Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR13. JULl 1985. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Silungsdagar yfir silungana og stráið steinselju yfir. Þá er tilvalið að glóðarsteikja silungana. Hér kemur uppskrift aö kryddlegnum silungi. I réttinn þarf: 4 silunga (hver umþað bil 250g) Hreinsið silungana vel og vandlega. Kryddlögur 1 dl matarolía 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. marjóram Leggið silungana i fat og hellið kryddleginum yfir þá. Silungarnir eru látnir liggja í kryddleginum í 1—11/2 klst. Snúið þeim öðru hvoru. Glóðar- steikið silungana 8—9 mín. á hvorri hlið. Blandið nú safanum úr 1/2 sítrónu saman við afganginn af kryddleginum. Þá eru afhýddar nokkrar kaldar, soðnar kartöflur. Skerið þær í sneiðar og leggið í skál og hellið kryddleginum yfir. Berið þetta kartöflusalat fram með silungnum. Nú stendur silungsveiöitíminn yfir. Silungsveiðar eru skemmtileg- ar og öil fjölskyldan getur tekið þátt í þeim. Hér kemur uppskrift sem er auðvelden þó góð. Þaðsemþarfer: 4 silungar (hver um 200 g) salt safi úr 1 sítrónu brauðrasp smjörlíki 2dlrjómi steinselja Skolið silunginn upp úr vatni, hreinsið hann vel og þerrið með þurr- um klút. Saltið silunginn og úöiö meö sítrónusafa bæöi aö utan og kviðar- holiö. Geymið hann svo í 15 til 20 mín. Þeytið eggin. Veltið silungunum fyrst upp úr eggjunum og svo upp úr raspinu. Steikið þá í smjörlíkinu á pönnu við vægan hita í 7—8 min. á hvorri hliö. Leggið silungana svo á fat. Helliö þá rjómanum á pönnuna og látiö hann malla við vægan hita í 3 mín. og skafið vel upp úr pönnubotn- inum á meðan. Hellið svo rjómanum „Asnalegt vín” - gott vín Áhugafólk um vín hefur ekki einungis áhuga á því hvernig vínið er á bragöið heldur hefur það einnig áhuga á landafræði, grasafræöi og sagnfræði. Já — það eru til óteljandi sögur um hinar ýmsu víntegundir. Nú er vinsælt að leigja bílaleigubíl í Lúxemborg og aka um Evrópu. Tilvalinn staður til aö heimsækja eru Júrafjöllin svokölluðu í Frakklandi. Þaö tekur aðeins um 5 klst. að aka þangað frá Lúxemborg. Tilvaliö er að stansa í borginni ARBOIS en þar má fá aldeilis frábær vín. Helsti vín- ræktarbóndinn í sýslunni er Henri Maire, en við Islendingar þekkjum þessi vín því nokkur af vínum fyrir- tækisins fást í verslunum ÁTVR. Eitt þeirra vína sem vekja áhuga feröa- mannsins kallast „Vin Fou” eða fífla-vín. Hér er um freyðivín að ræða og hvers vegna skyldi það vera kallað þessu nafni? Jú, á 16. öld töppuðu vínbændurnir í Jura víninu á flöskur áður en vínið var fullgerjað. Þetta var gert til þess að sinna þörfum markaðarins, þ.e.a.s. koma víninu eins fljótt á markaöinn og unnt var. Á þessum tíma var munkurinn Dom Perignon ekki búinn að finna upp korktappana í kampavínsflöskumar. Þá var glerið í flöskunum ekki heldur eins sterkt og það er nú. Og þar sem vínið var ekki fullgerjað var það freyðandi og því þrýstingur í flöskunum. Þaö kom því oft fyrir að flöskurnar sprungu og þá sögðu bændumir: „Quel vin fou” eða „þvílíkt fífla-vín”. Þetta nafn festist við vínið og eftir heimsstyrjöldina síðari fór fyrirtækið Henri Maire aö franileiða freyðivín með þessu nafni. Þrátt fyrir að þetta vín heiti þessu furðulega nafni þá er hér um að ræöa alveg skínandi þurrt freyöivín sem er sérlega tært og bragömikið. Það passar sérlega vel sem lystauki, nú, eða þá með fiski og þá einkum skel- fiski. Dýrt að lifa Nú vofa yfir rétt einu sinni stór- felldar hækkanir á landbúnaðarvör- um. I þetta sinn er þaö svína- og fuglakjöt sem mun hækka. Verð á t.d. svínakjöti og unghænum hefur verið mjög hagstætt að undanförnu. Það er dýrt að íifa á Islandi í dag. Innmatur ýmiss konar og lambakjöt í heilum skrokkum er á nokkuð sann- gjörnu verði. Því miöur virðist fólk í dag hafa lítinn tíma og því er mikið keypt af unnum kjötvörum sem kosta 300—500 kr. kílóið. Þaö er ljóst að íslenskur landbúnaður stendur nú á tímamótum og á meðan núver- andi ástand ríkir verður ríkisstjórn- in að grípa til róttækra aögerða svo unnt sé að lækka allverulega verð á matvöru. Nú er það svo að í löndum Efnahagsbandalagsins er mikil of- framleiösla á ýmsum landbúnaöar- vörum. Hugsanlegt væri fyrir okkur að hefja innflutning á t.d. grænmeti og fella niður öll opinber gjöld af því. Þetta mætti einnig gera varðandi önnur matvæli. Víst er að einhverjar greinar íslensks landbúnaðar yrðu illa úti ef svona innflutningur yrði leyfður. En það hlýtur að vera þjóð- hagslega farsælla að gefa vonlausar búgreinar upp á bátinn en styrkja frekar þær sem talist geta arðbærar og framleiöa afurðir sem hægt er að flytja út. Þá gæti þetta auöveldað samninga viö Efnahagsbandalagiö varöandi niðurfellingu á tollum á saltfiski sem er mikið hagsmuna- mál. Hins vegar er ekkert eins að- kallandi og mikilvægt og að almenn- ingur hafi til hnífs og skeiðar. Slæmar fréttir frá Þýskalandi Líkur eru á aö þýsku vínin frá árinu 1985 verði fyrir neðan meðal- lag. Þá er talið aö uppskeran verði 25% minni en hún varð árið 1984. Fyrir þessu eru tvær meginástæður. Veturinn var einstaklega harður í Norður-Evrópu, það voraði seint og í maí og júní hafa verið miklar rign- ingar. Vínin verða að öllum likindum í súrara lagi og ekki nægjanlega bragð- og ilmnúkil. Fyrir unnendur þýskra vína eru þetta vitaskuld slæmar fréttir. En þó að útlitið sé dökkt þá er enn von. Það sem getur bjargað uppskerunni er „að hann hangi þurr” fram á haustið og sólin skíni án afláts fram að uppskeru- degi. Þá má fullyrða að uppskeran í ár veröi töluvert fyrir neðan meöal- lag. Veturinn í vetur var vínbænd- um þungur í skauti. Allverulegt tjón var á vínökrum á Rínarsvæðinu. Líkur eru því á að þýsku vínin eigi eftir að hækka nokkuö í verði næstu tvö árin. Það á því við um vínbændur eins og aðra bændur að þeir eru háðir móður náttúru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.