Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. Spurningin Hefur þú spilað Trivial Pursuit? Sigurjón Ámundason múrari: Ég hef ekki einu sinni séð það og kann- ast ekki við að hafa heyrt á það minnst. ?tessásii Svavar Magnússon leigubílstjóri: Nei, ég hef ekki spilað það. Ég kann- ast bara ekkert við þetta spil. Sigrún Eiríksdóttir afgreiðslu- dama: Nei, ég hef ekkert kynnt mér það en ég kannast vel við það. Samt þekki ég engan sem hefur spilað það. Bjarnhéðinn Hallgrímsson deild- arstjóri: Nei, ég kannast ekki við þetta spil. Einar Guðjónsson rafeindavirki: Nei, það hef ég ekki gert en ég var að spekúlera í að kaupa það. Það kom til tals á heimili mínu, dóttir mín var að tala um þetta spil. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Verkin lýsa manninum Guðmundur skrifar: Það er mikil sorgarsaga hvernig ráðamönnum þjóðarinnar hefur tekist að teyma mörg þúsund húsbyggjendur út í botnlaust skuldafen. Þar á ég við verð- tryggðu lánin sem Húsnæðismála- stofnun hefur veitt til nýbygginga, önnur eins okurlán þekkjast áreið- anlega hvergi nokkurs staðar í heiminum nema hér á landi. Ekki bætti úr að hlusta á þá féiaga Jóhannes Nordal og Víglund Þor- steinsson, þegar rætt var um vexti og neyð húsbyggjenda. Jóhannes vill hækka vexti og helst að gefa þá frjálsa. Víglundur tók í sama streng og taldi sig vita manna best, af þeim sem við borðið sátu, hvað húsbyggjendum kæmi best. Það væri ekki lækkun vaxta, meiri var hans útskýring ekki. Það er alveg stórmerkilegt með Jóhannes Nord- al, sem stjórnar að miklu leyti landinu í peningamálum og búinn að veltast fram og aftur með is- lenska og erlenda mynt, að hans skólaganga skuli aldrei hafa skilað nema bullandi verðbólgu. Það sem við vitum er að háir vextir koma sér vel fyrir banka- kerfið, þeir koma sér vel fyrir líf- eyrissjóðasvindlið, auðjöfra, gróðabraskara og sennilega fyrir Nordal sjálfan í steinmusterinu við Skúlagötu. Ég mundi nú telja að Jóhannes væri orðinn fullreyndur og með fullri yirðingu fyrir mann- inum, þá sé nú kominn tími til fyrir hann, samvisku sinnar vegna, að segja starfinu lausu. Verkin lýsa manninum. Þessi ríkisstjóm, sem nú situr, lofaði og taldi sig nokkuð örugga um að koma verðbólgunni niður í 15% um áramót, en hún verður sennilega 35-40% um ára- mótin. Hún hefur svikið bæði í orði og verki, hún hefur stutt við bakið á þeim ríku en skorið litla manninn við trog. Hún blekkir þá sem ekki skilja aðgerðir hennar, hinir verða reiðir, enda eðlilegt, því aldrei hefur þekkst meiri eymd og eig- naupptaka. Fólk flýr land, fólk flýr til kunningja eða ættingja þegar búið er að sejja allt frá því og það stendur ráðþrota. Þorsteinn Páls- son telur húsbyggjendur með skammtímalán verst setta. Það er hans dómur en fárra annarra, eða vill hann heimfæra það? Ég vil segja að öll verðtryggð lán falli undir sama hatt, ekki síður lang- tímalán, og mun ég skýra það ef á þarf að halda. En hvað um banka- kerfið? Það segir nei, við afnemum ekki verðtryggingu, við látum 40% þjóðarinnar vinna meðan þrælarn- ir okkar þegja. Og svo er verið að bjóða húsbyggjendum hjálp. Það er stofnuð ráðgjafarþjónusta, síðan varanleg ráðgjafarþjónusta, lán eru framlengd eða aukin. Allt þetta gerir ekkert annað en að bæta við skuldasúpuna og fá frest í snöruna. Þessir háu herrar, sem fara með völd, vilja sem sagt ekkert gera sem að gagni mætti koma. Það getur aldrei blessast að lán, sem greitt er af á gjalddögum stórhækki, það dæmi gengur ekki upp. Þarna er verið að ræna litla manninn til að halda bankakerfinu og braskara- lýðnum gangandi. Við segjum stopp, hingað og ekki lengra rneð svindlið. Úr því þessi ríkisstjóm vill ekkert fyrir okkur gera þá verður að fara aðrar leiðir, hvað sem það kostar. Það er nefni- lega meirihluti þjóðarinnar sem ræður ef til kastanna kemur, en ekki nokkrir gullkálfar innan Al- þingisveggjanna. Þeir geta fyrir- gert rétti sínum og eru búnir að gera, Ég vona að þessi ríkisstjórn reyni samt að sjá að sér og geti haldið friðinn í landinu, svo ekki sé meira sagt. Og ég vil beina orð- um mínum til núverandi ríkis- stjórnar: Afnemið alla verðtrygg- ingu strax af öllum verðtryggðum lánum til húsbyggjenda, og það frá því lánin voru tekin fyrst. Setjið á sanngjarna, fasta vexti. Skattaaf- sláttur yrði einungis svindl og við yrðum hlunnfarin. Hættið að veita lán til nýbygginga á núverandi kjörum, þar sem fyrirfram er vitað að fæstir geta nokkum tímann endurgreitt. Reynið fyrst að gera upp við þá sem hlunnfarnir hafa verið og em ekki búnir að tapa eignum sínum, því það er undir flestum tilfellum ykkar óstjórn að kenna. Ónýt flík en ekkert notuð Kristín Elíasdóttir skrifar: Fyrír rúmu ári síðan keypti ég hjá Kápusölunni kápu frá Hlín. Þetta var dýr og fín kápa sem ég notaði ekki mikið: fór í henni nokkrum sinnum í leikhús og þar með er það talið. En viti menn: Eftir nokkra mánuði stórsá á kápunni. Eg fór um mánaðamótin októb- er/nóvember og talaði við þá hjá Hlín út af þessu. Kápan var sett í rannsókn að Keldum og sagt var að rannsókn lokinni að fóð- rið værí slitið og krumpað. En það eru ósannindi. Svo ég fer og tala við Neyten- dasamtökin og eftir það er kápan send aftur í rannsókn og fæ hana til baka með þeim upplýsingum að flfk sem þessa þurfi að með- höndla á alveg sérstakan hátt. Ég krefst þess að mér verði bætt kápan en því er ekki sinnt. Kápan er mér ónýt og ætla ég að vara fólk við að lenda ekki í þvísama og ég. Jólakort á flækingi Sólbjört skrifar: Ég skrifa þetta bréf í þeirri von að með því geti gamalt jólakort komist í réttar hendur. Eg þekki gamla konu sem fyrir jólin í fyrra , fékk jólakort sem hún átti ekki að fá, heldur „Elsku Lovísa og Óskar!“. Það er einkum vegna skemmtilegrar fjölskyldumyndar sem okkur langar að koma því til skila. Kortið hefur verið sent frá Bandaríkjunum og undir- skriftin er Bagga og Bernie. Vinnusími minn er 39510. Þetta heilaga fullorðna fólk Ein úr Reykjavík skrifar: Mig langar að mótmæla harðlega 5270-7684 sem skrifaði í DV föstudag- inn 3. janúar ’86. Það er alrangt að æskan hlusti ekki á annað en Duran Duran og Wham! Það eru margir sem hlusta á t.d. Tinu Turner, Dire Stra- its, David Bowie, Bruce Springsteen, King og fleiri. Endalaust má telja og það eru heldur ekki einungis Duran Duran og Wham! sem eiga sök á því að krakkar eru að skrifa og biðja um að sýndir verði hljómlistar- þættir með hinum og þessum hljóm- sveitum. Svo langar mig líka til að mótmæla því að Duran Duran og Wham! ráði einhverju um það hvernig landinu verður stjórnað þegar við tökum við; tónlistin kemur því engan veginn við. Getur þetta heilaga fullorðna fólk ekki skilið að við eigum eftir að þroskast? Ég á bágt með að trúa því að eitthvert okkar haldi upp á Duran Duran og Wham! þegar við verðum orðin 30 til 50 ára. 5270-7684, hafðu ekki áhyggjur! Það eru margir unglingar sem hlusta á Dire Straits og alrangt að æskan hlusti ekki á annað en Duran og Wham! segir ein úr Reykjavík. Eigingjarn og alvarlega skrítinn Svava Guðmundsdóttir lyfjafræð- ingur: Já, ég á það. Ég hef nú ekki spilað neitt mjög mikið .en það er mjög skemmtilegt. Það eru margir alveg æstir í það. 1435-4980 skrifar: Föstudaginn þann 3. janúar varð mér á að fletta gegnum DV eins og endranær. Þá rakst ég á grein eftir persónu sem kallar sig 5270-7684. Þessi maður fer með óraunhæfar röksemdafærslur um að Duran Dur- an og Wham aðdáendur geti ekki stjómað landinu, einfaldlega vegna þess að þeir hlusta á þessar fyrr- nefndu hljómsveitir. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að þessi maður er eitthvað alvar- lega skrítinn. Hann vill fara að reka áróður gegn þessum hljómsveitum einfaldlega vegna þess að honum finnst þær ekki skemmtilegar. Svona hugsunarháttur er kallaður eigin- girni. En kæri 5270-7684, nú skal ég segja þér eina góða aðferð. Þessi aðferð er fólgin í því að í hvert sinn sem Duran Duran eða Wham heyrist í útvarpinu, sem skeður mjög sjaldan, þá getur þú bara einfaldlega skrúfað niðuríútvarpinu. í bréfi sínu þann 3. janúar talar 5270-7684 um hina svokölluðu stóru meistara. Kæri 5270-7684, þú mátt alveg hlusta á þessa stóru meistara. Það bannar þér það enginn. En í staðinn skaltu leyfa okkur hinum að hafa okkar tónlist í friði. Svona fólk eins og þessi fyrrnefnda persóna verður að vera raunsætt og taka tillit til tónlistarsmekks annars fólks. Hann talar um í bréfi sínu að honum þyki átakanlegt að lesa bréf eftir krakka sem biðja útvarpsstjóra um beina útsendingu frá popptón- leikum. Ef hann er svona viðkvæmur og getur ekki lesið svona bréf þá þarf hann ekkert að vera að gera það. Þeir lesendur sem lásu greinina þann 3. janúar hljóta að sjá hvað 5270-7684 er eigingjörn persóna í raun og veru. Þar að auki heldur hann því fram að hann sé kominn til vits og ára en á þessari grein sést að svo er greinilega ekki. Ég er enginn sérstakur Duran Duran né Wham aðdáandi en 5270-7684, leyfðu krökkunum að hafa sína tónlist í friði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.