Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Síða 10
10
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985.
HaustmótTR:
Spennandi lokaumferð
— Guðmundur Halldórsson sigraði í A-flokki
Fyrir síðustu umferð á haustmóti
Taflfélags Reykjavíkur var Davíð
Olafsson efstur með 7,5 v. Andri Áss
Grétarsson hafði 7 v. og jafnteflis-
lega biðskák og í þriðja sæti var Guð-
mundur Halldórsson með 7 v. Loka-
umferðin, sem tefld var sl. miðviku-
dag, bauö því upp á mikla spennu og
ekki bætti úr skák að Andri og Guð-
mundur áttu aö tefla saman. Davíð
átti einnig verðugan andstæöing,
Róbert Haröarson, skákmeistara
Reykjavíkuríár.
Snemma dró til tíöinda. Róbert
fékk upp eina eftirlætisstöðu sina
gegn Sikileyjarvörn Davíðs, hrókaöi
á lengri veginn og hóf síðan framrás
peöanna á kóngsvæng. Davíð tók
ekki nógu hraustlega á móti og áöur
en hann vissi af var hann orðinn mát.
Þá höfðu aðeins verið leiknir 28 leikir
og enn var allt í jámum í skák Guö-
mundar og Andra. Andra var þá far-
ið að leiðast þófiö og hóf aögerðir á
drottningarvæng. Þær voru ótíma-
bærar; Guðmundur náði betra enda-
tafli og eftir frekari ónákvæmni
Andra náði hann að knýja fram sig-
ur.
Guömundur Halldórsson varð því
efstur á haustmótinu en þar sem
hann er í Taflfélagi Seltjarnarness
getur hann ekki orðið skákmeistari
Taflfélags Reykjavíkur. Alit stefnirí
einvígi tveggja næstu manna um
þann eftirsóknarverða titil. Davíð
hefur 7,5 v. og Andri 7 v. og haföi bið-
skák við Björgvin Jónsson síðast er
fréttist, með hrók einan að vopni
gegn hrók og biskup Björgvins. Stað-
an er fræðilegt jafntefli i bókum
hvort sem hún er það á borði eður ei
en nýjar reglur Campomanesar,
FIDE-forsetans ástsæla, sem tóku
gildi um áramótin, kveða á um að
ekki megi krefjast jafnteflis fyrr en
staðan hafi verið tefld í 100 leiki.
Þetta er frávik frá 50 leikja reglunni
svonefndu og sýnist sitt hverjum.
Þeir Andri og Björgvin hafa þegar
teflt stöðuna í 40 leiki og samkvæmt
gömlu reglunum hefði skákinni átt
að vera að ljúka. Annars er það eftir-
tektarvert hversu oft þessar frægu
stöður með hrók á móti hrók og bisk-
up koma upp í næstsíðustu eða síð-
ustu umferð skákmóta! Haldi Andri
jafntefli þurfa hann og Davíð að
heyja fjögurra skáka einvígi um titil-
inn „skákmeistari TR1985”.
Lokastaöan í A-flokki varð þessi:
1. Guðmundur Halldórsson 8 v.
2. Davíð Olafsson 7,5 v.
3. Andri Áss Grétarsson 7 v. og bið-
skák
4. Róbert Harðarson 7 v.
5. Björgvin Jónsson 6 v. og biðskák
6. -7. Benedikt Jónasson og Árni Á.
Ámason 51/2 v.
8. Pálmi Pétursson 41/2 v.
9. Þröstur Þórhallsson 4. v.
10. -12. Lárus Jóhannesson, Halldór
G. Einarsson og Jón G. Viðarsson 3
1/2 v.
Skák
lón L. Árnasoo
I B-flokki voru ungir og efnilegir
skákmenn í efstu sætum sem áreið-
anlega fara að láta að sér kveða í
efsta flokki innan tíðar. Tómas
Bjömsson sigraði, hlaut 8 v. og 43
stig, en Jóhannes Ágústsson, sem
hlaut jafnmarga vinninga og Tómas,
var lægri á stigum, hlaut 39,5 stig og
annað sætiö. Þriðji varö Jón Þ. Berg-
þórsson með 7 v., Jón Á. Halldórsson,
skákmeistari Seltjarnarness, fékk 6
1/2 v., í 5.-8. sæti urðu Hannes Hlíf-
ar Stefánsson, Þröstur Ámason, Ur-
os Ivanovic og Þráinn Vigfússon með
6 v. Síöan komu Erlingur Þorsteins-
son með 3 1/2 v. og Haraldur Bald-
ursson og Jón Á. Jónsson hlutu 2 1/2
vinning.
Flesta vinninga á haustmótinu
hlaut Hjalti Bjarnason sem sigraði
örugglega í C-flokki. Hjalti var tveim
vinningum fyrir ofan næsta mann,
með 91/2 v. af 11 mögulegum. Glæsi-
legur árangur og hann tefldi einnig
vel eins og lesendur DV sáu síðasta
laugardag og andstæðingar hans á
mótinu urðu varir við. Baldur A.
Kristinsson var í 2. sæti með 7 1/2 v.,
Bragi Björnsson varð þriðji með 7 v.
og Amaldur Loftsson fékk 6 1/2 v.
Aðrir minna.
Gunnar Björnsson var efstur í D-
flokki með 8 1/2 v. og lakari biðskák
við Einar Þorgrímsson. Sigurður D.
Sigfússon var með 81/2 v. og átti því
enn möguleika á deildu efsta sæti.
Þriðji í D-flokki varð Hallgrímur
Sigurðsson með 7. v. og biðskák.
I E-flokki var teflt eftir Monrad-
kerfi. Þar urðu hlutskarpastir
Kristófer Svavarsson, sem fékk 9 v.
og efsta sæti, og Eggert Isólfsson og
Ámi R. Loftsson sem fengu 8 1/2 v.
og skiptu á milli sín 2. sæti.
Hannes Hlífar Stefánsson og Þröst-
ur Ámason voru í sérflokki meðal
unglinga. Hannes Hlífar hlaut 8 1/2
v. og titilinn „unglingameistari TR
1985” en Þröstur varð að sætta sig
við 2. sæti með 8 v. 13. sæti varð Sig-
urður Daði Sigfússon með 61/2 v.
Við skulum leggja leið okkar að
Grensásvegi 44—46 og fylgjast með
úrslitaskákunum í A-flokki. Fyrst
viðureign Róberts og Davíðs.
Hvítt: Róbert Harðarson
Svart: Davíð Ólafsson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8.
f3
Miklu algengara er 8. 0—0—0 og
síðan 9. f4. Þessi uppbygging er al-
geng í skákum Róberts sem hyggst
freista þess að sækja fram með peð-
unum á kóngsvæng.
8. —a6 9.0-0-0 0-010. h4 h6?
Leikur á borð við þennan jafngildir
HEIMSMEISTARAKEPPNIN
HEFST í BRASILÍU í DAG
1 dag hefst heimsmeistarakeppnin í
bridge og er spilað á Maksoud Plaza
Hótel í Sao Paulo.
1 karlaflokki er keppt um Bermuda-
bikarinn en í kvennaflokki um Fen-
eyjabikarinn. Þátttakendur í karla-
flokki, eða opna flokknum, eru þessir:
Austurríki, Israel, Bandaríkin, Kan-
ada, Argentína, Pakistan, Venesúela,
Indónesía, Nýja-Sjáland og Brasilía.
Á þessari stundu er hins vegar ekki
Ijóst hvort Pakistanar verði með, því
heyrst hefur að þeir muni ekki spila við
Israel af pólitískum ástæðum. Stjömu-
spilarinn, Zia Mammood, verður þá
illa fjarri góðu gamni, en hann hefur
verið fastur maöur í landsliði
Pakistana á seinni árum.
Núverandi handhafar Bermudabik-
arsins eru Bandaríkjamenn og liðiö,
sem ver titilinn, er mjög sterkt:
Martel, Standsby, Pender, Ross,
HammanogWolff.
Þátttakendur í kvennaflokki eru
þessir:
Frakklandi, England, Bandaríkin.A
og B, Argentína, Indland, Venesúela,
Formósa, Ástralía og Brasilía.
Keppnisfyrirkomulagið er það sama
í báðum flokkum. Bandaríkin og Áust-
urríki (Evrópumeistaramir) fara
beint í undanúrslit meðan hinir átta
spila um hin tvö undanúrslitasætin. I
kvennaflokki eru það sveitir Englands
og Frakklands sem fara beint í undan-
úrslit.
Fyrir þá, sem vilja fylgjast daglega
með mótinu, er símaþjónusta í aðal-
stöövum Alþjóðabridgesambandsins í
Sviss. Númerið er 41-22-50-10-65.
Keppnin stendur til 2. nóvember og
veröur nánar skýrt frá því í næstu þátt-
um.
Þótt margir góðir bridgemeistarar
séu ó meðal þátttakenda, þá mun Zia
Mammood vera sá litríkasti og því
væri mikil eftirsjá í því,- ef Pakistan
yrði ekki með.
Hér er skemmtileg blekkispila-
mennska hjá Zia úr rúbertubridge ný-
lega.
Vestur gefur/n-s á hættu
Norður * D109 ^ 6542 O 632 * A86
VtSTUR ÁUÍTUB
* G2 + K5
^ G87 D1093
O 104 O G987
* KDG1092 SUÐUK A A87643 ^AK O AKD5 + 5 + 743
Sagnir gengu þannig með Zia í vest-
ur:
Vestur Norður Austur Suður
3L pass pass 4L
pass 4H pass 4S
pass 5L pass 5T
pass 5S pass 6S
pass pass pass
Zia spilaði út laufkóng og sagnhafi
drap með ás. Þar sem trompin eru 2—
2, þá er auðvelt fyrir sagnhafa að
vinna spilið, því hann getur trompað
einn tígul. Eða er það ekki?
Ekki á móti Zia! Sagnhafi tók nú
trompás og Zia lét gosann. Takið eftir
því hve áhrifaríkt það er. Eftir þrigg ja
landa opnun vesturs, þótti sagnhafa
ekki líklegt að tígullinn væri 3—3 og því
reyndi hann eðlilega að spila hann upp
á stuttan tígul og gosann einspil í
trompi, en kónginn með til vara. Hann
tók því þrjá hæstu í tígli og tapaöi þar
með upplögðu spili, vegna blekkispila-
mennsku Zia.
Síðustu fréttir: Indland tekur sæti
Pakistan í heimsmeistarakeppninni
þar eð þeir síðarnefndu neita að spila
við Israel af pólitískum ástæöum.
Margrét og Júlíana
íslandsmeistarar
Margrét Margeirsdóttir og Júlíana
Isebam, Reykjavík, urðu Islands-
meistarar í tvímenning kvenna 1985.
Þær sigruðu um síðustu helgi. 18
kvennapör tóku þátt í mótinu sem fór
vel fram í Gerðubergi í Breiðholti.
Þær Margrét og Júliana tóku mikinn
endasprett undir lok mótsins, á sama
tíma og helstu keppinautar þeirra, þær
Dísa Pétursdóttir og Soffía Guðmunds-
dóttir, stóðu í staö, en þær höföu leitt
mest allt mótið.
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Röð efstu para varð þessi:
1. Margrét Margeirsdóttir.
— Júliana Isebarn, Rvk. 102
2. Dísa Pétursd.-Soffia Guðmundsd., Ak.. 75
3. Halla Bergþérs.-Kristj. Steingrd., Rvk , 54
4. Steinunn Snorrad.-Þorgerður Þórarinsd.,
Rvk. 52
5. Aldís Scbram-Soffia Theódórsd., Rvk.. 37
8. Esther Jakobsd.-Valg. Kristjónsd. Rvk. 36
7. Erla Sigurbjörnsd.-ðlafía Þóröard., Rvk. 9
8. Gunnþórunn Erlingsd.-Ingunn Bemburg 0
Islandsmót kvenna í tvímennings-
keppni hefur nú veriö haldið sl. 3 ár. I
fyrra sigruðu þær Ingibjörg Halldórs-
dóttir og Sigríöur Pálsdóttir, Reykja-
vík, en þær voru því miður ekki með að
þessu sinni. 1983 sigruðu þær Margrét
og Júlíana einnig.
I beinu framhaldi, vegna óska frá
fjölmörgum keppeiidum, er það nú til
athugunar hjé Bridgesambandinu að
næsta ár verði Islandsmót kvenna og
parakeppnin (sem verður um næstu
helgi) slitiö í sundur, þannig að önnur
keppnin veröi að vori, en hin að hausti.
Bjöm Theodórsson, forseti Bridge-
sambandsins, sleit síðan mótinu með
verðlaunaafhendingu og óskaði kepp-
endum góðrar heimf erðar.
Opna Samvinnuferöamótiö
á Húsavík
Mikill áhugi er fyrir opna Sam-
vinnuferða/Landsýnarmótinu sem
Bridgesamband Islands gengst fyrir
helgina 9.—10. nóvember nk.
Skráning er þegar hafin, hjá Bridge-
félagi Akureyrar og Húsavíkur fyrir
norðursvæðið og Bridgesambandi Is-
lands fyrir hin svæðin á landinu. Þátt-
tökugjaldið pr. par er kr. 1.500. Stór-
glæsilegir ferðavinningar eru í boði,
auk þess sem spilað er um gullstig.
Flugleiðir bjóða helmingsafslátt af
flugi til Húsavíkur, auk þess sem mjög
hagstætt verð gildir hvað varðar gist-
ingu og fæði á Hótel Húsavík.
Spilaöur verður tölvuvæddur tví-
menningur, undir stjóm þeirra Olafs
Lárussonar og Vigfúsar Pálssonar.
Spilamennska hefst kl. 13 á laugar-
deginum og verða spiluð lágmark 90
spil (fer eftir þátttöku hverju sinni):
Þetta er fyrsta mótið af þremur sem
fyrirhugað er að halda á Húsavík. öll
verða þau í eins konar raðkeppnis-
keðju, þó þannig að hvert mót er sér-
stök eining. Næsta mót verður helgina
7.-8. desember nk. og þriðja mótið
helgina 15,—16. febrúar 1986. Eftir
þessi þrjú mót verða veitt sérstök
heildarverðlaun. Stig verða gefín fyrir
árangur í öllum mótunum (efstu pör-
um) og þau munu síðan skera úr um
endanlega sigurvegara.
Nánar síðar.
Bridgesamband íslands
Stofnanakeppni Bridgesambands Is-
lands og Bridgefélags Reykjavíkur,
sveitakeppni, verður haldin eftirtalda
daga:
Mánudaginn 11. nóvember í Domus
Medica kl. 19.30.
Miðvikudaginn 13. nóvember í Hreyf-
ils-húsinu kl. 19.30.
Mánudaginn 18. nóvember í Domus
Medica kl. 19.30.
Fyrirkomulagið verður með svipuðu
sniði og síöasta ár. Spilaðar verða 9
umferðir í sveitakeppni, 3 á kvöldi með
10 spilum milli sveita, eftir Monrad-
fyrirkomulagi. Hver sveit má vera
skipuð mest 6 spilurum, öll frávik frá
því eru háð leyfi keppnisstjóra. Aðeins
er ætlast til að í hverri sveit spili sam-
an samstarfsfólk og eru reglur þannig
að viðkomandi þarf að hafa verið á
launaskrá hjá viðkomandi fyrirtæki/
stofnun á þessu starfsári. Eru þetta
svipaðar reglur og gilda í firmakeppn-
um hjá Skáksambandinu.
Þátttökugjald pr. sveit verður kr.
5.000.
Síðasta ár tóku upp undir 30 sveitir
þátt í stofnanakeppni og vakti sú
keppni mikla hrifningu keppenda,
enda um algera nýjung að ræða í
bridgekeppni. Sigurvegari í fyrra varð
sveit Sendibílastöðvarinnar hf.
Skráning í stofnanakeppni 1985 er
hjá Bridgesambandi Islands, Olafi
Lárussyni, í s.: 18350. Frestur til aö til-
kynna þátttöku rennur út fimmtudag-
inn 7. nóvember nk. Allar nánari uppl.
verða gefnar á skrifstofu Bridgesam-
bandsins.
Opið mót á Hólmavík
A laugardaginn verður haldiö á
Hólmavík opið mót í bridge. Til leiks
eru boðuð 22—24 pör og verður spilaö
eftir barometer-fyrirkomulagi. Keppn-
isstjóri er Olafur Lárusson.
Þetta verður fyrsta mótið (opið) sem
haldið hefur verið á Hólmavík og þar
með vonast heimamenn til þess að
Hólmavík sé komin á landakort
bridgespilarans.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Eftir fjórar umferðir af 19 er staða
efstu sveita í aðalsveitakeppninni
þannig:
Sveit Stig
Ölafs Valgeirssonar 88
Daníels Jónssonar 84
Hans Nielsens 82
AmarScheving 76
Gróu Guðnadóttur 76
Alison Dorosh 75
Jóhanns Jóhannssonar 72
Ingibjargar Halidórsdóttur 63
Þórarins Aiexanderssonar 63
Stjórnandi er Isak Orn Sigurösson og
er spilað í húsi Hreyfils viö Grensás-
veg.
Athygli er vakin á því að aðalfundur
félagsins verður haldinn næsta
fimmtudag, á undan spilamennskunni,
oghefsthannkl. 18.
Bridgedeild Barðstrend-
ingafélagsins
Mánudaginn 14. október var spiluð 3.
umferðin í aöalsveitakeppni félagsins.
Staða 8 efstu para eftir 3 umferðir:
stig
1. Daði Bjömss.-Guðjón Bragas. 540
2. Sigurður Isakss.-lsak Sigurðss. 537
3. Edda Thorlacius-Gróa Eiðsd. 523
4. Jónina Halldórsd.-Hannes Ingibergss. 522
5. Viðar Guðmundss.-Pétur Sigurðss. 509
6. ÞórarinnÁmas.-RagnarBjömss. 508
7. Ágústa Jónsd.-Guðrún Jónsd. 507
8. Hermann ðlafss.-Gunnl. Þorstss. 496
Mánudaginn 21. október verður
spiluö 4. umferð í aöalsveitakeppninni
og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30.
Spilað er í Síöumúla 25.
LAIMDVARI
Almennur félagsfundur í Landvara verður haldinn að
Hótel Esju, Reykjavík, fimmtudaginn 24. okt. nk. og hefst
kl. 20. Á dagskrá eru almenn félagsmál og nýleg hækkun
þungaskatts.
Stjórn Landvara.