Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 21
Style Counsil DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985. 21 Yfirpönkarar og aðrir Af slíkri tónlist var enda ríflegt framboö og klæönaöur margra gest- anna sýndi aö pönkættuð tónlist lifir góöu lífi enn. Héma var boðið uppá yfirpönkarana bandarísku, Ramones, kántrípönkarana ágætu, Jason & the Scorchers, bresku hljómsveitina The Cure og fyrirliöa íslenskrar pönkmenningar, Kukl. Svo haldiö sé áfram aö nefna helstu nöfnin á hátíðinni í ár, þá er ótalinn Paul Young og hljómsveit hans The Royal Family, franska hljómsveitin Indochine var þarna einnegin, svo og breska hljómsveitin Associates. Frægustu hljóm- sveitirnar komu fram á Canopysviðinu, þær minna frægu í Ryþmatjaldinu sem fyrr er nefnt — Kukl þar á meðal — og ýmsir þjóðlagaflytjendur tróöu upp á enn einum stað. Matur, skák og trúðar Yfirleitt var lifandi tónlist á dag- skrá á öllum þremur stöðunum samtimis. Stundum mynduðust að sönnu eyður í dagskrána og þá var hægt að halda áfram aö skoða mannlífið og kíkja inní ýmiss konar tjöld á aðalhátiöarsvæðinu. Ýmsir hópar, sem berjast fyrir betri heimi, höfðu reist sér tjöld og dreifðu bæklingum til fólksins, grínpísmenn, Jesúfólk, kjarnorkuvopnaand- stæðingar svo einhverjir séu nefndir — og fyrir svanga var ýmislegt á boðstólum í gogginn allt frá hefðbundnum pulsum með öllu til smárétta frá Uruguay og Perú. Föndurtjöld voru lika mörg. I einu DV árokk- hátíð- inni í Hrdars- keldu sátu menn að tafli á einum tuttugu borðum og við tjaldskörina var stórt útitafl og svartur að tapa þegar við gengum hjá. Enn annars staðar mátti hnoða leir og mála myndir og trúðar og töframenn voru á hlaupum eftir athygli fólks. I einu tjaldi var verið að heilsteikja naut og stundum sást í hælana á pólitíinu þar sem það hljóp á eftir hasssölumönnum og í hátíðarskapi Ansi margir misstu af þessu öllu. Þeir bara lágu, sváfu, eða skakk- löppuðust i mannhafinu útúrdrukkn- ir eða stónd, migu þar sem þeim varð mál og lognuðust ef til vill útaf oní matardiskinn sinn, nýbúnir aðkaupa kjöt og spaghetti i itölsku sölutjaldi. Það er víst þetta sem menn kalla að skemmta sér, hátíð heitir fyrirbærið og lokkar til sín fólk frá mörgum ná- grannaríkjum. Svíar eru einlægt fyrirferðarmiklir á Roskilde-há- tiðinni, Þjóðverjar lika, Nossarar alltaf nokkrir og fáeinir Islendingar. Þegar Nina Hagen tróð upp síödegis á laugardegi flykktist mannfjöldinn að Canopysviðinu, allir sem vettlingi gátu valdið og þar mátti glitta í islenskan fána í mann- hafinu. Nina var svakaleg einsog hennar var von, skipti um föt eins og tískusýningardama og það var ekki síður skrautlegur og oft efntslitill klæðnaður hennar en röddin ógur- lega sem athygli vakti meðal hlust- endanna fjörutíu þúsund. Hún söng allt frá Carmen til Sex-Pistols-út- gáfunnar af Sinatralaginu My Way, kom við í mörgum löndum í söngvum sínum — og virðist feikivinsæl meðal danskrarokkunnenda. Þegar hún haföi lokiö sér af var okkur félögum öllum lokiö og viö kvöddum Roskilde án þess nokkurn tíma að sjá dómkirkjuna frægu sem borgin er hvað þekktust fyrir. Þegar ég leit yfir svæðið hinsta sinni og manngrúann tók ég eftir litlum fána sem haldiö var á lofti. Á honum stóö: Rokk er betra en föst atvinna! -Gsal. LOFTORKU-HÚS Gott hús á góðum stað Skildinganes 1. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Loftorka sf. Skipholti 36, Rvk. Simar 84090 og 83S22. Fáöu þér þá brúsa af Fermitex og málið er leyst. Fermítex losar stíflur í frárennslispíp- um, salernum og vöskum. Skaölaust fyrir gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Fljótvirkt og sótthreinsandi. Vatnsvirkinn hf. Sérverslun með vörur til pípulagna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.