Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. Fiskmarkaðurinn n FRIÁLST FISKVERD? OPIÐ: VIRKADAGA 9-18 LAUGARD. 9-12 Fá skip hafa landað eftir áramótin. Bv. Viðey landaði í Þýskalandi 3. janúar. Verðið á ýsu var þokkalegt, fyrir hana fengust kr. 78 á kíló. Ufsi kr. 62 kg, blálanga kr. 67, karfi kr. 60, þorskur kr. 55, lúða kr. 179 kg. Bv. Krossanes landaði í Hull 3. janúar. Þrátt fyrir að aflinn væri aðallega í 3. gæðaflokki fékkst þokkalegt verð fyrir hann. Stór þorskur kr. 67, millifiskur kr. 57, smáfiskur kr. 48, ýsa kr. 56, smáýsa kr. 45, ufsi kr. 34, karfi kr. 25, stein- bítur kr. 35, lúða kr. 35. Bv. Þorleifur Jónsson landaði 6. janúar í Grimsby. Mikið af aflanum fór í 2. gæðaflokk, aðeins 20% var í 1. gæðaflokki. Stór þorskur kr. 93 kg, meðalstór þorskur kr. 67, smáfiskur kr. 60, meðalverð var kr. 64,17. Gámafiskur, sem landað var í Hull 2. janúar, var aðallega í 2. og 3. gæðaflokki. Meðalverð á ýsu var kr. 45, komst hæst í kr. 57,50. Einn gámur virtist vera með nokk- uð betra verð, stór þorskur kr. 58, smáfiskur kr. 48, ýsa kr. 73, smáýsa kr. 60, langa kr. 34, smálúða kr. 80. Nýttfiskverð Nýtt fiskverð á að taka gildi um næstu mánaðamót. Ekki verður auðvelt fremur en áður að ákveða vérðið. Margir hallast nú að því að gefa eigi verðið frjálst og taka upp uppboðsmarkað í staðinn. En því er nú svo varið hér að flest skipanna tilheyra fiskvinnslufyrirtækjum og telja þau sér ekki hagnað að því að þurfa að sæta hæstbjóðanda. Kaupin ó kvótafiski hafa ýtt rækilega við þessu máli sem bendir ótvírætt til þess að frystihúsin verði undir í kaúpunum með því verði sem þau segjast geta greitt. New York Þrátt fyrir kuldastrekking var fjör- ugt á fiskmarkaði Fultons 16. des- ember og var verðið gott. Framboð á fiski var sæmilegt, nema hvað laxakaupmenn kvörtuðu yfir því að framboð væri ekki nóg til þess að þeir gætu fullnægt óskum viðskipta- vina sinna. Surimimarkaður er nokkuð góður og virðist eftirspurn eftir honum ekki minnka þrátt fyrir að dollarinn hafi lækkað og nokkur hækkun hafi orðið hjá neytendum afþeim sökum. Fiskurinn var góður þrátt fyrir að nokkur hluti hans bæri þess merki að hann hefði verið fluttur um lang- an veg. Minna framboð var á frystum flökum frá Kanada en verið hefur í haust. Á markaðinn bárust í þriðju viku desember alls 65 tonn af þorski, 34 tonn af ufsa, 34 tonn af norskum laxi og 12 tonn af hörpuskelfiski. Rækjuverð var um kr. 300 kílóið og virðist hreyfast lítið. Verð á laxi 2 3kgvar kr. 312 Verðalaxið 6kg kr. 446 Porskurpr. kg kr. 116 Ýsa kr. 111 Lúða kr. 440 Karfi kr. 49 Skötuselur kr. 447 Hörpuskolf., 40/60 stk. íkg., kr. 605 Hörpuskelf., ís!.. 40/60 stk. íkg., kr. 370 Hörpuske!f.,ís!.. 60/80 stk.íkg., kr. 340 Evrópa Ekki virðist mikil hækkun hafa orðið síðustu daga fyrir jól ó fisk- mörkuðum í Þýskalandi, Englandi og Spáni. Á Billinggate markaðinum var verðið á þorski kr. 116 og er það svipað og það hefur verið síðustu mánuði. Sama er á Spáni, verðið á þorski er um 110 kr. Suður-Kyrrahaf Sovésk paradís segir National Fis- herman í janúarhefti, en það er dagsett fram í tímann. Sovétmenn hafa nú undirritað fyrsta samning sinn við Kiribatieyju í Suður-Kyrrahafi. Gildir samningur þessi í eitt ár og borga þeir 1,5 millj- ónir doflara fyrir leyfið, í íslenskum krónum talið 63 milljónir. Eyjarnar í Suður-Kyrrahafi eru óánægðar með afstöðu Bandaríkjanna til 200 mílna landhelginnar varðandi veiðar á styrju. Alaska Loðnan við Alaska fær að synda óáreitt vegna þess að fiskimennirnir vilja heldur veiða aðrar fisktegundir. að því að Fishing News International segir. Vel heppnuð athugun fiski- fræðinga með tilraunaveiðum, fram- kvæmd í nóvember 1984 nálægt Togiak, hefur ekki skilað þeim ár- angri sem búist var við, Bandarísk- japanskt sameignarfélag hyggst sækja um veiðileyfi fvrir árið 1986, en ætla má að National Marine Fis- heries Service setji sig á móti leyfis- veitingu. Noregur Nýlega var ákveðið verð á vetrar- síld, en veiðarnar stóð til að heíja 6. janúar. 1-3 stk. í kg kr. 9,23, 3-5 stk. í kg kr. 07,02, 5-8 stk. í kg kr. 5,27 og 8 stykki og yfir kr. 3.97. Ef sigla þarf lengri vegalengd en 100 sjómílur kemur uppbót, kr. 0,39, ó mílu. Ingólfur Stefánsson. Kæra Helgu Kress íJafnréttisráði: Niðurstaða í lok mánaðarins Jafnréttisráð hefur fjallað um kæru Helgu Kress dósents vegna stöðu- veitingar lektors í íslenskum bók- menntum við Háskóla íslands. Ákveðið var að afla frekari gagna um málið. Búist er við að niðurstaða ráðsins liggi fyrir seinni hluta mán- aðarins. Helga telur að sér hafi verið mis- munað vegna kynferðis. Ljóst er að Helga fær ekki þessa stöðu, sama hver niðurstaða Jafnréttisráðs verð- ur. Hins vegar getur hún hugsanlega farið í mál við menntamálaráðherra og krafist skaðabóta. Það mál myndi þá Jafnréttisráð reka fyrir hana. Gert er ráð fyrir að deildarfundur í heimspekideild muni fjalla um þetta mál. Sá fundur verður hins vegar ekki haldinn fyrr en eftir 2 til 3 vikur. Ríkissjóður: BÝÐURUPP Á NÝ SPARI- SKÍRTEINI Ríkissjóðu .* hefur ákveðið að bjóða út nýjan flokk verðtryggðra spari- skírteina. Þessi skírteini bera 7 til 9 prósent vexti umfram verðtryggingu. Binditími þeirra er breytilegur en lónstími er 14 eða 5 ór. Sú nýbreytni er nú tekin upp að boðið er upp á hefðbundin spariskír- teini með mismunandi binditíma ó móti hærri vöxtum. Vextir verða áfram 7 prósent á hefðbundnum skír- teinum með binditíma til þriggja ára. Hins vegar ef binditíminn er 4 ár þá bera þau 8,5 prósent vexti og ef hann er 6 ár bera þau 9 prósent vexti. Vextir á svokölluðum vaxtamiða- skírteinum með binditíma í 4 ár lækka nú úr 8,16 prósentum vöxtum niður í 6,71 prósent vexti. Lánstími er 14 ár. Þá lækka einnig vextir á SDR-skírteinum úr 9 prósentum í 8,5 prósent. Binditími þeirra er 5 ár og lánstími einnig 5 ár. . APH Frá Þorgerði Malmquist, fréttaritara DV á Neskaupstað: Hér í Neskaupstað er skíðafólk búið að taka frarri skíðin og hefur verið ágætisaðsókn að skíðalyftunni sem er hér rétt ofan við bæinn. Hún var opnuð milli jóla og nýárs enda kominn nægur snjór þá. Skíðadeild Þróttar hefur endurráðið Ingþór Sveinsson skíðaþjálfara og eru æfingar hafnar af fullum krafti undir hans stjórn. HÁRGREIÐSLUSTOFA VITASTÍG18 A SÍMI147Ó0 Takið eftir Barokksófasett + 2 aukastólar og sófaborð. Verð aðeins 65.000 Já allt þetta fyrir kr. 62.000staðgreitt EINNIG NÝ SENDING AF RÓKÓKÓ-SÓFASETTUM VALHÚSGÖGI Ármúla 4, símar 685375 og 82275. 1 Tréberg hf. Sími 84730.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.