Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR13. JULl 1985. 7 ROKK HANDA HUNGR- imilHJI UCIMI »>LiveAid”nærtileinsog UtlU m H11IYII hálfs milljarðs manna Einn og hálfur milljaröur manna mun eiga þess kost að horfa á sjónvarpsútsendingar frá Live Aid tónleikunum í Bretlandi og Banda- ríkjunum aö því er talið er. 150 þjóölönd, frá Islandi til Ghana eins og vikuritiö Newsweek bendir á, veröa skemmtunarinnar aönjótandi. Talið er víst aö uppátækiö, sem Bob Geldof á frumkvæðiö að, muni raka inn tugmilljónum króna til stuönings svelt- andi fólki í Afríku. Tónleikarnir eru sem sé tvennir. Annars vegar á Wembley leikvanginum í Lundúnum og hins vegar í John F. Kennedy höllinni í Fíla- delfíu. Islendingar veröa aðnjótandi þeirrar sendingar sem er frá Banda- ríkjunum (sjá nánar sjónvarps- kynningu) þar sem Bryan Adams, The Cars, Mick Jagger, Bob Dylan, Madonna, Eric Clapton, Tears for Fears, Rod Stewart og Tina Tumer eru meöal þrjátíu og fimm listamanna sem koma fram. Wembleytónleikarnir bjóöa upp á stórviðburði því rokkhljómsveitin Who hefur hafiö störf aö nýju í tilefni tónleikanna. David Bowie, Elvis Cost- ello, Elton John, Julian Lennon, Sade, Sting og Dire Straits halda uppi f jörinu þar meðal annarra. Paul McCartney mun vera síðastur á dagskrá þeirra tónleika og er þaö í fyrsta skipti í 7 ár sem hann leikur á tónlcikum. Phil Collins mun leika á báöum tónleikum og hafa British Airways lánað undir hann Concorde þotu til aö Það er kominn fjórtándi júlí — þjóðhátíðardagur Frakka um þessahelgi Frakkar halda upp á þjóöhátíöardag sinn um þessa helgi, sunnudaginn 14. júlí. Þessi dagur hefur veriö valinn þjóðhátíðardagur, því þann dag áriö 1789 í upphafi frönsku byltingarinnar, tók Parísarmúgurinn Bastillufang- eldiömeö áhlaupi. Franska byltingin er oftast talin hefjast hinn 5. maí er ráðgjafarþing aðalsmanna, klerka og þriöju stéttar var sett. I fyrstu fundaði hver stétt út af fyrir sig en svo fór aö þriöja stétt fékk því framgengt aö allir fulltrúarnir funduðu í einni deild: Stéttaþingin breyttu um eðli; þau voru oröin stjóm- lagaþing Frakklands. Parísarbúar fögnuöu mjög úrslitum mála í Versolum. Hálfum mánuöi eftir að það gerðist bárust fréttir um þaö að helsta ráöherra konungs, Necker, hefði verið vikið úr embætti, herinn léti ófriðlega í borginni og væri til alls lík- legur. Hinn 14. júlí fóru nokkrir her- menn fyrir múgnum og Bastillan var hertekin. Hún var í augum fátækra tákn kúgunar og ofríkis stjómarinnar. Herbragöiö tókst því Necker var settur í embætti og stjórnarherinn dreginn út úr borginni. Taka Bastillunnar var svo táknrænt dæmi um uppreisn alþýðu og borgara gegn spilltri konungsstjóm, aö afmæli viöburöarins er þjóðhátíðar- dagur franska lýðveldisins. Helgarblað DV fagnar 14. júlí að þessu sinni meö óvenjumiklu efni um þessa uppreisnargjörnu þjóð. -6». Múgurinn rœðst á Bastilluna. svo megi veröa. I sjónvarpsút- sendinguna veröur bætt Men at Work sem verða beint frá Ástralíu og rokkhljómsveitinni Autograph frá Sovétríkjunum, auk þess sem Jagger og Bowie frumsýna ný myndbönd. Tónlistin er aöeins meðaliö en ekki tilgangurinn. Fjársöfnunin er aöal- atriðið. Karl Bretaprins og Díana munu hefja útsendinguna, en stór- menni á borð viö Desmond Tutu og Rajiv Gandhi munu vitna um hungur í heimi og hvetja fólk til að láta sitt af hendi rakna. Islenska sjónvarpið gengst ekki sérstaklega fyrir fjár- söfnun en lesendum er bent á íslenskar hjálparstofnanir. Nokkrir þeirra tónlistarmanna sem tóku þátt í að gera „We are the World” plötuna eru ekki með aö sinni og eru þar á meðal Michael Jackson, Lionel Richie, Diana Ross og Bruce Spring- steen. Skipuleggjarar tónleikanna segja hins vegar aö óvænta gesti muni bera að garði. Er jafnvel talaö um Bítl- ana eftirlifandi. Bob Geldof vonast til aö 12 milljónir Úrval HENTUGT OG HAGNÝTT 200feóiMi)oaur, &lmi 42541 llefltoumnt jirbWaóf0i 20, Kópavogsbúar — Kópavogsbúar. Kristján Óskarsson leikur á orgelið laugardags- og sunnudagskvöld milli kl. 19 og 21 fyrir matargesti. Meðal stjarnanna á bandarísku Live Aid tónleikunum eru Bryan Adams, Tina Turner, Phil Collins og David Bowie. dala safnist handa hungruöum heimi, hala inn allt að þrefaldri þeirri en Michael Mitchell skipuleggjari er upphæö. enn bjartsýnni og telur mögulegt aö -ás. Garður Viljum taka á leigu 3 svefnherbergja íbúð fyrir skólastjóra Gerðaskóla. ’lbúðin þarf að vera laus sem fyrst, æskilegur leigutími er 1 —2 ár. Allar aðrar upplýsingar gefur undirritaður í sima 92-7108 eða 92-7150. Sveitarstjóri Gerðahrepps. Góður matur j þarf ekki að vera dýr i Opið alla daga kl. 11—22 | MEIRA FYRIR PENINGANA KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ ! MYNDIRNAR SAM- X DÆGURS 9 FALLEGU ALBÚMI ÁN AUKA- GJALDS. LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF Laugavegi 178 - Reykjavík - Sími 685811

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 157. tölublað - Helgarblað I (13.07.1985)
https://timarit.is/issue/190260

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

157. tölublað - Helgarblað I (13.07.1985)

Aðgerðir: