Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Tveirtil Víkings Tveir kunnir leikmenn, Elías Guðmundsson, KR, og Ragnar Rögnvaldsson, ísafirði, hafa gengið til liðs við Víking í knatt- spyrnunni og munu ef að líkum lætur leika með Hæðargarðslið- inu næsta sumar. Elías, mjög leikinn knattspyrnumaður, hefur leikið með KR undanfarin ár, áður Akranesi, en meiðsli hafa talsvert sett strik í reikninginn hjá honum. Ragnar er „uppal- inn“ í Víkingi en hefur síðan leik- ið með Breiðabliki og KA auk þess sem hann hefur leikið með Isfirðingum. Ekki þarf að efa að þessir leikmenn munu styrkja lið Víkings í 2. deildinni. - hsím ELIAS GUÐMUNDSSON Frábær skor „Þetta er besta skor á móti sem ég hef tekið þátt i,“ sagði Calvin Peete eftir að hann sigraði á golf- móti atvinnumanna í Carlsbad í Kaliforniu i gær. Lék á 267 högg- um (68,67,64,68) og var sex högg- um á undan Mark O’Meara, sem varð annar á 273 höggum. í þriðja sæti var einnig Bandaríkjamað- ur, Phil Blackmar, á 277 höggum. Síðan komu þrír jafnir á 279 högg- um, Vestur-Þjóðverjinn kunni, Bernhard Langer, Danny Ed- wards og áhugaleikmaðurinn Scott Verplank. Tom Kite, sem framan af veitti Peete keppni, varð í 10. sæti með 283 högg og næstur honum kom Hale Irwin á 284. Sandy Lyle, Bretlandi, í 13. sæti á 285 höggum. - hsim Daniel Passarella lyftir fagnandi heimsbikarnum 1978. Passarella gaf bónusinn Fyrirliði argentínska landsliðs- ins í knattspyrnu, Daniel Passar- ella, hefur gefið peninga þá sem hann fékk fyrir þátttöku í liði Argentínu i forkeppni HM í Mex- íkó til hjálparstarfs. Lét þá renna í sjóð sem sendir matarbirgðir til landa þar sem hungursneyð ríkir. Upphæðin var 15 þúsund dollarar eða rúmar 600 þúsund krónur. Passarella var fyrirliði heims- meistara Argentínu 1978 og hefur um langt árabil verið talinn einn besti miðvörður heims þó lágvax- inn sé. Hann hefur undanfarin ár leikið með Fiorentina á Italíu við góðan orðstír og var einn af lykil- mönnum argentínska landsliðs- ins nú, þegar það tryggði sér rétt í HM. - hsím VIÐKSÍ HELD Liverpool nældi í stigin sigraði Watford í sjónvarpsleiknum í gær Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV á Englandi: Liverpool hlaut stigin þrjú í leiknum við Watford í l.deildinni ensku i gær - sigraði 3-2 en leikur- inn var í Watford og sjónvarpað beint á Bretlandseyjum. Fjörugur leikur og fimm mörk. Watford var mun betra liðið í fyrri hálfleiknum með sínar löngu send- ingar og Liverpool var heppið að vera ekki undir í hálfleik. Kenny Jackett skoraði fyrir Watford á 19. mín. með skoti af 20 metra færi. Watford fékk tækifæri til að auka muninn, Grobbelaar' varði glæsilega frá John Barnes og Nigel Callaghan skaut yfir áður en Paul Walsh skor- aði fyrir Liverpool á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Skoraði úr þröngu færi eftir undirbúning Johnston. Ian Rush fékk tvívegis færi í fyrri hálf- leiknum sem hann misnotaði. I þeim síðari beinlínis óð hann í færum, auk þess sem hann átti lang- skot á mark Watford, og tókst loks að skora á 76. mín. Aftur var það Johnston sem var maðurinn bak við markið. Walsh skoraði þriðja mark Liverpool á 78. mín. en mínútu síðar skoraði Hollendingurinn Jan Loh- man fyrir Watford. Ekki átti Watford hins vegar möguleika á að jafna en Walsh hafði möguleika á að ná þrennu. Tókst ekki. Liverpool miklu betra liðið í síðari hálfleik - fékk þá að leika sinn leik. Caton varði oft vel frá Rush sem nú hefur skorað 14 mörk á leiktímabilinu, Walsh 16. Áhorfendur voru 17 þúsund, mesti áhorfendafjöldi í Watford á leiktíma- bilinu. Rétt er að geta þess að úrslitin í leiknum eru ekki færð inn á töfluna á bls.22. - hsím 3. deild Nokkrir leikir voru i 3. deild karla i handknattleik um helgina. Af úrslitum má nefna að Þór, Akureyri, sigraði Selfoss 22-18 og Hveragerði 27-24. í leik sinum á Húsavík sigraði Hveragerði hins vegar V ölsung 27-24. Paris SG enn með sex stiga forustu — eftir leikina á laugardag Parísar-liðið Sainte Germain Nantes 26 14 8 4 38-19 36 heldur enn sex stiga forustu í 1. Bordcaux 26 14 8 4 38-22 36 deildinni Frakklandi eftir leikina Lens 26 11 8 7 40-30 30 sl. laugardag. Þá hófst knatt- Auxerre 26 li 7 8 31-26 29 spyrnan á ný í Frakklandi eftir Monaco 26 7 14 5 31-29 28 jólaleyfið. Metz 26 9 9 8 36-24 27 Úrslit urðu þessi á laugardag. Nice 26 9 9 8 27-31 27 Toulouse 26 11 4 11 42-37 26 Auxerre-Rennes 1-0 Laval 26 8 10 8 30-31 26 Nice-Nancy 3-1 Le Havre 26 9 7 10 35-34 25 Brest-Paris SG 1-1 Nancy 26 10 4 12 34-38 24 Bastia-Metz 0-0 Rennes 26 8 6 12 25-32 22 Toulouse-Monaco 2-1 Marseilles 25 7 7 11 27-29 21 Lille-Toulon 1-0 Toulon 26 5 11 10 30-35 21 Bordeaux-Strassburg 1-0 Brest 26 7 7 12 30-43 21 Laval-Nantes 0-0 Lille 25 8 5 12 24-37 21 Le Havre-Lens 3-0 Sochaux 25 6 8 11 30-39 20 Bastia 26 5 8 13 22-43 18 Staðan er nú þannig: Strasbourg 26 4 8 14 17^2 16 Paris SG 25 17 8 0 52-18 42 hsím • „Við ræddum málin og Sigfried Held leit á aðstæður. Um þetta er lítið hægt að segja meira á þessari stundu. Þetta er allt i athugun,“ sagði Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands fslands, i samtali við DV í gær. Eins og kom fram í DV fyrir skömmu var Vestur-Þjóðverjanum Sigfried Held boðið til viðræðna við KSÍ vegna umsóknar hans um að þjálfa íslenska landsliðið í knattspyrnu. Held þessi var heimsfrægur knattspyrnumaður á sinum tíma og lék fjölda landsleikja með þýska landsliðinu, meðal annars úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni 1966 á Wembley gegn Englendingum. Held er einn af mörgum þjálfurum sem sótt hafa um landsliðsþjálfarastöðuna en umsóknarfrestur rennur út 1. febrúar næstkomandi. Á myndinni hér að ofan er Sigfried Held lengst til vinstri og stjórnarmennirnir Gylfi Þórðarson, Helgi Þorvaldsson, Sigurður Hannesson, Ellert B. Schram, formaður KSI, og Guðni Kjartansson. DV-mynd Bjarnleifur-SK Óþekktur vann Lítt þekktur, tvítugur Svíi, Johann Wallner, sigraði mjög óvænt í svigi heims- bikarsins í Berchtesgaden í V-Þýskalandi í gær. Hann hefur vakiö litla athygli áður sem svigmaður en þykir vel liðtækur í stórsvigi. Síðari umferðin hjá honum í gær þótti hreint frábær, náði þá langbestum tíma og tryggði sér sigur samanlagt. Hann fékk tímann 1:43,96 mín. og var níu hundruðustu úr sek- úndu á undan Júgóslavan- um Bojan Krizaj. Júgóslav- inn var vel fyrstur eftir fyrri umferðina og fékk saman: lagðan tíma 1:44,o5 min. í þriðja sæti var Bandarikja- maðurinn Daniel McGrath á 1:45,30 mín. Alveg óþekktur skíðamaður sem þarna vann sín fyrstu stig í keppninni. Síðan komu þrír kunnir kappar, Andreas Wenzel, Lichtenstein, á 1:45,35, lngc- mar Stenmark, Svíþjóð, 1:45,50 og Willy Frommelt, Lichtenstein, 1:45,52 mín. Marc Girardelli, Luxem- burg, varð í tíunda sæti. - hsím Árnivann Kínverjann Guðmundur Adolfsson, TBR, varð sigurvegari á badmintonmóti KR á laugar- dag þegar hann sigraði Árna Þ. Hallgrímsson, TBR, í úr- slitum í einliðaleik, 15-10 og 17 14. Hins vegar má þó segja að Árni Þór, sem aðeins er 17 ára, hafi verið „maður mótsins“ því i undanúrslit- um sigraði hann Kínveijann Wang Jung 15-2 og 15-10. Á sama móti í fyrra sigraði Kínverjinn. í einliðaleik kvenna, úrslit- um, vann Þórdís Edwald öruggan sigur á Elisabetu Þórðardóttur. - hsím Danskur meistari Daninn Gert Bo Jacobsen varð Evrópumeistari í létt- vigt í hnefaleikum í Randers í Danmörku á föstudags- kvöld, þegar hann sigraði Vestur-Þjóðveijann Rene Weller á „tæknilegu rot- höggi“. Leikurinn var stöðvaður í 8. lotu vegna skurðs yfir öðru auga Þjóð- veijans. Hann var að veija titil sinn en Daninn var betri íleiknum. - hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.