Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985.
19
Jóhann Briem
Myndir: Vladimir Sichov
wc< ■ ■
mn j vhl.
'‘Ílt .. Æi\s
Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og börn þeirra fimm.
„Ég kynntist Tómasi Holton fyrir
þremur árum þegar ég tók myndir af
honum fyrir grein í People Magazine.
Hann stakk upp á því að ég tæki
myndir í þessa bók. Þaö var mér
mikil ánægja því að það var einstætt
verkefni að taka myndir í bók um
listamenn í hinum aöskiljanlegustu
greinum.”
Það er Vladimir Sichov, hinn
þekkti rússneski ljósmyndari sem
tekið hefur myndir af íslenskum lista-
mönnum fyrir bók um íslenska menn-
ingu og listir sem Sigurður A.
Magnússon hefur skrifað, sem hefur
orðið.
Vladmir Sichov mætti á ritstjórn-
arskrifstofur DV á dögunum og fyrr
en varði hafði hann gabbaö blaða-
mann í skák. Á meðan viö tefldum
greindi Sichov frá sjálfum sér og
þessu íslenska verkefni.
Vill hafa tækifæri til
að fara heim
Sichov er sjálfur mikill listunnandi
og því enn betur í stakk búinn til að
ljósmynda listamenn. En leyfum hon-
um að fá oröið:
„Það eru orðin sex ár frá því að ég
fór frá Sovétríkjunum. Eg fór fyrst til
Vínar. Eina löglega leiðin út úr Sovét-
ríkjunum var að sækja um vegabréfs-
áritun til Israels. Eg haföi ekki áhuga
á að flýja því að ég vil hafa tækifæri
til að fara aftur heim.
Eg er ekki of svartsýnn á að ég fái
það. Þú veist að eftir byltinguna 1917
ríkti borgarastríö milli hvítliöa og
rauða hersins og í kjölfar þess flýðu
margir, en meira að segja þetta fólk
fékk um síöir sakaruppgjöf og fékk að
snúa heim. Frá 1970 til 1979 fóru rúm-
lega 300.000 manns frá Sovétríkjunum
til Israels. Og þrátt fyrir allt er þetta
mikill fjöldi. Á hinn bóginn má nefna
dæmi frá öðrum austantjaldslöndum.
Roman Polanski, sem ég kannast við,
hefur verið 20 ár vestanhafs og hann
hefur alltaf haldiö pólskum passa,
meira að segja er herlögin voru sett.
Eg vona að málin þróist á þann veg í
Sovétríkjunum að slíkt veröi hægt.
Götulífsmyndir
I Sovétrikjunum tók ég mikið af
götulífsmyndum en fékk þær ekki
birtar þar. Þær voru birtar seinna
vestantjalds en til aö afla mér lifi-
brauðs fékkst ég við myndatökur
fyrir auglýsingar og ýmiss konar
skreytingar. Svo gerði ég plötualbúm
og veggspjöld fyrir vini mína í popp-
hljómsveitum.
Eftir að ég kom til Vesturlanda,
seint á árinu 1979, fékk ég strax mikið
að gera. Um tíma voru ekki birtar
eins margar myndir eftir nokkurn
ljósmyndara og mig. Ég vann fyrir
Paris Match (götumyndirnar), Life,
Stern og Vouge. Eg hef tekið meira
en 200 tískuljósmyndir fyrir það blað
og er enn aö.”
— Hvernær byrjaðir þú að taka
myndirnar af íslensku listamönnun-
um?
„Eg tók megnið sumarið 1983 og
vann við þaö í tvo mánuði.”
Við blöðum í gegnum bókina á
milli þess sem skákmennirnir eru
færðir til á borðinu. — Eru andlits-
myndir kannski sérgrein þín?
„Nei, enda eru það yfirleitt ekki
klassískar andlitsljósmyndir sem eru
í bókinni. Ég reyndi að ljósmynda
listamennina í eðlilegu umhverfi
þeirra, á vinnustað eða heimili. Eg
tók myndir af sumum úti. Ég reyndi í
öllum tilfellum aö hafa eitthvað
örlítiö meira en bara manneskjumar
sjálfar. Einn hluti af heimilinu, ein-
kennilegt fjall í baksýn, eitthvað til
aö bæta við.
Sumir hafa spurt mig hvort ég hafi
ekki liöiö fyrir hversu litill tími gafst
til verksins. Mér finnst það asnaleg
afsökun. Maður tekur aldrei tvær
myndir á tveimur ólíkum augnablik-
um.
íslendingar og
Rússar líkir
Landslag Islands er undarlegt og
framandi. Ég hef ferðast mjög víöa
í Evrópu, Ameríku, Afríku og Asíu.
Ég hef ekki kynnst neinni þjóð sem
er eins lík Rússum og Islending-
ar. . . og samt er umhverfið svo
gjörólíkt.
Ég veit ekki til þess að það geti
gerst annars staöar er. á Islandi og í
Rússlandi aö tvær manneskjur hittist
úti á götu og fari að ræða um alheim-
inn og guödóminn upp úr þurru. Það
býr í okkur einhver innri þörf til and-
legra iðkana. Eg held að menntun eöa
menning hafi hér ekki úrslitaáhrif.
Eg held að fólk hreinlega fæðist
svona. Manneskjan hefur persónu-
leika þegar hún fæöist og ég held að
engin leið sé til að breyta henni al-
gjörlega.
Sverrir á hóteli
Eg tók myndir af á að giska 170
íslenskum listamönnum. Það var
reyndar dálítið leiðinlegt aö nokkrir
þeirra vildu ekki fá mynd af sér í
bókina.
Eg ferðaöist með Magnúsi
Magnússyni um landið til að taka
landslagsmyndir af söguslóðum
Islendingasagna (birtist á næsta ári)
og sá þá hreint frábæra mynd á hóteli
sem við dvöldum á. Ég vildi endilega
hitta málarann Sverri Haraldsson,
bæöi sem ljósmyndari og listáhuga-
maður, en því miður var mér tjáð að
hann væri veikur og vildi ekki hitta
fólk. Mér auðnaðist aldrei að hitta
hann því að hann er nú látinn.”
Sigurður A. Magnússon er nú kom-
inn á vettvang og við skoðum saman
bókina. Hann segist halda mikið upp
á ljósmynd Sichovs af Jóhanni Briem.
„Já, og Briem er frábær málari!
Það er ósanngjarnt að hann skuli ekki
vera heimsfrægur. Ég man eftir því
að ég sá gamalt verk eftir hann
heima hjá honum, frá þriðja áratugn-
um held ég, sem sannfærði mig um
að þar væri kominn stórkostlegur
málari.
Áhrifamikið að hitta
Jakobínu
Eiginlega varð ég fyrir mestum
áhrifum af Jakobínu Sigurðardóttur
og ég var spenntur að hitta hana því
hún er mjög þekkt sem rithöfundur í
Sovétríkjunum. Islenskar bókmenntir
eru nokkuð mikið lesnar þar, Laxness
auðvitað er þekktur. Jú, jú, ég hafði
lesið íslensk verk áður en ég fór
vestur. Og þessar stórkostlegu bók-
menntir sýna að Islendingar eru
mikil þjóð. .. ”
Skákin er að fjara út. Mér sýnist
Sichov vera að ná undirtökunum,
enda kóngsvængurinn í uppnámi hjá
mér. Sigurður A. segir að ég megi
telja mig góðan ef ég nái jafntefli.
Eina leiðin út úr óförunum er að láta
Sichov gleyma skákinni.
Það tekst. Hann rekur augun í
mynd af Spassky sem hangir uppi á
vegg.
„Nei, ég þekki ekki Spassky, en
mig langar til að kynnast honum og
reyndar búum við í sömu borg,
París.”
Aðdráttarafl Parísar
Af hverju ákvaöst þú að setjast aö
þar?
„París er auðvitað ekki sama
miðstööin og hún var, sérstaklega
ekki í málaralistinni en mér finnst
hún vera enn miðpunktur Evrópu. Ég
sótti um landvistarleyfi í Bandaríkj-
unum fyrst eftir að ég kom vestur en
hætti svo við þaö eftir að hafa farið
nokkrum sinnum þangað vegna starfa
minna fyrir Life. París hentar mér
vel sem dvalarstaður vegna vinnu
minnar.”
Umræðurnar snúast brátt um
ýmsa rússneska listamenn og hvers
vegna París hafi alltaf haft slíkt aö-
dráttarafl bæði fyrir og eftir byltingu.
Sichov segist ekki hitta mikið landa
sína í París, að minnsta kosti ekki
vegna þess að þeir séu landar.
Okkur verður rætt um kvikmynda-
leikstjórann Kontchalovsky. Eg minni
á að hann starfar vestantjalds en
heldur sovéskum passa. Það er
kannski ekki furöa því aö Sichov upp-
lýsir mig um að faðir hans sitji í mið-
stjórn kommúnistaflokksins og hafi
samið sovéska þjóðsönginn. „En hann
flúði á sinn hátt, bróðir hans er besti
kvikmyndagerðarmaður Sovétríkj-
anna og hann vildi ekki lifa í skugga
hans.”
Dreymir um íslenska
listsýningu í Paris
Sichov segir mér að frá því hann
hafi farið vestur hafi þrír vinir hans
dáiö í Gulaginu og hann gagnrýnir
suma andófsmenn sem hafi með
starfsemi sinni leitt aðra í fangelsi en
verið óáreittir sjálfir vegna frægðar
erlendis.
En hér er ekki rúm fyrir spjall um
Sovétríkin. Sichov og Sigurður eru
tímabundnir og ég búinn að ná jafn-
tefli í skákinni — á óheiðarlegan hátt.
„Mig langar til aö halda áfram að
taka myndir af listamönnum eins og
eru í þessari bók. Eg væri meira en
til í að taka Vestur-Berlín fyrir. . .
En að lokum vil ég segja þér að ég
á þann draum að koma upp sýningu í
París á verkum íslenskra lista-
manna.” segir Sichov að lokum.
Og Sigurður A. bætir við. „Og hann
gerir það örugglega.”