Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 1
Kópavogshæli: ,GET EKKERT SAGT’ með Y m m “ ■ A slysadeild Borgarspítalans Guðmundur Ryjólfssc sagðí forstöéumaðurinn „Allir á deildinni voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans," sagði Björn Gestsson, forstöðu- maður Kópavogshælis, í samtali við DV í morgun. Snemma í morgun kom eldur upp á deild 8 á hælinu, þar eru 14 fullorðnir vistmenn. „Ég get ekkert sagt um málið í bili,“ sagði forstöðumaðurinn. Eldsupptök eru ókunn. Töluverðar skemmdir urðu á deildinni þar sem cldurinn kom upp en annað rými er óskemmt. Alls eru 165 vistmenn á Kópa- vogshælinu. ÞG Á slysadeild Borgarspítalans fengust þær upplýsingar í morg- un að vistmönnunum frá Kópa- vogshæli hefði verið skipt niður á sjúkrahúsin þrjú í borginni. Flestir vistmannanna fengu reykeitrun en ekki er vitað hversu alvarlega. „Reykeitrunin er á misjöfnu stigi hjá sjúklingunum," sagði Guðmundur Eyjólfsson, læknir á Borgarspítalanum, er við náðum sambandi við hann í morgun. Hann sagði að sumir sjúkling- anna væru „slakir" en aðrir í hópnum hressir. Sjö vistmenn voru lagðir inn á Borgarspítalann, fjórir á Land- spítalann og þrír á Landakots- spítalann. - ÞG Slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn fljótt. Samhliða því að slökkva eldinn unnu þeir við björgun- arstörf. Hér á myndinni sjást þeir að störfum. DV-mynd S. Kalt var í veðri í morgun. Hér á myndinni sést slökkviliðsmaður koma með teppi fyrir vistmennina sem bjargað var út úr reyknum. DV-mynd S. Einn vistmaður Kópavogshælisins borinn af slysstað. DV-myndS. — s/á einnig frétt og mynd á baksíðu „Það gekk mjög fljótt fyrir sig að ná vistmönnunum fjórtán út sem voru inn i álmunni sem eldur- inn kom upp í. Við sendum þrjá reykkafara strax inn sem náðu fólkinu út. Það hefur tekið okkur 7-8 mín. að ná vistmönnunum út,“ sagði Arnþór Ingólfsson, varðstjóri hjá Slökk viliði Reykjavíkur, sem var kallað út kl. rúmlega sex í morgun þegar eldur kom upp í einni álmu Kópavogshælisins. „Eldur kom upp í herbergi við útidyr. Eldtungur komu út um glugga herbergisins og upp í þak- skegg hússins. Það gekk greiðlega að slökkva eldinn en talsvert af reyk var í gangi álmunnar," sagði Arnþór. Slökkviliðið fór með fjóra slökkvibíla á staðinn og sex sjúkra- bila. „Það gekk vel að ná fólkinu út, það var fáklætt. Á náttfötunum. Við kölluðum strax starfsfólk hæl- isins út. Vistmennirnir voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans í ör- yggisskyni vegna hættu á reyk- eitrun. Tveir til þrír vistmenn fóru með hverjum sjúkrabíl," sagði Arnþór. Slökkviliðsmenn sýiidu mjög snögg viðbrögð þegar þeir náðu vistmönnunum út. Björgunarstarf gekk greiðlega. Þegar DV fór í prentun í morgun voru fjórir slökkviliðsmenn á vakt í Kópa- vogshælinu. - sos RITSTJORN :AUGLÝSINC 41.200 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. \R OG AFGREIÐSLA SlMI 27022 jáilst, óháð dagblað DAGBLAÐIЗVÍSIR 10. TBL.-76. og 1 2. ÁRG. - MÁNUDAGUR 13. JANUAR 1 986. Eldur kom upp í Kópavogshælinu í morgun: Reykkafarar björguðu fjórtán vistmönnum út

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.