Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 40
40 DV. LAUGARDAGUR13. JULÍ1985. tfi Bridge Sumarbridge 58 pör mættu til leiks i sumarbridge sl. fimmtudag. Spilað var í 4 riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör): A) Stig Dúa Olafsd.-Véný Viftarsd. 260 Baldur Ásgeirss.-Magnús Halldórss. 260 Ragnar Bjömss.-Þórarinn Amas. 250 Guöl. Sveinss.-Guðjón Jóhannss. 248 B) Stig Alfreð Alfreðss.-Bjöm Þorvaldss. 196 Jón S. Gunnlson-Jónas Elíass. 178 Oli Valdimarss.-ÞorsteinnErlingss. 175 . Bjöm Theodórss.-Jón Amundason 174 C) Stig Hjálmtýr Baldurss.-Ragnar Hermanns. 193 Stefán Páls.-Ægir Magnúss. 183 Sigurður Sverriss.-Þorgeir Ibsen 172 Steingrímur Þóriss.-Þórir Leifss. 172 D) Stig Hermann Láruss.-lsak ö. Siguröss. 194 AsthildurSigurgíslad.-Lárus Jónss. 192 Ragnar Oskarss.-Hannes Gunnarss. 189 Bjöm Ámason-Daníel Jónss. 174 Og staða efstu manna í heildarstiga- keppni sumarsins, eftir 8 kvöld er þá þessi: Baidur Asgeirsson og Magnús Halldórsson 11,5 stig. Kristján Blöndal og Oskar Karlsson 9 stig. Ragnar Ragnarsson og Stefán Oddsson 8 stig. Alfreð Kristjánsson, Isak ö. Sigurðs- son, Hrólfur Hjaltason, Sigurður B. Þorsteinsson, Alfreð Alfreðsson og Bjöm Þorvaldsson 7 stig. Alls hafa tæplega 160 spilarar hlotið meistarastig á þessum kvöldum. Alls hafa yfir 450 pör tekið þátt í Sumar- bridge, sem gerir 16 að meöaltali um 571 pör á kvöldi. Keppni verður fram- haldiö næstu fimmtudaga. Minnt er á að húsið er opnaö fyrir kl. 18. Allir vel- komnir. Tilkynningar Náttúruverndarfélag Suö- vesturlands I 14. ferðinni í ferðaröðinni „Umhverfið okkar” fer NVSV í náttúruskoðunar- og söguferð um Njarðvík í dag, laugardaginn 13. júlí. Farið veröur frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripasafninu Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglustöðinni) kl. 13.45, frá Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 14.00 og grunnskólanum í Njarðvík kl. 14.30. Ferðinni lýkur kl. 18.30 við grunnskólann í Njarðvík og er að þvi búnu ekið til Reykjavíkur. Fargjald verður 300 kr. frá Reykjavflt en 200 kr. fyrir þá sem koma í bílinn í Njarðvík. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Allir velkomnir. Leiðsögumenn verða Sigmundur Einarsson jarðfræðingur, Ami Waag líffræðikennari og sögu- og ömefnafróðir menn af svæðinu. Sjávarmyndir og grafík- myndir í Norræna húsinu I sýningarsölum Norræna hússins stendur enn yfir sumarsýningin Sjávarmyndir Gunnlaugs Scheving og lýkur henni ekki fyrr en 25. júlí. Hún er opin daglega kl. 14.00— 19.00. 1 anddyri hússins var opnuð sýning á grafík- myndum norska listamannsins Guttorm Guttormsgaard síðastliðinn mánudag. Sú sýning er opin á venjulegum opnunartíma Norræna hússins og stendur til 22. júh'. „Með silfurbjarta nál" 1 dag verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns Islands sýningin Meö silfurbjarta nál og era það handverk íslenskra hannyrðakvenna. Myndimar era frá miðöldum fram til síðustu aldamóta. Sýningin er ætluð bæði íslending- um sem útlendingum og er opin frá kl. 13.30— 16. Sýningin mum standa fram í október. Niðjatal Ot er komið niðjata' Qgmundar Andréss. (1855—1923) bónda á Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi og konu hans, Sólveigar Guðmundsdóttur (1873—1942). Þau eignuðust tólf böm og er stór hópur fólks frá þeim kom- inn. Meðal bama þeirra eru Karvel Ögmunds- son (f. 1903), skipstjóri og útgerðarmaður, og Þórarinn ögmundsson (f. 1910 d. 1983), vélstjóri og útgerðarmaður. Þeir bræður gerðu út og höfðu lengi nokkur umsvif í Ytri- Njarðvflc. Niðjatalið er 63 bls. í brotinu A4, fjölritað í kjalbandi. Rúmlega 50 ljósmyndir eru í ritinu og kostar það 600 kr. Ingimar F. Jóhannsson tók niðjatalið saman og sá um út- gáfu þess. Þeir sem vilja eignast ritið og fá það sent i póstkröfu geta skrifað Ingimar F. Jóhannssyni í pósthólf 8684,128 Reykjavík eða hringtísima 35739. Skrifstofa Rauða kross íslands verður opin um helgina I tilefni af beinni útsendingu sjónvarpsins á laugardagskvöld frá hljómleikum til styrktar bágstöddum í Afríku verður skrifstofa Rauða kross Islands í Reykjavík opin um helgina. I dag verður tekið á móti framlögum milh kl. 14 og 17 á skrifstofunni og á sunnudag á sama tíma. Þá getur fólk einnig hringt í síma RKI — 2 67 22 og tilkynnt um framlög. Tekið verður á móti slfkum hringinum bæði á laugardag og sunnudag milli kl. 14 og 17. Kortaverslun á Laugavegi Landmælingar Islands hafa nýverið opnað sérstaka kortaverslun að Laugavegi 178 og er gengið inn frá Bolholti. Verslun þessi, þó lftil sé, veitir viðskiptavinum stofnunarinnar betri möguleika til yfirsýnar þeirra korta, sem stofnunin framleiðir og selur. Hún er með sjálfsafgreiðslusniði. I tengslum við opnun verslunarmnar hefur verið sett á markað nýtt ferðakort af lslandi auk nýs sérkorts af Landmannalaugum/Þórs- mörk. Hið nýja ferðakort er í vasabókarbroti með gormkili, sem ætti að auðvelda mjög alla notkun þess. Hér er um að ræða fyrsta visi að kortabók fyrir Island. Sérkortið af Land- mannalaugum/Þérsmörk er viðbót við sér- kortaflokk stofnunarinnar en í honum má m.a. finna kort af Homströndum, Skaftafelli og Húsavík/Mývatni. Á kortum sem þessum er megináhersla lögð á gönguleiðir og annað það er gagnast má áhugafólki um útivist og náttúruskoðun. Margir hafa spurst fyrir um slflrt kort af Landmannalaugum/Þórsmörk og er því von Landmælinga Islands að því verði vel tekið. Saga mannkyns Ritröð AB 13. bindi 1914-1945 Höfundur Henning Poulsen, prófessor við há- skólann í Arósum. Þýðandi Gunnar Stef- ánsson. Ot er komiö hjá Bókaklúbbi Almenna bóka- félagsins 13. bindi Sögu mannkyns. Nefnist bindið Stríð á stríð ofan og nær yfir tímabilið 1914—1945. Má sjálfsagt kalla þetta tímabil eitt það viðburöarflcasta í sögu mann- kynsins. Um kyrrð og jafnvægi var sannar- lega ekki aö ræða því að á þessum 30 árum geisuðu tvær heimsstyrjaldir — eins konar 30 ára strið meö einu löngu vopnahléi. Af hverju stöfuðu þessi umbrot? Voru þau ef til vill vegna misbresta í þeirri heimsheild sem hafði verið að byggjast upp síðan á öld landafund- anna á 16. öld? Saga mannkyns verður í 15 bindum og mun útgáfu verksins ljúka i árslok 1989. Bindin koma ekki út í réttri röð, næst mun 6. bindið koma í október n.k. og síðan munu 3 bindi koma á ári þar til verkinu er lokið. Þetta bindi sem nú er nýkomið er 272 bls. að stærð meö miklum fjölda mynda, korta og uppdrátta. Þýðandinn er Gunnar Stefánsson, dagskrárstjóri rflcisútvarpsins. Samvinnuskólanemar í Miðgarð Um helgina koma samvinnuskóla- nemar saman i Miögaröi i Skagafriöi. Þetta er árlegur fagnaður, alltaf hald- inn i Miðgarði. Grábrókarfélagið margfræga verður til staöar, eins og því er einu lagið, en það er með óvenju- legri kvennahreyfingum hérlendis. Dansleikur verður i Miðgarði á laugar- dagskvöldiö og mun hljómsveitin Upp- lyfting halda uppi fjörinu, en meðlimir hennar hafa verið í Samvinnu- skólanum. Sætaferðir verða á dans- leikinn frá Sauðárkróki, Blönduósi, Skagaströnd og Hofsósi. Tjaldað verður við Miðgarð. Sædýrasafniö er opið alla daga frá kl. 10—19. Um helgar eru sýningar á tamningu á há- hymingi á klukkutíma fresti frá kl. 13-17. Neyðarsími 91-686068 I samvinnu við Vaktþjónustu Securitas í Reykjavík hafa Landssamband flug- björgunarsveita og Landssamband hjálpar- sveita skáta komiö á fót neyðarsíma 91- 686068. Neyöarsiminn er vaktaöur hjá Securi- tas allan sólarhringinn og getur fólk, er óskar aðstoðar hjálpar- og björgunarsveita, hringt í neyðarsímann. Vaktþjónusta Securitas mun þá kalla út forsvarsmenn LFBS og LHS. Með aðgangi að skyndiútkallskerfi („friðþjóf- um”), getur Securitas kallað út forsvars- mennina, þótt ekki náist til þeirra í síma. Lykilmenn hjálpar- og björgunarsveitanna á Faxaflóasvæðinu bera einnig á sér „friðþjófa- tæki”, svo kalla megi þá út til leitar og aðstoð- ar á sem allra stystum tíma. Skólakór Kársness syngur f Kópavogskirkju Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Bjömsdóttur heldur tónleika í Kópavogs- kirkju mánudaginn 15. júlí kl. 20.30. Kórinn er að fara á alþjóðlegt kóramót, „Europa Cantat”, í Strasbourg í Frakklandi eftir fáeina daga. Kórinn mun þar halda sjálfstæða tónleika með vandaðri efnisskrá, sem verður flutt í Kópavogskirkju á mánudagskvöld nk. Aðgangur að tónleikunum er kr. 150. Fréttatilkynning Nú um helgina lýkur hljómleikaferð Megasar um landið með viðdvöl á Akranesi í kvöld, föstudag, þar sem hann og sveinar hans spila á Hótel Akranesi kl. 20.30, þá fara þeir til Eyja og leika þar í Samkomuhúsinu og hefj- ast hljómleikamir þar einnig kl. 20.30. A sunnudagskvöld koma þeir við í Garði og spila á sama tíma. Þá er ótalin uppákoma þeirra félaga í Austurbæjarbíói næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 21, en með henni lýkur samfylgdinni. Megas mun tvær komandi helgar slást í för með Stuðmönnum og spila með þeim í Húnaveri og Atlavflc. Undirleikarar í þessari hljómleikaför Meg- asar eru þeir Björgvin Gíslason gítarleikari, Asgeir Oskarsson trommari, Haraldur Þor- steinsson bassisti og Jens Hansson blásari. Á dagskrá hljómleikanna era gömul og ný lög, standardar af eldri plötum Magnúsar í nýjum búningi og gömlum og nokkur lög eftir aðra sem hann hefur bætt á efnisskrá sína. Miðasala fer allajafna fram við innganginn, en fyrir hljómleikana í Reykjavflc næsta mið- vikudag verða miðar seldir í Gramminu og svo við innganginn fyrir hljómleikana. Fréttatilkynning frá Hinu leikhúsinu Nú fer sýningum brátt að ljúka á Piaf eftir Pam Gems, sem Leikfélag Akureyrar sýndi fjöratíu og einu sinni norður á Akureyri í vet- ur og leikið hefur verið að undanförnu í Gamla bíói í boði Hins leikhússins. Era sýningar orðnar fimmtán og varð að bæta við tveim aukasýningum, föstudags- og laugar- dagskvöld, sökum mikillar aðsóknar. Verða sýningar þá orðnar fimmtíu og átta alls. Edda Þórarinsdóttir leikúr Piaf og er það stærsta og veigamesta hlutverk sem hún hef- ur fengist við til þessa. Er það samdóma álit að hún vinni mikinn leiksigur í þessu erfiða leik- og sönghlutverki. Meðal annarra leik- enda má nefna Sunnu Borg, Þráin K. Karls- son Theódór Júlíusson, Gest E. Jónasson og Guölaugu Maríu Bjarnadóttur. Sigurður Páls- son er leikstjóri, en texta og tal þýddi Þórar- inn Eldjám. Roar Kvam stjómar hljómsveit, Guðný B. Richards gerir leikmynd og Viðar Garðarsson lýsir. Síðustu sýningamar á föstudag og laugar- dag hefjast kl. 20.30 í Gamla bíói. Tilkynningarþjónusta, 91-686068 Auk sólarhrings neyðarvaktar Landssam- bands flugbjörgunarsveita og Landssam- bands hjálparsveita skáta býðst nú almenn- ingi sú þjónusta að geta tilkynnt um ferðir sín- ar um óbyggðir landsins. Með því að tilkynna um brottför, ferðaslóð- ir, ferðamáta og áætlaðan heimkomutíma í síma 91-686068, auka feröalangar öryggi sitt, því ef þeir hafa ekki skilað sér á nokkum veg- inn tilsettum tíma, veröa hafnar eftirgrennsl- anir, nema tilkynnt verði um seinkun. Með þessari þjónustu vilja flugbjörgunar- og hjálparsveitir endurgjalda almenningi áralangan stuðning við starfsemi sveitanna. Þess má geta, að Vaktþjónusta Securitas mun vakta síma tilkynningarþjónustunnar. Tösku stolið Svartri Belsey skjalatösku var stolið úr bíl við Vitastíg 11. júní. I töskunni vora mikilvæg skjöl. Ef fólk hefur komið auga á töskuna ein- hvers staðar er það vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 11266 eða 76759 og spyrja um Sveinbjöm. Ferðafélag íslands Dagsferöir sunnudag 14. júlí: 1. Kl. 10. Hvalfell — Glymur — hæsti foss landsins. Verö. kr. 400. 2. Kl. 13. Gengið að Glym frá Stóra- botni. Verðkr. 400. Báðar þessar ferðir eru um svæði sem býður upp á stórkostlega náttúru- fegurð. Glymur er 198 m á hæð og er í Botnsá í Botnsdal, Hvalfirði. Hvalfell er móbergsstapi (848 m) og er kollur þess mosagróinn. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. ÚTIVIST 10 ÁRA Útivistarferðir Dagsferðir á sunnudag, 12. júli: Kl. 8.00 Þórsmörk: Stansað 3—4 klst. í Mörkinni. Verð aðeins 650 kr. Kl. 10.30 Þorlákshöfn — Selvogur. Sér- kennileg strönd. Verðkr. 400. Kl. 13.00 Selvogur — Strandarkirkja. Létt ganga og skoðunarferö. Verð kr. 400. Brottför frá BSI, bensínsölu. Miðvikudagur 17. júlí. Kl. 8.00 Þórsmerkurferð. Dagsferð og fyrir sumardvalargesti. Kl. 20.00 Hellaskoðun í Dauðadala- hella. Helgarferðir 19.—21. júlí: 1. Þórsmörk 2. Landmannalaugar — Eldgjá, hringferð 3. Skógar — Fimmvörðuháls — Básar. Sjáumst. Utivist. Partíplata hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar sendir nú frá sér sina fyrstu hljómplötu og er út- gáfudagur hennar þriðji júlí. A plötunni eru tíu eldhress og skemmtileg lög, flestöll með textum eftir Birgi Gunnlaugsson, og tvö lög era samin af tveimur meðlimum hljóm- sveitarinnar, þeim Nikulási Róbertssyni og Gunnari Jónssyni. Hér er á ferðinni blönduð partíplata fyrir alla aldurshópa og ætti hver einasti Islendingur að eiga eintak til að hafa sér til sáluhjálpar og hressingar. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar skipa eftirtaldir menn: Birgir Gunnlaugsson gítar- leikari og aðalsöngvari hljómsveitarinnar, Olafur Garðarsson trommuleikari, Gunnar Bernburg bassaleikari, og Nikulás Róbertsson, hljómborð og söngur. Einnig koma fram á hljómplötu þessari þeir Sigurður Rúnar Jónsson, Vilhjálmur Guðjónsson og Olöf Sesselja Oskarsdóttir sem leika á hin ýmsu hljóðfæri. Sérstakar þakkir færa meðlimir hljómsveitarinnar Pétri Hjaltested fyrir frábæra hljóðblöndun. Platan er gefin út í tilefni af tfu ára afmæli hljómsveitarinnar og túlkar hún spila- mennsku hennar á þessu timabili. Hljómsveitin hefur komið víða við á starfs- ferli sínu, sett upp hæfileikakeppni i sam- vinnu við DV, og söngleikinn „Evitu” svo eitthvað sé nefnt. I framtíðinni hefur hljóm- sveitin hug á að halda áfram að skemmta landsmönnum. Grímsævintýr, nýtt tímarit Ut er komið nýtt tímarit, Grímsævintýr. Er því einkum ætlað það hlutverk að kynna nýjustu afurðir ungra Reykvflcinga á sviði bókmennta og lista og mun koma óreglulega en örugglega út. I þessu fyrsta tölublaði er m.a. að finna tvær smásögur eftir nýja höfunda, ljóð Dag Sigurðarson, Sony Hallgrímsson og Jochum Mathiesen og grein um dadaismann. Fjallað er um Karmen-mynd Godards og ástand menningarmála, auk þess sem vinsældalisti fylgir. 1 gallerii timaritsins era að þessu sinni myndir eftir Hallgrim Helgason, en svo skemmtilega vill einmitt til að hann er jafn- framt ritstjóri þess. Grímsævintýr era 24 síður i A4, 27 broti, prýdd f jölda mynda og prentuð i Steinmarki. Þau verða seld á götum í góðu veðri og viðar í vondu. Smásagnakeppni Listahá- tíðar í tilefni stórafmæla A Listahátíð 1986 verður bókmenntum sýndur sérstakur sómi og verður m.a. efnt til smá- sagnasamkeppni, en smásagan hefur að margra áliti átt undir högg að sækja að und- anfömu. Smásagnasamkeppnin verður haldin með stuðningi Reykjavflcurborgar, Landsbanka Islands og Seðlabanka Islands en á Listahátiðarárinu 1986 halda þessir aðilar upp á stórafmæli. Verðlaunin verða óvenju glæsileg, þ.e. 1. verðlaun 250.000. — 2. verðlaun 100.000. —, 3. verðlaun 50.000,- Yrkisefni sagnanna skal sótt í islenskt nútímalíf en að öðra leyti munu höfundar hafa frjálsar hendur og gefst öllum tækifæri til að taka þátt í samkeppninni. Skilafrestur i samkeppnina rennur út þann 10. apríl 1986 og mun þá dómnefndin hefja störf. Sögumar skulu merktar dulnefni en rétt höfundamafn fylgja í lokuðu umslagi. Urslit verða síðan tilkynnt við opnun Listahá- tíðarþann31.maí. Dómnefndin er tilnefnd af framkvæmda- stjóm Listahátiðar, en hana skipa: Stefán Baldursson leikhússtjóri og fulltrúi fram- kvæmdastjómar, Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður og Guðbrandur Gíslason bókmenntafræðingur. Allar nánari upp- lýsingar um tilhögun smásagnasamkeppn- innar veitir framkvæmdastjóri Listahátíðai; Salvör Nordal, í sima 12444. Það er von þeirra sem að þessari keppni standa að þátttakan verði það mikil að hægt verði að gefa bestu sögumar út í bókarformi sem heimild fyrir það sem var að gerast i ís- lenskri smásagnagerð og nútímalífi á þessum misserum. Þar sem samkeppnin er í tilefni þriggja stórafmæla á árinu 1986, þar á meðal 200 ára afmæli Reykjavflcurborgar, er stefnt aö því að útgáfudagur bókarinnar verði á afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst. Fjölpottabakkar Hafin er framleiðsla á svokölluðum fjölpotta- bökkum í Plasteinangran hf. á Akureyri. Hrá- efni til framleiðslunnar er að langmestu leyti plastúrgangur, aðallega ónýtir fiskkassar, sem fengnir era úr sjávarplássum landsins. Kassamir era malaðir í þar til gerðri kvöm, sallinn er blandaður svörtu litarefni og honum rennt í mót. Mótið, sem bakkamir era steyptir í, er í eigu Skógræktarfélags Eyfirðinga og Skóg- ræktarfélags Reykjavflcur, og var það sér- smíðað fyrir félögin i Noregi. Gert er ráð fyrir að steyptir verði 20.000 bakkar á þessu ári. Þar af nota félögin tvö rúman helming, en aðrir helstu notendur era uppeldisstöðvar Skógræktar rflcisins. Fjölpottabakkar eru ætlaðir tfl plöntuupp- eldis. Sáö er í bakkana síNa vetrar og standa plönturnar í þeim, þar til þær era gróður- settar. Mikil vinnuhagræðing fylgir bökkunum, bæði í uppeldi og við gróður- setningu. Er gert ráð fyrir að kostnaður við báða þessa liði minnki verulega. Bakkar af þessari gerð hafa verið i notkun alllengi erlendis og nýlega var einnig farið að nota þá hér á landi. Innfluttir bakkar eru alla- jafnan með mun smærri pottum en þeir sem úr nýja mótinu koma. Telja félögin sem að þessu standa, að þeir bakkar hafi ekki hentað íslenskum aðstæðum. Bæði er, að hérlendis þurfa trjáplöntur vel þroskað rótarkerfi vegna eiginleika jarðvegs og hagkvæmt getur verið að láta þær standa tvö ár í bökkunum áður en þær era gróðursettar. I hverjum bakka eru 35 pottar og er hver þeirra 5 cm í þvermál og 155 rúmcm. Einnig henta fjöl- pottabakkar vel við ræktun grænmetis og sumarblóma. Sjötugur verður þaun 15. júlí nk. Alfreð Bjömsson vörubílstjóri og bóndi, Utkoti, Kjalamesi. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu sunnudaginn 14. júlí 1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.