Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985. „Engin lausn á málinu” Fá tvær vikur til að gera Fjalaköttinn mannheldan: - segir lón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður eiganda hússins „Okkur hafa borist nokkrar skýrslur frá lögreglunni um aö mikil hætta stafi af Fjalakettinum í því ástandi sem húsiö er nú i," sagöi Hihnar Guölaugsson, formaöur Bygginganefndar Reykjavíkur. Nefndin samþykkti á fundi sínum í fyrradag aö gefa eiganda Fjaia- kattarins fjórtán daga frest til aö gerahúsiðmannhelt. „Þetta er byrjunin. Málið veröur tekiö fyrir aftur á fundi Bygginga- nefndar 25. júlí. Samþykkt var beiðni eiganda Fjalakattarins í fyrra aö hann mætti rífa húsiö. Það var byrjað á því aö hluta til en nú stendur þaö opið. Þaö hefur ekki verið gengið frá því þannig aö viðun- andi sé,” sagöi Hilmar. „Astæðan fyrir því aö hætt var aö rifa húsiö var sú að ekki var hægt aö rífa ofan af leigutökum sem hafa haft aöstööu í húsinu. Annar leigu- takinn er farinn en hinn neitar aö yfirgefa húsiö," sagði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður sem fer meö mál eiganda Fjala- kattarins. — Fógetaréttur hefur nú tii útskurðar hvort Ieigutaki skuli víkja. „Þaö er aöeins einn litíll liður í málinu að Bygginganefnd Reykja- víkur hafí heimiiað niðurrif á Fjala- kettinum. Reykjavíkurborg hefur ekki gefið eiganda hússins svar um þaö hvaö hann má gera við eign sína. Þaö er eöiilegt að hann fái svör við því. Að heimila niöurrif er engin lausn í þessu máli gagnvart eigandanum. Þaö er óhæft aö eigandinn fái ekki aö vita meö hvaða móti hann geti nýtt eign sína. Honum er aöeins heimilað aö sitja uppi meö ónýta hús- eign. Eigandinn mun leita réttar síns til hins ýtrasta,” sagöi Jón Steinar. Ávöxtunarlaust fé hjá Lögheimtunni „Þeir eru með peningana vaxta- lausa þennan tíma. Mér finnst þetta prinsipmál og bendi því á þaö,” sagði bankastarfsmaður einn í viðtali við DV. Hann sagði okkur af viðskiptum sem hann átti viö Lögheimtuna hf. í Reykjavík. Bankastarfsmaöurinn setti skulda- bréf, sem var komiö í vanskil, til inn- heimtu hjá Lögheimtunni. Hluti af andviröi bréfsins var greiddur fyrir niu mánuöum. Þá var allur innheimtukostnaöur greiddur og skuldareigandinn fékk þaö sem eftir var, um þrjú þúsund krónur. I síðustu viku athugaöi hann stööu málsins og var þá^tjáö aö ávísun heföi borist sem fullnaðargreiðsla fyrir skuldabréfið. 23 laxarúr Hofsá Frá Guðmundi Guðlaugssyni, Akureyri: Tuttugu og þrír laxar eru komnir á land úr Hofsá í Vopnafirði en áin var opnuö 4. júlí sl. Stærsti laxinn vó 13 pund og voru menn mjög ánægöir, aö sögn ráöskonunnar í veiöihúsinu í Hvammsgerði. Ain nýtur enn gífur- legra vinsælda, þrátt fyrir minnk- andi veiöi síðustu ár. Allir dagar eru upppantaöir fram í september og kostar veiöidagurinn 2.700 krónur. Til gamans má geta þess að á tíma- bilinu 1976—1980 var Hofsá í 15. sæti yfir bestu veiöiár landsins meö 1.050 laxa meöalveiöi á ári. -pá „En mér var sagt aö ég gæti ekki fengið peningana greidda fyrr en 15. ágúst,” sagöi bankastarfsmaðurinn. „Og því vil ég ekki una.” Samkvæmt kvittun, er hann hefur í höndum, er þetta viöskiptamáti Lög- heimtunnar. Á kvittuninni er sérstakur stimpill. Þar er fólki bent á aö inn- heimt fé sé aðeins útborgaö 15. dag næsta mánaðar eftir aö innheimta tókst. „Viö leggjum út öll réttargjöld,” sagöi Ásgeir Thoroddsen, lögfræöingur Lögheimtunnar, um þennan viöskipta- máta. „Skuidareigandinn greiöir ekki útlagðan kostnaö.” Ásgeir sagöi einnig: „Vegna tölvu- keyrslu á öllum gögnum fyrirtækisins er ekki gert upp fyrr en uppgjörs- mánuöi lýkur. Þaö þarf líka aö ganga úr skugga um aö viökomandi ávísun, sem greitt er meö, sé í lagi og það tekur tíma. En ef menn óska sérstak- lega eftir því eru greiöslur afhentar fyrr og þá aö því tilskildu aö staðfest- ing banka liggi fyrir um ávísununa.” Meö þessu fyrirkomulagi Lög- heimtunnar hf. getur liðið rúmur mánuöur frá því innheimta skuldar tekst og þar til skuldareigandi fær sína peninga í hendur. I þessu tilviki bankastarfsmannsins er um tuttugu og fimm þúsund krónur að ræöa. Þeir peningar eru án ávöxtunar hjá Lög- heimtunni í rúman mánuö. Vextir á almennum sparisjóösreikningi eru 22 prósent. Tæpar fimm hundruð krónur eru vextir af þessari upphæö í mánuö. -ÞG Veiðin er nú farin að glæðast i Norðurá i Borgarfirði eftir rólega byrjun og fékk síðasta holl 75 laxa. DV-mynd G. Bender Norðurá íBorgarfirði: Síðasta holl fékk 75 laxa — Magnús Jónasson með flesta, eða 33 Þótt veiöimenn hafí átt veiðileyfi í Noröurá í Borgarfiröi í sumar hafa þeir ekki hoppaö hæð sína hingaö til, öðru nær. Veiöin var ekkert merkileg til aö byrja meö en svo þegar á leiö kom smálaxinn í Norðurá þótt margir hafi endaö aldur sinn í netum Hvítárbænda. En þaö kemur dagur eftir þennan dag og smálaxinn kom sem betur fer fyrir alla. Veiöin fór aö glæðast og hefur verið góð síðustu daga. „Þetta hefur gengið vel og verið góö veiði síöustu daga, hollið sem er aö hætta núna hefur fengið 75 laxa,” sagöi Halidór veiöivöröur í gær. „Ætli þaö séu ekki komnir um 440 laxar úr ánni og þetta hefur mest- allt veriö smálax síðustu daga. I hollinu voru margir góöir veiöimenn, eins og Birgir Isleifur Gunnarsson, Olafur G. Einarsson, Guðlaugur Bergmann og Magnús Jónsson. Magnús fékk 33 laxa, Guðlaugur 27 laxa, Birgir 8 laxa og Olafur 6 laxa.” Að sögn veiðimanna er mikið af laxi gengiö í Noröurá og ættu menn aö fá hann næstu daga, enda dýr veiðileyfin þessa dagana. G. Bender Hreinn Halldórsson við sundlaugina á Egilsstöðum. DV-mynd PK. Strandamaðurinn sterki í sporti á Egilsstöðum Þeir sem fara í sund í sundlauginni á Egilsstööum geta átt von á því að rekast á kunnuglegt andlit. Þar stjórnar Hreinn Halldórsson, „Strandamaöurinn sterki”, en svo var hann stundum nefndur. Hreinn, sem náöi hápunkti íþrótta- ferils síns er hann varö Evrópu- meistari innanhúss í kúluvarpi, er enn- þá sá íslendingur sem lengst hefur Erlendum feröamönnum hefur fjölgað um tæp tólf prósent á fyrri helmingi ársins, samkvæmt tölum út- lendingaeftirlitsins yfir komur farþega til Islands með flugvélum og skipum. Frá áramótum til júníloka komu alls 36.350 útlendingar til landsins. Á sama tíma í fyrra var fjöldi þeirra 32.484. Aukningin er 11,9 af hundraði. Samkvæmt þessu viröist ekkert lát ætla aö verða á þeirri miklu fjölgun feröamanna sem verið hefur undan- farin ár. Áriö 1984 varömetár. Þetta ár ætlar aö veröa enn betra fyrir feröa- mannaþjónustuna í landinu. Ef aöeins júnímánuöur er skoöaöur kemur í ljós aö erlendum feröa- mönnum hefur fjöigaö um hvorki meira né minna en 16,2 prósent frá sama mánuöi í fyrra. Alls komu 12.768 útlendingar til Islands í júní í fyrra en í ár voru þeir 14.833 talsins. Islendingar feröast einnig meira í ár. Alls voru skráöar 36.242 komur Is- lendinga til landsins á fyrri sex mánuðunum. Á sama tíma í fyrra var fjöldinn 33.050. Fjölgun er 9,7 prósent. I varpað kúlu. Þaö geröi hann í Stokk- hólmi áriö 1977 er kúlan flaug 21,09 metra. „Eg hef ekki keppt síðan 1981,” sagöi Hreinn. Meiðsli í baki neyddu hann til aö hætta kúluvarpinu. Sumarið 1982 flutti hann til Egilsstaöa og hefur búið þar síöan. „Eg sé um íþróttaaðstöðu Egils- staöahrepps; fótboltavöllinn, íþrótta- Ferðamannastraumur til íslands i júni síðastliðnum var 16 prósent meiri en i júni i fyrra. júnímánuöi var f jölgunin þó minni, eöa 3 prósent. -KMU húsiö og sundlaugina,” sagöi Hreinn. Skýringin á því hvers vegna hann flutti austur á land er sú aö eiginkona hans er Austfirðingur, frá bæ viö Reyðarfjörö. Og því fer fjarri aö Hreinn sé á förum frá Egilsstöðum. Þar kveðst hann kunna vel viö sig. „Eg er búinn aö byggja hér eins og fleiri,” segir kappinn. -KMU. Gistiaðstaða íReykjahverfi: Eldað við hveragufu innanhúss „Það er líklega alveg einstakt að hér geta ferðamenn hitaö mat sinn í eldhúsinu við hveragufu,” sagði Steinunn Bragadóttir, en hún hefur nýiega opnað gistiaðstööu fyrir feröamenn í Bláhvammi í Reykja- hverfi. Er um aö ræða sérhús sem tekur 8 til 10 manns, hvort sem er í svefnpokapláss eöa uppbúin rúm. Bláhvammur er miðja vegu milli Mývatnssveitar og Húsavíkur og er þaðan stutt aö sækja á ýmsa merkisstaði. I 200 metra fjarlægð eru gróöurhúsin á Hveravöllum og stærsti hver á Noröurlandi. Gisti- aöstöðunni fylgir einkasundlaug, barnaleikhorn, sjónvarp, ísskápur og eldunaraðstaöa. Aö sögn Stein- unnar er líka hægt að fá ódýr veiöi- leyfi á staðnum. Ferðamannastraumur til íslands eykst enn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.