Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985. > ð STEFNUMOT VIÐ FORTÍÐINA The Survivor. Höfundur: Thomas Keneally. Penguin Books, 1985. Astralski ritliöfundurinn Thomas Keneally er líklega þekktastur fyrir skáldsögur sinar The Chant of Jimmie Blacksmith, sem Fred Schlepisi geröi áhugaveröa kvikmynd eftir fyrir nokkrum árum, og Schindler’s Ark sem ávann hon- um hin eftirsóttu bresku Brooker-verölaun. The Survivor er frá árinu 1969. Þar fjallar Keneally um Alec Ramsey, ástralskan háskóla- kennara á efri árum. Ramsey var þátttakandi í vísindaferö til Suöurheimskautslandsins fjöru- tíu árum áöur en sagan gerist. Þar varð hann aö skilja eftir vin sinn og leiöangursstjóra. Allt frá þeim degi hefur Ramsey fundið til sektar vegna þessa atburöar, talið sig hafa brugðist vini sínum og efast um heilindi sín. Þessir gömlu atburöir komast á ný í brennidepil þegar ákveöiö er að grafa upp lik leiðangurs- stjórans. Ramsey veröur aö mæta fortíð sinni í fleiri en einum skilningi í þessari vel skrifuöu og forvitnilegu skáldsögu. ERIC EMMET Q THE PENCUJH BOOK OF BRAINTEASERS Prom cros» numbor* and te*t number* j to tootball and crtckat ouukt... I HEILALEIKFIMI THE PENGUIN BOOK OF BRAINRASERS. Höfundur: Eric Emmet. Penguin Books, 1985. Þessi bók er tilvalin fyrir þá sem vilja reyna á heilasellurnar í sumarsólinni. Þrautirnar í bókinni eru allar á sviöi stærðfræðinnar. Sumar eru næsta auöveldar, en aörar kref j- ast verulegrar kunnáttu og skipu- legra vinnubragöa. Eric Emmet hafði hvort tveggja til aö bera, eins og kynnast má í þeim fjöl- mörgu þrautabókum sem frá honum komu. I bókinni er 71 þraut og svo aö sjálfsögöu lausnir þeirra, oft ítarlega útskýrðar og engu síður lærdómsríkar eru þrautirnar sjálfar. Erlend bóksjá Erlend bóksjá TAUMLAUST LÍF ZELDU OG SCOn FITZGERALD F. SCOTT FITZGERALD. Höfundur: André Le Vot. ZELDA FITZGERALD. Höfundur: Nancy Mllford. Útgofandi: Penguin Books, 1986. Scott og Zelda voru á einu gullnu augnabliki, á þriöja áratugnum, tákn nýrra tíma: glæsileg, falleg, hömlu- laus, fræg og rík. En ekkert er jafn hverfult og tiskuvinsældir. Meö krepp- unni miklu og þeirri eymd, sem fylgdi í kjölfar hrunsins á WaU Street, var tími þeirra úti. Zelda varð geðveik og end- aöi líf sitt í eldsvoöa á sjúkrahúsi áriö 1948. Scott haföi þá látist fyrir nær átta árum, 1940, eftir langvarandi drykkju- sýki. Hann var þá flestum gleymdur. Sagan af Scott og Zeldu hefur því aö geyma bæöi mikla sigra og afskaplega niöurlægingu, enda voru öfgarnar allt- af megineinkenni alira athafna þeirra. Sú saga hefur frá upphafi vakið mikla forvitni, enda þótti lífsstUl þeirra athygUsveröari en bækur hans. Þau voru fræg eins og um kvikmynda- stjörnur væri aö ræöa, en skáldsögur Scotts seldust í tUtölulega litlum upp- lögum. Þannig hlaut hann aðeins 33 Bandaríkjadali í ritlaun árið 1939, áriö áöur en hann lést. Bók Nancy Milford um Zeldu kom fyrst út áriö 1970, en hefur nú veriö endurútgefin í kiljubroti. Þar er æfi þessarar óvenjulegu konu lýst mjög ítarlega aUt frá bernskudögum í Mont- gomery í Alabama, þar sem Zelda vakti strax athygU fyrir aö vera ööru- vísi — djörf, hress og lífsglöö í fremur þunglamalegum og íhaldssömum Suöurríkjabæ. Tímamót verða í lífi hennar þegar hún ákveður loks, eftir verulegar efasemdir, aö giftast Scott. Hún tekur þá ákvöröun einungis eftir aö Scott hefur fengiö fyrstu skáldsögu sína, This Side of Paradise, (Hérna megin paradísar), gefna út. Upp frá því er líf þeirra tveggja njörvaö saman til góðs og ills. Milford leggur mikla áherslu á aö sýna hversu mikUvæg Zelda hafi verið fyrir Scott sem uppspretta hugmynda fyrir bækur hans; hann hafi jafnvel notaö dagbækur hennar og bréf í skáld- sögum sinum. Og vissulega er ljóst aö þær eftirminnilegu kvenpersónur, sem Scott skóp i bókum sínum, eiga sterkar ættir að rekja tU Zeldu. Það er eiginlega ótrúlegt hverju Scott kom í verk, þegar litið er tU líf- ernis þeirra hjóna á mestu velgengnis- árunum, sem jafnframt voru helstu sköpunarár Scotts. Líf þeirra virtist stundum eitt samfellt partí, ein sam- feUd drykkja meö tilheyrandi uppá- komum og átökum. Sá gleðiflaumur dró mikinn kraft úr Scott, auk þess sem tíminn flaug oft áfram án þess aö hann kæmi neinu í verk. Þaö var helst þegar peningaleysið herjaöi — en þaö var oft því þau eyddu gífurlegum pen- ingum og alltaf meira en hann aflaöi — aö Scott lokaöi sig af tU að skrifa. Þá varö hann gjarnan aö semja smásögur fyrir vinsæl tímarit, í stað þess aö einbeita sér aö alvarlegri skáld- verkum. Franski prófessorinn André Le Vot er talinn fremstur Fitzgerald-sérfræð- inga í Evrópu, og í bók sinni, sem er nýrri af nálinni (kom fyrst út í Frakklandi áriö 1979), fjaUar hann bæði um Scott sem mann og rithöfund. Hann sýnir m.a. fram á hversu ítar- lega og skipuiega Scott notaöi eigin reynslu og Zeldu sem efniviö í skáld- sögum sínum og smásögum. Æfisagan er mjög nákvæm og ítarleg og vafaUtið ein sú allrabesta sem völ er á. Það á viö um báöar þessar æfisögur, aö þær eru afar vel skrifaðar. Scott og Zelda standa lesandanum ljóslifandi fyrir sjónum, jafnt á hátindi frægöar sinnar sem glæsitákn sins tíma, sem í niðurlægingu drykkjusýki og geöbU- unar. Eftir standa svo ritverkin, að vísu mjög misjöfn aö gæðum, en sum hver eru hreinar perlur amerískra bók- mennta. HALLARBYLTING í SOVÉT MOSCOW RULES. Höfundur: Robert Moss. Coronet Books, Hodder and Stoughton, 1985. PóUtískir reyfarar eru oft skemmtileg lesning, í þaö minnsta fyrir þá, sem áhuga hafa á uppá- tækjum stjórnmáiamanna og pólitík yfir höfuö. Margir af vinsælustu reyf- urum síöari ára hafa einmitt fjallað um málefni, sem á einhvem hátt tengjast stjórnmálamönnum eöa at- burðum á vettvangi alþjóöamála. I þessum reyfara fjaUar blaöa- maðurinn og sagnfræðingurinn Robert Moss um stjórnarbyltingu í Kreml. Hann er vel aö sér í öUu þvi, sem METSÖLUBÆKUR BANDARÍKIN 1. Danielle Steel: FULL CIRCLE. 2. Helen Hooven Santmyer: „ . AND LADIES OF THE CLUB". 3. Leon Uris: THE HAJ. 4. Susan Howatch: THEWHEEL OF FORTUNE. 5. Clive Cussler: DEEP SIX. 6. Gore Vidal: LINCOLN. 7. Johanna Lindsey: TENDER IS THE STORM. 8. Louis L'Amour: THE WALKING DRUM. 9. Dana Fuller Ross: MISSISSIPPI. 10. Judith Michael: POSSESSIONS. RIT ALMENNS EÐLIS: 1. M. ScottPeck: THE ROADLESS TRAVELLED. 2. Thomas J. Peters og Robert H. Waterman Jr.: IN SEARCH OF EXCELLENCE. 3. Jack Olsen: SON. 4. Rosalynn Carter: FIRST LADY FROM PLAINS. Byggt ð New York Times Book Review. BRETLAND 1. Jeffrey Archer: FIRST AMONG EQUALS. (1). 2. Susan Howatch: THEWHEEL OF FORTUNE. (5). 3. Douglas Adams: SO LONG AND THANKS FOR ALLTHE FISH. (4). 4. Danielle Steel: FULL CIRCLE. (2). 5. David Yallop: IN GOD'S NAME. (3). 6. Robert Ludlum: THE AQUITAINE PROGRESSION. (6). 7. Leslie Thomas: THE DEAREST AND THE BEST. (-). 8. Sven Hazel: THE COMMISSAR. (-). 9. SueTownsend: THE SECRET DIARY OF ADRIAN MOLE, AGED 13 3/4. (7). 10. Catherine Cookson: THE BLACK VELVET GOWN. (9). Tölur innan sviga tákna röfl viflkomandi bókar á listanum vikuna á undan. Byggt á Sunday Times. Umsjón: Elías Snæland Jónsson varðar sovéskt stjómkerfi. Auk þess þekkir hann vel tU sovéskra njósna- mála siöustu ára og ýmissa athafna rússnesku valdhafanna. Slík þekking á baksviði atburöanna kemur alls staöar skýrtíljós. Höfuöpersóna sögunnar er foringi í sovéska hernum, Sasha Preobraz- hensky. Hann hefur harma að hefna á valdhöfunum (faöir hans var skotinn af sovéskum leyniþjónustumönnum og æskuvinkona hans lendir í fanga- búðum KGB). En hann telur ekki réttu leiöina tU hefnda vera hefðbundið and- óf, sem skUi Utlum árangri, heldur valdataka innan frá. Hann rís þvi til metoröa innan hersins, en undirbýr jafnframt meö leynd haUarbyltingu. Inn í söguna blandast svo aö sjálfsögöu ástarmál (hann verður t.d. ástfanginn af bandariskri stúlku á meðan hann starfar sem sendimaöur vestanhafs) og hneykslissögur af ýmsu tagi. Moscow Rules er vissulega spennandi aflestrar. Saga persónanna er oft hnyttilega tengd þekktum at- burðum undanfarandi ára. Hvort les- endur telji svo trúlegt aö haUarbylting geti átt sér staö í Sovétríkjunum, meö jafnauðveldum hætti og lýst er hér, er svo annað mál. íthed|fenceJ ú mmm AÐVERJA GARÐINN SINN The Defence Diaries of W. Morgan Petty. Ritstjóri: Brian Bethell. Penguin Books, 1985. W. Morgan Petty og vinur hans, Roger, hafa áhyggjur af væntanlegri kjarnorkustyrjöld. Þeir koma sér saman um væn- lega leiö tU aö halda þessum vá- gesti í fjarlægð: Petty lýsir sem sé hús sitt og garð við Kirsu- berjabraut 3 í Kantaraborg kjarnorkuvopnalaust svæði! Hann tilkynnir breska forsætis- ráöherranum, Thatcher, ákvörö- un sína og sendir sömuleiðis bréf til Andropofs, þáverandi leiötoga Sovétríkjanna, upplýsir hann um máUö og býöur tU viðræðna. Þannig hefjast „vamarrnála- dagbækur” þessar. Þær lýsa síðan frekari tUraunum Pettys og Rogers til að tryggja varnir húss- ins og garðsins, bréfaskriftum þeirra i aUar áttir i því sambandi og siðan svörum ýmissa þeirrá sem til er skrifað. Viöbrögöin eru æði misjöfn. Margir kunna þó að taka þessu tUtæki eins og tU var stofnað og hafa gaman af. Þaö er skemmtUegt aö fylgjast með þessum óvenjulegu bréfa- skriftum og reyndar. furöulegt hversu margir hafa nennt aö svara bréfunum. Meö þraut- seigju tókst höfundmum jafnvel aö fá stutt bréf frá Downing stræti tíu. Á BAKHUÐINNI Angles. Höfundur: Denis Johnson. Penguin Books, 1985. Þetta er fyrsta skáldsaga bandaríska rithöfundarins Denis Johnsons. Hér leiðir hann lesend- ur inn í martröö drykkju og glæpa i bandarískum öngstræt- um. Sögupersónurnar búa á bak- hliö ameríska draumsins, þar sem ætíð er myrkur, jafnvel í brennheitri sumarsól. Líf þessa fólks er misheppnað og tilgangs- lítiö — nótt í senn. Hjá aðalper- sónunni er endastööin gasklefinn. Johnson lýsir þessu skuggalífi af raunsæi og skarpskyggni. Frá- sögn hans er laus viö tilfinninga- semi þótt hann hafi ljóslega samúö meö því ólánsfólki sem um er fjallaö. Sagan af ferð þess til móts viö grimm, óumflýjanleg örlög lætur fáa lesendur ósnortna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.