Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. 19 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Dómararnir voru í aðalhlutverkunum — í gær þegar Haukar sigruðu KR-inga í úrvalsdeildinni í körf uknattleik með 88 stigum gegn 79 Það höfðu flestir á tilfinning- unni, sem lögðu leið sína i íþróttahús Hagaskólans í gær á leik KR og Hauka í körfu, að dómararnir reyndu allt hvað þeir gætu til þess að vera í aðalhlut- verkum, dómgæsla þeirra var nánast. óskiljanleg á köflum, á þetta sérstaklega við um annan þeirra, Berg Steingrímsson, sem virtist stundum ekki vera með á nótunum í leiknum. En snúum okkur nánar að leiknum sjálfum. Haukar lögðu KR-inga að Sex marka tap FH Stjarnan vann FH með sex marka mun í 1. deild íslandsmóts- ins í kvennahandknattleik. Stjarnan skoraði 21 mark en FH 15. FH skoraði tvö fyrstu mörkin en Stjarnan jafnaði, 2-2, og jók svo jafnt og þétt við forskot sitt og í leikhléi var staðan 9-6 Stjörn- unni í vil. í byrjun siðari hálfleiks tók FH þær Margréti og Erlu úr umferð hjá Stjörnunni og raskaði það töluvert spili þeirra en hafði samt ekki mikið að segja því Stjarnan hélt alltaf þriggja til fjögurra marka forskoti og endaði leikur- inn 21-15. Hjá Stjörnunni bar mest á Erlu og Margréti en einnig átti mark- vörður liðsins góðan leik. FH-lið- ið var mjög jafnt í leiknum. Markahæstar hjá Stjörnunni voru Erla, sem skoraði 8 mörk(4 víti), Margrét, sem skoraði 5 (2 víti), og Rut sem skoraði 4 mörk (1 víti). • Á laugardag léku einnig Fram og KR og vann Fram með 29 mörkum gegn 24. Staðan í leik- hléi var 14-9 Fram í vil. Guðríður Guðjónsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Fram og Sigurbjörg Sigþórs- dóttir 8. -ÍMÞ. velli með 88 stigum gegn 79 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 50-41 Haukum í hag. Það var greinilegt í byrjun að hvorugt liðið ætlaði að gefa sitt eftir við að krækja sér í hin eftirsóttu tvö stig. Það var aðeins rétt í byrjun leiksins sem KR-ingar höfðu forystu en eftir það leiddu Haukar ávallt. Um miðjan fyrri hálf- leik var staðan 27-19, en skömmu síðar minnkuðu KR-ingar muninn niður í fimm stig, 35-30, en eftir það tóku Haukar góðan kipp og náðu tíu stiga forskoti. Á þessum tíma hittu þeir Ólafur og Pálmar sérlega vel. Þessi munur hélst á liðunum fram að hálfleik. I seinni hálfleik komu KR-ingar mjög ákveðnir til leiks og drógu talsvert á forskot Haukanna. Til að mynda um miðjan seinni hálfleik var forysta Haukanna komin niður í aðeins tvö stig, 64-62, sérstaklega fyrir tilstilli Guðna Guðnasonar sem að nýju er farinn að leika eftir meiðsli sem háð hafa honum, en hann skoraði tíu stig í röð. Þess ber þó að geta að þegar hér var komið sögu voru bæði liðin komin í þó Barist um heiður frekar en stigin — þegar Njarðvíkingar sigruðu Kef lavík í úrvalsdeildinni í körf uknattleiknum nokkur villuvandræði. Talsverð spenna var nú komin í leikinn og virtist hún koma dómurum leiksins í mikinn vanda því eftir það höfðu þeir engin tök á leiknum. Mistök þeirra bitnuðu þó jafnt á báðum lið- um. Við það að vinna upp forskot Haukanna virtist allur vindur úr KR-ingum því Haukar sigldu aftur fram úr og sigruðu nánast örugglega eins og úrslit leiksins gefa glöggt til kynna. Lið Hauka spilaði nokkuð jafnt í þessum leik, þó Pálmar hafi komið einna sterkastur út, það sama má einnig segja um Ólaf Rafnsson. KR-ingar spiluðu á köflum mjög vel en þess á milli datt broddurinn alveg úr leik þeirra, sem kostaði ósigurinn í leiknum. Páll, Birgir og Guðni voru bestir í liði KR, sérstak- lega var einþáttungur Guðna skemmtilegur um tíma í seinni hálf- leik. Getið hefur verið um frammistöðu dómaranna í leiknum, þeirra Bergs Steingrímssonar og Kristins Alberts- sonar. Það hlýtur að vera kominn tími á Berg í dómarahlutverkinu því frammistaða hans í deildinni í vetur hefur verið afar slök, svo ekki sé meira sagt. Stigin, Haukar: Pálmar 25, Ólafur 16, Webster 15, Henning 14, ívar 6, Reynir 6, Kristinn 4, Bogi 2. Stigin, KR: Póll 22, Birgir 14, Guðni 15, Þorsteinn 8, Garðar 8, Matthías 6, Guðmundur 4, Samúel 2. -JKS Körfuknattleikur, úrvalsdeild, UMFN-ÍBK, 77-75 (33-32) Fjandvinaliðin UMFN og ÍBK léku í Njarðvíkunum á föstudags- kvöldið fyrir fullu húsi áhorfenda sem létu vel í sér heyra, enda heiður bæjarfélaganna í húfi, miklu fremur en það sem kallað er dýrmæt stig á íþróttamáli. Eigi að siður verður að taka þau með i dæmið og Njarðvíkingar hefðu svo sem alveg getað eftirlátið nágrönnum sínum þau án nokk- urrar áhættu um að komast í fjögurra liða úrslitin en fyrir Keflvíkinga hefði verið gott að fá stigin og auka þar með möguleik- ana á áframhaldandi veru í úr- valsdeildinni. En enginn er ann- ars bróðir í leik. Njarðvíkingar sýndu enga miskunn, sigruðu með 77-75 eftir að staðan í leikhléi hafðiverið 33-32. Kannski hefur þessi nauðsynlegi og skemmtilegi nágrannarígur flækt taugarnar í leikmönnum beggja liða, sérstaklega þó ÍBK sem skoraði sín fyrstu stig eftir heilar fimm mínútur. Var þar að verki Hreinn Þorkelsson, þjólfari liðsins. Njarðvíkingarnir voru ekki eins slappir þennan tíma þótt handagangur væri mikill í öskj- unni. Sjö stig voru þeir búnir að næla sér í, mest fyrir harðfylgi Helga Rafnssonar. Burst, hugsuðu menn, en Keflvíkingar voru ekki af baki dottnir, tóku mikinn fjörkipp og það var Hreinn sem jafnaði, 12—12, með þriggja stiga körfu og bætti síðan tveimur við, 12-14. Mýgrútur mis- taka fram að hléi skiptist jafnt á liðin enda var munurinn aðeins eitt stig, 33-32. Engu var líkara en Keflvíkingar hefðu fengið sér blund í hléinu því fyrstu mínúturnar í s.h. voru þeir eins og svefngenglar - ekkert gekk upp og UMFN nóði 12 stiga forskoti á þremur mínútum, 46-34, Isak, Kristinn, Helgi og Valur voru þar að verki. En þá sýndi ÍBK-liðið að því er ekki alls varnað og töggur eru í mönnum þegar á móti blæs. Jón Kr. Gíslason, Guðjón Skúlason og Þor- steinn Bjarnason, sem skellti sér í leikinn að nýju, skoruðu grimmt en drýgstur var þó Sigurður Ingimund- arson sem hafnaði 67-67, með þriggja stiga körfu, þegar sex mínútur voru til loka. Spenningurinn var þá í algleymingi og allt ætlaði um koll að keyra þegar Jón Kr. og Guðjón skoruðu, 68-70, eftir misheppnað vítaskot Isaks Tómassonar - fjögur af fimm fóru í súginn. Hins vegar var það Jóhannes Kristbjörnsson sem bætti upp fyrri mistök í leiknum með því að skora sex stig í röð og Valur, sem einnig hafði verið óhittinn, brást ekki í lokin þegar mest á reið og skoraði seinustu körfuna þegar mín- úta var eftir, 77-73. Jón Kr. Gíslason minnkaði muninn en tíminn rann út og sigurinn varheimamanna. Njarðvíkingarnir sýndu ekki sínar bestu hliðar í þessum leik - enda nánast um biðleik að ræða hjá þeim þar til úrslitakeppnin hefst. ísak Tómasson var þeirra virkastur ásamt Helga Rafnssyni en aðrir voru langt frá sínu besta. Keflvíkingar voru klaufar að knýja ekki fram sigur í lokin en liðið er á uppleið og verður sennilega á réttu róli hvað ásigkomulag snertir í móks- lok og þá mega öll liðin vara sig á þeim. Hreinn Þorkelsson og Sigurð- ur Ingimundarson voru ásamt Jóni Kr. Gíslasyni röskastir i liði ÍBK - og einnig Ólafur Gottskálksson í vörninni. Stig UMFN: ísak Tómasson 23, Valur Ingimundarson 16, Jóhannes Kristbjörnsson 14, Helgi Rafnsson 10, Kristinn Einarsson 7, Ellert Magnússon 6, Hreiðar Hreiðarsson 2. Stig ÍBK: Hreinn Þorkelsson 19, Sigurður Ingimundarson 16, Guðjón Skúlason 16, Jón Kr. Gíslason 12, Þorsteinn Bjarnason 5, Hrannar Hólm 4, Ólafur Gottskálksson 3. Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Jóhann Dagur Björnsson og gerðu leiknum góð skil. -emm Valssigur gegn ÍR Valsmenn unnu í gærkvöldi öruggan sigur á ÍR-ingum í leik liðanna í úrvalsdeild Islands- mótsins í körfuknattleik. Liðin !éku i íþróttahúsi Seljaskóla og lokatölur þær að Valur skoraði 912 stig en ÍR 85. í leikhléi var staðan þannig að Valur hafði skorað 43 stig en ÍR 38. Tómas nokkur Holton var stiga- hæstur hjá Val, skoraði 26 stig, en Sturla Örlygsson skoraði 18. Ragnar Torfason var stigahæstur hjá ÍR með 24 stig en Björn Leós- son skoraði 19 stig. Egill þjálfari TB í Færeyjum „Ég vona að ég komist til Fær- eyja l.febrúar - Ármann hafi þá tryggt sér sæti í 1. deildinni hér í handboltanum,“ sagði leikmað- urinn kunni, Egill Steinþórsson, Ármanni, þegar DV ræddi við hann í gær. Egill hefur verið ráðinn þjálfari TB á Suðurey í Færeyjum í knattspyrnunni næsta leiktímabil. Hann mun einnig leika með liðinu og þá í einhverri stöðu úti á vellinum. Mjög Qölhæfur leikmaður sem leikið hefur nær allar stöður á vellinum, meðal annars sem markvörður. Hann hefur verið einn aðalmarkaskorari liðs Ár- manns i 2.deild í handboltanum i vetur. Egill er 27 ára. Færeyska liðið TB varð í 5. sæti í 1. deildinni færeysku í fyrrahaust og leik- menn liðsins hafa hug á því að standa sig enn betur í sumar. - hsim Egill Steinþórsson. STEFAN EDBERG. Stefan Edberg vann McEnroe „Ég held að upphafshögg mín hafi ekki getað verið betri og ég vissi að ég varð að leika mjög vel til að sigra McEnroe," sagði Stefan Edberg, 19 ára, eftir að hann sigraði Bandarikjamanninn kunna, John McEnroe, á tennismóti í Atlanta i USA fyrir helgi. Fyrsti sigur Svíans, sem varð Ástralíu- meistari fyrir nokkrum í vikum, á McEnroe. Tvær lotur, 6-3 og 7-6. Af öðrum úrslitum á mótinu má nefna að Ivan Lendl, Tékkóslóvak- iu, sigraði Frakkann Yannick Noah, 6-3, 7-6. Jimmy Connors, USA, sigr- aði Andres Gomez, Ekvador, 6-0, 3-6 og 6-1 og Kevin Curran, USA, vann Anders Járryd, Svíþjóð, 6-4 og 6-1. hsím Man. Utd fékk stórpening — Sharp endurnýjaði samninginn Á sama tíma og japanska ljósmyndafyrirtækið Canon ákvað að hætta stuðningi sínum við ensku deildafélög- in í knattspvrnu í vor end- urnýjaði japanska hljóm- tækjafyrirtækið Sharp samning sinn við Manchest- er United. Gerði nýjan þriggja ára samning að verð- mæti 333 þúsund sterlings- pund. Það eru rúmar 20 milljónir íslenskar. Nafn Sharp er á búningum leik- mannaUnited. - hsim Breiðablik aftur í 1. deildina Breiðablik tryggði sér rétt til að leika í 1. deild í hand- knattleik karla á næsta ís- landsmóti er liðið sigraði Þór frá Vestmannaeyjum í Digra- nesi um helgina með 23 mörk- um gegn 20. Blikar féllu sem kunnugt er í 2. deild á siðasta íslandsmóti. Tveir aðrir leikir voru í 2. deild um helgina. Haukar, sem virðast á mikilli sigur- göngu, sigruðu nú Aftureld- ingu með 31 marki gegn 29. Þá töpuðu ÍR-ingar enn einu sinni, nú fyrir Ármanni, með 23 mörkum gegn 27. Ármenn- ingar eru með skemmtilegt lið og stefna ótrauðir á 1. deild- ina. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.