Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR13. JULl 1985. „Ég fer aldrei í leikhús” — segir fyrrverandi tukthúslimur og leikritaskáldið Jean Genet Tvennum sögum fer af Jean Genet. Annars vegar á hann aö vera einrænn rithöfundur; hins vegar maöur sem leitar sér sálufélags viö sterka hópa á borð viö Palestínumenn, Svörtu pardusana og Rauðu herdeildirnar. „Já, já; ég skal tala örlítiö um einkalíf mitt. Eg byrjaði á því í fangelsi aö skrifa fimm bækur. Er maður skapar talar maöur alltaf um barnæskuna. Þaö er alltaf eftirsjá. Þannig er mér varið og nútímabók- menntum almennt. Þér vitið jafnvel og ég aö fyrsta setning hins mikla verks Prousts byrjar svo: „Löngum fór ég snemma í háttinn.” Og því næst rifjar hann upp æsku sína á 1500 til 2000 síðum. Eg var þrítugur þegar ég byrj- aöi aö skrifa og þrjátíu og f jögurra eða fimm þegar ég hætti. Þetta var draumur, aö minnsta kosti dag- draumur. Eg haföi skrifað í fangelsinu en er ég var frjáls maöur var ég týndur. Eg komst ekki aftur í snertingu viö hinn raunverulega heim fyrr en ég kynntist tveimur byltingarhreyf- ingum, Svörtu pardusunum og Palestínumönnum. Eg gaf mig á vald hinum raunverulega heimi. Ég starfaði í þágu þessa heims og ekki lengur í þágu hins málfræöilega heims, aö svo miklu leyti sem hinn raunveru- legi er í andstöðu við heim dagdrauma. Vitaskuld er hægt aö halda greining- unni áfram og segja að dagdraumarnir tilheyri hinum raunverulega heimi. En maður veit jafnframt aö það er hægt aö höndla dagdrauma á ótakmarkaðan hátt. Það þarf öðruvísi aga, ekki lengur málfræðilegan aga.” Sabra og Chatila — Þér hafiö gefið út bók um fjölda- moröin í Sabra og Chatila í Líbanon. Höfundur þess texta er sögumaðurinn, rithöfundurinn Jean Genet. „Eg hef aöeins eitt um þaö aö segja. Málarinn Degas haföi eitt sinn skrifaö sonnettu. Hann sýndi hana Mallarmé rithöfundi sem fannst hún slæm. Degas sagði þá: „En samt sem áður lagði ég margar hugmyndir í hana.” Mallarmé svaraöi: „Maður býr ekki til ljóð úr hugmyndum heldur orðuih.” Þessa frásögn hef ég ekki gert meö eigin hugmyndum. Eg gerði hana með eigin oröum en skrifa um raunveru- leika sem er ekki minn.” — Hvað sem því líður — hvemig skilgreinið þér þann mun sem þér gerið á bókmenntalegum vitnisburði og, segjum, vitnisburði fréttamanns sem heitir líka Jean Genet? Þér hamrið á því að þér hafið hætt að skrifa fyrir þrjátíu árum. „Eg ætla ekki að biðja yður að lesa bækurnar sem ég skrifaði fyrir þrjátíu árum en ef þér gerið það munuð þér komast að raun um aö ég skrifa allt öðruvísi núna. En auðvitað er þar sami maðuraðverki.” — I frásögninni um Chatila taiið þér um fegurð sem þér hafið séð þar. Þér segið jafnframt að þessi fegurð stafi af frelsistilfinningu fólksins. „Ekki aðeins þaö. Eg legg áherslu á hversu hátterni vegur þungt á metunum í heimi Palestínumanna. Þar býr fegurðin. Skynjið þér aldrei fegurðina í raunveruleikanum? Reyndu Rembrandt og Cézanne ekki að finna þunga veruleikans? Og fundu! Eða finnst yður arabaheimurinn ekki mikilvægur? Að hann byggist á ein- ræðisstjórnum? Palestínumenn hafa með uppreisn sinni öðlast mikilvægi — ég vil ekki vera of bókmenntalegur — en þeir hafa öölast mikilvægi verka Cézanne. Hver og einn Palestínu- maður er sannur. Eins og fjaliið Heilagur sigur, sem Cézanne málaði, eru þeir sannir. Og fjallið er satt, það erþarna.” Af hverju eruð þér hræddir við að vera bókmenntalegir? „Af því að ég vil ekki að þetta viðtal færi mig 30 ár aftur í tímann.” ,,Ég var þrí- tugur þegar ég byrjaði að skrifa, 34 eða 35 þegar ég hœtti. ” Nýleg mynd af leikritaskáldinu fyrrverandi. Virðing — I leikritum yðar- sérstaklega Svölunum- er líkt og hver persóna hafi tapað virðingu sinni. I frásögninni um Chatila er leit fólksins að virðingu sinni einnig sláandi. „Markmið mitt með Svölunum var...aö skemmta...og að standa við samning. Leikritiö var pantað hjá mér. Eg hafði fengið mikla peninga fyrir og varð því að skrifa það. Eg lýsti Vesturlöndum í verkinu. Viðskipta- vinir hóruhússins koma þangað i leit að virðingu sinni, yfirborösvirðingu biskups, generáls, dómara, virðingu fyrir einkennisbúningum. ” — Virðing Palestínumannanna er annars konar. „örugglega. Mér dytti ekki í hug að tala um höfuöbúnaö Arafats. Þér vitið að hann er sköllóttur. En þaö er eitt- hvað sem líkist lokkum sem kemur undan höfuöfatinu og ég man eftir því aö hann strauk þetta eins og það væri hár. En mér dytti ekki í hug að skrifa leikritumþetta. Að virða fyrir sér — Finnst yður eldri ritstörf yðar íþyngja enn lífi yðar, vinnu, ferða- lögum? „Einhver spurði mig hvort ég afneitaði verki listarinnar eða ritstarf- anna. En auðvitað er það ekki. Eg skrifaði ekki til að semja bækur heldur vegna aðstöðu minnar, vegna timans sem ég hafði þarna fyrir þrjátíu árum. Eg uppgötvaði fljótt að lífið byði mér ekki upp á mikið. Eg var í skóla til 13 ára aldurs. Eg hefði i besta lagi getaö orðið gjaldkeri eða lágt settur ríkis- starfsmaður. Eg sá til þess að ég gæti ekki orðið gjaldkeri eða kannski rit- höfundur heldur virti ég fyrir mér heiminn. Ur því að ég kom ekki heim- inum að notum, úr því ég gat ekki breytt heiminum, ákvað ég að virða hann fyrir mér. 12 til 15 ára gamall gerði ég úr mér athuganda og þar af ieiöandi rithöfundinn sem ég varð. Og þetta starf situr enn eftir í mér.” Alltaf að Ijúga — I viðtali, sem þýski rithöfundur- inn Hubert Fichte átti við yður fyrir nokkrum árum, sögðuð þér að þér lygjuð alltaf svolítið í hvert skipti sem þér opnuðuð munninn. Var þetta grín? „Það var smáglens í þessu en þetta er í raun þaö sem mér finnst innst inni. Eg er ekki sannur nema með sjálfum mér. Þegar ég tala afvegaleiða að- stæður mig. Viðmælandi minn gerir það einfaldlega með samskiptunum. Orðavalið gerir það líka. Þegar ég tala við sjálfan mig lýg ég ekki. Eg hef ekki tíma til þess, það er ekki þess virði að ég bulli eitthvað við sjálfan mig. Eg er lika orðinn of gamail til að ljúga að sjálfummér.” — Síöastliðin ár hafið þér ekki látið að yður kveða opinberlega. Þér hafið hvorki gefið út né talað opinberlega. Engu að síður eru leikrit yðar æ meira leikin. Nýverið hafa þekktir leik- stjórar, svo sem Patrice Chereau í Frakklandi og Neuenfels og Peter Stein í Þýskalandi, sett upp leikrit eftir yður. Hafiö þér enn áhuga á þessu? Gaman af Berlín „Nei. I rauninni er þetta mér f jarri. Eg var ánægöur með að kynnast Peter Stein. Hann er gáfaður maður og það er alltaf gaman aö hitta vel gefið fólk. Og ég hafði gaman af að fara til Beriinar að hitta hann því ég elska þá borg. Berlínarbúar eru einstakir, miklir húmoristar, miklu meiri en Miinchenarbúar til dæmis. Eg var líka ánægður með að fara til Berlínar því hún er hluti af æsku minni. Ég bjó þar þegar ég var 22 eða 23 ára; stuttan tíma, en nóg til aö geta rifjað upp gönguferðir eftir bökkum Spree-árinnar. Og ég fann þær aftur.” — Hafið þér séð þessar uppsetn- ingar? „Já, þau leikrit sem Chereau og Stein settu upp. Þegar Chereau bað mig um að fá að leikstýra Vindhlíf- unum sagði ég honum að hann mætti gera hvað sem honum sýndist nema að spyrja mig álits. Og sama sagði ég Stein sem leikstýrir nú Negrunum. Ég hef engan áhuga á þessu lengur. Það fer meira að segja í taugarnar á mér að heyra það sem ég skrifaði. Síðasta leikrit mitt, Vindhlífarnar, samdi ég á að giska 1956 og þaö er býsna langt síöan. Frá þeim tíma hef ég fengist við annað. Eg hef tilhneigingu til aö álíta að öll leikrit mín séu pólitísk, eða snerti hana óbeint, að minnsta kosti þær aðstæður sem verða að pólitík. Síðar fór ég út í aðgerðir, ekki pólitískár heldur bylt- ingarlegar.” — Farið þér í leikhús? „Nei, nei. Ég fer aldrei í leikhús. öll leikrit min voru samin eftir pöntun.” — Það er alkunna að þér hafið engan fastan samastaö. Hvar búið þér núna? „Mig dreymdi alltaf um að búa á Hotel Imperial þegar ég var tvítugur og var að flækjast í Vín. Ég bý þar núna i nokkra daga en ætla svo að flytja á minna hótel. Eg hugsa að ég snúi svo aftur til Marokkó.” 17 8 cyl. Scout Traveller árgerð 1977 Bíllinn er nýskoðaður og í mjög góðu ásigkomulagi. Litur: rauðurog hvítur. Verð kr. 300.000. Bíllinn er til sýnis á Bílasölunni Braut, símar: 81502 og 83832. aaaaaoaiioiiDiiaiiDaBiiaoaaoiiaaaanaaaaiiaaaoaDDDi] s Þakrennur! plasti D D D D D Einfaldar í uppsetningu Hagstætt verð & V VATNSVIRKINN/ Í AHMUL121 — PÓSTHÓLF 8620 - 128 REVKJAVÍK SÍMIAR. VERSLUN. 686455. SKRIFSTOFA. 685966 SOLUM. 686491 D D D D □ □ D D D O D O D a D □ D a D D a D ODDDDODDDDDDDDOODDDDDDDBDDDDDDDaDDDDDDDDDDDD getur þú verið viss um að varan er vönduð. Við bjóðum þér og þínum mikið úrval af niðursoðnum matvælmn og ýmiss konar ýp; áíegg - svo ekki sé minnst á hangikjötið! Kjötiðnaðarstöð KEA ^ Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 157. tölublað - Helgarblað I (13.07.1985)
https://timarit.is/issue/190260

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

157. tölublað - Helgarblað I (13.07.1985)

Aðgerðir: