Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 3
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR 1986.
3
Hættir Hafnarf jarðarhöfn að vera innf lutningshöf n?
„Réttum fram lítinn óskamiða,
fengum skriðu yfir okkur”
— segir Ellert B. Þorvaldsson, bæjarf ulltrúi og f ormaður haf narnef ndar Haf narf jarðar
„Þessi skriða fór af stað þegar við
óskuðum aðeins eftir viðbótarstarfs-
manni til að hafa eftirlit með skipum.
Við réttum fram lítinn óskamiða en
fengum skriðu yfir okkur,“ sagði
Ellert B. Þorvaldsson, bæjarfulltrúi
í Hafnarfirði og formaður hafnar-
nefndar, þegar við spurðum hann um
hið umdeilda tollgæslumál í Hafnar-
firði.
Eins og hefur komið fram í DV þá
eru Hafnfirðingar ekki ánægðir með
að tollgæslan í Firðinum fari í hend-
ur Reykvíkinga. „Við erum mjög
óhressir. Málið var tekið upp á síð-
asta fundi hafnarstjórnar. Við mót-
mæltum mjög harðlega þessari ák-
vörðun sem þegar hefur verið hrund-
ið i framkvæmd. Það er greinilegt
að þessi ákvörðun hefur verið sett
til höfuðs okkur hér í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarhöfn hefur fengið mjög
gott orð á sig sem innflutningshöfn
þar sem afgreiðsla og tollskoðun
hefur gengið greiðlega.
Það er unnið markvisst að því að
stöðva vaxandi umferð farskipa hér
um. Þessi ákvörðun er mikið áfail
fyrir höfnina og tekjur hennar. Þá
hefur atvinnu og fjölbreyttri þjón-
ustu okkar verið stefnt í hættu. Ef
breyting verður á verður öll tollaf-
greiðsla hér þyngri í vöfum. Af-
greiðslan flyst til Reykjavíkur og
tollurinn í Reykjavík ræður algjör-
lega meðferð á innflutningsvörum
og hvað þær verða lengi að veltast
í kerfinu.
Þá getur það farið svo að afgreiðsla
skipa tefjist hér, þannig að skipin
fari frekar til Reykjavíkur. Þessi
ákvörðun fjármálaráðyneytisins er
skref aftur á bak og til að auka á
miðstýringu. Það er le’tt að 'útá að
Sjálfstæðisflokkurinn skuli beita sér
fyrir þannig miðstýringu. Því mun
leiðinlegra fyrir mig því ég er í bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn," sagði Ellert Borgar.
DV hefur frétt að alþingismenn
Reykjaneskjördæmis séu komnir
með allt í gang vegna málsins.
- sos
Forsvarsmenn 26 fyrirtækja:
KÆRA NÝTT SKIPU-
LAG VIÐ LÁGMÚLA
Forsvarsmenn 26 fyrirtækja í Lág-
múla 5, 7 og 9 hafa kært breytingar
á aðalskipulagi horgarinnar. Búið er
að ákveða byggingu þriggja verslun-
arhúsa á auða svæðinu milli Lág-
múla og Kringlumýrarbrautar, þar
sem engin hús áttu að vera. Lóðun-
um er þegar búið að úthluta. For-
svarsmenn fyrirtækjanna 26 hafa átt
í deilum við skipulagsyfirvöld borg-
arinnar mánuðum saman og kæra
nú til félagsmálaráðherra.
„Skipulagsyfirvöld borgarinnar
hafa sýnt okkur dæmalausa lítils-
virðingu, nánast ekki virt okkur
viðlits. Þó er þarna bersýnilega
gengið mjög freklega á hagsmuni
okkar. Og þegar við loksins náum
sambandi við formann skipulags-
nefndar segir hann því miður of seint
að gera nokkuð í málinu, allt sé
afgreitt,“ ségir Árni Gestsson, for-
stjóri í Glóbusi hf.. sem er aðili að
þessu máli.
í kæru Guðmundar Péturssonar
hæstaréttarlögmanns er vísað til
bréfaskrifta kærenda til skipulags-
yfirvalda. „Þessum bréfum hafa
borgaryfirvöld svarað að nokkru
leyti út í hött eða látið algerlega
ósvarað." Þá segir að það sé „hreint
brot á skipulagslögum að úthluta
lóðum áður en skipulagsstjórn rikis-
ins hefur afgreitt þær kærur, sem
ráðherra hafa borist...“
Þá segir í kærunni að við upp-
haflega lóðaúthlutun við Lágmúla
hafi ekki verið gert ráð fyrir frekari
byggð þar. Fyrirhuguð hús geri
núverandi hús að bakhúsum séð að
vestan og rýri gildi þeirra sem versl-
unarhúsa. Vakin er athygli á fyrir-
sjáanlegum bílastæðavanda og full-
yrt að stefni í algert umferðaröng-
þveiti. Þá er bent á að annaðhvort
þrengist stórlega að Kringlumýrar-
braut eða nýju húsin lendi úti í götu-
svæðinu.
Fleira benda kærendur á, sem
mikla annmarka á því að þarna verði
byggt. Kærendur eru forsvarsmenn
ailra fyrirtækja í Lágmúla 5, 7 og 9
nema Bræðranna Ormsson hf„ en
það fyrirtæki hefur fengið úthlutað
einni af nýju lóðunum. Sagafilm hf„
Ólafur H. Jónsson hf. og Snorri hf.
fengu úthlutað hinum tveim lóðun-
um. Þórhildur Líndal, deildarstjóri í
félagsmálaráðuneytinu, sagði DV að
úrskurðar væri að vænta í kringum
aðra helgi.
HERB
Á uppdrættinum sést hvernig lóðir fyrirliugaðra húsa ná alveg út að
núverandi Kringlumýrarbraut og mjókkar framtíðarsvæði brautar-
innar um rúmlega þriðjung á þessum kafla, sem annars er hreinn
neðan frá sjó suður í nýja miðbæinn.
Fáskrúðsfjörður:
Vel sóttir tónleikar
Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara
DV á Fáskrúðsfirði:
Nýlega hélt Tónlistarskóli Fá-
skrúðsfjarðar nemendatónleika í
Fáskrúðsfjarðarkirkju undir stjórn
Árna Isleifs, skólastjóra tónskólans.
Voru tónleikarnir vel sóttir.
Um kvöldið var kirkjukórinn með
aðventutónleika og börn úr sunnu-
dagaskóla kirkjunnar sýndu helgi-
leik. Gísli Jónatansson kaupfélags-
stjóri lék einleik á kirkjuorgel lag
Steingríms Sigfússonar Hvíld.
Margt manna var á söngskemmtun-
innisem tókst vel.
Harkaleg aftanákeyrsla varð um miðjan dag á laugardag á Kringlumýrarbraut við Nesti. Kastaðist
bíllinn, sem ekið var á, út af veginum. Var barn úr bílnum flutt á slysadeild en reyndist ekki mikið
slasað. DV-mynd S
Eigum
fyrirliggía11™
allar gerf
sKrifstoíuhúsgagna
Rth. sérstaklega nýju skermaveggina,
hannaðaaf Sturlu Má Jónssyni FHI.
Sérverslun
skrifstofuhúsgögn
Á. GUÐMUNDSSON
Skemmuvegi 4, Kópavogi, sími 73100.