Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 14
14
DV. LAUGARDAGUR13. JULÍ1985.
Leeds Castle ó siglingu úr Reykjavikurhöfn, tveir skipverjar standa í stafni.
að breski flotinn hefði í samvinnu við
ríkið reynt aö spoma viö miklu at-
vinnuleysi á Bretlandseyjum með því
að gefa unglingum kost á því að kom-
ast í starfsþjálfun um borð í skipum
flotans. Unglingamir fengju einhver
lágmarkslaun fyrir vinnu sína auk
ómetanlegrar reynslu og sjálfsþroska.
Eftir tæplega tveggja tíma stím úr
Reykjavíkurhöfn fór að sjást sæmi-
lega til Keflavíkurhafnar. I brúnni tók
hver og einn sér stöðu, skipunum
Madgwick sjóliðsforingja var fylgt út i
ystu æsar. Sérstakir menn vom sendir frá
skipinu í hraðbáti til að taka á móti land-
festum. Strandhöggið í Keflavik gekk veL
Islensku gestimir fengu auðvitaö að
kynnast gestrisni sjóliða hennar
hátignar, boðið var upp á alvöm sjóliðate
og með þvi eftir ítarlega kynnisferð um
um ranghala neöanþilja.
Eftir tveggja tíma stím með Leeds
Castle tii Keflavíkur og ágætis kynn-
ingu á lifinu um borð í strandeæslu-
skipi hennar hátignar sigldi Madgwick
sjóliðsforíngi meö okkur inn til Keflavíkur.
Strandhögg Leeds Castle í Keflavik var
stutt. 1 þann mund er síðasti
Islandingurinn stökk í land var byrjað að
leysa landfestar. Stuttu en vel heppnuðu
Islandsævintýri var lokið, Irlandsmið vom
næst á dagskránni.
íslensk varðskip
til Bretlands?
Að sögn Michaels J. Lonsdale, fyrsta
sendiráðsritara í breska sendiráðinu
DV í kynnisf erð með f lota hennar hátignar:
Stímað með Leeds Castle á
17 hnútum til Keflavíkur
„Þetta er búin að vera stutt en af-
skapiega skemmtileg heimsókn til
Islands,” sagði John Madgwick, lautinnt
og skipstjóri á breska strandgæsluskipinu
Leeds Castle er það sigldi á hægagangi í
kjölfar Akraborgarinnar út fyrir hafnar-
garðinn í Reykjavíkuriiöfn.
Leeds Castle kom til Islands i nokk-
urra daga kurteisisheimsókn í fyrri
viku eftir fjögurra dag'a siglingu frá
bækistöö sinni í nágrenni Edinborgar í
Skotlandi. Leeds Castle er annað skip
breska flotans er heimsækir Island á
skömmum tíma. Freigátan Cleopatra
hafði hér sem kunnugt er skamma við-
dvöl eftir æfingar á Norður-Atlantshafi
í mai síöastliönum.
Leeds Castle var smíðaö árið 1981 í
Aberdeen, Skotlandi, til gæslustarfa
innan 200 mílna lögsögu Breta. Að sögn
Madgwick er Leeds Castle í annarri deild
bresku strandgæslunnar og em verkefnin
margvísleg.
Ahöfn skipsins er 50 menn auk þess
sem rými er um borð fyrir 25 land-
gönguliða og búnað þeirra.
Með aukinni olíuvinnslu Breta á
Norðursjó hefur hlutveík og umfang
bresku strandgæslunnar aukist nokkuð
á síðustu árum. Eftirlitið er ekki
einungis einskorðað við hefðbundið
eftirlit með ferðum og veiði fiskiskipa
auk björgunarstarfa, heldur er það
lika hlutverk strandgæslunnar að
vemda viðkvæma olíuborpalla fyrir
hugsanlegum aðgerðum hermdar-
verkamanna. Olíuborpallar í kringum
allt Bretland em í umsjón gæsluskipa
úr annarri deild.
Eftir að Leeds Castle lét úr höfn á
mánudag var skipinu ætlað að sigla á
Irlandshaf til gæslustarfa í þrjár
vikur. „Það sem af er árinu höfum við
verið 70 prósent tímans á sjó,” sagði
Madgwick skipstjóri einbeittur á svip
þar sem hann stóð í brúnni og gaf fyrir-
skipanir til stýrimanna þar sem Leeds
Castle öslaði á nokkurra hnúta hraða
frá hafnargarðinum.
Á 17 hnúta ferð
út Faxafióa
Eftir að hafnsögubáturinn haföi tek-
ið sinn mann um borö fyrir utan
örfirisey var sett á fulla ferð út Faxa-
flóa með stefnu á Keflavík.
Ekki var ætlun skipherrans að taka
Islendinga þá er um borð vom til
'
^' -v. ^ 4* ’A’í* -' s' ‘ , ■ ‘. - míf ; '’iggp
Hópurínn, sem sigldi með Leeds Castle fró Reykjavík til Keflavlkur, ósamt skipstjóranum John Madgwick.
Það fór vel ó með breska lautin-
antnum og Guðmundi Kjœrnested,
fyrrverandi skipherra, skelfi
breskra landhelgisbrjóta úr þorska-
stríðum.
Hannes Hafstein, framkvœmdastjóri Slysavarnafólags Islands, afhenti
skipverjum ó Leeds Castle að gjöf 50 óra afmælisplatta Slysavarnafélagsins
til minningar um heimsóknina til íslands. Madgwick skipstjóri afhenti
Hannesi veggmynd af skipi sinu sem þakklætisvott.
gæslustarfa á Irlandshafi heldur
skyldi þeim sleppt í Keflavíkurhöfn.
Athygli blaðamanns vakti hinn
mikli agi er um borö ríkti. I brú jafnt
sem á dekki hafði hver einasti maður
sérstöku hlutverki að gegna. Sjóliðar
stóöu í stafni og skut í þar til geröri röö
er siglt var úr höfn og heilsuöu að her-
mannasiö er strandgæsluskipiö sigldi
framhjá fánum prýddum skipum
íslensku landhelgisgæslunnar.
A stuttri viðdvöl sinni hér höfðu
skipsmenn á Leeds Castle haft mikil og
góð samskipti viö islensku landhelgis-
gaesluna. Stjómstöð gæslunnar var skoðuð
og tækjakostur auk þess sem fulltrúa frá
Leeds Castle var boðið i æfingaflug með
þyrlu gæslunnar.
Mikið bar á skólastrákum um borð í
starfsþjálfun á vegum flotans. Nick
Osmaston lautinant fræddi okkur á því