Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR13. JUU1985. 15 Flugmenn Landhelgisgæslunnar þökkuðu fyrir heimsóknina með lágflugi yfir strandgæsluskipið. Myndir JKH. er gegnir störfum sendiherra Breta á Islandi í fjarveru David Thomas, er mikill áhugi á því aö stuðla aö kurteisisheimsókn íslensks varðskips til Bretlands. Sagði Lonsdale aö áhafn Leeds Castle hefði verið mjög ánægð með aiiar móttökur á Islandi og sérstaklega með velvild starfsbræöra hennar í íslensku landhelgisgæsiunni. Kvaðst Lonsdale auðvitað skiija það að „úthafsfloti” islensku landhelgis- gæslunnar væri ekki beint daglegur gestur í erlendum höfnum en kvað mikinn áhuga á því að fá fulltrúa íslensku landhelgisgæslunnar í kurt- eisisheimsókn til Bretlands til að kynna sér starfsemi bresku strandgæslunnar. hhai/JKH. Mark Tasker, starfsmaður breska náttúruverndarróðsins. Telur sjofugla sex mánuði á ári Mestalla leiðina milli Reykja- víkur og Keflavíkur stóö kappklædd- ur maður undir beru lofti á stjóm- borða og skimaði út í loftið. Stöku sinnum skrifaði hann einhverjar tölur í möppu hjá sér en leit jafn- óðum upp aftur og skimaði betur. Þegar að var gáð kom i ljós að maðurinn hét Mark Tasker og er starfsmaður breska náttúruvemd- arráösins. Hefur hann þann starfa með höndum að telja sjófugla. „Eg hef starfað við þetta nú í sex ár og dvalið nær hélming þess tima á sjó. Hinn helminginn er ég i landi og vinn úr niðurstöðum. Mark kvaðst ekki geta upplýst um fjölda fuglanna enda er talning hans hlutfallskönnun. Hann getur vitað á hvaða svæðum fuglalíf er fjölskrúð- ugast og eins hvemig f jöldinn skipt- ist eftir tegundum. Koma þessar kannanir að miklu gagni við ákvarðanir um náttúruvemd, til dæmis ef mengunar verður vart. Þá sjá menn í hendi sér hve áríðandi er að grípa til aðgerða. Mark sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem hann kæmi til Islands og að það væri ágætis tilbreyting að skoða fuglana hér í stað þess aö vera á ferðinni í Norðursjónum, enþarer hann venjulega. Hér sæi hann tegundir eins og lunda sem em mjög sjaldgæfir í Norðursjónum. I Langar til að verða skip- stjóri á kafbáti „Eg hyggst gera þetta að ævi- starfi,” sagði hið tuttugu og eins árs gamla foringjaefni, P.D. Tattersall, þegar hann var spurður um þjónust- una í flota hennar hátignar. „Eg verð á Leeds Castle fram í miðjan ágúst, þá fer ég í þriggja vikna leyfi en síðan lýk ég þjálfun minni á stórri freigátu. Markmiðiö er að komast svo á kafbát í f ramtíðinni. ’ ’ Tattersall sagði að lifið um borð væri töluvert strembið en andinn væri góður. „Menn verða að leggja það hart aö sér við vinnuna þannig að það er nauösynlegt að áhöfnin sé samstillt.” Þegar hann var spurður hvort hann kviði því ekkert að fjöl- skyldulif hermanns í flotanum yrði óreglulegt sagðist hann nú ekki vera á biðilsbuxum þessa dagana, en þetta hefði kosti og galla i för með sér. Það væri alltaf von til þess að hjón yrðu síður leið hvort á öðru ef þau sæjust sjaldnar. Samskipti þeirra yrðu bara innilegri fyrir bragðið. JKH P.D. Tattersal foringjaefni, teinróttur um borð. Brita barna- bflstóll, Það er mikilvægt að barnið sitji í öruggu og þægilegu sæti, verði bíllinn fyrir hnjaski. Þegar bremsað er skyndilega er barnið öruggara. Ef þægilega fer um barnið er það rólegra — og þar með ökumaðurinn. Britax bílstólar fyrir börn eru öruggir og þægilegir í notkun. Með einu handtaki er barnið fest — og losað. Biðjið um Britax bílstóla á bensínstöðvum Shell. BENSINSTOÐVAR SKELJUNGS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.