Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 4
4
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986.
MANNASKIrTI
A MANNLÍFI
— Árni Þórarinsson tekur við af Herdísi Þorgeirsdóttur.
Herdís ætlar að stof na nýtt tímarit
Á föstudaginn sagði Herdís Þorgeirs-
dóttir, ritstjóri metsölutímaritsins
Mannlífs, upp starfi sínu hjá út-
gáfufyrirtækinu Fjölni hf.
„Þessi ákvörðun, sem er óneitanlega
stór því Mannlíf hefur gengið mjög
vel, hefur verið í bígerð í nokkurn
tíma. Ég hef lengi ætlað mér að
stofna eigin útgáfu um tímarit. Og
sá stuðningur sem ég fékk hjá starfs-
fólki mínu og öðrum til að gera þetta
Herdís Þorgeirsdóttir ætlar sér
nú að stofna nýtt tímarit.
réð miklu um ákvörðun mína,“ sagði
Herdís í samtali við DV.
Herdís sagði að það yrði stofnaö
hlutafélag um útgáfu nýs tímants en
aðspurð sagðist hún verða aðaleig-
andi að því blaði. I kjölfar hlutafé-
lagsstofnunar yrði sett á stofn út-
gáfustjórn. Nefndi Herdís nokkra
aðila sem væntanlega verða í út-
gáfustjóminni. Nefndi hún t.d. Krist-
in Björnsson framkvæmdastjóra,
Helga Skúla Kjartansson sagnfræð-
ing, Sigurð Gísla Pálmason, stjórnar-
formann Hagkaups, og Jóhann Pál
Valdimarsson bókaútgefanda.
Herdis, sem hefur ritstýrt Mannlífi
frá upphafi, hefur gefið blaðinu það
form sem það hefur í dag. Hún sagði
að nýja tímaritið yrði með svipuðu
sniði og Mannlíf.
„Ég mun leggja allt af mörkum til
að ná til jafnfjölbreytts lesendahóps
og áður. Það verður lögð áhersla á
Arni Þórarinsson, hinn nýi rit-
stjóri Mannlifs.
fjölbreytta samsetningu efnis og
vandaða efnisvinnslu," sagði Her-
dís.
Auk Herdísar sögðu upp Auður
Styrkársdóttir, fulltrúi ritstjóra, og
Lilja Hrönn Hauksdóttir auglýs-
ingastjóri sem munu halda áfram að
vinna fyrir Herdísi á nýja tímaritinu.
Mannlíf kemur út áfram
„Ég vil gkki segja annað en að ég
fagna því að vera búinn að fá nýjan
ritstjóra. Blaðið mun halda áfram að
koma út og við stefnum að því að
gefa út stærra og betra blað. Við
verðum áfram þátttakendur að upp-
lagseftirliti Verslunarráðs íslands og
Sambands íslenskra auglýsinga-
stofa,“ sagði Anders Hansen, út-
gefandi Mannlífs. Anders sagði að
það hefðu aðeins verið þrír af tíu
starfsmönnum útgáfunnar sem hefðu
hætt og því ætti ekki að verða röskun
á útgáfu Mannlífs. Ekki sagðist
Anders óttast samkeppni við hið
nýja tímarit Herdísar heldur fagnaði
hann allri samkeppni á þessum
markaði sem hann sagði að hefði
sýnt sig að væri aðeins til góðs.
Árni Þórarinsson tekur
við Mannlífi
Nýr ritstjóri var ráðinn að Mannlífi
á laugardaginn, daginn eftir að
Herdís Þorgeirsdóttir sagði starfi
sínu lausu. Er það Árni Þórarinsson,
blaðamaður á Morgunblaðinu. Árni
hefur auk þess að starfa á Morgun-
blaðinu ritstýrt helgarblaði Visis.
Síðan tók hann þátt í að stofna og
ritstýra Helgarpóstinum. Hann hefur
einnig stjórnað sjónvarpsþáttum og
skrifað kvikmyndagagnrýni í Morg-
unblaðið.
Ámi sagði að þessa ráðningu hefði
borið brátt að og hann væri enn að
átta sig á stöðu mála hjá blaðinu.
„Annars hefur mér litist vel á blaðið
undir stjóm Herdísar og geri ég ráð
fyrir þvi að það verði áfram eins í
grundvallaratriðum. Þó verða trú-
lega einhverjar áherslubreytingar.
Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt
verkefni og get ég ekki annað sagt
en að ég er ákaflega spenntur fyrir
því.“
- Hvernig líst þér ú að hefja sam-
keppni við Herdísi sem ætlar að hefja
útgáfu nýs blaðs? „Ég óska bara
Herdísi góðs gengis en ég er alls
óhræddur við að takast á við hana
í samkeppni," sagði Árni.
- SMJ.
Kari Guðbjörnsson
flugumferðarstjóri:
Þrýstingur og
árehri fkgmála-
stjóra eykst
Það ber jafnan vott um veikan
múlstað er menn reyna að beina
athyglinni frá því sem máli skiptir,
eins og fiugmálastjóri gerir í DV
11. jan. þar sem hann á neikvæðan
hátt fjallar um baráttu FÍF undan-
farin ár. Ekki er ætlunin að svara
í sömu mynt með því að rifja upp
bernskubrek flugmálastjóra heldur
skal litið á ástand mála nú.
Flugmálastjóri hefur haldið því
fram að hann hafi miklar áhyggjur
af fjölgun flugumferðaratvika, sem
er stofnanaheiti á mistökum við
flugumferðarstjórn, og víst er að
þeim er hægt að fækka en flug-
málastjóri virðist leggja sig í líma
við að gera slíkt erfitt um þessar
mundir. Þetta kunna að virðast
stór orð, en lítum aðeins nánar á
málið. Til að hægt sé að ætlast til
að flugumferðarstjórar geti unnið
starf sitt vel og örugglega þarf
ýmislegt að koma til, svo sem góð
grunnþjálfun, góð viðhaldsþjálfun,
góð vinnuaðstaða og andlegt jafn-
vægi.
Þannig er málum háttað hér að
grunnþjálfun er yfirleitt góð, feng-
in við viðurkenndar stofnanir er-
lendis. Viðhaldsþjálfun er engin
þrátt fyrir ítrekaðar kröfur FlF í
gegnum árin.
Um reglubundna viðhaldsþjálfun
samdist þó 1981 en flugmálastjórn
ógilti þann samning áður en til
framkvæmda kom.
Þegar ákveðið var að hefja töku
hæfnisprófa stóð í nokkru mála-
stappi framan af vegna ágreinings
um hvernig skyldi að þeim staðið.
Þegar síðan um samdist varð und-
irritaður þeirrar reynslu aðnjót-
andi að fara í slfkt próf. Það fólst
í því að skrifa eina grein orðrétt
upp úr handbók, svona rétt eins
og verið væri að kanna lestrar- og
skriftarkunnáttu undirritaðs. Lítil-
lega þróuðust hæfnisprófin eftir
þetta en án allrar þjálfunar þó. Þau
hafa nú legið niðri um tíma og er
þar ekki við flugumferðarstjóra að
sakast. Um vinnuaðstöðuna verður
ekki fjallað að sinni en lítum á
andlegu hliðina. Undanfarna mán-
uði hefur þrýstingur og áreitni af
hendi flugmálastjóra gegn FÍF sem
heild og einstökum félögum innan
þess sífellt aukist og náði hámarki
nú eftir áramót þegar þrem mönn-
um er ýtt úr stöðum sem þeir hafa
gegnt i áraraðir samkvæmt skipun-
arbréfi ráðherra og hótað uppsögn
ella.
Einnig hafa tveir menn verið
upphafnir í stöður tveggja hinna
afsettu og auk þess teknir fram
fyrir fjölda manna með meiri
starfsaldur og reynslu. Óánægja
sú sem ríkir vegna þessa gen-æðis
er slík að heita má óvinnandi við
þær aðstæður. Þetta, að viðbættum
þeim þrýstingi sem flugmálastjóri
hefur beitt einstaka varðstjóra til
að halda uppi fullri þjónustu þrátt
fyrir manneklu, er bein ógnun við
flugöryggi.
Undirritaður hefur sagt starfi
sínu lausu, eins og segir i uppsagn-
arbréfi, vegna gerræðis flugmála-
stjóra, og margir flugumferðar-
stjórar íhuga slíkt hið sama. Það
hlýtur hverjum manni að vera ljóst
að þegar flugumferðarstjórar, sem
taldir eru hátekjumenn, segja starfi
sínti lausu án þess að hafa aðra
vinnu að hverfa til þá er eitthvað
alvarlegt á ferðinni þótt flugmála-
stjóri telji þetta lítið mál og ekki
áhyggjuefni.
Deila þessi er frábrugðin fyrri
deilum félagsins að því leyti að auk
þess að vera að herjast fyrir vinnu-
friði og mannréttindum er það
hreinlega að berjast fyrir tilveru
sinni sem stéttarfélag. Hér er ekki
verið að þjarka um launakjör.
Kári Guðbjörnsson
flugumferðarstjóri.
í dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari
Mikil örvænting hefur gripið
um sig í herbúðum minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn
Reykjavíkur. Ástæðan er sú að
þeir þurfa að stilla upp listum
til kosninganna í vor. I þeim
efnum eru góð ráð dýr. Kemur
þar einkum tvennt til. I fyrsta
lagi eru þeir sem fyrir eru í
borgarstjórn á vegum þessara
flokka yflrleitt taldir ófærir til
áframhaldandi setu. I öðru lagi
finnst ekkert frambærilegt fólk
til að taka við.
Hjá Framsókn er ástandið
þannig að Kristján Benedikts-
son hefur setið sem borgarfull-
trúi í aldaríjórðung. Kristján
hefur sjálfur ákveðið að draga
sig í hlé og hafði raunar uppi
áform um það í síðustu þrenn-
um kosningum. En þegar að var
gáð fannst enginn framsóknar-
maður í hans stað og hefur
Kristján valist í framboð eftir
útilokunaraðferðinni síðustu
tólfárin.
Hjá kommunum er Adda Bára
einnig ákveðin í að hætta enda
hefur hún sömuleiðis setið í
aldarflórðung eins og Kristján.
Hvorugt þeirra hefur áhuga á
að halda borgarstjórnarsetu
sinni áfram inn á elliheimilið.
Framboðsraunir
Af öðrum borgarfulltrúum
Alþýðubandalagsins, þeim Sig-
uijóni Péturssyni og Guðrúnu
Ágústsdóttur, er það að segja
að þau vilja ólm gefa kost á sér
en flokkurinn ekki. Telja þau
bæði mikla móðgun við sig og
sína að flokksmenn hyggist
bjóða fram gegn þeim sem er
skiljanlegt vegna þess að kom-
múnistar hafa aldrei vitað til
þess að kosningar skipti máli.
Kvennaframboðið leitar eftir
diplomatiskum leiðum að að-
ferð til að losna við Guðrúnu
Jónsdóttur úr fyrsta sæti og
Alþýðuflokkurinn hefur frestað
prófkjörum hjá sér í örvænting-
arfullri leit að manni í stað
Sigurðar Guðmundssonar.
Af þessari upptalningu sést að
ýmist eru borgarfulltrúar
minnihlutans orðnir of gamlir
til að vera kjörgengir eða of
slappir til að ná endurkosningu.
Flestum er þetta ljóst nema
þeim sjálfum en vandinn er hins
vegar sá að frambjóðendur fást
ekki í þeirra stað. Nema ef vera
skyldi hjá allaböllum en þar er
hafin menningarbylting sem
Þjóðviljinn hefur staðið fyrir.
Kristín Ólafsdóttir var fengin til
að safna áskrifendum að Þjóð-
viljanum og Össur Skarphéð-
insson tók sér það fyrir hendur
að skýra áskrifendunum frá því
hvað borgarfulltrúarnir væru
slappir. Nú er komið í ljós að
byltingin er í því fólgin að koma
þeim Kristínu og össuri fyrir í
borgarstjórn þegar nógu lengi
verður búið að tala illa um Sig-
uijón og Guðrúnu.
Hvernig sem þessum bræðra-
vígum lýkur má þó fullvíst telja
að Alþýðubandalagið bjóði fram
og maður komi í manns stað.
Staðan er hins vegar miklu
alvarlegri hjá krötum því þar
bendir ekkert til að nokkur
maður fáist í framboð nema
Sigurður Guðmundsson.
Flokksforystan mun telja það
jafngilda sjálfsmorði að bjóða
upp á Sigurð aftpr og gera má
ráð fyrir að kjósendur séu sömu
skoðunar.
Sömu sögu er að segja af
Bandalagi jafnaðarmanna. Þar
hafa menn velt fyrir sér fram-
boði en telja það ekki vænlegt
til áhrifa í pólitík að stilla upp
lista sem engin atkvæði fær. Og
enga frambjóðendur heldur. Og
er þá málið sjálfafgreitt hjá
þeim.
Allar þessar framboðsraunir
eru þyngri en tárum taki þegar
til þess er tekið að ekki eru
nema fjögur ár síðan þessir
sömu flokkar, minnihlutinn í
borgarstjórn, réðu þar lögum
og lofum. Mega sumir muna
sinn fífil fegri, einkum Sigurjón
Pétursson, þegar hann kastaði
fyrir laxinn með stóra vindilinn
fræga. Nú eru þeir gömlu góðu
dagar horfnir og Sigurjón orð-
inn húskarl hjá Davíð.
Það skyldi þá aldrei vera að
hann hafi tekið þá húsmennsku
ofbókstaflega?
Dagfari