Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 16
16
DV. LAUGARDAGUR13. JULl 1985.
Nauðungaruppboð
annaö og síðasta á eigninni Hrauntungu 10, Hafnarfirði, þingl. eign
Eyjólfs Agnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 19. júli 1985,
kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síöasta á eigninni Hverfisgötu 16, rishæð, Hafnarfirði, þingl.
eign Jóngeirs Magnússonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 19.
júli 1985 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Breiðvangi 50, efri hæð, Hafnarfirði, þingl.
eign Sverris Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 19. júli
1985 kl. 15.15.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Drangahrauni 1, Hafnarfirði, þingl. eign
Hjólbarðasólunar Hafnarfjarðar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn
19. júlí 1985 kl. 15.45.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Holtsbúð 41, Garðakaupstað, tal. eign Há-
konar Gissurarsonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 19. júli 1985
kl. 16.15.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Norðurbraut 24, Hafnarfirði, þingl. eign
Magnúsar Kjartanssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 19. júlí
1985 kl. 16.45.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Tigulsteini v/Bjarg, Mosfellshreppi, tal.
eign Kristins Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 16.
júli 1985 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Fögrukinn 2, efri hæð, Hafnarfirði, þingl.
eign Þorleifs J. Thorlacius, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 17.
júlí 1985 kl. 16.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Auglýsing um styrki úr
Kvikmyndasjóði íslands
Samkvæmt lögum nr. 94/1984 um kvikmyndamál eru
megintekjur Kvikmyndasjóðs árlegt framlag úr ríkissjóði,
er nemi áætluðum söluskatti af kvikmyndasýningum í
landinu. Á árinu 1983 nam söluskattur þessi um 28
milljónum króna. Á árinu 1985 hefur þegar verið úthlutað
18 milljónum króna úr sjóðnum.
Nokkur viðbótarfjárveiting hefur fengist til að mæta hinu
lögbundna framlagi til sjóðsins á árinu 1985 og er hér með
auglýst eftir umsóknum um þessa fjárveitingu.
Er umsækjendum hér með gefinn kostur á að endurnýja
fyrri umsóknir eða senda nýjar. Ekki verða teknar til
greina eldri umsóknir, sem ekki verða endurnýjaðar sam-
kvæmt þessari auglýsingu.
Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1.
ágúst 1985.
Reykjavik, 12. júlí 1985.
Stjórn Kvikmyndasjóðs Íslands.
mk. :z$S*LÍZmf -' ‘ ■ f
Þessi mynd er úr landsleik islands og Færeyja í Keflavik. Guðmundur Steinsson sóst hór skora.
„fókk" einnig að leika ó Akranesi. DV-mi
Landsleikjum er
nú úthlutað
Skagamenn settu aftur spennu í 1.
deildar keppnina í knattspyrnu
þegar þeir unnu stórsigur, 6—2, yfir
Fram á Akranesi um sl. helgi. Þar
meö komu Skagamenn í veg fyrir aö
Framarar myndu „stinga af”.
Framarar eru nú meö fimm stiga
forskot á Skagamenn — eru með 22
stig, en Skagamenn 17. Þess má geta
til gamans aö þegar 1. deildar
keppnin var hálfnuö í fyrra voru það
Skagamenn sem voru á toppnum
meö 22 stig, en Keflvíkingar í ööru
sæti meöl8stig.
Nú þegar 1. deildar keppnin er
hálfnuð, þá hafa veriö skoruö 146
mörk í 45 leikjum, sem segir aö 3,2
mörk hafi verið skoruö aö meöaltali í
leik. Þegar keppnin var hálfnuð í
fyrra voru mörkin 103, þannig aö
meöaltaliö var 2,2 mörk í leik.
Markakóngabarátta
Sóknarknattspyrnan hefur verið í
hávegum höfð hjá 1. deildar liðunum
í ár, sem sést best á því aö aukning á
mörkum milh ára er 43 mörk. Þetta
mikla markaregn hefur oröiö til þess
aö baráttan um markakóngstitilinn
er gífurlega hörö. Omar Torfason úr
Fram hefur skoraö flest mörkin —
alls 9. Hann hefur skoraö í átta
leikjum af níu. Ragnar Margeirsson
hjá Keflavík kemur næstur á blaði,
meö 8 mörk, en síðan koma Bjarni
Sveinbjörnsson, Þór, 7 mörk,
Guömundur Steinsson, Fram, og
Guömundur Torfason, Fram, 6
mörk.
Stuðningsmenn sviknir
Þaö vakti nokkra gremju hjá
áhangendum Skagamanna í Reykja-
vík og áhangendum Fram aö leik
Akraness og Fram haföi verið flýtt
fram um 15. mín. frá áður auglýstum
tíma. Þeir knattspymuunnendur,
sem feröuðust meö Akraborginni
upp á Akranes, komu of seint tQ leiks
og misstu af tveimur fyrstu mörkum
leiksins. Þaö má meö sanni segja aö
forráöamenn Skagamanna og
Framara hafi brugðist áhangendum
sínum meö því aö samþykkja að
færa leikinn fram.
Skagamenn voru aö selja svikna
vöru þegar þeir seldu mönnum á
hafnarbakkanum í Reykjavík
sérstakan pakka á leikinn — þ.e.a.s.
ferö fram og til baka og miöa á
leikinn. Þeir voru þar meö að selja
miöa á leik sem var hafinn þegar
kaupendur mættu á staöinn. Já,
tryggir stuöningsmenn liöanna, sem
lögöu á sig langa ferö, voru sviknir —
og þeir voru aö sjálfsögðu óhressir.
„Eigum við ekki að
heilsa með handabandi?"
Færeyingar hafa verið hér á landi
meö knattspyrnulandslið sitt til aö
leika tvo landsleiki gegn
Islendingum. Þaö voru ekki margir
— til Péturs og Páls
íþróttir í
vikulokin
SigmundurÓ.
Steinarsson
áhorfendur sem lögðu leið sína á
íþróttavöllinn í Keflavík sl.
miövikudag til aö sjá fyrri landsleik
þjóðanna. Þegar Ieikurinn hófst,
voru ekki nema um f jórir áhorfendur
mættir. Islenska landsliöiö hljóp inn
á völlinn í byrjun, í einfaldri röð —
undir stjórn fyrirliðans, Guömundar
Þorbjömssonar. „Strákar, viö
stillum okkur upp og veifum til
áhorfenda,” sagöi Guömundur við
sína menn. Þá gall viö í einum lands-
liðsmannanna: „Eigum viö ekki
aö heilsa áhorfendum meö handa-
bandi.”
Að úthluta landsleikjum
Það er sjálfsagt aö leika landsleiki
gegn Færeyingum, enerekkiréttað
hafa þá B-landsleiki, eins og hér á
árum áöur? Landsliðsnefnd notar
þessa leiki greinilega sem aukaleiki
og þá hefur maöur það á tilfinn-
ingunni aö veriö sé aö úthluta lands-
leikjum til knattspyrnumanna sem
hafa fram að þessu ekki sýnt getu í
gegnum árin til að tryggja sér lands-
liðssæti. Mér er alltaf ofarlega í huga
í þessu efni, þegar varamarkvörður
Fram lék landsleik um árið, áöur en
hann var búinn aö leika meö
Framliðinu. Sá leikmaður er hættur
knattspyrnu fyrir mörgum árum. Þá
fékk varnarmaöur hjá Víkingi leik
sl. sumar — leikmaöur sem aldrei
kemur til með aö klæöast landsliðs-
peysunni aftur.
Þessar úthlutanir landsliösnefndar
halda nú áfram. Þaö er veriö aö láta
Pétur og Pál leika „kveöjuleiki” —
leikmenn sem leika aldrei framar í
landsliðinu. Þessi vinnubrögö lands-
liðsnefndar eru fyrir neöan allar
hellur. Þau eru lítilsviröing við
knattspyrnumenn, sem börðust og
berjast fyrir því aö leika landsleiki.
Lágkúra landsliösnefndarinnar er
svo mikil aö nefndarmenn velja leik-
menn í landsleiki frá þeim bæjum
sem leikiö er í hverju sinni.
Furðulegt val
Landsliösnefndin (Gylfi Þóröar-
son, Akranesi, Gunnar Sigurðsson,
Akranesi, og Þór Símon Ragnarsson,
Reykjavík) komu á óvart meö furðu-
legu vali á landsliöinu. I staöinn fyrir
að velja t.d. tuttugu manna hóp fyrir
landsleikina og velja síöan ellefu
bestu leikmennina hverju sinni í
byrjunarliðiö var landsliðiö valiö
þannig aö vitað var fyrirfram
hverjir léku í Keflavík og hverjir
léku á Akranesi.
Þaö var ekkert veriö aö hugsa um
hvaö leikmenn léku vel í Keflavík.
Þaö var ekkert veriö aö hugsa um
metnaö leikmanna. Og þaö
hlægilegasta viö valiö var að áður en
leikið var í Keflavík fengu fastir
landsliösmenn hjá Tony Knapp
landsliösþjálfara að vita þaö aö þeir
ættu ekki aö leika á Akranesi.
Fyrirliöinn, Guömundur
Þorbjörnsson, var t.d. settur út í
kuldann og einnig var Þorgrímur
Þráinsson látinn hvíla sig.
Já, sveiflan er mikil hjá
Guömundi. Fyrirliöi annan daginn,
en síðan ekki meö hinn daginn.
Hvers vegna ekki
21 árs landsliðið?
Ur því aö fariö var út í það aö nota
landsleikina gegn Færeyingum sem
„kveðju- og úthlutunarleiki”, var þá
ekki réttast aö láta 21 árs landsliöið
okkar leika gegn Færeyingum og
skrá leikina þá sem B-landsleiki?
Guöni Kjartansson, þjálfari 21 árs
landsliðsins, hefði þar meö fengiö
tilvaliö tækifæri til aö fá æfingu fyrir
21 árs landslið Islands, sem á eftir aö
leika einn leik í Evrópukeppninni —
gegn Spánverjum. Þaö heföi verið
einhver tilgangur í leikjunum gegn
Færeyingum, ef svo heföi orðiö.
Bestu leikmennirnir
erlendis
Undanfarin ár hafa bestu knatt-
spyrnumenn Islands leikiö erlendis
sem atvinnumenn. Oft hefur verið
erfitt að fá þá í landsleiki. Nú er
þróunin orðin sú sama í handknatt-
leiknum. Átta af fastamönnum
landsliösins í handknattleik leika
erlendis — Bjarni Guömundsson,
Atli Hilmarsson, Kristján Arason,
Alfreð Gíslason og Sigurður
Sveinsson leika í V-Þýskalandi,
Þorbergur Aöalsteinsson í Svíþjóö og
Einar Þorvaröarson og Siguröur
Gunnarsson á Spáni. Þetta er slæmt
þegar þaö er haft í huga aö islenska
landsliöiö er farið aö undirbúa sig
fyrir HM-keppnina í Sviss. Þessir
snjöllu leikmenn geta ekki tekiö þátt
í öllum undirbúningnum fyrir HM.
Það ætti kannski ekki aö koma aö sök
þar sem þessir leikmenn hafa leikiö
tugi landsleikja saman á undan-
förnum árum. Gjörþekkja hver
annan og þá leikaðferð sem Bogdan
landsliösþjálfari leggur upp.
Þaö er aftur á móti mikil blóötaka
fyrir íslenskan handknattleik aö
þessir leikmenn skuli vera erlendis.
Þetta eru leikmennirnir sem áhorf-
endur hafa haft mestu ánægjuna af
aö horfa á hér á landi undanfarin ár.
Leikmennimir sem hafa laðað flesta
áhorfendur aö. -SOS