Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. 15 Menning Mennii Menning Mennii Bach sjálfur við orgelið. Orthulf Prunner orgelleikari. Framhald að loknu hléi íslenskir organleikarar leika verk Jo- hanns Sebastians Bach i Dómkirkjunni 3. janúar. Flytjendur: Kjartan Sigurjónsson, Ólafur Sigurjónsson, Sighvatur Jónasson, Reynir Jónasson, Friðrik V. Stefánsson, Glumur Gylfason, Björn Steinar Sól- bergsson. Nokkurt hld varð á því að ís- lenskir organistar flyttu öll orgel- verk meistara Bachs á ári hans og tónlistarinnar í Evrópu. Hygg ég að þar hafi menn beðið hins nýja orgels í Dómkirkjunni. Finnst mér sú ráðstöfun orka tvímælis. Að sjálfsögðu er það virðingarvert að gefa mönnum tækifæri til að fara höndum um hinn nýja og vandaða grip. Kynnin af hljóðfærinu kynnu að kalla á kröfur um betri grip í heimakirkjum viðkomandi organ- ista, sé þess þörf. Um leið hlýtur það að efla með organistanum vit- und um að gera meiri kröfur til sjálfs sín. í annan stað kann það að vera bjarnargreiði að siga á svo mikinn grip sem dómkirkjuorgelið mönnum sem þangað eiga tak- markað erindi. Það vafðist fyrir sumum organistanna þetta kvöldið að registrera. Víst veldur það hverjum manni óþægindum að fá út úr hljóðfærinu annað hljóð e.i til er ætlast og vill þá slakna á einbeitingu svo að menn ná ekki að skila sínu besta. Þar að auki hljómar margt af því sem þetta kvöldið var spilað ljómandi vel úr minni orgelum og það vekur upp þá spurningu hvort ekki hefði verið rétt að dreifa tónleikaröðinni á enn fleiri kirkjur - já, og huga þá um leið að jafnvægi í byggð landsins. Tónlist EYJÓLFUR MELSTED Allmisjafnt Eins og verða vill þegar margir eru til kvaddir voru organistarnir á þessum tónleikum allmisjafnir. Síst skyldu menn hneykslast á því. Tilgangurinn með tónleikaröðinni var að gefa öllum tækifæri á að leggja sitt af mörkum, ekki að verða röð stjörnutónleika. Því ber einnig að meta það framlagið sem minna var að vöxtum og ekki af sömu gæðum og það sem skærast skein. Hinir fyrstu léku lýtalítið og hefðu ugglaust skilað betri árangri ef ekki hefðu komið til erfiðleikar í glímu við ókunnugt orgel. Stígandi tll loka Það varð svo jöfn stígandi i flutn- ingnum eftir að Reynir Jónasson lyfti leiknum upp á meðtækilegt „konsertplan". Á eftir honum kom sá bráðefnilegi Friðrik Stefánsson sem lék langa Partítuna i g-moll yfir Sei gegrusset, Jesu Gutig, af miklu öryggi og fimi. Svo tók við sá glúrni spilari, Glúmur Gylfason, og var skörin heldur tekin að lyft- ast. Síðasta orðið átti Björn Steinar Sólbergsson sem er rétt að ljúka námi erlendis. Hann er reyndar þegar í þeim flokki organista sem úthlutað hefur verið heilum tón- leikum í þessari röð. Það verður svo sannarlega tilhlökkunarefni að fá þennan unga organleikara heim til að taka stöðu í framvarðarsveit íslenskrar organistastéttar. Þann- ig verkaði þetta framhald Bach- tónleikaraðarinnar, eftir nokkurt hlé, í byrjun ósköp svipað og sumir fyrri tónleikanna, sem sé eins og skólatónleikar, en hér varð stíg- andin með hápunkti sínum í lokin til að gera þá eftirminnilega. EM Mikið afrek Tónleikar Orthulls Prunner í Dómkirkj- unni 5. januar. Efnisskrá: Sex sónötur fyrir orgel eftir Johann Sebastian Bach. Tríósónötur Johanns Sebastians Bach fyrit orgel, sex að tölu, hafa löngum heillað organista, þá sem á annað borð hafa einhverjum ár- angri náð. Eins og Johann Niko- laus Forkel segir, svo vitnað sé til þýðingar Árna Kristjánssonar: „Bach sarndi þær handa syni sínum Wilhelm Friedman og skyldi hann æfa þær og búa sig þannig undir 'að verða mikill orgelleikari, sem hann og síðar varð. Af fegurð þeirra er aldrei ofsagt. Þær urðu til eftir að höfundur þeirra var kominn á efri ár og má telja þær helsta verk hans sinnar tegundar." Það er hins vegar afar sjaldgæft að organistar, þrátt fyrir mikið dálæti, leggi til atlögu við þær allar í einu. Ekki er óalgengt að hver þeirra fyrir sig sé kjarnaverk, hápunktur efnisskrár og þá sjaldan tekin fyrir nema ein í einu. Það var því engin furða að mönnum brygði Tónlist EYJÓLFUR MELSTED þegar út gengu þau boð að Orthulf Prunner hygðist leika þær allar sex á einum tónleikum og ekki aðeins það heldur tvítaka þessa ofurtón- leikaásamadegi. Það eitt að Orthulf Prunner skyldi standast þessa raun og halda út (undirritaður fór á seinni tón- leikana) er aðdáunarefni út af fyrir sig. En hér var reyndar um fleira að ræða en að halda út. Vegna frábærs leiks hans veik aðdáunin á úthaldi og atorku fyrir hrifningu á góðri og fagurri hend- ingamótun. Leikurinn var ná- kvæmur svo að hver hinna þriggja allsjálfstæðu radda var skýrt að- greind bæði í útfærslu og skerpt á í „registrationinni". En allt gekk það upp í eina órofa heild með sínu fullkomna innra samræmi og feg- urð eins og það kemur frá hendi meistarans. Það fór ekki hjá, þegar af fréttist, að manni fyndist tiltæki organist- ans fremur í ætt við tilraunir til að setja met. En hér snerist það sem manni fannst, að minnsta kosti í aðra röndina mettilraun, upp í mikið afrek. listrænt afrek af stærri gerðinni. EM B0 JH* Fjölbreytt námskeid hefjast í janúar fyrir ungar stúlkur, konur á öllum aldri og herra Hvaða hópur hentar þér??? Nr. 1 Sérfræöingar leiöbeina meö snyrtingu, hárgreiöslu, fataval, hreinlæti, fram- komu, borösiöi, gestaboö, mannleg samskipti, göngu o.fl. 8 sinnum tvisvar í viku • Nr.2 I Nr.3 | Nr.4 | Nr.5 | Nr.6 Módelnámskeid fyrir veröandi sýningar- fólk. Dömu og herra. Fimmtán sinnum tvisvar sinnum í viku. Tíu til fimmtán í hóp. Innritun hefst á mánudag. Upplýsingar daglega frá kl. 2—7 í síma 36141. Unnur Arngrímsdóttir f FIMA Nr.2 Nr.3 Nr.4 Nr.5 Stutt snyrtinámskeiö. Fyrir starfshópa, Fyrir ungar stúlkur Fyrir herra á öllum aldri. Þrisvar sinnum. saumaklúbba. 14—16 ára. Skólahópa. Sex sinnum Tvær kl.stundir. Sex sinnum Átta sinnum tvisvar í viku. einusinni íviku. Handsnyrting. einu sinni í viku. Framkoma — Hreinlæti. Hárgreiösla — Hreinlæti. Andlitshreinsun. Snyrting. Fatnaður — Snyrting. Fatnaöur. Dagsnyrting — Framkoma — Borösiöir — Ganga. Snyrting. Kvöldsnyrting Hárgreiösla. Tíu í hóp. Ræöumennska — Sex í hóp. Borösiöir. Framkoma. Átta til tíu í hóp. Tíu til fimmtán í hóp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.