Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR13. JULl 1985. Frjálstóháð dagbJað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. iRitstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 486611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022, 'Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍPUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarveröá mánuði 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr. HelgarblaðáO kr. Eituráeyju Sérstaða íslands sem fámenns eyríkis kemur meðal annars fram í, að auðveldara ætti að vera aö hamla gegn eiturefnaneyzlu og fást við vandamál, sem henni fylgja. Engan veginn er óhjákvæmilegt, að aukin eiturhörmung í útlöndum þurfi endilega að endurspeglast hér. Sem dæmi má nefna, að heróín hefur ekki náð neinni fótfestu hér á landi. Sérfræðingur hefur haldið fram, að heróínistar gætu ekki lifað marga daga í Reykjavík. Enda gildir það um alla tíu heróínistana, sem verið hafa á Kleppi, að þeir komu með sjúkdóm sinn frá útlöndum. Island er raunar sagt gósenland fyrir þá, sem vilja rífa sig upp úr óþverra. Fámennið skapar aðhald, veðráttan gerir útigang erfiðan og fjarlægðin frá öðrum löndum gefur meiri vonir um, að unnt sé að halda uppi öflugri vörnum gegn innflutningi en annars staðar. DV hefur á þessu ári birt viðamikinn greinaflokk um stöðu þessara mála undir yfirskriftinni Eitur á eyju. Upplýsingarnar, sem þar hafa komið fram, benda til, aö við þurfum ekki að gefast upp fyrir eitrinu eins og sumar nágrannaþjóðir okkar hafa meira eða minna gert. Við getum hert tollgæzlu, ekki aðeins á Keflavíkurflug- velli, heldur einnig í afskekktum höfnum landsins. Viö getum eflt starfsemi fíkniefnalögreglunnar, búið henni betri skilyrði og aukið menntun hennar. Við eigum að geta haldið hinum eitraðri efnum niðri á þann hátt. Vandamálið hverfur svo sem ekki við það. Ungt fólk mim halda áfram að fara til útlanda, þar sem aðhald er minna, eiturverð lægra og veður mildara. Sumt af því mun týnast og sumt koma heim sem sjúkrahúsmatur. Við munum búa við vandann, þótt viö flytjum hann út. Hluti hans er ekki heldur innfluttur,heldur heima- tilbúinn. Sérfræðingur hefur haldið fram, að eitur hins svonefnda Hlemmliðs sé fremur fólgið í pillum frá læknum en smygluðu hassi. Aðhald með lyfjagjöfum lækna hefur aukizt, en er samt ekki orðið nógu strangt. Sem dæmi má nefna, að í fyrra voru tveir læknar sviptir leyfi til að gefa út lyfjaávísanir. Margir telja, að slíku aðhaldi megi beita fyrr og oftar. Ennfremur er lík- legt, að f jölga megi eftirritunarskyldum lyf jum, bæta þar til dæmis við valíum og libríum. Hér á landi flýtur allt í geðlyfjum, svefnlyfjum, róandi lyf jum og megrunarlyf jum. Sumt af þessu á rétt á sér, en samt er nauðsynlegt að heröa eftirlit með því, hverjir skrifa þessa lyfseðla og handa hverjum. Sérfræðingar telja þetta alvarlegra vandamál en hassið. Neyzla á hassi er talin hafa staðið í stað um skeið, ekki vegna skorts á framboði, heldur vegna þess, að hún er minna í tízku en áður. Hins vegar hefur aukizt notkun á amfetamíni og kókaíni, sem eru enn hættulegri. Þjóðfélagið er því enn í varnarstríði. Ef við stöndum okkur vel í vöminni, má vona, að nýir tímar rísi, þegar ekki verður lengur fínt að nota vímu- gjafa. Ýmislegt bendir til, að hugarfarsbreyting sé í burðarliðnum og að öflugar varnir okkar geti brúað bilið, unz nýi stíllinn verði ofan á. Einn viðmælenda blaðsins sagði, að það væri „einfald- lega ekki smart lengur að vera dópaður. Nú vill fólk vera í góðu líkamlegu formi og hugsa skýrt, það tímir ekki að dópa sig”. Þetta er sú hugsun, sem þarf að sigra, sú sem hafnar flótta frá veruleikanum. Jónas Kristjánsson. HVERNIG VERDUR KUFF? Joðerr Júíng glotti djöfullega á skjánum og vætti varimar í viskíinu. „You can’t keep a goodman down,” segja Kanar, og það sannast á Joðerr. Ekki hefur móöir hans fyrr rekið hann frá fjölskyldufyrirtækinu en honum býðst forstjórastaðan í samkeppnisfyrirtæki og þar með færi á aö hrekkja Bobbi bróður. Og við vitum öll, að þó Joðerr sé for- dómalaus maður er honum ljúfast að hrekkja bróður sinn, allra manna. Eg verð að viöurkenna, að ég missti af síðustu þrjátíu eða fjörutíu Dallas-þáttunum, áður en hléið langa kom. En þrátt fyrir það, fanns't mér eins og ég hefði séð síðasta þátt- inn í gær; það hafði greinilega ýmis- legt gerst, en ekkert breyst. Það fyrsta.sem mér datt í hug, Ólafur B. Guönason hafa orðið fyrir persónuleikabreyt- ingu, sagði læknirinn og konurnar við rúmstokkinn gripu andann á lofti. Ég held ekki að þaö sé ósanngjarnt gagnvart Kliff Barns að segja, að fram aö þessu hafi hlutverk hans í Dallas-þáttunum verið hlutverk grenjuskjóðunnar. Kliff Bams hefur til þessa veriö þáð, sem á nútímaís- lensku er kaliað „lúser”. Eg er til- búinn aö ganga fram fyrir skjöldu og segja hreint út að Kliff Bams veiti ekki af persónuleikabreytingu, slíkur guösvolaöur eymingi, sem hann hefur reynst vera fram að þessu. Spurningin er auövitaö, hvaða breytingum persónuleiki Kliffs tekur eftir súrefnisskortinn! þegar Joðerr brosti, var aö nú mætti Bobbí bróðir hans fara að vara sig. Það er auðvitað gefiö mál, að Joðerr mun aö lokum bola honum frá og vinna aftur sína fyrri stöðu í fjöl- skyldufyrirtækinu. Svo verð ég að viðurkenna það, að ég fann til vorkunnsemi í garð stúlkukind- arinnar, sem var að ráða Joðerr til að stjóma sínu fyrirtæki. Því þegar Joðerr hefur knésett Bobbí bróður, mun hann snúa athygli sinni að stúlkukindinni og hafa af henni fyrir- tækið, og kannski fleira. Mér datt að vísu í hug, að reiði- svipurinn á móöur Kliff Barns boðaöi ekkert gott fyrir Joðerr. Ekki svo að skilja að hún muni standa yfir höfuð- svörðum hans að lokum; á því er engin hætta. I Dallas-þáttunum hafa konur sitt aðeins fram með því að sofa hjá, og mamma Kliff Barns er of gömul til þess að hafa mikið fram með því móti. En hún gæti þó lagt nokkrar steinvölur í götu ofur- mennisins og gert honum lífið ögn erfiðara, áður en stund hefndarinnar rennur upp. Það var reyndar ósköp skiljanlegt, að mamma hans Kliffs væri reið. Kliff greyið lá meðvitundarlaus á spítala eftir sjálfsmorðstilraun. Og hverjum var það að kenna, að Kliff reyndi aö stytta sér aldur? Joðerr auðvitað, því Joöerr hafði plataö Kliff karlinn uppúr skónum. Samræðurnar við sjúkrabeð Kliffs voru reyndar alveg stórkostlegar. — Kliff er í þunglyndisástandi, segir einhver klökk kvenpersóna, en bætir svo við að læknirinn segi aö það sé eðlilegt — því Kliff geröi sjálfs- morðstilraun! Og þá spyrjum við auövitað, er Kliff þunglyndur af því sjálfsmorös- tilraunin mistókst? Ég sagði áðan, að þó ýmislegt hefði greinilega gerst í Dallas, í þáttunum, sem ég missti af, hefði ekkert breyst. En nú held ég (og vona) að sitthvað eigi eftir að breytast og það þó nokkuðmikið! 1 áhrifamiklu atriði við sjúkrabeð Kliffs sagði nefnilega svitastokkinn læknirinn, með titrandi röddu, aö svo kynni aö fara, að þegar sjúklingurinn vaknaði myndi hann reynast mikið breyttur. — Hann gæti Verður hann enn meyrlyndari? Vaknar hann syngjandi sáima, upp- fullur af náungakærieik? Lætur hann það kannski verða sitt fyrsta verk aö heimsækja Joðerr og fyrirgefa honum? Eða jafnvel að bjóða honum hina kinnina? Ef svo fer, má segja að súrefnis- skorturinn hefði að ósekju mátt vara lengur. Hitt væri álitlegra, ef Kliff stykki framúr rúminu með djöfullegt bros á vörum, orðinn kaldlyndur undir- hyggjumaður, meistari sviksemda og uppfullur af hefndarþorsta og andstyggilegu plotti gegn Joðerr. Staðreyndin er sú, að Joðerr hefur vantað verðugan andstæöing, allt frá því morðkvendið hvarf af sviöinu fyrir langalöngu. Eg óttast þaö þó, að persónuleika- breytingin muni ekki verða svo mikii. Þaö lofar ekki góöu, að Kliff nefndi Sú Elien fyrstB kvenna í mók- inu og særði þannig ljóshærðu stúlkuna sem beiö. Ætli Kliff veröi ekki bara sama pissudúkkan áfram og Joðerr laus við alla samkeppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.