera nokkuð mikiö ósamræmi hjá
dómurunum í sambandi við gulu og
rauðu spjöldin. Að ööru leyti hefur
dómgæslan veröi nokkuö góð í sumar. ”
Ert þú á leiðinni af Skaganum?
„Eg hef ekkert hugsaö um það. Við
eigum aö leika á miðvikudaginn í
bikarkeppninni gegn Fram og lengra
hef ég ekki hugsað, alla vega ekki upp-
hátt,”sagðiHörðurHelgason. _sk.
• Sigurður Lárusson, fyrirliði
Skagamsnna, hampaði íslands-
meistaratitiinum i fyrra. Leikur
hann sama leikinn eftir í yfirstand-
andi Íslandsmóti?
DV KYNNIR AKRANES
DV KYNNIR AKRANES