Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 37
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986.
37
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós
Seð yfir salinn á hádegisverðarfundinum.
GeirHallgrímsson utanríkisráðherra flytur erindi um líf og starf Jóns Þorlákssonar
á kynningarfundi Stofnunar Jóns Þorlákssonar 19. desember Í985. Á myndinni má
einnig sjá Jónas H. Haralz bankastjóra og Ólaf Björnsson prófessor sem báðir sitja
í rannsóknarráði stofnunarinnar, Pétur Björnsson, forstjóra Vífilfells, og Sigurð
Gísla Pálmason sem eru í framkvæmdaráði stofnunarinnar og Völu Thoroddsen,
en dr. Gunnar Thoroddsen samdi inngang að ritsafni Jóns Þorlákssonar.
Ur Framsókn í frjálshyggju
Hádegisverðarfundur Stofnunar Jóns Þorlákssonar
Hádegisverðarfundur Stofnunar
Jóns Þorlákssonar var haldinn í
desember síðastliðnum og var fjöl-
sóttur. Margir tóku til máls og
ýmsar sögur sagðar. Nokkurt
gaman var til dæmis hent að því
að þrír kunnustu málsvarar stofn-
unarinnar eru allir af framsóknar-
ættum. Þórarinn Þórarinsson,
fyrrverandi ritstjóri Tímans, rifj-
aði í ræðu sinni upp þegar hann
var fréttaritari á bæjarstjórnar-
fundum í borgarstjóratíð Jóns að
þá hefði eini bæjarfulltrúi fram-
sóknarmanna verið Aðalbjörg Sig-
urðardóttir, móðir Jónasar Haralz.
Og Ólafur Björnsson prófessor
sagði að faðir hans hefði verið
framsóknarmaður og hefði þeim
feðgum þótt þau skrif Jónasar frá
Hriflu, sem bárust inn á heimilið,
ólíkt auðlæsilegri en rit Jóns Þor-
lákssonar um peningamál og fjár-'
mál. Ólafur lét þess einnig getið
að faðir hans hefði verið einn af
ötulustu stuðningsmönnum Hann-
esar Pálssonar frá Undirfelli, afa
dr. Hannesar Gissurarsonar, í
Framsóknarflokknum! Höfðu
fundarmenn á orði að leiðin væri
ekki eins löng og sumir hefðu hald-
ið úr Framsóknarflokknum yfir í
frjálshyggju.
Kvenleggurinn öruggari
Jón Þorláksson forsætisráðherra
hefur staðið mörgum fyrir hug-
skotssjónum sem heldur jarðbund-
inn og jafnvel þröngsýnn fjármála-
maður. En á kynningarfundi Stofn-
unar Jóns Þorlákssonar nú fyrir
jólin, þegar ritsafn Jóns kom út,
voru sagðar nokkrar sögur af
honum sem sýndu þurrlega kímni
hans og orðheppni.
Ein sagan var um það þegar Jón
átti tal við Magnús Torfason sýslu-
mann. Þeir voru báðir komnir af
Finni biskupi í Skálholti. Magnús
stærði sig af því að hann væri
kominn af Finni í beinan karllegg
og væri sá ættleggur göfugri. Þá
sagði Jón: „En minn öruggari.“ Og
batt með því enda á umræðurnar.
Þegar bylting lukkast
Tvær aðrar sögur voru sagðar af
Jóni Þorlákssyni til að sýna orð-
heppni hans. Önnur var þegar Jón
kom þar að er menn voru að skegg-
ræða hvenær byltingar væru rétt-
mætar. Jón hlustaði um stund á
umræðurnar en skar síðan úr mál-
inu með einni setningu: „Bylting
er lögleg þegar hún lukkast!"
Hin sagan gerðist í Alþingis-
húsinu. Þórarinn á Hjaltabakka
Jónsson var þá að tala norður í
land og lá honum nokkuð hátt
rómur. Jón heyrir til hans og víkur
sér brosandi að Hirti Snorrasyni
og segir: „Ég skil ekkert i honum
Þórarni að nota ekki símann þegar
hann talar norður.“
Gary Grant og Frank Sinatra eru
örugglega með það á hreinu hvað
amar að Stefaníu því það er ekki
hægt að leyna þessa gömlu fjöl-
skylduvini Grimaldiættarinnar
hvernig ástandið er raunverulega
- segja erlendu blöðin um málið.
Þegar Liza Minnelli og Stefania
hittust veRtu viðstaddir athygli
að prinsessan kramdi veskið sitt
milli handanna en leikkonan
brosti hughreystandi. Enda þekk-
ir Liza betur en margir aðrir
angistina sem fylgir því að ánetj-
ast vímugjöfum.
Á Hard Rock Café er engin hætta
á að rekast á fjölskylduna og þá
er beislinu sleppt hressilega fram
afhnakkanum.
Höfðingjarnir hósta líka. Diana bað Kalla pent um vasaklút og bar hann upp að nefinu með elegans.
Höfðinglegt hóstakjöltur
Skilaði svo klútnum aftur með þúsund þökkum og þá tók hans hátign við að sýna landsmönnum hvernig konungbornir nota vasaklúta
af hressleika. Drottningarmóðirin fylgist með hverri hreyfingu af athygli en Elísabet Englandsdrottning er greinilega með meiri starfs-
þjálfun en svo að hún láti nokkuð trufla athyglina þegar hún kemur fram á opinberum vettvangi. En þetta er meiriháttar mál að jafn-
vel hans konunglegu hátignir skuli þurfa að snússa og hnerra því bannsettir ljósmyndararnir eru alltaf á hveiju strái.
Allir hafa áhyggjur af Stefaníu
Það á ekki af Mónakófamilíunni
að ganga á næstunni. Fyrst var það
Karólína sem átti erfitt með að falla
nægilega vel inn í prinsessuhlut-
verkið, giftist heimsins simplasta
glaumgosa og skildi við hann
skömmu síðar. Varla var hún komin
til vits og ára þegar Grace lést í
bílslysi og þá fór litla systir af stað
svo um munaði. Hún hefur þrætt
helstu skemmtistaði heims af miklum
dugnaði, flækst inn í hvert hneyksl-
ismálið á fætur öðru og nú segja
erlend blöð að eiturlyfjaneysla hafi
markað sín spor hjá þessari korn-
ungu prinsessu. Náin vinkona henn-
ar, Pascal Ougier, er nýlátin úr of
stórum heróínskammti og margir
aðrir úr vinahópnum eru sagðir í
hættu vegna vímugjafaneyslu. Ekki
hafa Kanarnir síður áhyggjur af
umgengni hennar við svonefnda
áhættuhópa í AIDSbombunni, of
margir kunningjanna eru samkyn-
hneigðir til þess að hræðslubanda-
laginu í Hollívúdd geti litist á blik-
una. Það er orðið vandlifað í henni
veröld - ekki síst fyrir þá ríku og
frægu - og Rainier pabbi er að vonum
áhyggjufullur. Lætur lítið hafa eftir
sér um málið en sagði þó á tískusýn-
ingu dótturinnar í Mónakó fyrir
skömmu að hann teldi sig bara
ágætan fóður - og bætti svo við „en
ég er alveg hræðileg móðir!“