Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR13. JÚLl 1985. 5 Magnús Árnason, fulltrúi bæjarfógata, gefur þau Lenu og Johan saman. Sænskt par lét pússa sig saman í íslandsferð: „Þessi athöfn mun lifa í minningunni allt lífið” Sá óvenjulegi atburður átti sér stað fyrir nokkru í garðinum að Grænatúni 14 í Kópavogi í blíðskaparveðri að sænskt par var gefiö saman af f ulltrúa bæjarfógetans. En hvað kemur Svíum til að fara til Islands og gifta sig. Skýringin felst í því að þau Lena Gudbrandsen og Johan Snögren eru miklir vinir hennar Gerðar Guðmundsdóttur sem býr hjá foreldrum sínum í Kópavogi, þeim Guðmundi Helgasyni og Jóhönnu Markúsdóttur. Gerður, Johan og Lena stunduöu nám saman i Svíþjóð. Þau eru nú öll fullnuma æskulýðsfulltrúar. „Okkur hefur lengi langað að koma til Islands og þess vegna langaöi okkur einnig að gera ferðina eftirminnilega,” segja Lena og Johan. Þessi hugmynd um að gifta sig hér á Islandi er reyndar engin skyndihugmynd. Þau voru þegar byrjuð að skipuleggja þetta sl. haust. „Eg fékk reyndar ekki að vita af þessu fyrr en fyrir hálfum mánuði,” segir Gerður, vinkona brúðhjónanna og einnig svaramaður Johans. Það var hátíðleg stund þegar Magnús Árnason, fulltrúi bæjarfógeta, gaf þau Lenu og Johan saman. Honum fórst verkið vel úr hendi og las upp til- heyrandi texta á þeirra máli. „Þessi athöfn mun lifa í minningunni allt lífið,” segja brúðhjónin að lokinni athöfninni og allir eru i sólskinsskapi. Segja má að þau hafi slegið tvær flugur i einu höggi. Með því að gifta sig á Islandi voru þau um leið komin í brúðkaupsferð. „Það má segja að við höfum gift okkur í brúðkaupsferðinni,” segir Lena. Eftir brúökaupið stendur reyndar til að fara i ferðalag um iandið. Fyrst á að byrja á Snæfellsnesinu. Þegar DV kveður þessa sérstæðu samkomu eru gestir í þann mund að fara að setjast að borðum. Búið er að leggja á borð í garðhúsinu. Á mat- seðlinum er ekta íslenskur matur, nánar tiltekið grillað hvalkjöt. Fyrir utan garðhúsiö rennur heitt vatn í stór- an garðpott. Gerður segir að ekki sé óhugsandi að gestimir fari í heita pott- inn þegar líða tekur á kvöld. Þaö er ekki hægt að ljúka þessari frásögn án þess aö fjalla aöeins um garðinn aö Grænatúni 14. Séö frá götunni er húsið fallegt og með falleg- an garð. Sú fegurð verður þó ekki raunveruleg fyrr en komið er í garðinn. Þar er mikil gróska og greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð i að rækta garðinn. „Það er konan mín sem á heiðurinn af þessu,” segir Guðmundur Helga- son, faðir Gerðar. En það er ekki bara gróðursældin sem blasir við þama. Þegar betur er að gáð kemur í ljós stórt garðhús og stór heitur pottur. Garöurinn er í fáum orðum sagt vin í Kópavogi. -APH. Kampavinstappar i loftið og skálað: húrra, húrra, húrra, húrra og lengi lifi brúðhjónin. DV-myndlr VHV. til að hafa svo allt eins og það á að vera kysstust hin nýbökuðu brúðhjón rembingskossi er athöfninni var lok- Opiðí dag 1—4 Hefur þig ekki alltaf langaö aö eignast torfærubíl ... en ekki lagt í þaö vegna verösins? JM hefur okkur tekist aö i*m veröiö úr 420.000 í aöeins Standardútgáfa af Lödu Sport meö ryövörn P.S.: Við bjóðum að auki okkar rómuöu greiöslukjör. < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. Vit^wN SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.