Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985.
3
Stórhækkun á verði svínakjöts, kjúklinga og eggja vegna kjarnf óðurgjaidsins:
VERIÐ AÐ HENGJA
OKKUR Á EINU BRETT1
— segir formaður Svínaræktarfélags íslands
„Markaðurinn tekur alls ekki við
þessari hækkun. Eg sé ekki betur en
verið sé aö hengja á einu bretti þá sem
eru í þessari grein,” sagði Halldór
Kristinsson, svínabóndi og formaöur
Svínaræktarfélags Islands, í samtali
við DV. Mikil ólga er nú meðal svína-
bænda vegna hækkunar kjarnfóður-
gjalds í 130% en þessi hækkun tók gildi
um síðustu mánaöamót.
Halldór Kristinsson rekur næst-
stærsta svínabú landsins, skammt frá
Akureyri. Hann sagöi að fóöur væri um
60% af framleiöslukostnaði og með
þessari hækkun gæti hvert tonn kjarn-
fóðurs hækkað um 11—12 þúsund og
fóðurkostnaöur farið upp í milljón á
mánuöi.
„Eg veit ekki hve mikil hækkunin
verður á svínakjöti en tel að hún verði
aldrei undir 20—25%. Við svínabændur
erum vægast sagt óhressir, það er
hrikalegt að vera undir þetta seldur.
En við ráðum engu, við neyðumst til að
hækka verðið. Ráðherra er með ein-
ræðisvald í þessu máli og hann virðist
bera hag sauðkindarinnar fyrir brjósti
Lax, lax, lax. Fjör viö kistuna í Kollafjarðarstöðinni i fyrradag. Um 400 laxar
voru komnir inn i stöðina seinnipartinn i gærdag.
DV-mynd VHV.
Pólarlax:
LAXINN FARINN
AÐ GANGAINN
— líflegt í Kollaf irði og Vogum
Hann er farinn að ganga inn, laxinn,
hjá Pólarlaxi í Straumsvík. Það
gerðist í fyrra dag og alls eru um 80
laxar gengnir upp í stöðina og fyrir ut-
an eru hundruð laxar í nokkrum
torfum.
Um 400 laxar voru komnir inn í gær-
dag í Laxeldisstöðinni í Kollafirði.
Lætur nærri aö 100 laxar hafi gengið
inn á sólarhring síðustu þrjá daga svo
að þar hefur verið mjög líflegt. Laxinn
gengur inn í kistuna innan við þjóðveg-
inn í enda Kollaf jarðar.
I hafbeitarstöðina í Vogum höfðu um
450 laxar gengið inn seinnipartinn í
gærdag. Laxinn er tekinn í gildru fyrir
framan laxastiga sem þar er.
Enn hefur enginn lax í Vogum farið
upp í stöðina á eðlilegan hátt — heldur
er hann gómaður við stigann. „Það eru
einhver hundruð hér fyrir utan,” sagði
Guðlaugur Guðmundsson, starfs-
maður stöðvarinnar, í gær.
— Hvaö má laxinn vera lengi fyrir
utan án þess aö hann yfirgefi
, ,æskustöðvarnar ” ?
„Það veit enginn en það er ekki mjög
langur tími. Það er eins og hann flakki
á milli hafbeitarstöðvanna líði nokkur
tími. Þeir hjá Pólarlaxi fengu til
dæmis fisk frá okkur í fyrra,” sagði
Guölaugur.
-JGH.
Laxadauöinn óútskýrður:
Sýnin úr Elliða-
ánum voru of gömul
„Við fengum sýnin á mánudag og
settum í bakteríuræktun en því miður
kom ekkert út úr því vegna þess að
sýnin voru orðin of gömul,” sagði Eva
Benediktsdóttir örverufræðingur við
DV í gær.
„Ef laxadauöinn heldur áfram
munum við reyna að nálgast sýni eftir
helgina. En það var ekkert sem benti
til ákveðins sjúkdóms í þessum sýnum
semviðfengum.”
Sem kunnugt er af fréttum fann
össur Skarphéðinsson, ritstjóri og fisk-
eldisfræðingur, dauða laxa í Elliöa-
ánum sl. sunnudag. Þeim var komið í
ræktun á Keldum og er niöurstaöan sú
sem að ofan greinir.
umfram annaö,” sagði Halldór.
Að sögn hans liggur ekki ljóst fyrir
hvernig verður með endurgreiðslu á
hluta gjaldsins, 80%, en það rennur til
framleiðnisjóðs,sem áður hét kjarn-
fóðursjóður, samkvæmt nýjum lögum.
Endanlegt fóðurverð og framleiðslu-
kostnaður er því ekki orðinn ljós.
-pá
Jón Jóhannsson kjúklingabóndi, Ásmundarstöðum:
Misnota valdið
„Hér er verið að skattleggja mjög
ranglátlega. Menn eru að misnota
valdið til að bjarga sjálfum sér,” sagði
Jón Jóhannsson, bóndi á Ásmundar-
stöðum í Rangárvallasýslu, í samtali
við DV um hækkun kjarnfóðurgjalds-
ins. Ásamt Gunnari bróöur sinum
rekur Jón stórt kjúklingabú að
Ásmundarstöðum.
Tonnið af innfluttu kjúklingafóöri
mun hækka um 9000 krónur, eða 70%
og því er gert ráð fyrir að kílóverö á
kjúklingum hækki um a.m.k. 15%.
„Við erum í Félagi fuglabænda en
megum okkar einskis í kerfinu. Við
stöndum undir 70% af framleiðslu
hænsnaafurða í landinu. Það er alveg
ljóst að kjarnfóðrið hefur verið hag-
kvæmasti þátturinn í framleiðslu land-
búnaðarafurða en nú vilja þeir skatt-
leggja hann bara til þess aö ná fjár-
munum frá okkur.
Þessir menn sjá bara kjarnfóður-
gjaldið og þeim virðist vera þaö þyrnir
í auga hvað okkur hefur gengið vel. En
þeir svífast einskis og okkur er hætt að
lítast á þetta,” sagði Jón.
Hann bætti því við að þeim 80%, sem
ættu aö koma til endurgreiðslu, ætlaði
Framleiðsluráðið nú sýnilega að út-
deila að eigin geðþótta, til þess hefði
þaðheimild.
-pá
ULTRA
■LOSS
Eina raunhæfa
nýjungin í bílabóni
Útsölustaðir:
Bensinafgreiðslur
Jssoj
CHÍufétagiá hf
ÞÚ BÓNAR TIL REYNSLU
ULTRA GLOSS er svo frábært bón, að þú verður
að hafa reynt það til þess að trúa því. Kauptu þér
brúsa og gerðu tilraun, smáa eða stóra.
VIÐ ENDURGREIÐUM
ónotaðar eftirstöðvar ef þú ert ekki fyllilega ánægður
með árangurinn.
• Auðvelt í notkun
• Hreinsar
• Margföld ending
• Gefur glæsilega áferð
• Stöðvar veðrun (oxyderingu)
• Vernd gegn upplitun
Það sem gerir ULTRA GLOSS svo frábrugðið er,
að það inniheldur engin þau efni, sem annars er
að finna í hefðbundnum bóntegundum, svo sem
harpeis, vax, plast eða polymer efni. Grunnefnið i
ULTRA GLOSS eru glerkristallar, auk bindiefna og
herða.
Þegar bónað er með ULTRA GLOSS, þá myndast
þunnt glerungslag á yfirborði lakksins, sem bæði
styrkir það og kemur i veg fyrir að óhreinindi nái að
bita sig föst við lakkið. Varnarskelin er það góö. að
sé bónið borið á ál eða silfur þá fellur ekki á málminn.
Með öðrum orðum, veðrun (oxydering) á sér ekki
stað. Framleiðendur benda auk þess á, að ULTRA
GLOSS endist langt umfram hefðbundnar bónteg-
undir. Þetta þarf engum að koma á óvart, því ef borin
er saman ending á vax- eða plasthúð annars vegar
og glerhúð hins vegar, þá er nokkuð augljóst hvaða
efni endist lengst.
En ULTRA GLOSS hefur fleiri kosti, því eins og
kunnugt er þá dregur gler úr virkni útfjólublárra
geisla, en þeir eru höfuðorsök þess að lakk á bilum
upplitast.
Erlendar umsagnir:
General Motors Engineering Staff GM
GM Dessert Proving Ground
We have tested your product in various departments and divisiohs.
Your product seems to be superior in every way compared to other
product of similar nature. We are thoroughly satisfied with your
product. .
Si9n- C'JustrpQL
Cl.ester R. Yðmcy
‘‘urchasing Departméht
Ford *
15505 Roscoe Bouleward
Sepulveda, Cal. 91343
We believe ULTRA GLOSS is exceptionally fine product and would
enthusiastically recommend.inoany dealer.
Si9n' GALPIN MOTORS> INC.'
Bert Boeckmann
Owner-President
Einkaumboð á islandi Háberg hf. Skeifunni 5a.