Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR13. JULl 1985. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 10., 13. og 16. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Fögrukinn 18, efri hæð, Hafnarfirði, tal. eign Gísla Grettis- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfirði og Veðdeildar Landsbanka islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 17. júlí 1985 kl. 16.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 1., 7. og 10. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eign- inni Óseyrarbraut 3, Hafnarfirði, þingl. eign Péturs Auðnssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 17. júli 1985 kl. 14.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 131., 137. og 140. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Fjóluhvammi 3, Hafnarfirði, þingl. eign Þorsteins Sveinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, innheimtu rikissjóðs, Guðjóns Steingrímssonar hrl., Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. og Sambands almennra lifeyrissjóða á eigninni sjálfri miðvikudaginn 17. júlí 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105. tölublaði Lögbirtingablaðsins '84, 10. og 13. tölu- blaði þess 1985 á eigninni Suðurgötu 67, Hafnarfirði, þingl. eign Hafliða Júlíussonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfirði á eigninni sjálfri miðvikudaginn 17. júli 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Goðatúni 19, Garðakaupstað, þingl. eign Gunnars Högna- sonar, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 15. júli 1985 kl. 16.15. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Tjarnarflöt 4, Garðakaupstað, tal. eign Sverris Hallgrímssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 15. júlí 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins '84, 3. og 17. tölu- blaði þess 1985á eigninni Álfaskeiði 76, l.h.t.v., Hafnarfirði, þingl. eign Laufeyjar Einarsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jóns- sonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16. júli 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 109. tölublaði Lögbirtingablaðsins '84 og 3. og 17. tölublaði þess 1985 á eigninni Sléttahrauni 26, 3.h.t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Emils Arasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfirði og Veðdeildar Landsbanka Íslands á eigninni sjálfri þriðju- daginn 16.júli 1985 kl. 17.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109. tölublaöi Lögbirtingablaðsins '84, 3. og 17. tölu- blaði þess 1985 á eigninni Hjallabraut 92, Hafnarfirði, þingl. eign Braga Brynjólfssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 16. júlí 1985 kl. 17.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 109. tölublaði Lögbirtingablaösins '84 og 3. og 17. tölublaði þess 1985 á eigninni Vesturbraut 18, Hafnarfirði, þingl. eign Hjalta Hjaltasonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka islands, Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Tryggingastofnunar rikisins, Sigriðar Thorlacius hdl. og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðju- daginn 16. jútí 1985 kl. 18.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Álfaskeiði 82, 2. hæð t.h., Hafnarfirði, þingl. eign Erlends Ingvaldssonar og Fjólu V. Reynisdóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 15. júli 1985 kl. 15.30. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Hið bezta t Ríkinu Móseldalur er eitt fegursta vín- ræktarsvæði heims. Áin Mósel bugðast í kröppum sveigum langa vegu niður dalinn. Hún kemur sunn- an úr Frakklandi og rennur í Rín við Confluentes, sem nú heitir Koblenz. Rómantísk þorp kúra við fljótsbakk- ann og leifar fyrrum stoltra kastala rísa á hæðarbrúnum. Hinar bröttu, 200 metra háu flögu- bergshlíðar dalsins eru víðast hvar þaktar vínvið, þar sem grænt riesling-vínberið glóir á góðu hausti. Aörar nytjajurtir þrífast ekki við þessi skilyrði. Athyglisvert er, aö bezta vínið kemur úr brekkum á utanverðum beygjum árinnar, þar sem hún sverfur landiö og heldur því hrjóstugu. Móseldalur er eitt erfiöasta vin- ræktarsvæði heims, ekki aðeins vegna þess að brekkurnar eru brattar og erfiðar tækjum. Dalurinn er þar að auki svo norðarlega, að lengra verður ekki komizt með vín- rækt. Þess vegna misheppnast mörg uppskeran. Vínberin fá ekki nægilegt sólskin og þroskast ekki að fullu. Um Þýskaland er sagt, að einungis tvö ár af hverjum tug séu góð vínár. Sú formúla gildir enn strangar um Mósel en önnur vínsvæði landsins. Vínbændumir taka mikla áhættu og ættu skilið að fá bjartsýnisverðlaun. I hinum mörgu, vondu árum verða Móselvínin afar þunn og súr. Þeim er þá bjargað fyrir horn með því að sæta þau, alveg eins og gert er við Rínarvínin. Þau veröa þá að nokkurn veginn drykkjarhæfu sykurvatni, sem gjarna er selt undir vörumerk- inu Moseibliimchen, á sama hátt og sykruðu Rínarvínin heita oft Lieb- fraumilch. Hér í Ríkinu fæst aðeins ein gerð af Moselbliimchen og er það alveg nóg. Af Liebfraumilch eru hér hins vegar sex gerðír, enda hefur fram- leiöendum þess tekizt flestum betur aö prenta vörumerki sitt í huga fólks og koma glundrinu út á þann hátt. Jafnvægi á hnífsegg I góðum árum eins og 1982 og verulega góðum árum eins og 1983 er annað uppi á teningnum. Þá er víða í Móseldal hægt að rækta hin hressilegustu vín, sem sameina sætu og sýru í nákvæmu jafnvægi, sem á hnífsegg væri. Vínin veröa frá nátt- úrunnar hendi hæfilega sæt til að vega salt á móti sýrunni. Þetta eru fyrirtaks sumarvín, létt og frískleg. Senheimer Rosenberg Kabinett 1982 250 krónur 7,5 stig (af 10) Ellerer Engelströpfchen 1982 220 krónur 6 stig Bernkasteler Schlossberg 1982 290 krónur 6 stig Graacher Himmelreich Spatlese 1982 350 krónur 5,5 stig Nafngiftir slíkra vína eru hinar sömu og hjá Rínarvínum. Þurru vín- in, sem henta bezt meö mat, nefnast Kabinett. Síðan kallast þau eftir vax- andi sætumagni Spatlese, Auslese, Beerenauslese og Trochen- beerenauslese. Stundum eru þau tínd um áramót eftir frost. Ur slíkum berjum er framleitt Eiswein, sem er afar áhættusöm útgerð. Megrunarsjónarmið síöustu ára hafa leitt til meiri áhuga á að full- brugga sætuna yfir í vínanda. Sykur- lítil vín eru þá merkt Trochen á miöanum og þau sykurlausu eru merkt Diabetiker. Vín af þessu tagi njóta sívaxandi vinsælda. Nokkur góö Móselvín fást nú í Rík- inu eftir nokkurra ára hlé. Þau eru öll af árganginum 1982. Búast má RAUÐVÍNSd#! PRESSANigP Jónas Kristjánsson q við, að þau verði ennþá betri, þegar árgangurinn 1983 birtist á markaön- um. Móselvínin verða i sviðsljosinu a allra næstu misserum. Áhugamenn um þau mega búast við bjartri fram- tíö í bili, hvað sem svo síðar verður. Eitt Spatlese-vín frá Mósel er ný- lega komið í Ríkið. Það er Graacher Himmelreich 1982, frá hinni kunnu vínekru Himmelreich, sem er í hlíö- inni hægra megin árinnar, milli bæj- anna Graach og Bernkastel í hjarta vínsvæðisins í miðjum Móseldal. Allt vekur þetta að sjálfsögðu vonir um mikil gæöi. I blindri smökkun Móselvína olli það hins vegar vonbrigðum. Lyktin af því var enginn eðlilegur riesling- ilmur, alveg eins og eitthvað hefði komið fyrir vínið. En það var ekki vont og fékk 5,5 í einkunn. Verðið er 350 krónur og magnið 70 cl eins og hjá öörum Móselvínum. Rétt er að hafa í huga, að 75 cl eru í flöskum Rínarvína. Hæsta einkunnin Annað kom í Ijós hjá eina Kabinett- víninu frá Mósel. Það er Senheimer Rosenberg 1982, frá hægri hiíðum dalsins, milli þorpanna Nehren og Senheim við neöri hluta árinnar. Það bar ferskan og magnaðan riesling- ilm og var með ljúfu og fínu bragði. Einkunn þess reyndist vera 7,5, hin hæsta, sem hægt er að gefa hvítvíni í Ríkinu um þessar mundir. Eðlilegt er aö hvetja áhugamenn um eðalvin að birgja sig upp af þessu víni, er kostar ekki nema 250 krónur, sem er minna en meðalverð í Ríkinu. Búast má við, að það varðveitist vel í svalri geymslu og muni jafnvel batna. Vitneskjan um slíkar birgðir getur stuðlað að góðum draumum. Sá hængur er þó á, að von er í ennþá betri árgangi sama víns, 1983. Búast má við, að það verði eitt þeirra vína, sem gott sé aö liggja á í heilan áratug. Þaö sé rétta víniö til að koma fyrir í kjallaranum. En svo er líka hugsanlegt, aö Ríkið snuði okkur um þann árgang og fari beint yfir í 1984. Vegir einokunarinnar eru órann- sakanlegir. Þriðja nýja framboðið í Ríkinu frá Mósel er Ellerer Engelströpfchen 1982. Það er sætublandað, af því aö það hefur ekki náð Kabinett-gæðum af eigin rammleik. Samt reyndist það vera frambærilegt vín með 6 í einkunn. Verðið er 220 krónur, sem er með hagstæðari kaupum um þess- ar mundir. Vín þetta er frá vinstri bakka Mósel, milii þorpanna Bremm og Eller við neöri hluta árinnar. öll þessi þrjú nýlegu vín eru kennd við ákveðnar vinekrur og eru hin einu af því tagi frá Mósel. Eina gamalkunna Móselvínið, sem er sambærilegt við þessi, er Bern- kasteler Schlossberg 1982, sem einn- ig fékk 6 í einkunn. Verð þess er 290 krónur. Það er ekki kennt við ákveðna ekru, heldur vínhreppinn Schlossberg, sem liggur að sunnan- verðu að frægasta vínbæ Móseldals, Bernkastel. Fyrr á árum var þetta vín oft Kabinett. Eg man til dæmis eftir ágætum árgangi, 1975, sem um skeið var til sölu í Ríkinu. Nokkru síðar var um skamma hríö skipt yfir í Bem- kasteler Badstube, en Badstube er mun betri vínekra norðan við Bern- kastel. Á þeim slóöum er dýrasta vínekra Þýzkalands, Bernkasteler Doktor, og þaðan er dýrasta vín landsins. Bemkastel er kjörinn áningarstað- ur ferðamanna, sem flækjast um í bílaleigubíl frá Luxembourg eða Amsterdam. Bærinn er í fallegasta hluta dalsins, býr yfir þægilegum smáhótelum og vínstofum, þar sem hægt er að prófa hinar ýmsu gerðir og gæðaflokka Móselvina. En þaö verður að gerast að akstri dagsins loknum. Jónas Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.