Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1985, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR13. JULI1985 standa nokkrar leiöir opnar. Algengt er aö fólk fylgist með auglýsingum í blööum um húsnæöi í boði. I þeim er venjulega beöið um tilboö. „Þaö koma að meðaltali 15 til 20 tilboö í hverja ibúð,” sagöi starfsstúlkan á smá- auglýsingadeild DV svo ljóst er að þessi leið veröur aðeins fáum til fram- drátt'ar. Yfirleitt fær hæstbjóöandi hnossið og þá jafnvel eftir uppboö eins og lýst er í upphafi þessarar greinar. önnur leiö er aö auglýsa eftir húsnæði, þá annaöhvort í blöðum eða á öörum opinberiun vettvangi eins og til dæmis í söluturnum. Síðustu vikurnar hafa þetta 15 til 20 aöilar auglýst dag- iega eftir húsnæði á meðan aöeins 7 til 10 auglýstu húsnæði í boði. Þessar augiýsingar bera mjög misjafnan árangur; sumir fá engin viöbrögö en svo er til í dæminu aö fólk fái allt aö 10 upphringingar. Reglusöm stúlka í námi, sem óskaöi eftir einstaklings- íbúö, fékk til dæmis átta tilboð. Þrjú þeirra komu aftur á móti ekki til greina vegna þess aö þá var fólk aö bjóöa herbergi inni á heimilinu hjá sér, tvö voru um íbúðir í Hafnarfiröi þannig að aðeins þrjú voru eftir. Títtnefnd starfsstúlka á DV kvað undirtektimar velta líka nokkuö á því hvemig aug- lýsingin er orðuð. „Það borgar sig fyrir fólk aö gefa upp eins miklar upp- lýsingar um sjálft sig og þaö getur; aldur, greiöslugetu, f jölskyldustærð og svo framvegis,” sagöi hún. Loks getur fólk leitaö til leigu- miðlunar. Aöeins ein slík er starfandi í Reykjavík, Húsaleigufélag Reykja- víkur og nágrennis. Oski menn eftir þjónustu þess veröa þeir fyrst aö greiöa 1750 krónur og eru þeir þá orðnir félagar. Þó aö þeir greiöi þetta gjald hafa þeir enga tryggingu fyrir húsnæöi. Margir telja aö sú starfsemi sem þarna er rekin sé ekki lögleg og eins eru margir leigj- endur óánægöir meö þá fyrirgreiðslu sem þeir hafa fengiö, eða réttara sagt ekki fengið, hjá félaginu. Þetta er engu aö síður leið sem fólk reynir og sumir meðárangri. Algjör frumskógur En jafnvel þó að fólki standi húsnæði til boöa er ekki allur vandi þess leystur. Húsaleigusamningar og sam- skipti leigjenda og húseigenda eru af ýmsum toga. Gerðar eru kröfur um háar fyrirframgreiðslur og lög um uppsagnarfrest, leiguhækkanir og fleira eru þverbrotin. „Leigumarkaðurinn birtist mér eins og algjör frumskógur. Það er hver aö bjarga eigin skinni og fólk er tilbúið til aö fórna miklu til þess,” sagöi Kristin Sævarsdóttir, starfsmaöur Leigjendasamtakanna, en samtökin hafa opna skrifstofu hluta úr degi. Starf Kristínar er aö veita leiðbeining- ar og ráðgjöf til leigjenda og upplýsa þá um rétt þeirra. „Eg er við héma þrjá tíma á dag og á meöan stoppar síminn naumast. Ætli þetta séu ekki svona 30 til 40 símtöl. Fólk hringir út af margs konar vanda- málum. Þessa dagana er mikiö um að það hafi ekki húsnæði en það er líka stööugt haft samband viö okkur af fólki sem verið er aö kasta út úr íbúöum eöa krefja um ósanngjamar fyrirfram- greiðslur. Fólk þekkir almennt ekki rétt sinn samkvæmt húsaleigu- lögunum.” — Er mikið um aö þessi lög séu brotin? „Já, þaö er miklu algengara heldur en að farið sé eftir þeim. Einkum er fólk fáfrótt um uppsagnarfrest og á stundum til aö gera ófullkomna samninga. Hér hjá okkur og reyndar víðar má fá stööluö samningseyðublöð sem félagsmálaráðuneytið hefur út- búið fyrir húsaleigusamninga og eins eriun viö meö fjölrit af húsaleigulögun- um sem viö útbýtum til leigjenda. .„Kristín sagöi að til sín kæmi fólk sem kastaö væri út meö viku eöa hálfsmán- aðar fyrirvara en samkvæmt lögum um ótímabundna samninga er upp- sagnarfresturinn þrír mánuöir fyrsta áriö sem leigt er í ákveönu húsnæöi. Eftir þann tíma er uppsagnarfrestur- inn sex mánuöir en eftir fimm ár er hann eitt ár. „Fólk verður undrandi þegar þaðheyrir þetta,” sagði Kirstín. Allir sem rætt var við voru á einu máli um aö ástand leigumála væri slæmt og enginn bjartsýnn um að úr rættist. Eins og fram kemur í viðtalinu viö formann Leigjendasam- takanna, binda þau vonir viö húsnæðis- samvinnufélagiö Búseta. Á þriöja þúsund manns hefur gengið í félagiö og fer þeim fjölgandi. Látum einstæöa móður í húsnæðisleit hafa síöasta oröiö: „Eg er aö leita mér aö níundu íbúðinni á þremur árum. Eg hef oftast verið þaö óheppin aö íbúðirnar sem ég hef leigt hafa verið seldar. Á tímabili þurfti ég aö flytja inn til móður minnar og í annan stað til ættingja. Nú er ég byrjuö aö tala viö fólk, þaö er besta leiðin. I fyrra auglýsti ég fyrir 2000 og allt sem ég hafði upp úr krafsinu voru símtöl við fólk sem spuröi spurninga um persónulga hagi manns, sagöi takk og lét svo ekki frá sér heyra meir.” „EIGNASTEFNAN LEYSIR -------------------\ SIGURiÓN ÞORBERGSSON, FORMAÐUR LEIGJENDA- SAMTAKANNA: „Ef þú ert húseigandi þá er vandinn sá aö láglaunafólk getur ekki greitt af launum sínum þá leigu sem húseigend- ur telja sig þurfa að fá í því vaxtakerfi sem viö búum viö,” sagöi Sigurjón Þorbergsson, formaður Leigjenda- samtakanna, þegar hann var beðinn um aö skilgreina vanda leigu- markaöarins. „Eg get ekki séð aö vandinn veröi leystur meö markaös- lögmálunum einum saman. Það verö- ur aö grípa einhvers staðar þarna inn í af hinu opinbera, til dæmis meö húsa- leigustyrkjum. Þeir þekkjast í öllum löndum í kringum okkur, hvort sem þaö eru vinstri eöa hægri öfl sem halda þar um stjómartaumana. Þar þarf fólk ekki að greiða í húsaleigu meira en upphæö sem nemur ákveöinni pró- sentu af laununum. Mismunurinn er greiddur af opinberu fé. Þaö er alveg ljóst að þessi eigna- stefna, sem hér hefur veriö ráöandi, leysir aldrei vanda allra. Þaö þurfa alltaf einhverjir að leigja sér húsnæði, 10 til 20% íbúanna, og eins og laun fólks eru núna þá er þetta miklu stærri hóp- ur. Það er þessi hópur sem eignast aldrei eigið húsnæði, enda er þaö í sjálfu sér fáránlegt markmið að menn verði að eiga steinsteypuna í kringum sig. Markmiðið hlýtur fyrst og fremst að vera það að fólk hafi öruggt hús- næði. Það er ósköp skiljanlegt að húseig- endur séu óhressir því þeir geta ekki sett upp þá leigu sem þeir telja sig þurfa til að geta ávaxtað fé sitt jafnvel og ef það væri til dæmis í verðbréfum. Það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að fólk, sem lifir á vinnu sinni og hefur ekki tekjur af vöxtum, borgi það sem upp þarf að setja að mati hús- eigenda. Það er löngu kominn tími til að Is- lendingar taki upp einhvers konar húsaleigustyrki. Þeir hafa í raun runn- ið allir til húseigenda á undanförnum áratugum en aldrei til leigjenda. Leigj- endasamtökin hafa valiö leið Búseta og hefur starfsemi samtakanna í raun færst yfir á þaö félag. Við teljum þá leiö rétta, enda hefur hún sannaö gildi sitt í f jölmörgum löndum. Þaö eru hins vegar ákveðin öfl hér á landi sem standa í vegi fyrir þessari leið. Þau vita að hún getur orðiö þeim skeinu- hætt ef hún nær árangri, það er ef fólk velur þá leið í stað hinnar hörðu eigna- stefnu. — Nú áttu sér stað samræður milli Leigjendasamtakanna og Húseigenda- félagsins um úrbætur í leigumálum án nokkurs árangurs. Hvað bar á milli? „Þaö sem þeim hjá Húseigendafé- laginu lá fýrst og fremst á hjarta var að við tækjum undir ákveðnar kröfur sem þeir hafa sett fram, meöal annars um að húsaleiga verði gerð algerlega skattfrjáls. Þeir halda því fram aö með því móti mætti auka framboð á leiguhúsnæði. Við kynntum hins vegar okkar tillögur um aö koma á húsa- leigustyrkjum og það má segja að báð- ir aðilar hafi tekið dauflega í tillögur hins. Okkur skipta skattamálin ekki höfuðmáli og þá ekki húsaleigu- styrkimir. I sambandi við skattamálin teljum viö aö húsaleiga hafi veriö talin vægast sagt mjög illa fram til skatts í marga áratugi. Helst kæmi til greina að leigjendur hefðu verulegan hagnaö af! því aö gefa upp leiguna þannig aö hún yrði gefin upp. Síðan mætti hliðra því til hvemig hún yrði skattlögð. Okkur leist hins vegar ekki á að gera það að okkar baráttumáli að afnema tekju- skatt af leigu, sér í lagi vegna þess að þeir sem hafa byggt hafa fengið til þess mikla aðstoð.” — Þú telur ekki að þettaauki framboð á húsnæði? „Það getur vel verið að þetta auki framboð á húsnæöi, en hvort réttlætanlegt er aö gera löglegt það sem hingað til hefur verið ólöglegt er hæpiö. Það er að minnsta kosti óeðli- legt að viö séum aö taka undir kröfur með það. Eg held að Húseigendafélag- ið sé einfært um aö fá það fram ef það er leiðin sem þeir kjósa.” — Ykkar lausnir felast þá annars vegar í húsaleigustyrkjum og hins veg- aríBúseta? „Já, og það þarf í raun báðar leiöir- inar til. Samkvamt núverandi lögum fær Búseti aöeins að taka aldraða, öryrkja og námsmenn inn í sínar íbúöir. Flestir sem eru í þessum hópum hafa þaö lág- ar tekjur að þeir ættu mjög erfitt með að leggja fram þann hluta íbúðarverðs sem krafist er. Þetta fólk þyrfti á húsa- leigustyrkjum aö halda ef Búseti ætti. að byggja eingöngu fyrir það.” — Telur þú líklegt aö húsaleigustyrk- ir veröi teknir upp? „Tillögur um húsaleigustyrki hafa veriö kynntar á Alþingi hvaö eftir annað en þær hafa vart fengið um- ræðu, hvað þá meira. Við höfum rætt þessar tillögur viö félagsmáiaráöherra og hann tekið vel í þær en þaö verður þungur róður aö fá nokkuö í gegn hjá þessari ríkisstjórn. Hún er vel þekkt fyrir annað en félagslegar aögeröir. ” — Viltu spáíframtíöina? „Eg held að þróunin kalli á lausnir eins og Búseta. Meöan misvægi milli launa og vaxta er svona mikið í þjóðfélaginu og því svo erfitt fyrir fólk að byggja sjálft þá hljóta <sífellt fleiri aö óska eftir öruggu þaki yfir höfuöiö án þess þó að eiga það. Þó að margir í núverandi ríkisstjórn séu á móti Búseta þá eru þeir með þessari stjórn eða óstjóm sinni að ýta undir það að leið Búseta verði sú eina færa fyrir stóran hóp fólks.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.