Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Page 8
8
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985.
Úigáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNÁS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14. SlMI 686611
Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111,SlMI 27022
Slmi ritstjórnar: 686611
Setning.umbrot.mynda- oa plötugerð: HILMIP. HF., SIÐUMÚLA12
Prentun: ARVAKUR H F. - Askriftarverö á mánuði 400 kr.
Verð í lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblaö 45 kr.
Frumvarp í fínu formi
Nýja fjárlagafrumvarpið hefur einn kost. Hann felst
ekki í innihaldi þess. Það er óþarflega mikið og leiðir til
allt of hárra niðurstöðutalna þess. Samkvæmt frum-
varpinu er ríkissjóði einum ætluð rúm fjárráð í landinu,
auðvitað á kostnað heimila og atvinnuvega.
Kostur frumvarpsins er breytt ytra form. Það er nú
skiljanlegra en fyrr. Skýringar og dæmi þess eru mun
ýtarlegri en áöur hefur þekkzt. Það er eins og fram-
setningunni sé ætlað að auka skilning lesenda fremur en
að hindra hann eins og tíðkaðist í fyrri frumvörpum.
Fyrstu merki þessa sáust raunar í síðasta frumvarpi.
Þar var í greinargerð sagt frá, hvernig frumvarpið gæti
litið út á nýjan hátt, ef farið væri eftir staðli Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins. Síðan voru sett um þetta lög í fyrra-
vor. Nýja frumvarpið er í töluverðu samræmi við þau.
Lánsfjáráætlun ríkisins er nú í fyrsta sinn hluti af
greinargerð fjárlagafrumvarpsins, en ekki sérstakt
plagg, sem birtist eftir dúk og disk. Samhliða frum-
varpinu hafa verið lögð fram lánsfjárlagafrumvarp og
þjóðhagsáætlun, en ekki skildir eftir opnir endar.
Bæði aðalfrumvarp fjárlaganna og viðbótarfrumvarp
lánsfjárlaganna fá nú meðferð sömu þingnefndar, fjár-
veitinganefndar, og verða væntanlega afgreidd samhliða
sem lög frá Alþingi fyrir jól. Þetta eru ólíkt vitrænni
vinnubrögð en þau, sem hingað til hafa tíðkazt.
Hinn eini opni endi fjárhagsáætlana ríkisins, sem nú er
eftir, felst í aukafjárveitingum ríkisstjómarinnar án
meöferðar og samþykkis Alþingis. Slíkar fjárveitingar
hafa jafnan verið umtalsverður þáttur ríkisbúskaparins
og raunar verið til umræðu að undanfömu.
Ein merkasta nýbreytni frumvarpsins er, að í greinar-
gerð þess er í fyrsta sinn gerð rækileg grein fyrir öllum
aukafjárveitingum þessa árs fram að 1. október. Þannig
hefur fyrrverandi fjármálaráðherra að mestu svarað
fyrirfram spurningum st jómarandstöðunnar.
Athyglisvert er við þessa skrá, að 954 milljón króna
aukafjárveitingar þessara níu mánaða eru ekkert einka-
mál Alberts Guðmundssonar. Hann hefur sjálfur úthlutað
5,4 milljónum af þessari summu. En að vísu vantar í
myndina aukafjárveitingar frá fyrri hluta október.
Skráin sýnir, að helmingur aukaútgjaldanna stafar af
kjarasamningum. Mest af hinum hlutanum er
björgunaraðgerðir fyrir önnur ráðuneyti. Því miður
stríðir sumt af þeim gegn afgreiðslunni, sem þær höfðu
áður fengið í fjárveitinganefnd Alþingis og síðan Alþingis
sjálfs.
Fleiri nýjungar fylgja frumvarpinu, þar á meðal yfirlit
um allar skuldbindingar ríkissjóðs, þar á meðal ábyrgðir.
Þá er töfluviðauki frumvarpsins ýtarlegri og gagnlegri
en nokkru sinni fyrr. Ennfremur er margvíslegur saman-
burður í töflum, sem víða fylgja skýringum frumvarps-
ins.
Ekki er frumvarpið þó enn orðið alveg heiðskírt. Þrátt
fyrir staðal Alþjóða gjaldeyrissjóðs hafa niðurgreiðslur
landbúnaðarafurða ekki enn verið fluttar til viðkomandi
ráðuneytis. Og 149 milljón króna gjöf til Lífeyrissjóðs
bænda er falin hjá samtals þremur ráðuneytum.
Slíkir annmarkar eru þó tiltölulega fáir. Að mestu leyti
hefur verið reynt að auðvelda skilning fremur en að tor-
velda hann, létta samanburð fremur en að hindra hann,
loka endum í stað þess að hafa þá opna. Að formi til er
þetta bezta fjárlagafrumvarp í manna minnum.
Jónas Kristjánsson.
Þeir sátu þrír saman yfir þessum
óhjákvæmilegu kaffibollum. Einn
var töskuberi og sendill á miöjum
aldri sem titlaði sig fulltrúa. Annar
var eilíflega vongóður fjárglæfra-
maöur með sex ávísanareikninga,
alla lokaöa. Sá þriðji var minnihátt-
ar hagfræðingur í opinberri þjón-
ustu, í öngum sínum.
— Eg þoli þetta ekki lengur, sagði
hagfræðingurinn opinberi og faldi
andlitið i höndum sér.
— Hverjum manni er ekki gefið
nema svo og svo mikiö þrek í vöggu-
gjöf og mitt er allt uppurið.
Þeir horfðu á hann með þessari
fyrirlitningarblöndnu vorkunn sem
ólæknandi bjartsýnismenn sýna allt-
af þeim sem kvarta upphátt.
— Þetta getur ekki verið svo
slæmt, sagði töskuberinn.
r
Úr ritvélinni
Ólafur B. Guðnason
— Það er bara þessi venjulegi fjár-
lagablús, sagði hagfræðingurinn.
— Sko, við höfum verið að setja
saman fjárlög nú í tæpt ár. Svo er
venjan sú að frumvarpið er sent í
þingið og þar er því öllu hvolft við,
samþykkt aukaútgjöld og allthvað-
eina. Síðan eru lögin samþykkt og
svo reddum við málinu með lánum.
Þeir kinkuðu kolli, sessunautar
hans. Þeir voru báðir þaulkunnugir
öllum aðferðum við að redda málum
meðlánum.
— En núna ætla þeir að byrja upp á
nýtt! Þeir leggja frumvarpið fram
en um leið á að endurskoða allt drasl-
iö. Það veröur semsagt ekkert frí!
— Hvað með það? Þetta er ekkert
nýtt! Svona hefur þetta alltaf verið.
Þið leggið fram frumvarp, sem allir
vita að stenst engan veginn, og svo
ÞJóðin sniii
sér að öðru
— Við verðum allir að bera okkar
byrðar. Ég viðurkenni að þínar eru
þungar um þessar mundir, en þessu
lýkur, eins og öðru. Maður verður
bara aö bíta á jaxlinn.
— Einmitt, bíta bara á jaxlinn,
sagði hinn stolti eigandi sex lokaðra
ávísanareikninga og bankaði í borðið
til áherslu.
— Það er alveg sama hvað útlitið
er svart, manni leggst alltaf eitthvað
til. Sjáðu bara hvernig málin ætla að
reddast hjá mér! Þessar andskotans
smásálir lokuðu tveim síðustu reikn-
ingunum mínum fyrir viku og ég hef
ekkert getað gert síðan. En ég gafst
ekki upp, ónei. Það gildir að vera
vakandi og fylgjast með. Nú vill svo
til að ég var að frétta af manni sem
vill fjárfesta í tölvubransanum, sem
passar mér fínt.
Hagfræðingurinn leit upp og sann-
aði þaö rétt einu sinni aö til eru þeir
menn sem engum jjola kátínu eða
bjartsýni þegar þeir eru í fýlu sjálfir.
— Hver heldurðu að vilji leggja fé í
þennan lager þinn af úreltum vasa-
tölvum? Hvað eru þær gamlar? Frá
1973, er það ekki? Maðurinn þarf að
vera bæöi blindur og sjónlaus, auk
þess að vera barnslega saklaus, til
þess að ganga í félag við þig um þess
konar bisness.
En bjartsýni hefur ekkert með
staðreyndir að gera, og fjárglæfra-
maðurinn brosti glaðlega.
— Eg skal nú samt hafa nóg út úr
honum til þess að opna að minnsta
kosti tvo reikninga. Og þegar ég er
búinn að opna þá verður ekki mikill
vandi að koma hinum fjórum í
fúnksjón.
Hann þagnaði andartak og horfði
hugsi út í loftið.
— Ætli það gæti ekki verið skyn-
samlegt að opna svo nýjan reikning
til öryggis, svona fyrir persónuleg-
um nauðþurftum. Það er ansi óþægi-
legt þegar þeir loka öllum reikning-
unum í einu.
Þeir félagar hans brostu þreytu-
lega. Þeir vissu aö reikningar 2—6
höfðu allir verið opnaðir til þess að
viðskiptalegar ófarir kæmu ekki nið-
ur á persónulegum fjárhag manns-
ins. En hans persónulegi fjárhagur
varð ekki aöskilinn frá viðskiptaf jár-
hagnum, enda var það réttsem einn
vinur hans hafði sagt: „Hann lifir sig
svo inn í viðskiptin aö hann á sér ekk-
ert einkalíf.”
Töskuberinn, sem hafði það hlut-
verk í stöndugu fyrirtæki mágs síns,
að ryðjast fram fyrir alla í bönkum
og borga reikninga á síðustu stundu,
sneri sér að hagfræöingnum og
spurði hann af hverju lífið væri hon-
um svo sérstaklega andsnúið einmitt
nú.
dunda þingmennimir sér við það
frameftir vetri að gera það enn vit-
lausara. Þetta er hinn fasti gangur
mála og hvað ertu að kvarta yfir
því?
— Þetta er svo leiðinlegt, sagði
hagfræöingurinn fýldur.
— Maður verður nú að gera fleira
en gott þykir, sagði töskuberinn
ábyrgðarfullur á svip.
— Annars var ég að heyra hvaða
lausn Þorsteinn hefði fundið á þessu,
sagöi fjárglæframaðurinn.
Og hafandi tekiö þagnarloforð af
vinum sínum, upplýsti hann þá um
það hvernig f jármálaráðherrann nýi
ætlaði aö leysa efnahagsvanda þjóð-
arbúsins í eitt skipti f)Tir öll.
— Hann ætlar að senda bréf til
helstu alþjóðlegra lánardrottna okk-
ar og útlista fyrir þeim hversu von-
laus fjármál okkar eru og hvernig
allur frekari rekstur þjóöarbúsins
geti ekki annað en leitt okkur dýpra
út í skuldafeniö. Síðan ætlar hann að
bjóða þeim samning, eins og menn
vilja gjarna bjóða hér útgerðar-
mönnum og bændum. Semsagt, aö
þessar lánastofnanir spari sér pen-
inga, þegar til lengri tima sé Utið,
með því að veita tslendingum árleg-
an óafturkræfan úreldingarstyrk,
gegn því að Islendingar hætti þjóðar-
búskapnum og snúi sér að öðru.