Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR13. JULl 1985. 13 „Leiður á öllu volæðiskjaftæði” — segir Össur Skarphéðinsson sem sýnir á sér hina hliðina „Ég er yfirleitt kátur. Eg held að allt feitlagiö fólk sé ævinlega glatt því það hlakkar alltaf til að fá sér aö borða. I þessu fáu skipti sem ég stekk upp á nef mér þá dvelst ég yfirleitt ekki lengi þar,” sagði össur Skarphéöinsson, ritstjóri Þjóðviljans, sem er gestur hinnar hliðarinnar að þessu sinni. „Eg er silungsveiðimaöur því að laun min á Þjóöviljanum gera mér ekki kleift aö veiða lax. Annars drap ég óhemjumikið af fiski hér áður fyrr en hef dregið úr því nú enda sýnist mér fiskurinn í ánum hér við Reykjavík ekki þurfa á neinni hjálp að halda. Honum tekst bærileg að gefa upp öndina af sjálfu sér, samanber í Elliða- ánum. Eg hef mjög gaman af blaðamann s- starfinu. Mórallinn á Þjóðviljanum er mjög góður og útgáfustjómin hefur ekki sparkað mér ennþá að minnsta kosti. Eg fór beint úr námi í fiskeldi í blaðamennskuna og lenti þar í því að ala upp róttæka kjósendur í stað laxa. Það er ekki verra. Iþróttaáhugi? Eg hef alltaf verið Valsari. Ætli það sé ekki það eina sem ég á sameiginlegt með Albert Guðmundssyni, fyrir kannski utan til- hneigingar til svipaðs vaxtarlags. Ég hef lika alltaf haft svakalegan áhuga á fótbolta og þegar ég bjó úti í Bretó átti ég heima í Norwich, alveg við Carrow Road, leikvangi Norwich liðsins. En það lið vann einmitt frækinn sigur núna í vetur, þeir unnu Mjólkurbikar- inn, að vísu féllu þeir meðfram niðrí aðra deildina en hvað með það (ég hef gert ráöstafanir til að Þjóðviljinn geri nána grein fyrir annarri deildinni í Bretlandi næsta vetur). Mér finnst pólitíkin dauf hér á landi. I rauninni hálfasnaleg. Það vantar kraft í verkalýðsforystuna og það smitar frá sér. Oánægja með árangursleysi baráttunnar hjá fólki kemur fram í því að vinstri flokkar eins og til að mynda minn flokkur, Alþýðubandaiagið, lendir í bili út úr myndinni. En þetta batnar með haustinu, vertu viss. Lifsskoðun? Það þýðir aldrei að gefast upp. Menn verða að berjast fram í rauðan dauðann og þá er allt í lagi að falla með sæmd. Hafi menn slegist heiðarlega áður. Annars er ég dálítiö leiður á öllu þessu volæðiskjaft- æði í fólki hér á Islandi. Það þýðir ein- faldlega ekki neitt að vera með eilifan djöfulsins keng. Það er nóg af mögu- leikum hér á landi, þaö er bara aö drífa í að nota þá. Bretta upp ermarnar. Is- land er land tækifæranna. HIN HLIÐIN Nafn-.Ossur Skarphéðinsson. Fæddur: Á kvenréttindadaginn 1953. Eiginkona: Árný Erla Svein- bjömsdóttir jaröfræðingur. Börn: Engin, á ekki einu sinni páfagauk. Bill: 10 gíra DBS reiðhjól, hef ekki bílpróf. Staða-.Ritstjóri Þjóðviljans. Laun: Tæp 40 þúsund á mánuði (þegar ég fæþau greidd). Áhugamál: Fiskeldi, matur og pólitik. Helsti kostur-.ÁUtaf í góðu skapi. Helsti veikleiki: Fell auðveldlega fyrir tertum og mjólkuris. Hvaö f er mest i taugarnar á þér? Hægrisinnaðir verkalýðsforingjar. Uppáhaldsmatur: Verulega feitt lambakjöt. Uppáhaldsdrykkur: Islenskt brennivin í Gvendarbrunnavatni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Arthur Scargill, for- mann bresku námufélaganna. Uppáhaldsleikari, islenskur: Eggert Þorleifsson. Uppáhaldsleikari, erlendur: AlbertFinney. Hvað vildir þú helst gera i ell- inni? Drekka koniak og lesa ensk blöð. Uppáhaidssjónvarpsþáttur: Nýjasta tækni og vísindi. Uppáhaldssjón varpsmaður: Omar Ragnarsson. Uppáhaldsfélag i iþróttum: Valur, ég var einn af drengjunum hansFriðriks. Ef þú starfaðir ekki sem ritstjóri hvað myndir þú helst vilja gera? Vinna við fiskeldi. Uppáhaldsblað:Þjóðviljinn. Uppáhaldstimarit: Náttúrufræð- ingurinn. Uppáhaldsstjórnmálamaður, er- londur: Neill Kinnock, formaður breska verkamannaflokksins. Ef þú yrðir helsti ráðamaður þjóðarinnar á morgun hvert yrði þitt fyrsta verk? Að sparka Jóhannesi Nordal. Annað verk:Afnema vaxtaokriö. m i I I I I i i i I l i I i i i I i I I Elísabet Knútsdóttir Dana- prinsessa er fegursti kvenmaður sem Össur hefur augum litið. Uppáhalds tónlistarmaður: Meg- 'as. Uppáhaldsstjórnmálamaður, is- lenskur: Þar er enginn fremri meðaljafningja. Hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni: Andvígur af lífi og sál. Hvar kynntist þú konunnl þinni? I MR. Ég horfði á hnakkann á henni í tvo vetur í sama bekknum. Hann var unaðslegur. Megas er uppáhaldstónlistar- maður Össurar. Ef þú ættir ekki heima á islandi hvar myndir þú þá búa? I Bret- landi. Vaskar þú upp fyrir konuna þína? Nei, ég vaska upp fyrir sjálfan mig. Myndir þú telja þig góðan eigin- mann? Tilfyrirmyndar! Fallegasti staður á íslandi:Horn- strandir. Fallegasti kvenmaður sam þú hefur sóð: Elísabet Knútsdóttir Danaprinsessa!! Hvað ætlar þú að gera á morgun? Eg ætla aö labba upp með Elliðaánum og síðan að leggjast í sófann með góða bók. -fros I I I I I I I I I I I I 1 I I I I k Úrval KJÖRINN FÉLAGI Kennarar Kennara vantar við grunnskóla Djúpavogs. Upplýsingar veittar á skrifstofu Búlandshrepps í síma 97- 8834 og hjá formanni skólanefndar eftir kl. 20 í sima 97- 8838. Grunnskóli Djúpavogs. & MÐMÐ'IH VOLVO 244GL árg. 1982 ek. 60.000, beinskiptur, m/yfirgír og vökvastýri, silfur met. Verð kr. 430.000 VOLVO 245GL árg. 1983 ek. 73.00, sjálfskiptur, m/vökvastýri, silfurgrænn. Verð 520.000. VOLVO 244DL árg. 1982 ek. 61.000, beinskiptur, m/vökvastýri, gulur. Verð kr. 395.000. VOLVO 244DL árg. 1983 ek. 31.000, sjálfskiptur, m/vökvastýri, silfur met. Verð kr. 480.000. VOLVO 244GL árg. 1980 ek. 94.000, beinskiptur, m/vökvastýri, rauður. Verð kr. 340.000. VOLVO 343DL árg. 1978 ek. 75.000, sjálfskiptur, m/álfelgum, breiðum dekkjum o.fl. Silfur met. Verð kr. 195.000. Ath. skipti. VOLVO 244GL árg. 1979 ek. 91.000, beinskiptur, m/vökvastýri. Verð kr. 280.000. VOLVO 343DL árg. 1979 ek. 40.000, sjálfskiptur, silfur met. Verð kr. 175.000. VOLVO 340RIO árg. 1983 ek. 25.000, beinskiptur, brúnn met. Verð kr. 350.000. GALANT station árg. 1981 ek. 89.000, blár met. Verð kr. 270.000. CHEROKEE, 4ra dyra, árg. 1979 ek. 60.000, beinskiptur, silfur met. Verð kr. 365.000. Bíll í sérflokki. Honda Civic árg. 1984 ek. 10.000, beinskiptur, 4ra dyra, drapplitur. Verð kr. 385.000. Úrval nýrra og notaðra bifreiða á staðnum. Opið virka daga frá kl. 9—18, laugardaga frá kl. 13—17. VOLVOSAUURINN Suöurlandsbraut 16 • Sími 35200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.