Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Qupperneq 2
2 DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. ísfilm vonast til að hefja sjónvarps- útsendingar í mars „Við vildum hefja sjónvarpsút- sendingar strax í janúar ef þess væri kostur en vonandi getum viö byrjað í mars. Aö vísu erum við ekki farnir að ráða til okkar dagskrárgerðarfólk en það er í undirbúningi,” sagði Hjörleifur Kvaran, framkvæmda- stjóri Isfilm h/f, er DV spurði hann hvað væri helst að gerast hjá fyrir- tækinu. Isfilm er í eigu sex aðila, Almenna bókafélagsins, Árvakurs h/f, Frjálsrar fjölmiölunar hf., Reykja- víkurborgar, Sambands ísl. sam- vinnufélaga og Hausts h/f, og eiga þessir aðilar allir jafnan hlut í fyrir- tækinu. Fjárhagsdæmið í athugun „Við erum alltaf að reikna, skoða fjármálin og gera okkur grein fyrir hvað við þurfum af tækjum til að setja upp sjónvarpsstöð. Það tekur misjafnlega langan tíma að panta þessi tæki en vonandi berast þau á tilskildum tíma. Viö gerum okkur góðar vonir um að fá leyfi fyrir rekstrinum, en leyfisveitingar verða í höndum sérstakrar útvarpsréttar- nefndar sem sett verður á laggimar eftir að nýju útvarpslögin ganga í gildi. Hún getur þó ekki hafið störf fyrr en í febrúar í fyrsta lagi vegna ^ jólaleyfis þingmanna. Við vonum einnig að þær reglugerðir, sem gert er ráð fyrir að settar verði í tengsl- um viö ákveðnar greinar laganna, þrengi ekki rétt okkar þannig aö fjárhagsdæmið verði erfiðara,” sagði H jörleifur. Sýna annars konar efni — Hvaöa áherslupunktar verða hjá ykkur varðandi efnisval? „Við leggjum áherslu á að sýna annars konar efni en boðið er upp á í ríkisfjölmiðlum. Við viljum skapa okkur sérstöðu varöandi innlenda dagskrárgerö, öðruvísi fréttir, fréttaskýringar og viðtöl. Einnig leggjum við áherslu á einfalda skemmtiþætti. Að vísu munum við reyna að fara varlega í sakirnar til að byrja með því innlend dagskrár- gerð er dýr og höfum við enga burði til að keppa við ríkisfjölmiðla í því sambandi. Meginuppistaðan verður því erlent efni, af nógu er að taka, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Einhvers konar sambland af létt- leika og alvöru er markmiðið. — Hvaðfelstíöðruvísiefni? „Þaö er að vísu óljóst ennþá en það skýrist þegar þar að kemur. ” Verðum líklega að hafa auglýsingaverð lægra — Verður auglýsingaverö lægra hjá ykkur en ríkisf jölmiðlum? „Við munum aðeins ná 60% þjóðarinnar, því það efni sem sent verður nær aðeins til augna Reykjavíkurbúa og meðan svo er verðum við líklega að hafa lægra verð á auglýsingum. K.B. Kjararannsóknamefnd: Tímakaup hef ur hækkað um 5% umf ram kauptaxta Helstu niðurstöður í nýútkomnu fréttabréfi kjararannsóknarnefndar eru að hreint tímakaup hækkaði að meðaltali um5% umfram kauptaxta. Tímabilið sem þessi rannsókn nær til er frá 2. ársfjórðungi 1984 til 2. árs- fjórðungs þessa árs. Tímakaup þeirra stétta sem úrtaksathugunin náði til er þó mismunandi eftir stéttum. Hjá verkamönnum hafði hækkun umfram taxta verið 3,8%. Hækkun taxta á þessu tímabili er 26,1%. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér er þessi hækkun komin í 38,1% þegar komið er fram á 3. árs- f jórðung í ár. Laun verkamanna voru 1984 kr. 17.249,- en á 2. ársfjórðungi í ár 21.836,- krónur. Mánaöarlaun verkakvenna voru þá 21.146,- krónur. Hjá sumum hópum hafa tekjurnar hækkað meira en segir til um í niður- stöðunum m.a. vegna tímaskrifta án vinnuframlags. Það var t.d. hluti af samningum við verslunarmenn á tímabilinu. Hækkun taxta afgreiðslu- fólks var tæp 30% sem á 3. ársfjórö- ungi, eða í sumar, er komin í 40,1%. Iönaðarmenn höfðu 22.563 kr. á 2. ársf jórðungi í fyrra en á sama tíma að ári 29.274 krónur. Vinnustundum iönaðarmanna fjölgaði um rúmar tvær klukkustundir á tímabilinu. Meöaltímakaup þeirra hækkaði um 36,8% þennan tíma. Kaupmáttur lífeyrisgreiöslna á 2. ársf jórðungi, t.d. mæðralauna, komst í 134,63 en var í ársbyrjun 1983 85,80 og í fyrra í byr jun árs 98,01. Elli- og örorku- lífeyrir, að viðbættri tekjutryggingu, var kominn í 90,09 í lok könnunartíma- bilsins en var í upphafi 85,99. Meðaltímakaup kvenna við af- greiðslustörf hækkaði úr 93,81 kr. í 125,20 kr. eöa um 33,5%. Karlar við sömu störf fengu 36,8% launahækkun samkvæmt niðurstööum þessum. -ÞG Vanskiiakröfur á hendur ríkissjóði: 354 milljónir í árslok 1984 I árslok 1984 námu kröfur vegna vanskila aðila, sem ríkissjóður haföi gengið í ábyrgð fyrir, um 354 milljónum. Á þessu sama ári greiddi ríkissjóöur 248 milljónir vegna van- skila annarra en fékk til baka frá þeim 121,5 milljónir. Þannig urðu nettógreiöslur vegna vanskila tæpar 127 milljónir. Því er nefnilega þannig farið að skuldbindingar ríkissjóös ná ekki aðeins til bókfærðra skulda ríkis- sjóös heldur einnig til ábyrgðaskuld- bindinga sem ríkissjóður tekur á sig. Af þeim kröfum vegna vanskila í árslok 1984 námu vanskil vegna togaralána 90,5 milljónum. Aðrir stórir liðir voru t.d. lán vegna samgangna, alls 77,4 milljónir, og lán vegna landbúnaðar 63 milljónir, svo eitthvað sé nefnt. Ríkisábyrgðir næsta árs munu minnka nokkuð. Gert er ráð fyrir að ríkisábyrgðir vegna erlendrar lán- töku verði um 1 milljarður á næsta ári. Af þessari upphæð verða 910 milljónir vegna fyrirtækja meö eignaraðild ríkissjóös. -APH. r++■*■*■**-*■■*-* ■*■■* 1 L A S rQ o % *<- ÞRDSTIIR rv'* <í>' ^ ----- 68 5060 smaum Flytjum allt frá pökkum upp í heilar bú slóðir innanbæjar eða hvert $ á land sem er. 68 50 60 Hótel Stykkishólmur. Þessu glæsilega hóteli var synjað um vínveitinga- leyfi. Hótel Stykkishólmur reynir aftur að fá vínveitingaleyfi „Við erum að reyna að fá málið tekið upp aftur. Þaö er kannski á viðkvæmu stigi eins og er,” sagði Ellert Kristins- son, oddviti Stykkishólmshrepps, er DV ræddi viö hann um vínveitingaleyfi fyrir Hótel Stykkishólm. Eins og áður hefur komið fram i DV var hótelinu synjað um vínveitinga- leyfi í haust. Jón Helgason dómsmála- ráöherra synjaði hótelinu um þetta leyfi á grundvelli afstöðu áfengis- varnarnefndar hreppsins. Hrepps- nefnd og sýslunefnd höfðu báöar lýst sig fylgjandi leyfinu. Hóteliö hefur haft leyfi til að selja vín yfir sumarmánuöi til 1. október. I vor var sótt um leyfi til að selja vín allt árið en því var hafnað. Sjálfstæðis- menn á hinum sögulega Stykkishólms- fundi á dögunum voru með þeim síöustu sem keypt gátu áfengi á hótelinu. Hótel Stykkishólmur er með reisulegri hótelum á landsbyggöinni. Að undanförnu hefur verið unnið að kostnaðarsömum endurbótum í kjölfar þess að gagnfræðaskólinn hætti aö nota hluta húsnæðisins til kennslu. „Við höfum innréttaö nýjan veitingasal á fyrstu hæð, gjörbreytt lýsingu, teppalagt, keypt ný húsgögn og bætt við fimm herbergjum þannig að hótelið hefur stækkað um 20 prósent að gistirými. Sú álma hefur öll verið teppalögð. Við erum að byrja á því að símvæða herbergin. Öll 30 herbergin eru meö baði,” sagði Sigurður Skúli Bárðarson hótelstjóri. -KMU. Landsvirkjun fær 2,5 milljarða að láni í 20 bönkum I dag var undirritaöur í London lánssamningur milli Landsvirkjunar og Manufacturers Hanover Limited, Daiwa Bank (Capital Management) Ltd. og nítján annarra erlendra banka og lánastofnana um lán til Landsvirkjunar að fjárhæð sextíu milljónir Bandaríkjadollara að jafn- virði um 2491 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Af hálfu Landsvirkjunar var láns- samningurinn undirritaður af dr. Jó- hannesi Nordal, stjórnarformanni Landsvirkjunar og Halldóri Jóna- tanssyni, forstjóra fyrirtækisins. Lán þetta er tekið með opinberri skuldabréfaútgáfu í London og er lánstími 15 ár. Landsvirkjun er þó heimilt aö greiða lánið upp hvenær sem er að þrem árum liðnum frá undirritun lánssamningsins án auka- kostnaðar fyrir Landsvirkjun, auk þess sem skuldabréfaeigendur eiga hver fyrir sig rétt á að krefjast endurgreiðslu þegar tólf ár eru liðin af lánstímanum. Aö öðru leyti falla skuldabréfin ekki í gjalddaga fyrr en að 15 ára lánstímanum liðnum. Vextir af láninu eru sex mánaða millibankavextir í London eins og þeir eru á hverjum tíma að viðbættu vaxtaálagi sem er 1/8% p.a. I dag eru vextir þessir þannig reiknaðir umð,4%p.a. Af lánsfjárhæðinni verður um 21 milljón Bandaríkjadollara (872 milljónum króna) varið til fjármögnunar virkjanafram- kvæmda Landsvirkjunar í ár og um 39 milljónum Bandaríkjadollara (1619 milljónum króna) til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán. Samtök tungumálakennara: „Brýnt að eignast eigið málgagn” Samtök tungumálakennara, sem hlotiö hafa nafnið STlL, voru stofnuð í fyrrakvöld. Aðild að samtökunum eiga félög ensku-, þýsku-, dönsku- og frönskukennara en fleiri tungumála- félögum verður boðin þátttaka að samtökunum. Undirbúningur aö stofnun þessara samtaka hefur staðiö lengi yfir, en að sögn Auðar Torfadótt- ur, formanns Félags enskukennara, eru tildrög þau helst að efla þarf samstöðu og faglega samvinnu félaga tungumálakennara Félagar í dreifbýli hafa ekki átt nægilega greiðan aðgang að starfsemi félaganna, og því brýnt aö tungumála- kennarar eignist eigiö málgagn. Munu samtökin standa að útgáfu veglegs tímarits tvisvar á ári þar sem ásamt öðru efni verður kynnt starfsemi félag- anna. Þá munu samtökin, sem ein- göngu eru fagleg, standa fyrir ráðstefnum, námskeiðum og umræðu- fundum af ýmsu tagi fyrir tungumála- kennara. KB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.