Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1986, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR13. JANÚAR1986. Neytendur Neytendur__________Neytendur__________Neytendur Brauð ogkökur: Miklar hækkanir á brauðum framundan „ Landssamband bakarameistara hefur hingað til verið milliliður á milli Verðlagsstofnunar og bakar- íanna en við treystum okkur ekki til að standa lengur undir því hlut- verki því að okkar mati hefur Verðlagsstofnun komið svívirði- lega fram,“ sagði Jóhannes Björns- son, formaður Landssambands bakarameistara, er neytendasíðan hafði samband við hann vegna álagningar vörugjalds á kökur og væntanlegrar hækkunar á vísi- tölubrauðum í kjölfar þess. Jóhannes sagði að landssam- bandið væri hætt að skipta sér af þessum málum og í framtíðinni yrðu það bakaríin sjálf sem kæmu til með að taka allar ákvarðanir í þessu efni. „Ég geri ráð fyrir að vísitölu- Brauð eru orðin nokkuð stór hluti af heimilisútgjöldunum, Mynd Kristján Ari brauðin komi ellegar til með að hækka verulega eða bakarameist- arar hætta einfaldlega að baka þau. Menn fara ekki að framleiða vöru sem þeir þurfa sjálfir að borga með, en hægt hefur verið að kaupa 500 gramma brauð á 20 krónur út úr bakaríi þar sem hráefnið i það kostar 14 krónur. Það segir sig sjálft að slík framleiðsla borgar sig ekki.“ Jóhannes sagðist jafnvel gera ráð fyrir frekari hækkunum á brauðum í kjölfarið á álagningu vörugjalds á kökur. Eru það slæm tíðindi fyrir heimilin þar sem brauð eru orðin fastur liður í neysluvenjum fólks og má því gera ráð fyrir að þessar hækkanir komi til með að hafa veruleg áhrif á heimilisbókhaldið. -S.Konn. m u Megrunarkúrinn heldur áfram: Ofgakenndir kúrar Fyrstskulum við rifia upp listann yfirþaðsem MÁ BORÐA. 1. Magurt kjöt 2. Kjúklingaogkalkúna 3. Magran fisk 4. Egg 5. Magrar mjólkurafurðir eins og kotasælu og skyr 6. Að minnsta kosti 8 glös eða 2 lítra af vatni á dag. Leyfilegt er að drekka kaffi og te að vild, án mjólkur og rjóma eða sykurs. Nota má gervisætuefni og drekka má sykurlausa gosdrykki. Nota má salt, pipar og annað líkt krydd. Hvertermagnið? Lesendur hafa hringt og spurt hve mikið magn af magra kjötinu má borða. Það er ekki tiltekið í bókinni, sem við höfum vitneskju okkar úr, að öðru leyti en að tekið er fram að langbest sé að borða ekki meira en til að seðja sárasta hungrið, í það minnsta fyrst í stað. Aðalatriðið virðist vera að sleppa algjörlega allri fitu og drekka vat- nið. Vatnsdrykkjan býsna erfið 1 fyrstu virðist ekki ýkja erfitt að drekka 2 lítra af vatni á dag en það er svo sannarlega enginn barnaleikur. Við erum búin að reyna núna í nokkra daga og varla hægt að segja að það hafi tekist eins ogskyldi. En öruggt er að það er nauðsyn- legt að halda eins konar „bókhald" yfir vatnsdrykkjuna. Öðruvísi er ekki hægt að fylgjast með henni. Við gerum það á þann hátt að fylla að morgni 1,5 1 gosdrykkjarfl- ösku og erum svo að smá súpa á henni allan vinnudaginn. Þegar heim kemur tekur önnur gosflaska við. Enn hefur ekki tekist að ljúka við „vinnuflöskuna", hvað sem síðar kann að verða. Öfgakenndir kúrar í bókinni góðu er getið um heil- marga öfgakennda kúra sem falla sumum mjög vel en tekið er fram að halda verði ákveðnar reglur þegar farið er í þá kúra. Nauðsyn- legt er t.d. að taka daglegt vítamín, til vonar og vara, þótt það sé e.t.v. ekki, strangt til tekið, nauðsynlegt í öllum kúrunum. Sumir hafa verið á öfgakenndum kúr allt frá tveim vikum upp í tvo mánuði. Ef viðkomandi finnur að kúrinn á ekki við hann, finnur fyrir óvenjumiklum slappleika, skal óðara hætt á kúrnum. Þá má dreypa á appelsínusafa og brjóst- sykursmoli hjálpar einnig í slíku tilfelli. Eftir að hafa borðað meiri mat í einn eða tvo daga má bregða sér á öfgakennda kúrinn á nýjan leik. En enginn sem á við heilsuleysi að stríða ætti að fara á öfgakennd- an matarkúr. Algengt er að fólk losi sig við allt frá 2,5 kg upp í 7,5 kg á viku. Á þessum kúrum er leyfilegt að drekka kaffi og te að vild en eins og áður án mjólkur eða rjóma og auðvitað án sykurs. En það má nota gervisætuefnið, salt og pipar í hófi. Einnig má drekka sykur- lausa gosdrykki og hitaeininga- lausa kjötsoðssúpur. Ekki gleyma vatninu. Tveir lítrar á dag! Eingöngu súrmjólk Þetta er einfaldur kúr, einhver sá allra einfaldasti. Hann samanst- endur af 6 glösum af súrmjólk á íslenska útgáfan af Trivial „Það er rétt að það víxluðust tvö kort en Kjartan Jóhannsson tók þessu mjög vel. Það telst til að það séu 0,6% villur í kortunum sem þýðir að þau eru 99% rétt sem er frábær árangur," sagði Guðmund- ur Guðveigsson hjá Eskifelli sem er útgáfufyrirtæki nýjasta fjöl- skylduleiksins, Trivial Pursuit. Á spjöldunum sem víxluðust var spurt um hvaða þjóðhöfðingi hefði verið myrtur árið 1984 og var svar gefið Kjartan Jóhannsson. Rétt svar var Indira Gandhi. Á sama spjaldi var einnig spurt um ís- lensku söngkonuna í Cardiff - svarið Ásmundur Sveinsson og Ríkharður Jónsson, en átti auðvit- að að vera Ingibjörg Guðjóns- dóttir. Og loks var spurt hvaða Hollendingur hefði verið kjörinn íþróttamaður heims árið 1974 og var svarið Sigurður Greipsson. Rétt svar var hins vegar Johann Cryuff. „Þótt okkur þyki þetta auðvitað leiðinlegt megum vel við una þvi Danir fengu 60 kort með finnskum svörum og þeir eru yfirleitt álíka sleipir í finnskunni og við. I sænsku og bresku útgáfunni eru villurnar taldar 7-8%,“ sagði Guðmundur. Það voru þrír íslenskir náms- menn í Bandaríkjunum sem unnu dag - eitt glas á þriggja klst. fresti. Eins og áður má drekka kaffi og te svart og sykurlaust, eins og áður hefur verið tekið fram. Kotasæla og greip Hóflegir skammtar af kotasælu og greipávexti sex sinnum á dag. Eins og áður má drekka svart og sykurlaust kaffi og te og sykur- lausu gosdrykkina sem fyrr. Ef ykkur sýnist svo má skipta um ávöxt, borða t.d. melónu einn dag- inn í staðinn fyrir greipið - og svo greip hinn daginn. Látum þetta duga í bili. Meira síðar. « Danmörk er heimaland rasp- eplakökunnar og þaðan kemur tilbúna raspið. DV-mynd KAE. Eplaköku- raspið beint úr pakkanum Við rákumst á í matvöruverslun tilbúið eplakökurasp. Það er inn- flutt frá Danmörku en Danmörk er heimaland rasp-eplakökunnar. Við prófuðum raspið og úr varð prýðis eplakaka alveg eins og „amma bjó til“ og fyrirhöfnin nánast engin. Fyrir utan tilbúna raspið notuð- um við tilbúinn eplagraut og Ioks þeyttum við þeytikrem. Til þess að kakan samlagaðist nægilega vel brugðum við henni í ca 3 mín. á lágan hita í örbylgjuofn- inn. Eplakökuraspið má einnig nota út á súrmjólk, í bakstur o.fl. en leiðbeiningar á íslensku fylgja með raspinu. Það er dagstimplað og kostar um 54 kr. útúrbúð. A Pursuit 99% rétt spurningarnar fyrir íslensku út- gáfuna undir stjórn Örnólfs Thorlacius. Fleiri spurningar eru væntanlegar en næst kemur bar- naútgáfan sem er með mun léttari spumingum en Genus I útgáfan sem út kom fyrir jólin. Barnaút- gáfan nýtur gífurlegra vinsælda að sögn Guðmundar. Þá koma einnig út viðbótar- spurningar í öllum flokkunum en þeir eru sex talsins, þannig að af nógu er að taka. Spilatíminn í Trivial Pursuit er mismunandi, getUr verið allt frá einum og hálfum tíma upp i fimm tíma törn. En víst er um það að landsmenn verða mun fróðari eftir að vera búnir að fara í gegnum allar sextíu þúsund spurningarnar í „ofurmannaflokknum" eða Genus I spurningunum sem út komu fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.