Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985. Á HRAKHÓLUM DV kannar húsaleigumarkaðinn „Ég fór fyrst til Húsaleigufélagsins tveimur mánuðum áður en ég átti að missa húsnæðið sem ég bjó í. Ég greiddi félagsgjald, rúmar 1700 krónur, og fékk munnlegt loforð um húsnæði. Mér var í það minnsta sagt að það væri ekkert mál að útvega íbúð hvar sem væri á þessum tíma. Út úr þessu fékk ég hins vegar ekkert nema íbúðir í algjörri niður- níðslu og vart Ibúðarhæfar. Manni fannst þetta vera hálf- gerð klíka og ég gafst loks upp á þessu. Þá fór ég að svara auglýsingum um húsnæði i boði. Ég sendi tilboð i eitthvað um 20 íbúðir en fékk svar frá örfáum, fjórum eða fimm. Á tveimur þessara staða var hálfgert upp- boðsástand. Eigandi þriggja herbergja íbúðar hafði þannig samband við okkur fjórum sinnum. Hún sagði í hvert skipti að hún hefði hærri tilboð en okkar og spurði hvort við værum tilbúin að hækka það. Upphaflega höfðum við boðið 12 þúsund í íbúðina og þrjá mánuði fyrirfram en við hækkuðum okkur í hvert skipti sem hún hringdi. Á end- anum buðum við 16 þúsund en hún fór á hærra verði. í annað skipti var okkur stefnt í íbúð ásamt þremur öðrum aðilum sem höfðu sent tilboð og var sagt að koma þarna og líta á. Húseigandinn gekk á milli, talaði við alla og reyndi að pressa verðið upp. Þetta var tveggja herbergja íbúð og hann vildi fá að minnsta kosti 15 þúsund i leigu. Við buðum 12 þúsund og þegar ég sá hvert hann var að fara með þessu uppboði þá hætti ég. Þegar þarna var komið sögu vorum við í algjörum vandræðum. Við misstum íbúðina okkar og þurftum að búa hjá kunningjum i nokkra daga. Svo fengum við loks íbúð á sanngjörnu verði. Við buðum 12 þúsund í hana en fengum hana á endanum á 10. Mér finnst það sanngjarnt eftir að hafa verið að leita í marga mánuði að íbúð. Það er hrikalegt að lenda í þessu. Það fylgir því mikið öryggisleysi að vera húsnæðislaus og maður spennir sig upp úr öllu valdi þegar maður gerir tilboð; jafnvel upp fyrir getu." Texti: Jón Karl Helgason Svo fórust ungum fjölskylduföður orð þegar hann var spurður um reynslu sína af leigumarkaðinum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það ganga margar slæmar sögur af þessum markaði og hafa gert lengi. Til að kanna ástandið var haft samband við fólk sem er að leita sér að leiguhúsnæði eða hefur á einn eða annan hátt kynnst málum leigjenda. Auk þess var rætt við forsvarsmenn Húseigendafélags- ins og Leigjendasamtakanna og eru viðtölin við þá hér annars staðar á síðunni. Valt gengi „Ég hef ekki fengið eina einustu upp- hringingu, það hefur ekki einu sinni verið spurt,” sagði húsmóðir með 5 manna fjölskyldu, sem auglýsti eftir þriggja til fjögurra herbergja íbúð. „Ástandið virðist vera það sama og fyrir 20 áriun þegar við leituðum okkur að leiguhúsnæði síðast, verra ef eitthvaðer.” önnur kona, einstæð móðir með barn, hafði fengið tvær upphringingar við sinni auglýsingu. „Mér bauöst fjögurra herbergja íbúð á 16 þúsund og mér finnst þaö hrikalega mikið. Eg er öryrki og örorkubæturnar eru 15 þúsund, þannig að ég hefði einungis haft barnsmeðlagiö til að kaupa fyrir lífsnauðsynjar. Eg bý núna heima hjá vinkonu minni, í þriggja herbergja íbúð, ásamt móður hennar og tveimur börnum. Þetta er mjög gróft.” Sjómaður sem óskaði eftir einstaklingsíbúð hafði hins vegar fengið margar upphringingar. „Þessar íbúðir, sem voru í boöi, voru í mjög misjöfnu ásigkomulagi. Það er með ólíkindum hvað fólk getur boðiö upp á. Til dæmis var ein í miðbænum, tveggja herbergja, hrikalega skítug með lélegri eldunaraðstöðu og eigand- inn vildi fá fyrir hana 11 þúsund á mánuöi. Loks bauðst fín íbúð í Breiðholti á 12 þúsund og henni var tekið.” Aðeins einn gluggi „Mér finnst ástandið vera mjög slæmt,” sagöi starfsstúlka á aug- lýsingadeild DV, þegar hún var spurð hvemig þeim sem auglýstu eftir leigu- húsnæði í blaðinu gengi að fá leigt. „I sumum tilvikum gengur fólki að vísu vel að fá húsnæði en í öðrum gengur þaö illa og þá auglýsir fólk jafnvel aftur og aftur. Þetta fer mikiö eftir því hvar og hvemig fólk vill leigja. Það virðist til dæmis vera auðveldara að fá litla íbúð en stóra og eins er mun minna framboð af íbúðum nálægt mið- bænum en í Arbæ, Breiðholti og ná- grannabæjarfélögunum. Viðtöl við fólk staðfestu þetta. Þeir sem leituðu að stóru húsnæði höfðu úr litlu að velja en einstaklingar og barnlaus pör voru heppnari. Það var hins vegar algengt að fólk sætti sig við lélegt húsnæði og afarkosti. Eitt ungt par þóttist til dæmis hafa sloppið vel með 60 fermetra kjallaraíbúö sem var eitt stórt herbergi, eldhúskrókur og baðherbergi á 11 þúsund krónur. I íbúðinni var aðeins einn gluggi með hömruðu gleri þannig að lítil birta komst inn. Annað par hafði fengið tvö tilboð en þau voru bæði um íbúðir í Hafnarfirði. Heimilisástæður hafa líka sitt að segja. I tveimur tilvikum var rætt við einstæða feður með börn og hvorugum hafði orðið neitt ágengt við að útvega sér þak yfir höfuðið. Hvað er reynandi? Þeim sem leita sér að íbúð til leigu *v.| m Pétur Blöndal, . Finlfli iroinn^ 1 formaöur ffm JWIUI lliailllð I Húseigenda- „„ _ ■! .1 |_!w! félagsins: ur vio ao igi&i „Vandinn er aðallega fólginn í því misræmi sem er á markaöinum: Það er lítið framboð á eignum og engan veginn í samræmi við eftirspumina,” sagði Pétur Blöndal, formaður Húseig- endafélagsins, þegar hann var inntur eftir áliti sínu á vanda leigjenda. „Til þessa eru ýmsar ástæður. Ég vil fyrst nefna vextina. Þeir hafa gert það að verkum að þeim hefur fækkað sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Menn kaupa heldur skuldabréf fyrir þá peninga sem áður lágu í ibúöum. I öðru lagi eru þaö skattalögin. Leiga er tekjuskatts- skyld en vextir ekki. I þriöja lagi eru það þessi nýju húsaleigulög. Þau hafa aukið mjög rétt leigjenda, sem sannar- lega var ekki vanþörf á, en komu sér mjög illa þar sem markaðurinn var í svo miklu ójafnvægi fyrir. Margir hús- eigendur eru hræddir að leigja út frá sér því lögin eru ströng við þá. Þetta þrennt gerir það að verkum að mjög erfitt hefur verið að fá húsnæði á leigu. Auðvitað er hægt að fá hvaða hús- næði sem er á leigu, ef leigan er nógu há. Það er bara spurningin hvað fólk vill og getur greitt. Erlendis er miklu hærri leiga í gangi en á Islandi en þar eru tekjurnar líka hugsanlega eitthvaðhærri. Menn spyrja þess gjarnan hver leig- an þyrfti að vera. Hún þyrfti auövitað að greiða ýmsan kostnað húseigandans en sérstaklega þyrfti hún að vera samkeppnisfar við arð af annarrifjár- festingu. Hún þarf að vera það há að það fjármagn sem fast er í húseignum skili sama arði og fjármagn annars staðar, til dæmis í verðbréfum. Þar er arðsemin vel yfir 12 til 15%, á tryggum eignum, umfram verðbólgu. Þaö þýðir um eitt prósent á mánuði. Ef við göng- um út frá tveggja milljón króna eign, fjögurra herbergja íbúð, þá þýðir það að eigandinn þarf að fá u.þ.b. 20 þús- und á mánuði í nettóarð. Til þess aö fá þær tekjur þarf hann að leigja eign- ina á um 35 þúsund krónur ef tekið er tillit til skatta. Þó er ég ekki enn farinn að tala um fasteignagjöld, viðhald, tryggingar og sitthvað fleira sem hús- eigandinn þarf að standa í þannig að við erum að tala um leigu upp á 40 þúsund á mánuði. Það er ljóst að mjög fáir gætu borgað þá leigu. Þetta er vandinn sem viö er aðglima í dag.” — Hvemig telur þú að bæta megi ástandið? „I fyrsta lagi má reyna að lækka vextina. Það gerist ekki nema spam- aður aukist verulega; þaö verði mikið framboð á peningum. Vextir eru líka mjög háir erlendis, þar eru raunvextir 9 tU 10% og það er tómt mál fyrir Is- lendinga að reyna að lækka vextina innalands niður fyrir það því við skuldum svo mikið erlendis. Af þeim skuldum verðum við að borga þessa vexti. Hin atriðin sem hægt væri að laga á tiltölulega einfaldan máta eru að sjálf- sögðu skattalögin; gera má leigu tekjuskattsfrjálsa. Það mundi strax bæta heilmikið, fyrir utan það að þá er hægt að gefa raunverulega leigu upp. Það er vöm margra húseigenda að gefa ekki upp leiguna. Þetta vita náttúrlega allir. Auk þessa mætti gera húsaleigulögin hliðhollari húseigendum og lokka þannig fram aukið leiguhúsnæöi. Þaö er fjöldi manns hreinlega hræddur við aöleigja út vegna kvaða laganna.” — Hvað er það helst í þessum lögum sem hræðir húseigendur? „Það er aðallega það að leigutíminn þarf að vera fjórfaldur sá tími sem greiddur er fyrirfram og ýmislegt annað veldur því að húseigendur geta lent í vanda með leigjendur. Það ganga um það slæmar sögur hvemig húseigendur hafa fariö út úr því að leigja frá sér húsnæði. I hópi leigjenda, eins og öllum hóp- um, eru nokkrir svartir sauöir sem komið hafa miklu óorði á leigjendur í heild, og þá að sjálfsögðu ómaklega. Til er í daminu aö menn fái íbúöir sín- ar mikiö skemmdar frá leigjendum. Þá er spurning hvort hægt sé að koma á fót tryggingarsjóði þannig að þeir fái slíkttjónbætt.” — Hvemig hefur Húseigendafélagið tengst málum leigusala og leigutaka? „Húseigendafélagið er frjáls félaga- samtök sem gæta hagsmuna allra hús- eigenda og þá einnig þeirra sem leigja út frá sér. I sambandi við húsaleigu- mál þá veitum við upplýsingar og lög- fræðiráðgjöf þar sem reynt er að hjálpa fólki í sambandi við deilumál. Það hefur verið unniö nokkuö á þessu sviði en það er bara mjög erfitt að gera það því það liggur til dæmis engan veg- inn fyrir hver leiga er. Fyrir nokkru áttum við fund með forsvarsmönnum Leigjendasamtak- anna um leiðir til að laga þessi atriði sem við sjáum að gera það að verkum að leigumarkaður er nánast ekki til. Þótt merkilegt megi teljast þá fékkst ekki sameiginleg niðurstaða af fundin- um. Þeir vildu ekki leggja til niðurfell- ingu skatta af leigu né það aö gjöldum af húsnæði yrði aflétt eða minnkuð. Það er ljóst að á endanum hlýtur leigjandinn að borga þessa skatta og gjöld öll sjálfur. Húseigendafélagið hefur margoft vakið athygli á nauðsyn þess að hér sé starfandi virkur leigumarkaður. Það er afskaplega óeðlilegt að fólk skuli ekki geta fengið leigt. Aðstæður fólks eru margvíslegir og leigumarkaður verður að vera til. Menn þurfa virki- lega að taka á þessum vanda.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.